Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1992, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1992, Page 13
13 FÖSTUDAGUE 24. JÚLÍ 1992. LífsstOI Eigandi gamallar amerískrar bifreiðar: Rukkaður um bifreiða- gjöld af röngu bílnúmeri Eigandi amerískrar bifreiðar hafði samband við Neytendasíöu DV og sagði farir sínar ekki sléttar af við- skiptum sínum við Bifreiðaskoðun íslands og Tollstjóraembættið í Reykjavík. Eigandinn hefur ávallt staðið í skilum með gjöld sín af bif- reiðinni en á síðasta ári er hann hugðist fá skoðun fyrir bifreið sína var honum neitað um hana á þeirri forsendu að bifreiðagjöldin væru ógreidd. Kom í ljós við eftirgrennslan eig- andans að mistök höfðu átt sér stað og hann rukkaður um bifreiðagjöld af annarri bifreið en sinni eigin, af bíl númer R-7014 en bifreið hans er með númeraplötuna R-714. Eigand- inn reynir að fá leiðréttingu sinna mála en er vísað á milli Bifreiðaskoð- unar og tollstjóra þar sem menn kenna hvorir öðrum um mistökin. Eigandinn er á árinu krafinn um umskráningargjald en bíllinn hefur frá byijun verið hjá sama eiganda. í byrjun þessa árs fær eigandinn senda tilkynningu frá tollstjóra um að bifreiðin sé á stöövunarskrá hjá lögreglunni vegna vangreiddra gjalda. Eigandinn fær það staðfest hjá báðum aðilum að mistök hafi átt sér stað og loforð um leiðréttingu en í byijun júni á þessu ári er enn rukk- að um bifreiðagjöldin á númerið R- 7014. Eigandi bifreiðarinnar var að vonum langþreyttur á þessum mis- tökum sem hafa valdiö honum mikl- um óþægindum. Blaðamaður leitaði svara hjá tollstjóra og Bifreiðaskoð- un íslands. „Þama er um mistök að ræða hjá Bifreiðaskoðun íslands því að það sér um skráningar og afskráningar á bílum. Það eru alls konar vitleysur í gangi í sambandi við þessa gíró- t Neytendur seðla,“ sagði Arthúr Sveinsson, deildarstjóri bifreiðaskattsdeildar hjá tollstjóranum í Reykjavík. „Við erum innheimtuaðilinn og við höfum aðgang að kerfinu hjá BSÍ. Þar eru bílar skráðir, Ríkisbókhald leggur á aila bíla og við innheimtum gjöldin þannig að það eru tveir aðilar á milii okkar. Ríkisbókhald fær allar sínar upplýsingar frá BSÍ og miða gjöldin við þær. Það er til í dæminu að sendir séu tveir giróseðlar fyrir bifreiðagj öldum á sama númer vegna þess að í tölvu- kerfinu er farið eftir fastanúmerinu. Fastanúmer bifreiðarinnar R-7014 er GG-016 en fastanúmer R-714 er EH- 985. Það er búið að leiðrétta þetta núna hjá BSÍ því að ég man eftir þessu tilviki og ég hringdi strax þangað og lét þá vita af þessu vanda- máh. Eigandi bifreiðarinnar hringdi í mig í júní og bað um leiðréttingu. Skýringin á því að hann fær rukkun með gjalddaga 1. júlí í ár fyrir bíl- númerið R-7014 er sú að rukkunin er send út þann 3. júní en leiðrétting- in hefur farið fram í millitíðinni,“ sagði Arthúr. Gamalt og úrelt tölvukerfi „Hafi einhvem tímann á fyrri hluta ársins orðið mistök á skráningu þá sýnist mér á öllu á tölvukerfmu hjá okkur aö það sé búið að leiðrétta þau nú. Ef verið er að rukka þessi bif- reiðagjöld hjá tollstjóra hlýtur það að hafa ruglast hjá þeim,“ sagði Rún- ar Guðmundsson, afgreiðslustjóri hjá Bifreiðaskoðun íslands. „Umræddur bOl kom í skoðun 12. - úrelt tölvukerfl Bifreiðaskoðunar líklegasta orsökin Bifreiðin er á númerinu R-714 en krafist hefur verið bifreiðagjalda frá eigandanum fyrir bifreið merkta R-7014. DV-mynd GVA júní síðastUðinn og fékk hana en bif- reið fær ekki skoðun nema búið sé að greiða bifreiðagjöldin. Það eru ótal vandamál sem virðast koma hér upp og fólk lendir í óþægindum. Það er ákaflega erfitt að útskýra mistök af þessu tagi á annan hátt en svo að þetta sé tölvufeiU eða innsláttarmis- tök. Maður, sem hefur verið að eiga við númerið R-714, hefur óvart slegið inn R-7014. Svoleiðis mistök geta orðið til þess að viðkomandi bifreiðareigandi lendir í miklum óþægindum því að það er enginn vamagU á tölvukerf- inu. Kerfið, sem er í notkun, er mjög gamalt en það er frá árinu 1972. Við höfum undanfarið verið að vinna að gerð nýs tölukerfis við skráningu bifreiða hjá BSÍ. Það hefur dregist töluvert að koma því í gagnið því að það er aUtaf verið að full- komna það. Eftir aö það kemst í notk- un er hægt að rekja hvers konar vit- leysur eins og skot og varnaglar í kerfinu eiga aö koma í veg fyrir mis- tök af þessu tagi,“ sagði Rúnar. -ÍS HEKLUHÚSINU LAUGAVEGI 174 SÍMAR 695660 OG 695500 Opið virka daga kl. 9-18 - Laugardaga kl. 10-14 NOTAÐIR BILAR - BILAÞING - NOTAÐIR BILAR - BILAÞING VW Golf Champ ’89, 1600, sjálfsk., 3 dyra, blár, álfelgur o.fl., ek. 40 þ. km, verð 770.000 stgr. MMC Colt turbo '87, 1500, 5 gira, 3 dyra, hvítur, ek. 80 þ. km, sóllúga o.fl., verö 640.000 stgr. Toyota Corolla XL '88,1300, 4 gíra, 3 dyra, blár, ek. 31. þ. km, veró 580.000 stgr. n VW Transportei 4x4 syncro ’87, bensin, 2200, 5 gira, 4 dyra, gulur, ek. 58 þ. km, verö 800.000 stgr. MMC Pajero stuttur ’88, bensin, 2600, 5 gíra, 3 dyra, hvitur, ek. 78 þ. km, verö 1.080.000 stgr. MMC L-300 Minibus 4x4 '90, bensin, 2000, 5 gíra, 5 dyra, sillur, ek. 24. þ. km, króm- felgur o.fl., verð 1.590.000 stgr. N0TAÐIR BILAR - BILAÞING - N0TAÐIR BILAR - BILAÞING N0TAÐIR BILAR Á RAUNHÆFU MARKAÐSVERDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.