Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1992, Side 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Ólympíuleikarnir
Á morgun veröa ólympíuleikarnir settir. Ólynipíu-
leikarnir eru mesta og stærsta íþróttahátíð heims og
raunar má segja aö þeir séu langviöamesta alþjóðahátíð
nútímans þar sem allar þjóðir heims eru saman komnar
með fulltma sína til þátttöku í leik og keppni. Að því
leyti hafa leikamir mikla þýðingu. Þeir undirstrika þá
staðreynd að fólk úr hinum ýmsum löndum og heimsálf-
um getur att kappi hvert við annað án blóðsúthellinga
eða óvildar. Á ólympíuleikum standa allir jafnir að vígi
og taka höndum saman í bræðralagi og drengilegri
keppni. Þar standa íþróttamenn frá Islandi, Nepal og
Bandaríkjunum hhð við hlið, þar er félagsskapur hinna
stóru og smáu eðlilegur og þar er hvorki farið eftir efna-
hag, htarhætti né stjórnmálum.
I ljósi þess markmiðs ólympíuhugsjónarinnar að gera
ekki greinarmun á þjóðskipulagi eða pólitískum átökum
innan þjóða eða milli þjóða er það til marks um stöðu
ólympíuhreyfmgarinnar að júgóslavneskir íþróttamenn
fá að taka þátt í leikunum þrátt fyrir einangrun Júgó-
slavíu á öðrum sviðum alþjóðasamskipta. Það er sömu-
leiðis gleðiefni að nú fær Suður-Afríka að taka þátt í
ólympíuleikunum í fyrsta skipti. Þannig hefur íþróttun-
um tekist að sameina undir ólympíufánanum allar þjóð-
ir heims. Slíkur er máttur leikanna. íþróttir hafa gildi
langt út fyrir keppnisvöllinn.
Hitt er annað að öh sú athygh og aUur sá metnaður
sem lagður er í undirbúning og framkvæmd ólympíu-
leika er að fara úr böndum. Það er ekki á færi nema
stærstu borga og fjársterkra aðila að halda ólympíu-
leika. Slíkur er viðbúnaðurinn og íjöldinn. Fjöldi þátt-
takenda, fararstjóra og aðstoðarmanna, auk áhorfenda
og fuUtrúa fjölmiðla, er orðinn slíkur að nú þegar eru
gerðar ráðstafanir til að takmarka aðgang að leikunum.
Jafnvel eru uppi raddir um að herða reglur um þátttöku
þannig að aðeins þeir allra bestu fái að taka þátt. Efna
eigi til annarra og sérstakra leika fyrir smáþjóðir og
minni spámenn sem ekki eiga möguleika á að komast
á verðlaunapalla. Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar
hefur verið gagnrýndur fyrir alræði og uppskafning og
nefndin sjálf er að miklum hluta til valin að geðþótta
forsetans sem safnar um sig aðalsfólki og „fínum nöfn-
um“. Þessi þróun á ekkert skylt við íþróttaanda og þá
grasrót sem heldur uppi íþróttastarfi hinna ýmsu landa.
Ólympíuhugsjónin er ekki einkaeign hinna útvöldu.
íslendingar senda sem fyrr hóp íþróttafólks til leik-
anna í Barcelona. Ekki eru miklar væntingar um verð-
launasæti af okkar hálfu frekar en fyrri daginn. Þar
ræður að sjálfsögðu miklu fámenni þjóðarinnar en ekki
síður það skeytingarleysi sem hér hefur ríkt um skipu-
lagða stefnu til afreksíþrótta. íþróttahreyfingin íslenska
hefur ekki háft bolmagn né aðstöðu tU að hrinda afreks-
mannastefnu í framkvæmd og opinberir aðUar hafa
engan Ut sýnt í þeim efnum, hvorki með fjárframlögum
né aðbúnaði fyrir íþróttafólkið. Meðan svo er getum við
heldur ekki gert okkur miklar vonir um verðlaunasæti
á Ólympíuleikum. Við uppskerum eins og við sáum.
Engu að síður er þátttaka íslands mikilvæg og sjálf-
sögð. Við vUjum vera með og eigum að vera með. Þátt-
taka í ólympíuleikum er markmið og hvatning fyrir allt
íþróttafólk sem á annað borð hefur metnað í æfingum
sínum og keppni. Ólympíuleikar eru aðdráttarafl fyrir
æskufólk og laða ungt fólk tU íþróttaiðkana. Leikarnir
eru tákn friðar, frammistöðu og fegurra mannlífs.
EUert B. Schram
FÖSTLTDAGUR 24. JÚLÍ 1992.
Ross Perot er nú hættur við fram-
boð í forsetakosningunum í Banda-
ríkjunum en hann hefur þegar
mótað kosningabaráttuna. Hann
sýndi fram á með tilraun sinni að
stór hluti almennings er sáró-
ánægður með núverandi ástand og
fylgi hans var í rauninni höfnun á
hinum frambjóðendunum tveimur,
Chnton og Bush.
Óánægjan á sér djúpar rætur og
vantraust almennings á heíö-
bundnum stjómmálum ristir
djúpt.
Afleiöingar Reaganstjórnar
Það sem hér eftir mun einkenna
kosningabaráttuna verður við-
leitni frambjóðendanna beggja til
að afla sér trausts og byggja upp
trú á kerfið, það sama kerfi og Pe-
rot sýndi fram á að margrir van-
treystu. Stjómmálamenn hafa að
vísu lengi notið litils áhts í Banda-
ríkjunum en í ár keyrir um þver-
bak. Svo virðist sem hrein fyrirhtn-
ing sé ríkjandi.
Þetta á sér ýmsar ástæður en
fyrst og fremst em það ýmiss konar
fjármálahneyksh sem enn eimir
eftir af eftir stjómartíð Reagans
sem hefur minnkað áht fólks á
stjómmálamönnum, að því við-
bættu að á síðustu ámm hefur
efnahagslífið staðnað og almenn-
ingur sér fram á lakari afkomu en
fyrr. Atvinnuleysi hefur farið vax-
andi, sú lægð sem efnahagslífið er
í virðist vera langvarandi og nú-
verandi valdhöfum er kennt um.
Ross Perot, fyrrv. forsetaframbjóðandi. - Hann vakti kjósendur til um
hugsunar.
Línur skýrast í
Bandaríkjunum
Þær öfgar, sem einkenndu
stjómartíð Reagans árin 1980 til
'88, hafa haft slæm eftirköst, vel-
megunin sem Reagan byggði upp
var fjármögnuð meö lánum,
skuldadagar nálgast. Reagan hét
því á flokksþinginu 1980 að skha
hahalausum fjárlögum, þess í stað
fjórfaldaði hann á stjómarámm
sínum skuldir ríkissjóðs, aðahega
th þess að byggja upp heraflann í
mestu hemaðaruppbyggingu
Bandaríkjanna síðan í Víetnam-
stríðinu.
Afleiðingin er fjögurra bhljóna,
fjögur þúsund mhljarða, skuld rík-
isins og á valdatíma Bush hefur
skuldin hækkað um 400 milljarða
á ári. Vaxtagreiðslur af þessari
skuld eru um 200 mhljarðar dohara
á ári og munu hækka framvegis.
Th samanburðar em útgjöld ríkis-
ins til hermála tæplega 300 mhlj-
arðar. '
Niðurstaðan er að Bush er kom-
inn í fjárþröng, ríkissjóður er svo
skuldugur að hann getur ekki stað-
ið undir því að veita fé út í efna-
hagslífið eins og Reagan gerði
ótæphega á sinni tið. Til viðbótar
þessu hefur Bush enga fjármála-
stefnu, hann var kosinn arftaki
Reagans á þeim forsendum að hann
mundi viðhalda þeirri velmegun
sem ríkti samfeht í sex ár í stjórn-
artíö hans en var keypt dýru verði
eins og nú er að koma í ljós. Bush
hefur einfaldlega látið reka á reið-
anum og stefnuleysi er það sem nú
virðist geta komið honum í koll.
Aðgerðaleysi
Þegar að er gáð hefur Bush ekk-
ert raunhæft gert, aht hefur verið
látið dankast. Jafnvel í utanríkis-
málum, sem era hans sérsvið, hef-
ur hann verið áhorfandi frekar en
þátttakandi að því að Sovétríkin
hmndu og hann virðist ekki hafa
áttaö sig á gjörbreyttum forsendum
í heimspóhtíkinni. Mesta afrek
hans var að koma saman .þeirri
samstööu fjölda ríkja sem geröi
stríðið við írak mögulegt en það
stríð skhdi ekkert eftir sig í vitund
almennings annað en þá staðreynd
að Saddam Hussein gefur Bush
daglega langt nef.
Upplausnin í Evrópu hefur komið
Bandaríkjamönnum í opna skjöldu
eins og fleimm, í þeim málum
skortir forystu sem Bandaríkin ein
Kjállariim
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
geta veitt. Bush leiðir þau mál al-
veg hjá sér enda mundi hann ekki
hafa stuöning almennings th íhlut-
unar. Utanríkismál koma reyndar
ekkert við sögu í kosningabarátt-
unni, þau snúast um innanríkismál
eingöngu það sem af er.
Þar situr Bush í súpunni, honum
er óhjákvæmhega kennt um þá
stöðnun sem hvarvetna blasir við
og á þeim forsendum eiga andstæð-
ingar hans góðan höggstað á hon-
um. Svo var um Perot, hann var
persónugervingur þeirrar gremju
sem er ríkjandi meðal almennings.
Fylgi hans var atkvæði þeirra sem
sögðu pass.
Fylgi Chntons aftur á móti virðist
vera byggt á þeirri hefðbundnu
bjartsýni sem einkennir Banda-
ríkjamenn framar öðra, th er fjöldi
fólks sem trúir því aö öllu megi
snúa til betri vegar. Clinton er í
þeirri aðstöðu aö væntingar um
breytingar til hins betra hvha á
honum og af fyrstu fréttum að
dæma hefur hann hagnast meira
en Bush á því að Perot hætti við
framboö. Að vísu er htið að marka
skoðanankannanir núna, þær mót-
ast af þeirri auglýsingu sem Chn-
ton fékk á flokksþinginu og víst
má telja að Bush eigi inni miklu
meira fylgi en núna virðist.
Vert er að minnast þess að árið
1988 mældist Dukakis með miklu
meira fylgi en Bush nærri samfellt
fram að kosningum í nóvember en
tapaði svo með miklum mun. Þetta
minna kosningastjórar Clintons
stöðugt á núna.
Baker og þverstæðurnar
Það eru mikil tíðindi að Baker
utanríkisráðherra ætlar að segja
af sér th að stjóma kosningabar-
áttu Bush. Það var Baker sem
stýrði Bush th sigurs 1988 og það
hefur verið almennt áht að Báker
mundi verða næsta forsetaefni
repúblíkana 1996 ef Bush sæti
þangað th. Baker er því í rauninni
að bjarga eigin skinni, hann á aht
undir því að Bush nái endurkjöri.
Á sama tíma er þetta vísbending
um nokkra örvæntingu í herbúð-
um Bush, utanríkisráðherrann, sá
ráðherra sem mests áhts hefur not-
ið af öhum ráðherrum Bandaríkja-
stjómar, lætur ekki af embætti
nema líf hggi viö. Eftir að Perot
hætti viö framboð hafa línurnar
skýrst til muna, nú em aðeins tveir
kostir, óbreytt ástand eða breyting-
ar. Svo er að sjá og svo sýnist mér
að ahar líkur bendi th breytinga.
Það var Perot sem markaði lín-
umar, arfleifð hans í kosningabar-
áttunni er sú að hann vakti kjós-
endur til umhugsunar, hann virkj-
aði mhljónir manna í sína þágu
sem sjálfboðaiiða og blés nýju lífi í
bandaríska póhtík. Það væri þver-
stæða ef þessir kjósendur kysu
óbreytt ástand, þessi nýja póhtíska
vakning getur aöeins komið Clin-
ton th góöa.
Gunnar Eyþórsson
„Upplausnin í Evrópu hefur komið
Bandaríkjamönnum í opna skjöldu
eins og fleirum, í þeim málum skortir
forystu sem Bandaríkin ein geta veitt.“