Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1992, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1992. FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1992. 25 Iþróttir Meistaramót byrjenda í goKi í Hvammsvík Meistaramót byrjenda í golfi fer fram í Hvammsvík í Kjós á laug- ardag. Kylfingar með 24 í forgjöf og hærra geta tekið þátt. Farand- bikarar og eignabikarar verða veittir fyrir fyrstu sætin með og án forgjafar. Að auki verða vegleg verðlaun í boði. Byijað veröur að ræsa út kl. 8.00. Tekið er viö skráningu keppenda í sima 91- 667023. Pakkaferð á Skagann í tilefni leiks ÍA og Vals í 11. umferð Samskipadeildarinnar á laugardaginn hefur MS Akraborg og knattspyrnufélag ÍA ákveðið að bjóða upp á pakkaferð á Skag- ann og í honum er Akraborg- leikur-Akraborg. Verð er krónur 1500. Rocastletil Leedsen ekki Steven David Rocastle skrifaöi í gær undír fjörurra ára samning við Leeds United en Leeds keypti kappann fiá Arsenal á 2 milljónir punda. Leeds var búið að ganga fiá kaupum á Trevor Steven sem leikur með Marseiile en þegar Rocastle kom til sögunnar var falliö frá þeim kaupum. -GH Hlauphjá Ármenningum Hið árlega Ármannshiaup verður haldið fimmtudaginn 30. júlí nk. kl. 20. Hægt verður aö velja um þxjár hlaupaleiðir, 2 km, 4 lun og 10 km. Skráning fer fram í Ármannsheimilinu eftír kl 16. Þátttökugjald er 500 kr. fyrir full- orðna og 200 kr. fyrir börn. -BL Arnheidurvann Amheiður Jónsdóttir sigraði í forgjafarflokki 0-28 á opna Clar- ens kvennamótinu í goifi sem fram fór á Akranesi sunnudaginn 19. júli sl. Amheiður fékk skoriö 63 högg með forgjöf. Hún áttí einnig besta skorið á vellinum, 89 högg. I öðru sæti varð María Guðnadóttir GMS á 69 höggum. 1 forgjafarflokki 29-36 sigraði Elín Valsdóttir á 67 höggum, önnur varð Steindóra Steinsdóttir, NK, á 69 höggum. -BL MrgegnUBK Einn leikur veröur 1 Samskipa- deildinni í knattspymu í kvöld er Þórsarar taka á móti Breiða- biiksmönnum á Akureyraryelli kl. 20. Á sama tíma mætast BÍ og Fylkir á ísafirði í leik sem frestað var frá því í gærkvöldi. Þaö verð- ur nóg að gera hjá þeim Fylkis- mönnum næstu daga, auk leiks- ins í kvöld leika þeir gegn Stjöm- unni næsta mánudag og Víði á fimmtudag. Binnig verður leikið í neðri deildunum i kvöld. -BL Leiðrétting í frétt i gær um val á drengja- landsliöinu í knattspymu urðu mistök á fóðumöfnum tveggja liðsmanna. Annar markvörður- inn heitir Gunnar S. Magnússon úr Fram og einn af vamarmönn- unum heitir Vignir Þór Sverris- son úr Leikni. Er beðist velvirð- ingar á þessum mistökum. íslandsmótiö - 2. deild: Kef Ivíkingar í vænlegri stöðu - eftir 4-1 sigur á Grindavík Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum; Kelvíkingar komu sér í góða stöðu í öðm sæti 2. deildar eftir að þeir höföu sigraö nágranna sína úr Grindavík, 4-1, í gærkvöldi. Sigur Keflvíkinga var mjög sanngjarn og það er mikil sigling á liði þeirra um þessar mundir. Leikurinn var jafn framan af en fljótlega náðu Keflvíkingar undirtök- unum. Þeir náðu sanngjamri forystu á 22. mínútu. Óli Þór Magnússon vann þá boltann fyrir utan vítateig Grindvíkinga og gaf á Ingvar Gyþ- mundsson sem hamraði boltann í netið. Þremur mínútum fyrir hlé skoraði Kjartan Einarsson annað mark heimamanna eftir góðan únd- irbúning þeirra Georgs Birgissonar og Gunnars Magnússonar. Grindvíkingar náðu aö minnka muninn á 59. mínútu þegar Hjálmar Hallgrímsson var felldur í vítateig Keflvíkinga og Þorsteinn Bjarnason markvörður skoraði af öryggi úr vítaspymunni. Á sömu mínútu var Keflvíkingurinn Jakob Jónharösson rekinn af leikvelli fyrir kjaftbrúk. Eftir þaö náöu Grindvíkingar undir- tökunum og pressuðu Keflvíkinga oft stíft. Páll Bjömsson fékk gott færi eftir mistök í vörn Keflvíkinga. En Keflvíkingar voru ekki af baki dottn- ir þótt þeir væru einum færri heldur skoruöu tvíegis á lokamínútunum. Fyrst skoraði Kjartan úr víti eftir að Óli þór hafði verið felldur í vítateig gestanna og á síðustu sekúndunum bætti Ingvar Guömundsson fjóröa markinu viö eftir að þrumuskot Kjartans haíði verið varið glæsilega af Þorsteini. „Ég var smeykur þegar staðan var 2-1 en við sýndum ótrúlegan karakt- er. Þetta var sigur liösheildarinnar og nú kemur ekkert annað til greina en að fara upp,“ sagði Keflvíkingur- inn Óli Þór eftir leikinn. Keflavíkurliðið lék mjög vel og þá sérstaklega Sigurður Björgvinsson í vöminni. Hjá Grindvíkingum var sóknarleikurinn höfuðverkur og hö- ið fékk fá marktækifæri. Fyrsta heimastigið til Selfyssinga - eftir 0-0 jafntefli gegn Víði Sveinn Helgasan, DV, Selíbssi: Selfyssingar fengu sitt fyrsta stig á heimavelli í sumar þegar þeir gerðu 0-0 jafntefli við Víði. Heimamenn vom þó nær sigri en vom lánlausir eins og svo oft í sumar. Fyrri hálf- leikur var mjög tíðindalítill en besta færið fékk Páll Guðmundsson er hann komst í dauðafæri en skaut framhjá opnu marki Víðis. Síðari hálfleikur var mun fjörugri og bæöi lið áttu þá skot í tréverkið. Guðjón Guörpundsson Víöismaður skaut í þverslána og hinum megin var Bjöm Axelsson nálægt því að skora en skaut í stöngina. Bæði lið vom mjög ósátt viö dómgæslu Marinós Þor- steinssonar og línuvaröa hans. Margir vægast sagt furðulegir dómar vöktu mikla athygh á Selfossi. Fjörugt þrátt fyrir markaleysi - 0-0 jafntefli hjá Þrótti og Stjömunni Þróttur og Stjaman geröu marka- laust jafntefli í annars fjömgum leik Uöanna í 2. deildinni í gærkvöldi. Það vantaöi ekki dauðafærin í leiknum en þau féllu þó flest Þróttumm í skaut. Óskar Óskarsson misnotaði besta færi leiksins þegar hann á óskiljanlegan hátt skaut framhjá opnu marki Stjömunnar og þá fékk Ingvar Ólason einnig dauðafæri. Stjömumenn fengu einnig sín færi og þeir Ámi Sveinsson og Magnús Gylfason voru ekki langt frá því að skora. Þróttarar vora þó í heildina aðgangsharöari og fengu fleiri færi. Boltinn vildi hins vegar ekki í netið og 0-0 jafntelfi var því staðreynd. Stosic Zoran var besti maður Þrótt- ara í leiknum en hjá Stjörnunni var Rúnar Sigmundsson í aðalhlutverk- inu. -KG Hann Gunnar H. Gunnarsson er 50 ára og er elsti spilandi leikmaður allra í deildunum. Um síðustu helgi velttu félagar hans i fjórðu deildarliðinu Létti honum viðurkenningarskjal fyrir þennan merka áfanga. Á myndinni afhendir Ingólfur Proppé Gunnari skjöldinn áður en leikur Léttis og Fjölnis hófst. DV-mynd G.Bender Árni Sveinsson, leikmaður Stjörnunnar, í baráttu við Þróttarana Sigfús Kárason og StosicZoran i leik liðanna í gærkvöldi. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. DV-mynd GS HM í handknattleik: Leikið a Islandi 1995 - ný umsókn HSÍ samþykkt á þingi IHF Áþingialþjóöahandknattleikssam- landi áriö 1995. Nefhdinsettihinsveg- því að ráðgera breytingar á Laugar- ríkjanna tók í sama streng en eftir að bandsins, sem lauk í Barcelona í gær, ar þau skilyrði að íþróttahöll, sem dalshöll þar sem 4 þúsund manns fuUtrúiKanadatalaöimáliíslendinga var ákveðið að heimsmeistarakeppn- gæti tekiö 7 þúsund áhorfendur, yröi gætu rúmast. Hinar nýju teikningar ásamt nokkrum Afríkuþjóðum voru in í handknattieik færi fram á íslandi til staðar þar sem úrslitaleikurinn af Laugardalshöll lagði HSÍ fyrir IHF þingfulltrúar í miklum meirihluta áriö 1995. færi fram. Lengi vel var útlit fyrir að og sótti um undanþágu til aö halda sem samþykktu aö keppnin færi fram Það var á ólympíuleikunum í Seoul íþróttahöli risi í Kópavogi sem hýst keppnina. hér á landi. í S-Kóreu fyrir fjómm ámm sem þing gæti úrslitaleikinn en eftir mikið þref A þinginu í gær lagðist forseti IHF, -GH alþjóða handknattleikssambandsins og var fallið frá þvi. Reykjavíkurborg Erwin Lanœ, gegn því að keppnin ákvað aö keppnin færi fram hér á kom því HSÍ mönnum til bjargar með færi fram á íslandi og fulltrúi Banda- Hörð keppni framundan á landsmótinu í golfi: Landsmótið sett í Grafarholti í dag - keppni í meistaraflokki hefst á þriðjudag Landsmótið í gohi 1992 var sett í morg- un í Grafarholti. í dag hefst keppni í 2. flokki karla og kvenna og 3. flokki karla en þessir flokkar ljúka keppni á mánu- dag. Keppni í meistaraflokki og 1. flokki karla og kvenna hefst síðan á þriðjudag en lýkur á föstudag. Þátttaka verður töluvert lakari á þessu meistaramóti en áður. Ein aðalástæöan fyrir því er aö nú er tekin upp svokallað- ur niðurskurður eða fækkun eftir 36 holur. Þá hefur einnig veriö í gangi lækkun forgjafar í flokkum, tii dæmis eru í meistaraflokki aöeins þeir sem hafa 4 eða minna í forgjöf. Þar með fjölg- ar sterkum spilurum í 1. flokki en þar veröa nú margir fyrmrn landsliðsmenn. Talsverð vonbrigði ríkja með kvenna- flokka en þar er þátttaka mjög dræm. Svo virðist sem kvenfólk treysti sér ekki nógu vel í landsmótið. Hörð barátta í öllum flokkum Það má fastlega búast við harðri baráttu í öllum flokkum. Meistaraflokkurinn vekur aö sjáifsögu alltaf mesta athygli. Þar hafa þau Úlfar Jónsson og Karen Sævarsdóttir titla að verja. Búist er viö að þeir Úlfar og Siguijón Amarson komi til með aö heyja einvígi um meistaratitil- inn í karlaflokknum en þó koma nokkr- ir aörir sterkir kylfingar einnig til greina. „Þetta verður mjög erfitt eins og allt- af. Maður þarf að leika mjög vel og vera jafngóður þessa fjóra daga til aö eiga möguleika á aö halda titlinum. Mér Mst annars vel á þetta og bíð spenntur eftir þriðjudeginum. Ég vil engu spá en ég býst við harðri keppni,“ sagði Úlfar Jónsson íslandsmeistari. í kvennaflokknum er Karen mjög lík- leg til að veija titil sinn en hún hefur haft yfirburði í meistaraflokki kvenna um nokkurt skeið. Víst er að golfáhugamenn bíða spennt- ir eftir að sjá hvemig fer á Grafarholt- svellinum næstu vikuna. Þess má geta aö vöilurinn er í mjög góðu ásigkomu- lagi og hefur sjaldan eða aldrei veriö betri. Smá breytingar hafa verið gerðar á nokkrum holum og verður það líklega til að gera keppnina enn skemmtilegri. Glæsileg verðlaun verða aö sjálfsögðu í boði að vanda en nú eru auk þeirra sérstök aukaverðlaun fyrir holu í höggi og er þar um að ræða utanlandsferðir til Flórída. Þá verður einnig dregið um ferðavinning í mótslok og veröur ein- hver heppinn kylfingur dreginn út og fær hann ferö að eigin vah. -RR Úlfar Jónsson íslandsmeistari með sigurlaunin frá því í fyrra en hann mun reyna aö verja titilinn i Grafar- holti. Ólympíuleikamir - handknattleikur: Brasilíumenn verðafyrstu mótherjarnir - íslenska liöiö hélt utan í morgun Á hádegi í gær barst HSÍ loks end- anleg staðfesting frá Alþjóða ólymp- íunefndinni á að íslenska landsliðið í handknattleik tæki sæti Júgóslava á ólympíuleikunum sem settir verða í Barcelona á Spáni á laugardag. Strákarnir í landsliðinu héldu utan eldsnemma í morgun og leika sinn fyrsta leik gegn Brasilíumönnum á mánudaginn. Þorbergur Aðalsteins- son valdi 16 manna hóp sem skipaður er eftirtöldum leikmönnum: Markverðir Guðmundur Hrafnkelsson...Val Bergsveinn Bergsveinsson..FH Sigmar Þ. Óskarsson......ÍBV Línumenn Geir Sveinsson....Avidesa Birgir Sigurðsson....Víkingi Gústaf Bjamason..Selfossi Hornamenn Valdimar Grímsson........Val Konráð Olavson......Dortmund Jakob Sigurðsson.........Val Leikstjórnendur Gunnar Gunnarsson.Víkingi Gunnar Andrésson.....Fram SigurðurBjarnason...GrosswaIlstadt Skyttur JúlíusJónasson.Paris Asnieres Ísland-Brasilía 27.7 kl. 12.30 HéðinnGilson.Dusseldorf Ísland-Tékkóslóvakía 29.7 kl. 18.30 Patrekur Jóhannesson.Stjömunni Ísland-Ungverjaland 31.7. kl. 12.30 Einar G. Sigurðsson.Selfossi Ísland-Suður-Kórea 2.8. kl. 8.00 Fararstjórn Ísland-Svíþjóð 4.8. kl. 18.30 Ólafur Schram.aðalfararstjóri í hinum riðlinum leika: Rúmenia, Guðjón L. Sigurðsson.fararstjóri Egyptaland, Samveldin, Þýskaland, Þorbergur Aðalsteinsson.þjálfari Spánn og Frakkland. Efstu liðin í Einar Þorvarðarson .aðstoðarþjálfari hvomm riðli leika til úrslita og liðin Davíð Sigurðsson.liðsstjóri í 2. sæti í riðlunum leika um bronsið. Brynjólfur Jónsson.læknir -GH Geir Sveinsson er fyrlrliði íslenska landsliðsins i handknattleik á ólympíuleikunum. Riðill íslands og leikir ísland er í riðh með Brasilíu, Ung- verjalandi, Svíþjóð, Tékkóslóvakíu og Suður-Kóreu. Leikir íslands á ólympíuleikunum eru þessir (miðað Ólympíuleikamir í sjónvarpi: RU V sýnir beint frá handbolta og körf ubolta - „strákamir okkar“ og Nú er orðið ljóst að íslenska ríkis- sjónvarpið mun sýna beint frá þrem- ur leikjum íslenska handboltalands- Uösins í riðlakeppninni í Barcelona. Ekki verður hægt að sjónvarpa beint frá fyrstu tveimur leikjum hðsins gegn Brasilíu og Kóreu en fyrsti leik- urinn, sem verður í beinni lýsingu, er gegn Tékkum 29. júlí klukkan 18.30, síðan gegn Ungveijum 31. júlí klukkan 12.30 og loks gegn Svíum 4. ágúst klukkan 18.30. „Við erum mjög ánægðir með þess- ar málalyktir með þessum skamma fyrirvara. Fyrstu upplýsingar, sem við fengum hvað varðar beinar út- sendingar, vom að allar línur væru uppteknar. Það sem gerði okkur þetta kleift var að við fáum að fljóta með öðmm þjóðum. Það er gaman að þetta skuli komast í höfn á sama tíma og íslendingar fá tilkynningu um aö heimsmeistarakeppnin verði haldin hér á landi 1995,“ sagði Ingólf- ur Hannesson, yfirmaður íþrótta- deildar sjónvarpsins, í samtali við DV í gær. Eins og málum háttar í dag er allt í óvissu um beinar lýsingar í útvarpi „draumaliðið“ á skjánum frá leikjunum í handboltanum. Öll aðstaða til slíkra sendinga er fiúlbók- uð fyrir löngu en Ingólfur Hannesson sagði að unnið væri að þessum mál- um af fullum krafti. Sjónvarpið mun sýna beint frá tveimur leikjum bandaríska lands- liðsins í körfuknattleik, „drauma- Uðsins“, annars vegar gegn Króatíu 27. júlí klukkan 18.30 og gegn Spán- verjum 2. ágúst klukkan 22. En beinar sendingar frá leikunum heflast á morgun, laugardag, er opn- unarhátíð leikanna verður sýnd. Þessi mikla skrautsýning hefst kl. 17.55 og stendur allt þar til kl. 21.30. Hlé verður gert kl. 19.52 vegna Happ- ós, frétta, veðurs og Lottós en þráð- urinn tekinn upp á ný kl. 20.40. Á sunnudagsmorgun hefst útsend- ing kl. 7.55 en þá verður sýnt frá undanrásum í sundi þar sem Helga Siguröardóttir verður á meðal kepp- enda í 100 m skriðsundi. Sýnt verður frá úrslitum í sundi kl. 15.55 og syrp- ur frá helstu viðburðum dagsins veröa sýndar kl. 19.00 og 22.35. -JKS/BL íþróttir Bandariska landsliðið í körfu- bolta, „draumaliðið“, hefur dval- ist í Monte Carlo í Mónakó und- anfarna daga við æfingar. Stað- urinn þótti henta vel þar sem bandarísku sflöraumarnar myndu falla vel inn í þann sflörnufans sem jafnan er í furstadæminu. Annaö hefur komið á daginn og körfubolta- stjörnumar hafa haft nóg að gera við að sifla fyrir á myndum. Charles Barkley hefur notið lifs- ins i Monte Carlo en finnst verð- lagið nokkuö hátt. Barkley hefur ekki verið spar á yfirlýsingamar við blaðamenn meðan á dvölinni hefur staðið. „Ég er hættur í körfuboltaliðinu og farinn í sund- iö, svo framarlega sem „gellum- ar“ em topplausar viö laugina. Þið haldið að ég sé Mark Spitz eftir viku tíma,“ sagöi Barkley, eftir að hafa farið á ströndína. „Ég hef ekki kallað neinn „yðar hátign“ siðan ég hitti Harold Katz eigandi Philadelphia ’76ers,“ sagði Barkley eftir kvöldverð með Rainier fursta. Barkley hafði áhyggjur af því að verða að hætta að borða um leið um furstinn hætti. „Hvað ef karlinn hefur fengið sér snarl fyrir matinn og viö erum enn svangir þegar hann hættir?" Og áfram heldur Bark- ley: „Þetta er eins og að fá sum- arfrí í hverfinu heitna, við erum aðalgæjamir í hverfinu,'1 segir Barkley um að vera i bandaríska landsiiðinu. „Það skiptir engu máli hvað það á mikia peninga eða hvað ég á mikla peninga, þaö em alltaf einhvetjir til sem eru ríkari,“ segir Barkley um rika fólkið í Mónakó. -BL Frakki sigraði á18.leiðinni Frakkinn Thierry Marie sigraði á 18. sérleið Tour de France hjól- reiðakeppninnar í gær. Spánveij- inn Miguel Indurain hefur enn forystu í heildarkeppmnni, hann hefur 1:42 mín. á ítalann Claudio Chiappucci, sem er í öðru sæti, og 8:07 mín. á Andy Hampsten frá Bandaríkjunum sem er þriðji. Pascal Lino frá Frakklandi er í flórða sæti, Gianni Bugno frá í tal- íu er í fimmta sæti og Spánverj- inn Pedro Delgado er í sjötta sæti. -BL Klinsmann til Mónakó Þýski landsliðsmaðurinn Jörg- en Klinsmann var i gær seldur frá ítalska liðinu Inter Milan til franska liðsins Mónakó. Klins- mann kemur í stað Líberíu- mannsins George Weah sem seld- ur var í gær til Paris St. Germa- in. Söluverð vam ekki gefið upp. -BL HKöruggt íúrslitin HK úr Kópavogi tryggði sér í gærkvöld endanlega sæti i úr- slitakeppni 4. deildar í knatt- spymu með 6-1 sigri á Víkvetja. Liðið er taplaust með 33 stíg úr 11 leikjum á toppi B-riðils deildar- innar. Markahrókur þeirra, Ejub Purisevic, skoraði flögur mörk í gærkvöld og hefúr hann nú skor- að 22 mörk í deildinni í sumar og er markahæstí leikmaöur deilda- keppninnar. Zoran Ljubicic skor- aði úr viti en glæsilegasta raark leiksins gerðí Heiðar Heiðarsson með þrumuskoti beint úr auka- spymu upp í vinkilinn. Viðstadd- ir höfðu á orði aö varla hefði glæsilegra mark verið skorað á Kópavogsvelli. Mark Víkveija gerði Alfreð Atlason. -Itl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.