Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1992, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1992, Qupperneq 24
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1992. Fréttir Systkini sigruðu í ökuleikni Brynjar M. Valdimaisson, DV, ökuleikm '92: Ökuleikni var haidin á bryggjunni í Ólafsvík. í karlariðli sigraði Aðal- steinn Aðalsteinsson með góðum ár- angri en hann fékk 141 refsistig. Þá kom Hafsteinn Óskarsson með 157 refsistig og þriðji varð Emanúel Ragnarsson með 171 refsistig. í kvennariðli sigraði systir Aðalsteins, Dís Aðalsteinsdóttir, með 225 refsi- stig, Maggý Hrönn Hermannsdóttir varð önnur með 233 refsistig og Sig- rún Jensdóttir þriðja með 246 refsi- stig. Gefandi verðlauna var VÍS- tryggingaumboðiö á staðnum. Árangur í hjólreiðakeppni var góð- úr þrátt fyrir erfiðar aðstæður á hluta brautarinnar. í eldri riðli sigr- aði örugglega Valgeir Smári Óskars- son með 37 refsistig og enga villu í braut, á eftir honum kom Guðmund- ur Kristjónsson með 68 refsistig og í þriðja sæti var Þorsteinn Gimnar Gunnarsson með 73 refsistig. Yngri riðilinn vann Ingvaldur Magni Haf- steinsson með 66 refsistig, í öðru sæti var Vaka Ýr Sævarsdóttir með 78 refsistig og þriðja varð íris Hlín Vöggsdóttir með 85 refsistig. Gefandi verðlauna í hjólreiðakeppni er Fálk- inn hf., Reykjavík. Einn einbeittur keppandi í hjólreiðakeppninni í Þorlákshöfn. Verðlaunahafar í ökuleikninni í Ólafsvík samankomnir í blíðunni. Ökuleikni ’921 Ólafsvík: Ökuleikni ’92 í Þorlákshöfn: Systkin sigruðu á bílunum Brynjar M. Valdimarsson, DV, Ökuleikni '92: Systkinin Gísli og Ingibjörg Jóns- börn sigruðu hvort í sínum flokki ökuleikninnar í Þorlákshöfn. Gísli var með 148 refsistig og er meðal tveggja ökuþóra í suniar sem hafa svarað öllum spurningum rétt. Vign- ir Arnarsson varð annar með 162 refsistig og Pálmar Pálmarsson þriðji með 205 refsistig. Ingibjörg Jónsdóttir var með 205 refsistig í kvennaflokknum, síðan kom Vigdís Helgadóttir með 248 refsistig og Jóhanna Óskarsdóttir varð þriðja 251 stig. Brynjar Einir Einarsson var með 250 stig í flokki byrjenda. Baráttan í hjólreiðakeppninni var mjög hörð. Sigurður Jónsson hreppti hnossið í eldri flokki á 43 refsistigum. Á hæla hans kom Ragnar Franklíns- son með 44 refsistig og síðan Friðmar Bogason með 71 refsistig. í yngri flokki sigraði Ólafur Páll Bjarkason með 51 refsistig, Hafsteinn E. Brynj- arsson varð annar með 56 refsistig og fast á eftir kom Elfar Þór Braga- son í þriðja sæti með 58 refsistig. Gefandi verðlauna í ökuleikni var Meitillinn hf. og Landsbanki íslands í Þorlákshöfn. 1 -mi f , if ! 1 >{’■? ,á$ cm basi _.l. ÚÉi MBf* Kei^mbkFAuaMit Ökuleikni ’921 Bolungarvík: Mjög góðu ir árangur á hjólunum með 56 refsistig, þá kom Ingibjörn Valsson með 61 refsistig. í yngri flokki sigraði Stefán Þór Ólafsson með 45 refsistig, Hávarður Olgeirs- son varð annar með 64 refsistig og Höskuldur Marselíusson þriðji með ursson í karlaflokki með 132 refsi- stig, annar varð HUmar Snorrason og þriðji Halldór Olesen. í kvenna- flokki sigraði Herdís Ormarsdóttir með 222 refsistig og á hæla hennar kom VUborg Arnarsdóttir með 226 IP WBST Brynjar M Valdimarssan, DV, Ökuleikni '92: í hjólreiðakeppninni í Bolungarvík sigraði Hálfdán Gíslason öragglega í eldri flokki. Hann fór brautina á að- eins 28 sekúndum án þess að gera Verðlaunahafar í karlaflokki ökuleikninnar í Bolungarvík, þeir Einar Péturs- son, Hilmar Snorrason og Halldór Olesen. viUu sem er besti árangur til þessa í ár. Annar varð Amar Heiðarsson 67 refsistig. í ökuleikninni sigraði Einar Pét- refsistig. Jóna Guðfinnsdóttir varð þriðja með 320 refsistig. Menuing Æskuminningar úr Isafjarðardjúpi Ágæt frásagnargáfa og ótrúlega gott minni höfundar einkenna þessa bók öðru fremur. Raunar munu ýmsir draga í efa að höfundur geti munað svo nákvæmlega eftir fyrstu árum ævi sinnar og hann hljóti því að hafa tekið sér skáldaleyfi í umtalsverðum mæli. En hvað sem því líður þá er frásögnin mjög lifandi og hefur víða að geyma dýrmætan fróðleik. Höfundur lýsir lífi sínu í röð smásagna og blæmynda, eins og segir í kynningu á bók- arkápu. ítarlegastar og jafnframt forvitnileg- astar eru frásagnimar af fyrstu ánmum. Karl Oluf Bang, höfundur þessarar bókar, man fyrst eftir sér á munaðarleysingjaheim- ili í Danmörku. „Feludrengur“ „Ég var feludrengur. Þegar ég fæddist, mátti enginn maður í ætt móður minnar vita það. Móðuramma mín, ekkja skógarvarðar- ins, mátti allra síst fá fréttir af því, að yngsta dóttir hennar.. .hefði gert ætt sinni þá hneisu að eignast óskilgetið bam.“ Þannig kemst höfundurinn að orði í upphafi bókarinnar. Líta má á bókina sem síðbúið uppgjör höf- undar við æsku sína eða e.t.v. öflu heldur við móður sína, danska hjúkrunarkonu Kar- en Margrethe Mengel Thoinpsen að nafni, og þó í minna mæU sé einnig við stjúpföður sinn, sem var Sigvaldi S. Kaldalóns læknir og tónskáld. Víst er að mörgum af ættmenn- um Sigvalda finnst sem stjúpsonur hans hafi með þessum skrifum sínum kastað rýrð á nafh þessa ástsæla tónskálds. Ég held að óþarfi sé að Uta þannig á, og sjálfur aftekur Karl Oluf Bang með öUu að það hafi verið ætlun sín að sverta minningu þeirra hjóna Sigvalda og Karenar Margrethe. Hér skal engin tílraun gerð til að fjaUa um ýmsar ásakanir Karls Olufs á herídur móður sinni enda væri hæpið að halda því fram að þar væri að fmna þau atriði sem helst gefa bókinni gUdi. En það leynir sér ekki að þrátt fyrir sárindi höfundar í garð móður sinnar þá reynir hann að skUja hana. Hann spyr sig þeirr- ar spumingar hvort hún hafi í rauninni ekki verið „svo úttauguð og örþreytt eftir margra ára baráttu og strit, að hún hafi hreinlega ekki þolað álag síðustu ára og jafnvel fundist ég eiga sök á hrakningi hennar frá heimalandi og burt frá öUum vinum og ættingjum." En bemskuminningar sem þessar em oft á tíðum mjög viðkvæmar og koma mér í því sambandi í hug æskuminnningar sænska rithöfundarins Jan Myrdals sem leiddu til skflnaðar á miUi hans og aldraðra foreldra hans, nóbelsverðlaunahafanna Gunnars og Ölvu Myrdal. Hér er hins vegar sá munur á að þeir sem mest er um fjallaö era aUir falln- ir frá og eiga þess því ekki kost að sýna aðr- ar hUðar á atvikum sem Karl Oluf lýsir að sjálfsögðu eingöngu af eigin sjónarhóU. Karl Oluf Bang var fimm ára gamaU er hann fluttist til móður sinnar á íslandi. Ólst hann upp í stórbrotinni náttúra við ísafjarð- ardjúp, og kemur frásagnargáfa hans vel í ljós þegar hann lýsir landslagi þar, einstakl- ingum, heimUishögum og atvinnuháttum. Dæmi um lifandi frásögn höfundar er þegar hann segir frá samtaU sínu við bæjarlækinn „sem hafði undarleg og dularfuU áhrif á mig, enda gat hann átt það tíl að skipta skapi, þegar maður síst átti von á.“ Það vekur athygU við lestur bókarinnar að Karl Oluf er mikið jákvæðari í garð hins danska föður síns en í garð móður sinnar. Lesandinn getur þó ekki varist þeirri hugsun að hafi móðir hans að einhverju leyti bragð- ist honum í æsku þá hafi það í miklu ríkari Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson mæU átt við föður hans, lögfræðinginn Arne Bang, sem ekki treysti sér til að stofna til hjónabands við móður hans eða ala önn fyr- ir honum. „Við sprengjum húsið“ Meðal þéirra persónulýsinga sem mörgum munu þykja forvitnUegar í bókinni era lýs- ingamar á þjóðsagnapersónunni Eggert Stef- ánssyni söngvara, sem var bróðir Sigvalda Kaldalóns eins og kunnugt er. Karl Oluf minnist þess þegar Eggert kom í Armúla sumarið 1913 en þá var Karl Oluf aöeins sex ára. Enn forvitnUegra er þó að lesa frásögn Karls Olufs af því er hann var dyravörður á tónleikum Eggerts árið 1925. Fyrir mistök hafði veriö seldur tvöfaldur skammtur af miðum á eina tónleikana og fékk Karl Oluf ekki við neitt ráðið þegar fólkið streymdi inn og brá á það ráð að loka húsinu. „Þar sem ástandið var orðið svo slæmt, stakk ég upp á því, að fólkinu sem úti beið væri sagt að halda sínum miðum, þeir myndu gUda á næstu söngskemmtun. Þá slær Eggert út með höndunum og ansar: „Nei, nei! - Opnaðu aftur - við sprengjum húsið!“ Ekki er vafi á að sagan lýsir Eggert vel. Ýmsir sakna þess vafalaust að sjá ekki í bókinni meira fjallað um tónskáldið Sigvalda Kaldalóns en raun ber vitni. Það kemur þó minna að sök en ella vegna þess að þegar hefur verið gefin út heU bók um hann, þ.e. „Bókin um Sigvalda Kaldalóns“ eftir Gunnar M. Magnúss (Skuggsjá 1971). Þar er fjaUað ítarlega um ýiríislegt af því sem hér verður útundan. En bók Karls Olufs hefur þó tví- mælalaust fyUt út í myndina af döprum lífs- högum eins kunnasta tónskálds íslendinga, en um Sigvalda sagði skáldið Jóhannes úr Kötlum í minningargrein: „Hann var sannur höfðingi í sjón og raun, mannástin geislaði út frá honum á aUa vegu. Og þótt hann væri jafnan hverjum manni glaðari og reifari, var prúðmennska hans svo tigin, að hún vakti nánast helgikennd." Ýmsum sem um Sig- valda fjaUa í bók Gunnars M. Magnúss verð- ur tíðrætt um „menningarheimfli" hans. Á því heimiU ólst Karl Oluf upp og þar hefur hann fengið ýmislegt það veganesti sem nýst hefur honum vel á lífsleiðinni og þ. á m. við samingu þessarar bókar, sem í vissum skiln- ingi má segja að sé framlag tfl íslenskrar menningarsögu. Það kemur vissulega á óvart að maður kominn talsvert á níræðisaldur skuU búa yfir slíkri ritleikni sem birtist í þessari bók, ekki síst þegar haft er í huga að hann hefur ekkert fengist við ritstörf áður. Bent hefur verið á að Karl Oluf er náfrændi Hermanns Bang, þekkts 19. aldar rithöfundar í Dan- mörku. Karl Oluf Bang: Ég var felubarn. 288 bls. Fjölvaútgáfan 1991.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.