Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1992, Page 7
FÖSTUDAGUR 24. JÚLI 1992.
23
Lið Breiöabliks og ÍBV í leik fyrr í sumar. Bæði liðin eru í mikilli fallhættu og þurfa heldur betur að vinna um
helgina. Eyjamenn mæta Vikingum og Blikar leika gegn Þórsurum í kvöld.
Mikilvægir
fallslagir
- í 12. umferð Samskipadeildar sem fram fer um helgina
Kvikmyndir
HÁSKÓLABÍÓ
Sími 22140
Greiðinn, úrið og stórfisk-
urinn ★★
Akkúrat það sem ég hafði búist við af
Frökkum og Bretum að gera saman farsa.
Leikhópurinn heldur myndinni uppi.
-GE
Veröld Waynes ★★ 'A
Losaraleg saga en Wayne og Garth eru
óneitanlega mjög fyndnar týpur. Húmor-
inn einurrr of „local" fyrir okkur.
-GE
Lukku-Láki ★
Mynd til að fara með börnin á... og skilja
þau eftir.
-GE
Refskák ★★★
Ein af örfáum spennumyndum sem eru
spennandi allt til endaloka. Övenjusnjallt
handrit og stilhrein leikstjórn.
-GE
Steiktir grænir
tómatar ★★★'/2
Stórgóð mynd sem fjallar um mannlegar
tilfinningar, vináttu og áhrifamátt frá-
sagna Toppleikur i öllum hlutverkum
-ÍS
LAUGARÁSBÍÓ
Simi 32075
Stopp eða
mamma hieypir af ★l/2
Stallone er ekki slæmur gamanleikari og
Getty er góð en sagan er nauðaómerkileg
formúluklisja frá upphafi til enda.
-GE
Næstum ólétt *‘/2
Furðuleg blanda farsakenndra láta og nær
klámfenginna atriða. Vissulega öðruvísi
en flest í bíó.
-GE
Töfralæknirinn ★★
Óspennandi saga dregur úr áhrifum stór-
leikara og ægifagurra frumskógarslóða.
-GE
REGNBOGINN
Sími 19000
Ógnareðli ★★★★
Siðlaus..., spennandi..æsandi...,
óbeisluð..., óklippt..., spennandi...,
ógeðsleg..., óafsökuð..., glæsileg...,
tælandi..., spennandi..., frábært... (nei,
ég fæ ekki prósentur).
-GE
Lostæti ★★ '/2
Skemmtileg framtíðarsýn frá tveimur
teiknimyndahöfundum. Myndin er meiri
stílæfing en nokkuð annað.
-GE
Léttlynda Rósa ★★★
Mjög fagmannlega unnin mynd um alvar-
legt tilfelli brókarsóttar og þau vandamál
sem skapast í kringum það. Frábær leikur
góðra leikara.
-is
SAGA-BÍÓ
Sími 78900
Tveir á toppnum 3 ★★
Útþynntur söguþráður og slök hasaratriði
draga úrgóðum leikurum. Lakasta mynd-
in af þremur. Einnig sýnd í Bióborginni.
-GE
STJÖRNUBÍÓ
Sími 16500
Hnefaleikakappinn ★★
Góð slagsmálaatriði bjarga þessari
blöndu af Rocky og Kickbcxer fyrir horn.
-GE
Bugsy ★★★
Ris og hnignun skrautlegs gangsters.
Meira persónulýsing en spennumynd og
Beatty er stórgóður í langþráðu drauma-
hlutverki.
-GE
Óður til hafsins ★★,/2
Vel gerð og efnismikil með stórleik hjá
Nick Nolte. Síðasta kortérið klisjukennt
og skemmir fyrir heildaráhrifum. Atriði úr
fortíðinni geysivel tengd nútímanum.
-HK
Krókur ★★'/
Spielberg hefur gleymt gömlu töfrafor-
múlunni en það er nóg af góðum sprett-
um til að gera allri fjölskyldunni til hæfis.
-GE
Börn náttúrunnar ★★★
Enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum
með Börn náttúrunnar. Friðrik Þór hefur
gert góða kvikmynd þar sem mikilfeng-
legt landslag og góður leikur blandast
mannlegum söguþræði.
-HK
Fjórir leikir fara fram í Samskipa-
deildinni um helgina. í kvöld hefst
11. umferð með leik Þórs og Breiða-
bliks á Akureyri. Þórsarar eru í efri
hluta deildarinnar en Blikar hins
vegar á botninum. Leikurinn hefst
klukkan 20.
Á morgun klukkan 14 mætast ÍA
og Valur á Skaganum. Það eru oftast
nær hörkuleikir þegar þessi tvö lið
mætast og svo ætti einnig aö verða
Helgarferðir
1. Landmannalaugar-Leppistung-
ur-Hveradalir í Kerlingarfjöllum.
Gist í gangnamannahúsi í Leppis-
tungum. Ekið upp Tungudal austan
Þjórsár.
2. Landmannalaugar-Brandsgil-
Brennisteinsalda. Gist í sæluhúsi
Ferðafélagsins í Laugum. Göngu-
ferðir um htauðugusta landsvæði ís-
lands.
3. Á QaUahjóh í óbyggðum, þ.e.
Landmannalaugasvæöinu.
4. Þórsmörk-Langidalur. Göngu-
ferðir um Mörkina. Gist í Skagfjörðs-
skála. Brottfór í helgarferðimar er
kl. 20 í kvöld.
Dagsferðir
Laugardaginn 25. júh veröur geng-
ið á Heklu og tekur gangan fram og
til baka á fjallið um 8 klst. Gengið
verður frá Skjólkvíum. Brottfór kl. 8
frá Umferðarmiðstöðinni, austan-
megin.
Sunnudaginn 26. júh kl. 8 verður
farin dagsferð til Þórsmerkur. Fólk
nú. Skagamenn eru á toppi deildar-
innar, hafa þar góða forystu, en Vals-
menn eru um miðja deild.
Á sunnudagskvöld klukkan 20
verða tveir leikir háðir og eru þeir
leikir báðir mikilvægir í fallbarátt-
unni. Á Kaplakrika leika FH og KA.
FH-ingar eru með 12 stig og á smá-
hættusvæði en KA-menn aðeins neð-
ar í töflunni. Það em því mikhvæg
þijú stig í húfl fyrir sigurhðið.
getur einnig dvahð t.d. tíl miðviku-
dags eða föstudags.
Einnig á sunnudaginn verður
genginn 6. áfangi í raögöngunni th
Borgamess. Brottför verður kl. 10.30
og skiptast leiðir þannig:
a. Gengið verður á Hvalfeh (848
Það verður einnig mikilvægur fall-
slagur í Stjörnugróf þar sem Víking-
ar taka á móti Eyjamönnum. Bæði
hðin em í verulegri fahhættu og þá
sérstaklega Eyjamenn sem eru í
næstneðsta sæti en íslandsmeistarar
Víkings eru þó aðeins tveimur stig-
um ofar. Þess má geta að 11. umferð
lýkur á mánudagskvöld með leik KR
og Fram.
-RR
m) fyrir botni Botnsdals í Hvalfirði,
niður með Botnsá að Glym (hæsti
foss landsins 198 m).
b. Gengið frá Brynjudal yfir Hrís-
háls í Botnsdal upp með Botnsá að
Glym. Þess má geta að raðgöngunum
lýkur í Borgamesi 19. sept.
r
Landsmötið í
golfi hafið
Landsmótíð í golfi 1992
hófst í morgun í Grafarholti.
Mótíð mun standa yfir alla
næstu viku og lýkur ekki fyrr
en næsta föstudag. í dag
hefst keppni í 2. flokki karla
og kvenna og 3. flokki karla.
Þessir flokkar halda áfram
keppni um helgina en klára
að spila á mánudag. Á þriðju-
dag hefst síðan keppni í
meistaraflokki karla og
kvenna og einnig 1. flokki
karla og kvenna. Þeir flokkar
klára síðan keppni á föstu-
dag. Meistaraflokkurinn vek-
ur að sjálfsögðu mesta at-
hygli en nú hefur forgjöf í
flokkum verið lækkuð og því
detta margir snjallir spilarar
niður 11. flokk og þar á með-
al margir fyrrum landsliðs-
menn. Mikla athygli vekur þó
að færri keppendur verða
með nú en áður og er skýr-
ingin kannski sú að nú verður
keppendum fækkað eftir 36
holur en þetta er oft kallað
niðurskurður. Þá eru dálítil
vonbrigði með kvennaflokk
en frekar fáar konur taka þátt
í mótinu. Samt sem áður er
þetta hátindur íslenskra golf-
móta og íslandsmeistaratitill-
inn er í höfn. Úlfar Jónsson
og Karen Sæmundsdóttir
hafa titla að verja í meistara-
flokkunum en Ijóst er að bar-
áttan verður hörð í Grafar-
holtinu.
Lacostemótid
í tennis
Fyrri hluti Lacoste-lslands-
mótsins í tennis fer fram nú
um helgina. Keppt er í barna-
og unglingaflokki á tennis-
völlum Víkíngs. Keppni í öðl-
ingaflokki fer fram á tennís-
völlum Þróttar. Úrslit í öðl-
ingaflokki hefjast þar klukkan
12 á sunnudag en I barna-
og unglingaflokki verða úr-
slitin háð klukkan 11 á
sunnudag.
-RR
Ferðir
Útivist:
Hengill
og Básar
Útivist býður upp á tvær dags-
ferðir um helgina en þær eru
báðar á sunnudaginn.
Fyrsta ferðin er ganga upp á
Hengil sem er níunda fjallið í
fjallasyrpunni. Gengið verður á
fjallið suðvestanvert, upp
Sleggjubeinsskarð og eftir vest-
urbrún Innstadals og þaðan á
Skeggja. Síðan verður farinn
hringur á fjallinu og komið niður
I botn Innstadals, gengið eftir
honum endilöngum og niður
Slegggjubeinsskarð. Áætlaður
göngutími er 4-5 tímar. Þið, sem
hafið þegar fengið fjallabók,
munið eftir að taka hana með.
Brottför er frá BSÍ, bensínsölu,
kl. 10.30.
Seinni ferðin er dagsferð I Bása
á Goðalandi. Dvalið verður í
Mörkinni í 3-4 klst. Brottför er
frá BSl kl. 8.
Ferðafélagið:
Hekla og Þórsmörk
Ferðafélagið býöur meðal annars upp á göngu á Heklu um helgina.