Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1992, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1992, Síða 2
22 MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1992. Iþróttir Úrslitin í Barcelona Skotfimi Loftriffill, 10 m, úrslit (konur) 1. Kab-SoonYeo.......S-Kóreu 2. VeselaLetcheva...Búlgaríu 3. ArankaBinder...Júgóslavíu Skammbyssa, 50 m, úrslit (karlar) 1. K.Loukachik.....Samveldin 2. WangYifu.............Kína 3. Ragnar Skanaker...Svíþjóö Blak karla A-riðill Bandaríkin - Japan..........' .3-2 (15-8, 11-15, 10-15, 17-16, 16-14) Frakkland - Ítalía...........1-3 (9-15, 15-5, 15-8, 15-12) Kanada - Spánn...............2-3 (15-13, 7-15, 15-9, 12-15, 13-15) B-riðill Kúba - Holland...............3-1 (15-12, 17-15, 6-15, 15-10) Alsír - Samveldin............0-3 (8-15, 7-15, 4-15) S-Kórea - Brasilía...........3-0 (15-13, 16-14, 15-7) Hjólreiðar karla 100 km liðakeppni 1. Þýskaland........2:01,39klst 2. Ítalía...........2:02,39 klst 3. Frakkland......2:05,25klst. Götuhjólreiðar kvenna 1. KathrynWatt........Ástralíu 2. JeannieLongo.....Frakklandi 3. MoniqueKnol........Hollandi Knattspyrna A-riðiU Ítalía - Bandaríkin........2-1 Pólland - Kúveit...........2-0 B-riðill Spánn - Kólómbía...........4-0 Egyptaland - Qatar.........0-1 C-riðill Svíþjóð - Paraguay.........0-0 Marokkó - S-Kórea..........1-1 D-riðill Danmörk - Mexíkó...........1-1 Ghana - Ástralía...........3-1 Körfuknattleikur karla A-riðill Bandaríkin - Angóla ....116-48 Þýskaland - Spánn 83-74 Króatía - Brasilía 93-76 B-riðill Venesúela - Samveldin... 64-78 Kína-Litháen ....75-112 Puerto Rico - Ástralía ....76-116 Sund 100 m skriðsund kvenna 1. ZhuangYong.Kína.......54,64 2. JennyThompson,USA.....54,84 3. VanAlmsick.Þýskal.....54,94 100 m bringusund karla 1. NelsonDiebel.USA.....1:01,50 2. NorbertRozsa.Ungvl...1:01,68 3. PhilRogers.Ástraliu..1:01,76 400 m fjórsund kvenna 1. K. Egerzegi, Ungvl...4:36,54 2. LinLi,Kína..........4:36,73 3. Summer Sanders, USA ..4:37,58 200 m skriðsund karla 1. E. Sadovyi, Samveldin ...1:46,70 2. A. Holmertz, Svíþjóð.1:46,86 3. AnttiKasvio,Finnlandi.l:47,63 Lyftlngar Fluguvigt - 52 kg flokkur 1. Ivanlvanov.......Búlgaríu 2. LinQisheng............Kína 3. Trayan Ciharean...Rúmeníu Hápunktur opnunarhátíðarinnar á ólympíuleikvanginum í Barcelona var þegar fatlaöur, spænskur iþróttamaöur skaut logandi ör af boga sínum og tendraði þannig ólympíueldinn. íþróttamaöurinn sést neðst á myndinni. Símamynd Reuter Setningarathöfh ólympíuleikanna í Barcelona: Ólýsanleg stemning Jón Kristján Sigurösson, DV, Barcekma: 25. sumarólympíuleikamir voru settir í Barcelona á laugardagskvöldið og er óhætt að fullyrða að setningarat- höfnin hafi verið í einu orði sagt stórkostleg. Greinilega mátti merkja að Spánverjar lögðu alit kapp á aö gera þessa setningarathöfn sem stórkostlegasta í alla staði og það tókst þeim svo sannarlega. Þessi setningarathöfn fer seint úr minni þeirra 3,5 milljarða manna sem á horfðu í beinni útsendingu um allan heim. Stemningin á ólympíuleikvanginum var ólýsanleg. At- höfnin var í senn virðuleg, spennandi og alltaf var eitt- hvað að gerast. Spánveijar stefndu sínu besta listafólki á opnunarhátíðina og voru söngvaramir þar fremstir í flokki. Þeir heilluöu alla upp úr skónum og það var þetta atriði opnunarinnar sem sló hvað mest í gegn. Til að kóróna allt saman var sjáifur ólympíueldurinn tendraöur á ógleymanlegan hátt. Bogmaður skaut ör sinn beint í mark af löngu færi og eldurinn kviknaöi við gríðarleg fagnaðarlæti áhorfenda sem troðfylltu ólympíleikvanginn. Það er von manna að þessi eldur muni bera hlýju til heimsbyggðarinnar meðan á leikunum stendur. Þátttökuþjóðir hafa aldrei veriö fleiri en ails taka 173 þjóðir þátt í leikunum aö þessu sinni og íþróttamenn em nálægt tíu þúsund. Alls gengu 48 íslendingar fylktu höi inn á ólympíuleikvanginn. Hópurinn samastendur af 29 íþróttamönnum og 19 öðrum svo sem fararstjórum, flokksstjórum, þjálfurum og lækni. Ján Krielján Sgurðason, DV, Barcdona; ólympíuleikunum í Barcelona kvartar sáran yfir þeim mikla hita sem verið hefúr hér um slóðir und- anfama daga. Allt frá því að ís- lensku keppendurnir komu hingað hefur hitinn fárið yfir 30 gráöur yfir hádaginn. Að sögn Ara Bergmann Einars- son, hefur verið unniö aö því hörðum höndum að utvega fleiri viftur til loftkælingar eh löngu fyrir ólymp- íuleikana vom pantaðar viftur sem engan veginn hafa nægt sökum hit- ans. „Við lögðum fram pöntun fyrir viftum fýrir nokkrum mánuöum en við höfum orðiö að bæta við. Það var ekkert annað að gera en að fara út í næstu buö og kaupa Öem viftur og þaö gerðum viö í gær þaimig að vonandi er þetta vandamál úr sög- unni. Kerfiö er svifaseint hér en aö öðru leyti er aðbúnaður góður og allir viö góöa heilsu," sagði Ari Bergmann Einarsson í samtali við DV í Barcelona í gær. StúfarfráÓL Leigubílstjórar í Barcelona eru ekki mjög ánægöir þessa dagana. Þeir hafa htið allt umstangið í kringum ólympíuleikana hým auga með vænar tekjur í huga. En þeir komast fjandakomið ekk- ert áfram á blikkfákum sínum og em stöðugt truflaöir af öryggis- vörðum. Nú hafa 10 bílstjórar hótað því að fara í hungurverk- fall og eins er allsherjarverkfall yfirvofandi. Sá fyrsti farinn heim vegna lyfja Ballið er byrjað. Fyrsti íþrótta- maðurinn hefur yfirgefið ólymp- íuþorpið í Barcelona. Þaö er þýskur kúluvarpari sem neitaði að gangast undir lyíjapróf og var samstundis vísaö heim á leiö. Hans bíður tveggja mánaða keppnisbann. Sá danski fékk ekki mjög blíðar móttökur Richard Möller Nielsen, lands- hösþjálfari Dana í knattspyrnu, fékk ekki varmar móttökur er hann kom til Barcelona á dögun- um. Ekki var gert ráö fyrir þjálf- ara Evrópumeistaranna og mátti hann sætta sig viö að dvelja utan ólympíuþorpsins. Siálfur tók þjálfarinn þessu með jafnaðar- geði en danskir fjölmiðlar eyddu heilu forsíðunum undir meðferð- ina á þjálfaranum. „Snáparnir“ eru fleiri en íþróttamennirnir Alls munu um 11.500 íþróttamenn taka þátt í ólympíuleikunum í Barcelona. Hafa þeir aldrei verið fleiri. Fiölmiðlamenn ætla ekki að láta neitt fram hjá sér fara á meðan hátíðin mikla stendur yf- ir. Tæplega 13.000 fréttamenn eru í Barcelona, blaðamenn, frétta- menn og ljósmyndarar. Norðmenn æfir út í Spánverjana Allt var á öðrum endanum í Nor- egi um helgina eftir að uppgötv- aðist aö skipuleggjendur setning- arathafnarinnar höfðu ekki dreg- ið norska fánann að húni á laug- ardaginn. í stað norska fánans var sá íslenski dreginn að húni og við setningarathöfnina blöktu tveir íslenskir fánar yfir leik- vanginum. Drechsler vill kynlíf Þ/'ir keppni íþróttamönnum og öðrum spek- ingum hefur orðið tíörætt um það á síðustu dögum hvort heilsu- saiplegt sé fyrir íþróttamenn aö stunda kynlíf fyrir keppni eða ekki. Flestum íþróttamönnum ber saman um að mjög æskilegt sé fyrir íþróttamenn að stunda kynlíf fyrir átök íþróttanna. Og konur eru þar í meirihluta. Þýska langstökkskonan Heike Drechsl- er hefur lýst því yfir að kynlíf fyrir keppni geri henni ekkert nema gott. Og nú er að sjá hvem- ig hún stendur sig í langstökkinu. Ðandarísku körfubolta- mennirnir eru vinsælastir Ljóst er að leikmenn bandaríska draumaliðsins í körfuknattleik eru vinsælustu íþróttamennimir í Barcelona á þessum ólympíu- leikum. Þeir búa ekki í ólympíu- þorpinu, einfaldlega vegna þess aö þar er ekki stundlegur friður fyrir íþróttamönnum sem vilja eiginhandaráritanir og annað slíkt. Bandarísku snillingamir búa fyrir utan þorpiö og gífurleg- ur ftöldi lífvarða gætir þeirra við hvert fótmál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.