Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1992, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992. Kvennatímar í badminton! Mánudaga kl. 13.50 Þriðjudaga kl. 9.40 Föstudaga kl. 9.40 Þjálfarar: Jóhann Kjartansson og Árni Þór Hallgrímsson Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Gnoðarvogi 1, s. 812266 ÚTHLUTUN ÚR KVIKMYNDASJÓÐIÍSLANDS1993 Kvikmyndasjóður íslands auglýsir eftir umsóknum um framlög til kvikmyndagerðar. Umsóknir skulu sendar Kvikmyndasjóði fyrir 13. nóvember 1992 á umsóknareyðublöðum sjóðsins ásamt handriti, kostnaðaráætlun, fjármögnunaráætl- un og greiðsluáætlun. Öll umsóknargögn skulu berast í fjórum eintökum. Hafi umsækjandi áður fengió úthlutað úr sjóðnum eða fyrirtæki, sem hann hefur átt aðild að og verki ekki lokið, skal greinargerð um það verk fylgja og uppgjör áritað af löggiltum endurskoðanda. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Kvikmyndasjóðs, Laugavegi 24, 101 Reykjavík. TÓNLISTARKENNSLA Píanó * Hljómborð * Midi Einkatímar fyrir börn og fullorðna, byrjendur og lengra komna Persónuleg og markviss kennsla Auk hefðbundinnar tónlistarkennslu er einnig boðið námskeið í tölvuvinnslu tónlistar. Kennsla hefst 21. september. Guðmundur Haukur kennari og hljómlistarmaður Upplýsingasími 91-678150 Hagaseli 15-109 Reykjavík DV Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 632700 Utlönd George Bush reynir nú að lokka kjósendur til fylgis við sig með fögrum orðum um endurnýjaða efnahagsstefnu. Hann talaði á fundi með hagfræðingum í Detroit i gær og lofaði þriðjungsniðurskurði á útgjöldum forsetaembætt- isins ef þingið féllist á sambærilegan niðurskurð á fjárlögum. Simamynd Reuter George Bush boðar róttækar breytingar í efnahagsmálum: Tillögurnar eru bull og kjaftæði - segir Clinton sem eykur fylgið samkvæmt skoðanakönnunum „Forsetinn lofar öllum öllu því besta en getur ekki staöið við nokk- urn hiut,“ sagði Bill Clinton, forseta- frambjóðandi bandarískra demó- krata, eftir að George Bush forseti boðaði róttækar breytingar í efna- hagsmálum í gær. ' Forsetinn talaði á fundi hagfræð- inga í Detroit í gær og virtist að mati margra fullur örvæntingar vegna þess að Clinton gefur hvergi eftir í baráttunni þótt aö honum sé sótt úr öllum áttum. Bush boðaði verulegan niðurskurö á opinberum útgjöldum og hét því aö hækka ekki skatta. Áheyrendur tóku boðskapnum fálega, enda er Bush búinn að lofa þessu sama marg- oft áöur. Clinton sagði aö tillögur forsetans væru bull og kjaftæði - hann lofaði öllu fögru en gæti viö fátt staðið. Frambjóðendurnir skiptast á ásök- unum um áhuga á skattahækkunum þótt báðir neiti öllum hugmyndum um meiri álögur á almenning. Clin- ton sækir á samkvæmt skoðana- könnunum og er munurinn á fylgi frambjóöendanna nú orðinn 15% samkvæmt nýjustu skoðanakönnun- um. Því er sýnilegt að Bush hefur ekki tekist að koma höggi á Clinton enn sem komið er. Á fundinum með hagfræðingunum í Detroit lofaði Bush að skera niður útgjöld Hvíta hússins um þriðjung ef þingmenn lofuðu að gera slíkt hið sama við fjárlögin. Á sama tíma talar Clinton um að láta „fólkið hafa for- gang“ en stjórnmálaskýrendur vilja fá að vita hvað hann á við með því. Frambjóðendurnir standa því jafnt að vígi í yflrboðum til almennings þannig að hklegast er að einkamál þeirra ráði úrshtum á kjördegi. Fólk ber saman kosti og galla eiginkvenn- anna og þar hefur Barbara Bush bet- ur en Hillary Clinton. Hillary er meöal almennigs talin gáfuð en frek og hirðulaus um fjöl- skyldu sína. Barbara er aftur á móti hin sanna amma í augum Banda- ríkjamanna, fyrirmyndar húsmóðir og hefur sýnt á síðustu vikum að hún hefur bein í nefmu og lætur slúður um framhjáhald manns síns sem vindumeyruþjóta. Reuter Haldlítið vopnahlé í Bosníu: Hótel og verksmiðja eru alelda í Sarajevo Owen lávarður og Cyrus Vance, sáttasemjarar Evrópubandalagsins og Sameinuöu þjóðanna í Júgóslavíu, hafa komið á nýju vopnahléi milh stríðandi sveita í Sarajevo, höfuð- borg Bosníu-Hersegóvínu, að sögn franskra embættismanna. Owen og Vance minntust ekki einu orði á vopnahléssamkomulagið eftir fundi með leiðtogum íslamstrúar- manna, Serba og Króata í Sarajevo í gær. En þeir sögðust hafa talið hóp- ana á að sækja friðarviðræður sem eiga að hejast í Genf þann 18. sept- ember. En hvort sem samið var um vopna- hlé eða ekki voru hótel og verk- smiðja í Sarajevo alelda snemma í morgun eftir harða bardaga milli sveita Serba og íslamstrúarmanna í borginni. Bristol hótelið sem er eitt af þeim elstu í Sarajevo og er rétt hjá aðal- David Owen lávarður, sáttasemjari Evrópubandalagsins, á leiö til fund- ar við forseta Bosníu í Sarajevo i gær. Simamynd Reuter breiðgötunni skíðloagði í alla nótt. Heimildarmenn segja aö tveir menn hafi faihð í árásum Serba í Breka hverfi og að fjórir heföu særst í skær- um í gömlum bæjarhluta. Sáttasemjararnir Vance og Owen munu funda með leiðtogum sam- bandsríkisins Júgóslaviu sem Serbar stjórna í Belgrad í dag. Þeir munu hitta Milan Panic forsætisráðherra, Zivota Panic, formanns herráðsins, og einnig áforma þeir að ræða við Slobodan Milosevic, forseta Serbíu. Stjómvöld í Bosníu urðu fyrir enn einu siðferðilegu áfallinu í gær þegar yfirvöld í Króatíu skýrðu frá því að þau hefðu stöðvað vopnasendingu tii bosnískra íslamstrúarmanna. Vopn- in fundust um borð í flugvél íranska flugfélagsins á flugvellinum í Zagreb. Það mun hafa veriö bandaríska leyniþjónustan sem varaði við send- ingunni. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.