Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1992, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992. 33 TOkyimingar Félag eldri borg- ara, Kópavogi Spilað verður og dansað í kvöld, 11. sept- ember, að Auðbrekku 25, Kópavogl. Hús- ið er öUum opiö. Tónlistarhátíð nor- rænna ungmenna Sinfóníuhljómsveit íslands leikur fimm tónverk eftir ung tónskáld auk verksins Le Tempes et l’écume eftir franska tón- skáldið Gérard Grisey á tónleikum í Langholtskirkju í kvöld. í dag kl. 14-18 mun Gérard Grisey kynna hlustendum tónhst sína en það er þriðji og síðasti fyrirlestur hans á hátiðinni. Hann fer fram í Stekk, húsnæði Tónlistarskólans í Reykjavík, að Laugavegi 178. Aðgangur er ökeypis og öllum heimUl. Opjð hús hjá Baháí að Álfabakka 12 á laugardagskvöld kl. 20.30. Ritningar, myndir, tónhst og um- ræður. Heitt á könnunni. Snúður og Snælda með skemmtun Leikhópm-inn Snúður og Snælda, sem er deild innan Félags eldri borgara í Reykja- vík og nágrenni, heldur skemmtun í kvöld, 11. september. Skemmtunin ber yfirskriftina „Það er sífeUt sumar“ og fer fram í Risinu, Hverfisgötu 105. Húsið verður opnað kl. 19. TU skemmtunar verður upplestur, leiklestur, söngur, grín og glens. Að endingu mun hljómsveitin Tiglamir leika fyrir dansi tU miðnættis. Reykjavíkurkeppni í hárskurði Laugardaginn 12. sept. nk. fer fram Reykjavíkurkeppni í hárskurði. Keppnin fer að þessu sinni fram á Rakarastofunni Klapparstíg og hefst kl. 15. Keppt verður í tveimur greinum: Litrænni útfærslu og tiskulínu. Flóamarkaður FEF Flóamarkaður félags einstæðra foreldra í SkeljaheUi, Skeljanesi 6, alla laugardaga í september. Úrval af fatnaði og ýmsu dóti á aldamótaverði. Opiö kl. 14-17. Leið 5 að húsinu. Opið mót í atskák Taflfélagið Hellir og Skákfélag Hafnar- fjarðar munu standa fyrir opnu móti í atskák dagana 12. og 13. september. Mót- ið hefst laugardag 12 sept. kl. 13 og verö- ur fram haldið sunnudag 13. sept. kl. 13. Þátttökugjald er kr. 800 fyrir félagsmenn HeUis og Skákfélags Hafnarfjarðar en kr. 1.200 fyrir aðra. Mótið verður haldið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Mót- ið verður reiknað til atskákstiga. íþróttasamband fatiaðra Vegna fjölda fyrirspuma undanfama daga um hvernig hægt sé að styrkja ís- lenska íþróttafólkiö í Barcelona er fólki bent á reikning þess í aðalbanka Búnað- arbankans, nr. 6455. Félag eldri borgara Reykjavík Göngu- Hrólfar fara frá Risinu, Hverfisgötu 105, kl. 10 á laugardagsmorgun. Húnvetningafélagið Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Fjögurra daga keppni hefst. Allir velkomnh’. Tapað fiindið Hvar er Gutti? Gutti er svartur köttur meö silfurlita ól og merki. Hann hvarf frá heimiU sínu á Vífilsgötu 15 mánudaginn 8. september. Gutti þekkir hverfi sitt vel og hefur ekki viUst. Hann gæti hafa lokast inni. Fólk í Norðurmýri og nágrenni vinsamlegast athugi bilskúra og kjaUara. Upplýsingar í síma 611560 og 614683. Fyrirlestrar Er fullveldi einhvers virði? Laugardaginn 12. september kl. 16 í stofu 101 í Odda í Lögbergi mun AtU Harðarson flytja fyrirlestur á vegum áhugamanna um heimspeki. Fyrirlesturinn nefnist: Er fuUveldi einhvers virði? Þetta málefni er, eins og kunnugt er, mjög ofarlega á baugi um þessar mundir. Ástæðulaust er að áhugamenn um heímspeki láti það fram hjá sér fara, enda ekki að vita nema þeir geti varpað ljósi á ýmis undirstöðuhug- tök umræðunnar. Tónleikar Tónleikar Tónlistarfélagsins Fyrstu tónleikar TónUstarfélagsins á þessum starfsvetri verða haldnir laugar- daginn 12. september í íslensku óper- unni. Á tónleikunum leikur Tríó Reykja- víkur sem er skipað Guðnýju Guömunds- dóttur, Gunnari Kvaran og HaUdóri Har- aldssyni. Margrét Bóasdóttir, sópran, kemur fram með því. Tónleikarnir hefj- ast kl. 14.30 og miðasala verður við inn- ganginn. Veiðivon Kemur í veg Hann kom heim úr eftirminnilegum veiðitúr í gærkvöldi hann Ragnar Árnason. Þetta var fyrsti laxveiðitúrinn hans og hann veiddi 7 laxa í Miðfjarðará. Stærsti laxinn, sem Ragnar heldur á, var 20 pund og veiddist í Austurá i Miðfirði. Hann er með annan stærsta laxinn úr ánni í sumar. DV-mynd G.Bender Skítakuldi: fyrir góða veiði Tiðarfarið síðustu vikur hefur verið einmuna slæmt og hefur komið í veg fyrir fengsælan sept- ember í laxveiðinni. En veiðimenn hafa samt látið sig hafa það og feng- ið ótrúlega marga fiska. „Þetta var ekki veiðiveður, rok og áin fauk á móti manni á tíma- bili,“ sagði Þórarinn Ólafsson á Akranesi, en hann var við veiðar í Þverá í Svínadal. „Við fengum einn lax í Geita- bergsvatni og settum í annan. Pabbi veiddi fiskinn og hann var 9 pund. En færið fauk oft upp í fjöru þegar við köstuðum út í,“ sagði Þórarinn. Enginn lax hefur verið bókaður í Þverá í Svínadal ennþá. „Þetta var varla hægt en maður lét sig hafa það, það voru níu vind- stig og varla stætt,“ sagði veiðimað- ur sem var að „reyna" í Hrútafirði í gærdag. Laxá á Refasveit með 270 laxa „Það er kalt hérna á Blönduósi í dag en veiðimenn reyna í þessum kulda," sagði Sigurður Kr. Jónsson í gærkvöldi. „Laxá hefur gefið 270 laxa og hún gæti náð 300 löxum. Það er nóg af laxi í ánni en þetta fer mikið eftir veðrinu næstu daga. Veiðimaður, sem veiddi í einu élinu fyrir skömmu, fékk 3 laxa. Það er harka að standa í þessu þegar veðrið er svona,“ sagði Sigurður ennfremur. 29 laxar í Gljúfurá á flugur „Kast- og kennslunefndin var að koma úr Gljúfurá og veiddi 29 laxa, þetta fengum við aUt á ýmsar flug- ur,“ sagði Gísli Jón Helgason í gærkvöldi, en hann er einn þeirra sem voru við veiðar í Gljúfurá. „Ingi Árnason veiddi stærsta lax- inn í hollinu, 13,5 punda fisk. Það Erla Haraldsdóttir með 10 punda lax úr Göngumannahylnum en áin hafði gefið 270. laxinn í gærkvöldi. DV-mynd Sigurður Kr. var skítakuldi og harka að standa í þessu, en þetta bar árangur hjá okkur" sagði Gísh Jón í lokin. Eftir þessa veiði hefur Gljúfurá gefið 270-280 laxa en veitt er í ánni til 20. september. Rok og aftur rok á Vatna- svæði Lýsu „Það hefur varla verið hægt að veiða héma fyrir roki síðustu tvær vikumar," sagði Símon Sigurm- onsson í Görðum á SnæfeUsnesi í gærkvöldi, er við spurðum um Vatnasvæði Lýsu. „Veiðin hafði gengið vel áður en fór að kólna, það var mikið af laxi héma. Við höfum séð gæsir en ekki mikið. Það þýðir lítið að skjóta þær í þessu roki,“ sagði Símon enn- fremur. Það er erfitt að segja hvað Vatna- svæði Lýsu hefur gefið af laxi en líklega Uggur það í 130-150 löxum. -G.Bender Allt í veiðiferðina SEPTEMBERTILBOÐ: VEIÐILEYFI í VINAMOTUM - SELTJORN. LAUGAVEGI 178, SÍMAR 16770 - 814455, FAX 813751 Leikhús ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Litla SVIÐIÐ: KÆRA JELENA eftir Ljúdmílu Razumovskaju. Föstud. 11. sept. kl. 20.30. Uppselt. Laugard. 12. sept. kl. 20.30. Uppselt. Fimmtud. 17. sept. kl. 20.30. Uppselt. Föstud. 18. sept. kl. 20.30. Nokkur sæti laus. Laugard. 19. sept. kl. 20.30. Nokkur sæti laus. Sunnud. 20. sept. kl. 20.30. Örlá sæti laus. Föstud. 25. sept. kl. 20.30. Laugard. 26. sept. kl. 20.30. Sunnud. 27. sept. kl. 20.30. Athugið að ekki er unnt að hleypa gest- um inn i salinn eftir að sýning helst. Aðeins örfáar sýningar. Stóra sviðið HAFIÐ eftir Ólaf Hauk Sím- onarson Frumsýning 19. sept. SALA AÐGANGSKORTA STENDUR YFIR Verð aðgangskorta kr. 7.040. Frumsýningarkort, verð kr. 14.100 á sæti. Elli- og örorkulifeyrisþegar kr. 5.800. Athugið að kortasölu á 1. og 2. sýningu lýkur laugard. 12. sept. Miðasala Þjóðieikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá 13-20 á með- an á kortasölu stendur. Miðapantanir frá kl. 10 virka daga í sima 11200. Greiðslukortaþj. -Græna línan 996160. LEIKHÚSLÍNAN 991015. ao Sala aðgangskorta stendur yfir til 20. septemb- er. Verðkr. 7.400 ATH. 25% afsláttur. Frumsýningarkort kr. 12.500. Elli- og örorkulifeyrisþegar kr. 6.600. erhafin. Sala á einstakar sýningar hefst 12. sept. Stóra svið kl. 20.00. DUNGANONeftirBjörn Th. Björnsson Frumsýning föstudaginn 18 september. 2. sýn. lau. 19. sept. Grá kort gilda. 3. sýn. sun. 20. sept. Rauð kort gilda. Miðasalan er opin daglega frá ki. 14-20 á meðan kortasalan fer fram, auk þess er tekið á móti pöntunum i síma 680680 alla virka daga kl. 10-12. Greiðslukortaþjónusta. Faxnúmer 680383. Leikhúslinan simi 991015. Leiðrétting: Klassísku ballettskólarn- irerufjórir í aukablaði DV um tómstundir og hcilsurækt, sem út kom 2. september síðasfliðinn, var haft eftir Hermanni Ragnari Stefáns- syni, forseta Dansráðs íslands, aö á landinu væri einn klassískur ballettskóli. Það er ekki rétt. inn- an vébanda Félags íslenskra list- dansara eru Listdansskóli ís- lands og einnig þrir rótgrónir elnkaskólar sem starfað hafa um árabil: Ballettskóli Sigríðar Ár- mann, Bailettskóli Eddu Sche- ving og BaUettskóli Guðbjargar Björgvins. Mistökin voru blaða- manns og biður hann hlutaðeig- andi velvirðingar á þeim. -h!h

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.