Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1992. 25 Tíska Tíska fyrir bams- hafandi konur - rætt við Ólöfu Tómasdóttur í Fyrir fjórum árum byrjuðu tyær ungar konur, Vera Siemsen og Ólöf Tómasdóttir, að sauma óléttufatnaö á stofugólfmu heima hjá Ólöfu. Smám saman stækkaði saumastofan og þær fluttu sig niður í kjallarher- bergi í blokkinni í Breiðholti. í júni í fyrra fengu þær húsnæði við Grett- isgötu og þar er saumastofan og verslun undir nafninu Fislétt. „Fyrir utan okkur eru tveir kjóla- meistarar í vinnu,“ segir Ólöf en hún er einnig lærður kjólameistari. Ólöf hannar og sníður fatnaðinn en 90% af sölu þeirra er eigin framleiðsla. Hönnun á fatnaði fyrir bamshafandi konur er að hluta til frábrugðin venjulegum fatnaði eins og gefur að skilja. Buxur og pils ná alveg upp að brjóstum og stefna þeirra er að kon- an geti átt sömu flíkina alla meö- gönguna. „Þær geta þess vegna keypt fötin á fyrsta mánuði," segir Ólöf. „Allar okkar vörur miðast við að þau þurfi að stækka með konunni á þessum mánuðum. Eins reynum viö aö sauma blússur og skyrtur þannig að konan geti notað þær eftir fæðingu svo fremi hún er ekki búin að fá leiöa á óléttufótunum. Það er líka misjafnt hvaö konur ganga hratt saman eftir fæðingu." Stretsbuxur og gammosíur Það sem er vinsælast í óléttufatn- aði þessi misseri eru stretsbuxur og gammosíur. Stretsbuxurnar eru til í sjö litum og það nýjasta er svart- og hvítköflótt. Gammosíurnar eru til í yfir 30 litum en þær eru geysivinsæl- ar og reyndar hjá fleiri en þeim sem eru barnshafandi. Pils seljast líka vel enda þarf kona að eiga minnst eitt slíkt. Köfióttar stretsbuxur og rauö einlit peysa. Fyrirsætan er Sigurbjörg Sig- tryggsdóttir en hún er á fimmta mánuði. DV-myndirÞÖK Svart pils og skyrta í mörgum litum en grunnliturinn er svart. Sigurbjörg í stuttu pilsi sem nær alveg upp að brjóstum og pliseraðri skyrtu í fjörlegum litum. Gammosíur og ullarpeysa. Fislétt Þær stöllur selja líka gjafabrjósta- haldara, nærbuxur fyrir barnshaf- andi, meðgöngubelti og sérstakar sokkabuxur fyrir þær sem eiga von á sér. „Fyrir jól og aðrar stórhátíðir eru kjólar og samfestingar mjög vinsæl- ir,“ segir Ólöf. Hún segir verð á þeirra fatnaði sambærilegt við það sem almennt gerist i verslunum. Skyrtur, blússur og bolir eru fram- leiddir í mörgum sniðum og litum. Efnin eru bómull og viskós. Það eina sem ekki er saumaö hjá þeim eru ullarpeysumar sem fluttar eru inn erlendis frá. „Við reynum að bjarga öllum," seg- ir Ólöf. „Við sérsaumum fyrir mjög lágvaxnar konur og þær hávöxnu." -JJ c—oIoups | cx Woman Wlaust '92 ZMs/öi Glæsilegar þýskar frarkápur nýkomnar Munið, allar sTmtfir í tískufatnaði hjá okkur v/Laugalæk. S. 33755 Co sm SiRli«»ucáác línuii iVá Selm’ai'/iiO|»t‘ llárlakli snpci* liolil: nijöi> stíl'f. Iicrliliii* vcl llái'kikk iia(iii*al liolil: lcái lakk. gckiir iiij<">!> góúan i*lan*» l i'oúa snpci* liokl: nijög' stík’ l’i*oi>a iiatui'al liolil: Icíá o*» Ijiik’

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.