Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1992, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1992, Qupperneq 2
20 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992. D V kyrinir úrvalsdeildarfélögin í körfuknattleik Breiðablik komið í úrvalsdeildina öðru sinni: Risalið í Kópavogi - þrír tveggja metra menn með Pétur Guðmundsson í fararbroddi Pétur Guömundsson styrkir nýliða Breiðabliks mikið. Breiðablik úr Kópavogi er komið upp í úrvalsdeildina í körfuknatt- leik öðru sinni. Liðið lék þar tíma- bilið 1987-1988, fékk þá sæti þegar fjölgað var úr sex liðum í tíu í deild- inni en féll jafnharðan. Blikamir unnu 1. deildina í fyrra, sigruðu ÍR í þremur úrslitaleikjum og tryggðu sér með því úrvalsdeildarsæti. Lið Breiðabliks er mjög breytt frá síðasta vetri því sjö nýir leikmenn eru komnir í Kópavoginn. Þar ber hæst, í tvöfaldri merkingu, Pétur Guðmundsson, sem er kominn frá Tindastóli, og ívar Webster sem kemur frá ÍR. Þriðji tveggja metra maðurinn sem Breiðabhk hefur fengiö er Haraldur Kristinsson úr KR, þannig að þarna verður á ferð- inni hávaxnasta lið deildarinnar. Breiðablik er með Bandaríkja- mann, Lloyd Sargent, sem lék með liðinu í 1. deildinni í fyrra. „Ég geri mér grein fyrir því að veturinn verður erfiður fyrir okk- ur sem nýliða en við erum ekki hræddir og ætlum að ná aðal- markmiði okkar, sem er að halda okkur í deildinni," sagði Sigurður Hjörleifsson, þjálfari Breiðabliks. „Það háir okkur hve margir eru nýir í liðinu og þvi er ekki enn kominn nægur heildarsvipur á það þó allt sé á réttri leið. Það verður erfitt fyrir mörg hð að mæta okkur vegna hæðarinnar en hún hefur líka ákveðna ókosti í för með sér fyrir okkur. Þetta er spurning hvemig tekst að vinna úr henni. Ég á von á mjög jafnri keppni í allan vetur. Keflavík, Valur, Grindavík og Haukar eru sterk, KR og Njarðvík eru spurningarmerki vegna breytinga en verða ofarlega. Tindastóll gæti átti, erfiðleikum ásamt Skallagrími, Snæfelh og okkur og þessi fjögur lið heyja ör- ugglega harða keppni í neðri hlut- anum en geta jafnframt sigrað hvaða lið sem er,“ sagöi Siguröur Hjörleifsson. Nýir leikmenn: Aðalsteinn Ingólfsson frá ÍR Bjöm Sigtryggsson frá Tindastóli Haraldur Kristinsson frá KR Hjörleifur Sigurþórss. frá Snæfelh ívar Webster frá ÍR Pétur Guðmundsson frá Tindastóli Starri Jónsson frá KR Farinn frá síðasta ári: Steingrímur Bjarnason til Sviss Haukar koma vel undirbúnir til leiks: Erum á réttri leið - segir Ingvar Jónsson sem tekinn er við þjálfun Haukanna Haukar úr Hafnarfirði em eitt af fáum hðum í Japisdeildinni sem hafa ekki fengið neinn leikmann th liðs við sig fyrir þetta tímabil en hafa aftur á móti misst þijá sterka leikmenn. Máttarstólpar mörg undanfarin ár, þeir Henning Henn- ingsson og ívar Ásgrímsson, eru horfnir á braut og Reynir Kristj- ánsson er hættur. Hins vegar er nýr þjálfari í herbúðum hðsins, þjálfari sem er oft nefndur faðir körfuknattleiksins í Hafnarfirði. Hann heitir Ingvar Jónsson. Undir sfjóm hans hafa Haukamir leikiö mjög vel í haust og á dögunum urðu Haukar Reykjanesmeistarar í fyrsta sinn. Bandaríkjamaðurinn John Rhods verður með Haukalið- inu annað árið í röð. Haukar hafa einu sinni hampað íslandsmeistaratithnum, það var árið 1988. Félagið hefur tvisvar sinnum prðið bikarmeistari, 1985 og 1986. í fyrra lék liðið til úrshta gegn Njarðvík en varð að sætta sig við tap. í fyrra varð liðið neðst í sínum riðli en missti naumlega af sæti í úrshtakeppninni eftir hörku- keppni við Val og Grindavík. „Við getum ekki annað en verið bjartsýnir á komandi tímabh. Við erum á réttri braut eins og sigurinn í Reykjanesmótinu gefur tíl kynna. Fyrir höfum orðið fyrir blóðtöku en það kemur alltaf maður í manns stað og við eigum mikið af ungum og efnilegum leikmönnum. Starfið sem hefur verið unnið í körfu- knattleiksdeUd Hauka er því að skUa sér,“ sagði Ingvar Jónsson, þjálfari Hauka, við DV. „Mótið á eftir verða jafnt í vetur. Allir eiga eftir að vinna alla og ég sé ekki fyrir mér nein kaflaskipti á deUdinni. Markmið okkar er að verða betri en síðast og ég mun reyna að gera leikmennina að betri leikmönnum og mun nota mín ráð til þess. Meðalaldur hðs okkar eru rúm 20 ár og meðalleikjafjöldi um 50 svo reynslunni er ekki fyrir að fara hjá okkur,“ sagði Ingvar. Nýir leikmenn: Enginn Farnir frá síðasta ári: Henmng Hennings til Skahagríms ívar Ásgrímsson til Snæfells Reynir Kristjánsson hættur Jón Arnar Ingvarsson á eftir að leika stórt hlutverk með Haukum í vetur. Keflvíkingar fara í titilvömina með lítið breytt lið: Barátta um stöður - spennufall eftir Evrópuleikina, segir Jón Kr. Gíslason Jón Kr. Gíslason stýrði ÍBK til sig- urs i fyrra. Keflvíkingar eiga íslandsmeist- aratitil að veria í vetur en þeir unnu Valsmenn í fimm leikja rimmu um titilinn í fyrravor. Það var annar sigur félagsins á íslands- mótinu en Keflavík vann einnig árið 1989. Reikna má með að Keflvíkingar verði í baráttunni um efstu sætin í vetur en þeir tefla fram nær óbreyttu hði frá síðasta vetri. Þeir tefla fram sama útlendingi og í fyrra, Bandaríkjamanninum Jon- athan Bow sem lék áður með KR og Haukum og hefur verið í stóru hlutverki í Keflavíkurhöinu. Það veikir hins vegar meistarana að Sigurður Ingimundarson, fyrirhði þeirra, er frá vegna meiðsla og óvíst hvort hann verði með í vetur. Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leik- maöur ÍBK, kveðst bjartsýnn á að halda titlinum en það sé of snemmt að hugsa mikið um hann núna. „Viö erum í sterkum riðh og stefn- um því fyrst og fremst að því aö komast í úrslitakeppnina. Það er mikill kostur fyrir okkur að vera með nær óbreytt hð frá því í fyrra," segir þjálfarinn. En hann er ekki sáttur við gengi hðsins síðustu dagana. „Við byij- uðum mjög vel í haust og spiluðum síðan góða Evrópuleiki gegn Bayer Leverkusen. En eftir þá var eins og kæmi spennufall og við höfum verið á lægsta plani síðan. Það vantar stemningu í hðiö og þaö er kannski vegna þess hve við erum með marga jafna leikmenn sem eru að berjast um stöður í byijunarhð- inu. Ég vona að þetta sé tímabund- ið vandamál og þessi breidd gerir leikmennina betri og kemur okkur til góða til lengri tíma. Ég sé fram á jafna keppni, sterk- ari hö hafa misst menn til hinna veikari, og hð eins og Breiðablik, Snæfeh og Haukar hafa verið að koma á óvart í haust,“ sagði Jón Kr. Gíslason. Nýr leikmaður: Einar Einarsson frá Tindastóh Famir frá síðasta ári: Brynjar Harðarson í Val Júlíus Friðriksson th Bandaríkj. Ragnar Jónsson, leikmaður Vals, skorar fyrii úrvalsdeildarinnar á sunnudag. Valsmenn fc lelknum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.