Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1992, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1992, Qupperneq 1
Frumsýning í Borgarleikhúsinu: Heima hj á ömmu Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir þann 18. október Heima hjá ömmu eftir bandaríska leikskáldið Neil Simon á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins. Leikstjóri er Hallmar Sigurðs- son, Steinþór Sigurðsson gerir leik- mynd og búninga en þýðinguna vann Ólafur Gunnarsson. Sjö leikarar koma fram í sýning- unni; Margrét Ólafsdóttir leikur ömmu Kurvits en börn hennarfjögur eru leikin af Sigurði Karlssyni, Har- ald G. Haraldssyni, Elvu Ósk Ólafs- dóttur og Hönnu Maríu Karlsdóttur. Sonarsynir hennar eru leiknir af Gunnari Helgasyni og ívari Erni Sverrissyni. Heima hjá ömmu gerist í Yonkers, smábæ norðan við New York árið 1942, á heimili ömmu. Hún er þýskur gyðingur sem hefur ahð sinn aldur við rekstur á sælgætisverslun í bæn- um. Fylgst er með afkomendum hennar og hvemig hún stjómar þeim og heimili sínu með harðri hendi. Neil Simon þykir með snjöllustu gamanleikjahöfundum Bandaríkj- anna og hefur verið sískrifandi i 30 ár. Fyrir verkið Heima hjá ömmu hlaut hann virtustu viðurkenningu sem rithöfundar fá vestanhafs, bæði Puíitzer- og Tony-verðlaunin. Margrét Ólafsdóttir, Gunnar Helgason og ívar Örn Sverrisson í hlutverkum sínum DV-mynd Brynjar Gauti Eitt grafíkverkanna á sýningunni í Geysishúsinu. DV-mynd Brynjar Gauti Geysishúsið: Grafí k frá Mexí kó og S-Ameríku Laugardaginn 17. október klukkan 16 verð- ur opnuð á vegum Listasafns Reykjavikur sýning í Geysishúsinu sem ber yfirskriftina Grafik frá Mexíkó og Suöur-Ameríku. Á henni er úrval verka af margbreytilegri samtíma- list, sem tjáir sammannlegar tilfinningar, kvíða og draumsýnir og varpar ljósi á ríkj- andi þátt í menningu Mexíkó og Suður- Ameríku. Á sýningunni eru um 40 grafíkmyndir eftir mexíkóska og s-ameríska listamenn sem hlót- ið hafa alþjóðlega viðurkenningu. Verkin eru öll í eigu listasafns Banco de Mexico og eru hluti af safni 350 frummynda sem fyrirtækið Smurfit Carton y Papel de Mexico gaf bankan- um. Verkin eru flest unnin á árunum 1971-86. Þetta er farandsýning sem hefur verið í fjöl- mörgum Evrópulöndum og kemur hingað fyr- ir tilstuðlan Álþjóðasamkiptaráösins í Mex- íkó. Sýningin stendur frá 17. október til 15. nóvember og er opin virka daga frá klukkan 9-17 og klukkan 13-16 um helgar. listasafn íslands: Finnsk alda- mótalist Laugardaginn 17. október klukk- an 15 verður opnuð sýningin Finnsk aldamótalist í Listasafni ís- lands. Sýningin er haldin í tilefni af 75 ára afmæli Finnska lýðveldins og kemur frá listasafninu í Turku (Abo). Á sýningunni eru verk eftir alla helstu listamenn Finna um síðustu aldamót. Meðal verkanna eru nokkrir þjóðardýrgripir Finna sem þeir hætta sjaldan á að sýna erlend- is. Tímabilið 1880-1910 hefur verið kallaö gullöldin í finnskri myndlist því að þá var mikil gróska í listun- um og óvíða á Norðurlöndum voru jafnmargir frábærir listamenn starfandi og í Finnlandi. List aldamótakynslóöarinnar gegndi stóru hlutverki í þjóðernis- baráttu Finna og nægir í því sam- bandi að nefna verk Akseli Gall- ens-Kallela um atburði sem greint er frá í Kalevalabálkinum. Þá verða einnig á sýningunni verk eft- ir Helenu Scherbeck sem nú á dög- um er álitin einn merkasti lista- maöur á Norðurlöndum. Allir helstu listamenn Finna eru meö verk á sýningunni í Listasafni ís- lands. DV-mynd GVA Kráa- rýnir ferá Amster- dam “Sjábls. 18 Beatle- mania -sjábls. 19 Rao- stefna um menn- ingar- mál -sjábls. 21 Verstöð- in íslandl -sjábls.22 viðburð- ir helg- arinnar ~sjá bls. 23 veðrið? -sjábls. 24

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.