Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1992, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992. Kvikmyndir inafþremur. -GE HÁSKÓLABÍÓ Sími 22140 Háskaleikir ★★★ Spennumyndir eins og þær gerast þestar. Mikill kraftur og mikill hraði, raunsæ þrátt fyrir ýktan endi. Harrison Ford er góður Jack Ryan. -HK Hefndarþorsti ★★ Spennumynd um skotglaða félaga sem eltast við glæpahyski. Söguþráðurinn of einfaldur til að myndin nái sér á strik. -is Gott kvöld herra Wallenberg ★★★ Raunsæ lýsing á siðustu dögum Wallen- bergs I Búdapest. Sjaldan hafa jafn áhrifa- mikil atriði um útrýmingarherferð nasista á gyðingum sést á hvíta tjaldinu. Stellán Skarsgárd er frábær. -HK Svo á jörðu sem á himni ★★★ Kvikmyndataka, sviðsetning og tónlist er með því besta sem gerist I islenskum kvik- myndum. Alfrún H. Örnólfsdóttir er senu- þjófurinn. -IS Veröld Waynes ★★ 'A Losaraleg saga en Wayne og Garth eru óneitanlega mjög fyndnar týpur. Húmor- inn einum of „local" fyrir okkur. -GE Steiktir grænir tómatar ★★★ 'A Stórgóð mynd sem fjallar um mannlegar tilfinningar, vináttu og áhrifamátt frá- sagna. Toppleikur i öllum hlutverkum. -IS LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Lygakvendið ★★ Nokkuð lunkin gamanmynd sem mátti ekki við því að gugna á endasprettinum. -GE Kristófer Kólumbus ★★ Of ódýr og ójöfn til að ná fullum áhrifum. Svolitið gamaldags. Ævintýrabragurinn heldur henni á floti. Stórstjörnurnar eru einstaklega illa nýttar og skemma fyrir. -GE Ferðin til Vesturheims ★★!4 Rómantísk stórmynd um tvö ungmenni sem leggja land undir fót til að nema land i Vesturheimi. Vel leikin mynd, kvikmynd- un og tónlist frábær, en sagan þunn og margtuggin. -HK REGNBOGINN Sími 19000 Sódóma Reykjavík ★★ 'A Skemmtileg og bráðfyndinn mynd á köfl- um sem lýsir ferð saklauss pilts í gegnum spillingu og undirheimalíf borgarinnar. Sérlega vel kvikmynduð og klippt. Einnig sýnd í Stjörnubíói og Háskólabíói. -HK Hvítir sandar ★★ Miðlungsspennumynd sem tekur sig full- alvarlega. Útlitið er flott og leikhópurinn í hæsta gæðaflokki en leikstjórinn getur ekki bætt fyrir flókið og fálmkennt hand- rit. -GE Ógnareðli ★★★★ Siölaus..., spennandi..., æsandi..., óbeisluð ..., óklippt..., ógeðsleg ..., óafsökuð ..., glæsileg ..., tælandi..., spennandi..., frábært... (Nei, ég fæ ekki prósentur). -GE Lostæti ★★ 'A Skemmtileg framtíðarsýn frá tveimur teiknimyndahöfundum. Myndin er meiri stilæfing en nokkuð annað. -GE SAGA-BÍÓ Simi 78900 Alien3 irk'A Slök saga er fyrst og fremst ástæðan fyr- ir þvi að þriðji hluti þessarar myndaseríu er verri en fyrri myndir. Það sem bjargar myndinni er fyrst og fremst góð tilþrif tækniliðsins sem nær að skapa spennu. -HK STJÖRNUBÍÓ Simi 16500 Ruby ★★ Vel gerð samsæriskenning með áherslu á mannlega þáttinn. Er of hæg og átakalítil til að hrlfa nema rétt undir lokin. Sherilyn Fenn er firnagóð. -G E Ofursveitin ★★ Dolph og Van Damme eru báðir daufir en það kemur ekki í veg fyrir hasar og læti. Sagan er glórulaus en góður leik- stjóri og slatti af peningum halda uppi fjöri. - -GE Börn náttúrunnar ★★★ Enginrt ætti að verða fyrir vonbrigðum með Börn náttúrunnar. Friðrik Þór hefur gert góða kvikmynd þar sem mikilfeng- legt landslag og góður leikur blandast mannlegum söguþræði, _^K 23 Handknattleikur: Landsleikir gegn Egyptum um helgina Um helgina eru fyrirhugaðir þrír landsleikir gegn Egyptum í hand- knattleik. Fyrstu tvær viðureignim- ar verða í Laugardalshöllinni, sú fyrri á laugardag klukkan 16 og hin síðari á sunnudagskvöldið klukkan 20. Þriðji og síðasti leikurinn verður í Kaplakrika á mánudagskvöldið klukkan 20.15. Þetta verða fyrstu landsleikir ís- lenska landsliðsins eftir hina fræknu frammistöðu á ólympíuleikunum í Barcelona í sumar og um leið upp- hafið í undirbúningi hðsins fyrir heimsmeistarakeppnina í Svíþjóð í mars næstkomandi. í undirbún- ingsáætlun landsliðsins fyrir keppn- ina í Svíþjóð eru bókaðir yfir tuttugu landsleikir þannig að í nógu verður að snúast hjá strákunum í vetur. Egyptar, sem koma hingað til lands, voru á meðal keppenda á ólympíuleikunum í Barcelona í sum- ar og léku um 11.-12. sætið við Brasil- íumenn. Egyptar biðu þar lægri hlut með einu marki eftir tvíframlengdan leik og vítakastskeppni. Egyptum hefur fleygt mikið fram í handbolta á síðustu árum en fyrir þremur árum tók einn virtasti handboltaþjálfari heims við liðinu, Þjóðveijinn Paul Tiedemann. Undir hans stjóm hefur liðið tekið stórstígum framfórum og verður þess ekki lengi aö bíða að Egyptar verði komnir í hóp þeirra bestu. íslendingar háðu fyrsta landsleik- inn gegn Egyptum í heimsmeistara- keppninni í Tékkóslóvakíu 1964 og höfðu þá íslendingar sigur, 16-8. Ekki leikið i handbolta og körfu Ef undanskildir eru leikirnir við Egypta um helgina er íþróttalífið annars með rólegra móti. Ekki verð- ur leikið í 1. deild í handbolta og ekki heldur í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik. -JKS Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, stýrir sínum mönnum i landsleikjunum gegn Egyptum um helgina. Fyrsti leikur af þrem- ur verður i Laugardalshöllinni á laugardaginn klukkan 16. Ferðafélag íslands: Hellaskoðunarferð Þrjár sunnudagsferðir eru á dag- skrá Ferðafélagsins 18. október klukkan 13. Sú fyrsta er þjóðleiöin Lakagígur-Lágaskarð. Önnur ferðin er íjallganga á Meitlana og sú þriðja er hellaskoðunarferð í Strompahella við Bláfjöll. Hún er tilvalin fjölskylduferð og æskilegt er að menn hafi ljós meðferðis. Brottfor í ferðimar er frá Umferðarmiöstöð- inni, austanmegin (einnig stansað við Mörkina 6). Laugardaginn 17. október efna Homstrandafarar Ferðafélagsins til dagsferðar á Esju. Farið verður frá BSÍ, austanmegin, klukkan 9. Gengiö á Þverfellshom og austur eftir Esj- unni að Hátindi og víðar. Um kvöldið verður sameiginlegt borðhald að Hótel Iind þar sem verður fjölbreytt dagskrá. Útivist: Gönguferð á Selatanga Sunnudaginn 18. október er ferðinni heitið út á Sela- tanga sem er gömul verstöð milli Grindavíkur og Krísuvík- ur. Gangan hefst við ísólfs- tanga og á leiðinni út á Sela- tanga verða gömlu fiskibyrg- in skoðuð og hin stórbrotna náttúra. Þetta er létt ganga fyrir alla fjölskylduna. Brottför er frá bensínsölu BSÍ og frítt er fyr- ir börn í fylgd með fullorðn- um. Ferðafélag Islands skipuleggur Esjugöngu á laugardag. Kolaportið: Kári í Garði selur lambakjöt A laugardaginn kemur, 17. okt- óber, mun Kári Þorgrímsson, bóndi í Garði, byija að selja lambakjötið sitt í Kolaportinu og mun þetta verða í fyrsta sinn í marga áratugi sem íslenskur bóndi mætir sjálfur á markaö og selur lambakjötið sitt beint og milliliðalaust til neytenda, en til þess hefur Kári nú fengið leyfi allra viðkomandi yfirvalda. Kári Þorgrímsson hefur vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir að fá að framleiða og seija lambakjöt utan landbúnaðarkerfisins og fékk nýlega leyfi til slíks gegn því að afsala sér öllum þótum og greiðsl- um frá ríkinu. Haim hefur nú upp- fyllt skilyrði heilbrigðisyfirvalda um slátrun, vinnslu og pökkun lambakjötsins og mun sjálfur mæta í Kolaportið til að seija kjöt sitt til neytenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.