Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Síða 5
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992. 21 Messur Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organ- isti Sigrún Steingrímsdóttir. Sunnudaga- skóli Árbæjarsafnaðar kl. 11 í Ártúnsskóla, Selásskóla og safnaðarheimili Árbæjarkirkju. Fyrirbænastund miðvikudag kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja: Barnaguðsþjónustu kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Prófastur vísiterar. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur prédikar. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörns- son. Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Daníel Jón- asson. Kl. 20.30. Samkoma á vegum „Ungs fólks með hlutverk". Ræðumaður: Ársæll Þórðarson. Bænaguðsþjónusta þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónasson. Bústaöakirkja: Barnamessa kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Jón Pálsson cand. theol. prédikar. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Messukaffi Rangæinga. Pálmi Matthíasson. Digranesprestakall: Barnasamkoma í Safn- aðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Prestvígsla kl. 10.30. Biskup íslands herra Ólafur Skúlason, vígir Þóri Jökul Þorsteinsson, kandidat í guðfræði, sem settur verður til þjónustu í Grenjaðar- staðarprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Vígsluvottar: sr. Örn Friðriksson, sem lýstir vígslu, sr. Kristján Valur Ingólfsson rektor, sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur og sr. Hjalti Guðmundsson Dómkirkjuprestur sem annast altarisþjónustu. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Barnastarf í safnaðarheimilinu á sama tíma. Kirkjubíllinn fer um vesturbæinn. Síðdegis- guðsþjónusta kl. 17.00. Forsöngvari Svala Nielsen. Organleikari Marteinn H. Friðriks- son. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Ólafur Jóhannsson. Eyrarbakkakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fella- og Hólakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11 í umsjón Sigfúsar B. Ingvasonar og Guðrúnar Magnúsdóttur. Guðsþjónusta á sama tíma (kl. 11). Prestur sr. Hreinn Hjart- arson. Fyrirbænastund mánudag kl. 18. Helgistund í Gerðubergi fimmtudag kl. 10.30. Prestarnir. Frikirkjan í Hafnarfirði: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Einar Eyjólfsson. Frikirkjan i Reykjavik: Guðsþjónusta kl. 14.00. Séra Lárus Halldórsson. Miðvikudag 28. október morgunandakt kl. 7.30. Organ- isti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. Grafarvogssókn: Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Guðfræðinem- arnir Elínborg og Guðmunda aðstoða. Út- varpsmessa kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Einsöngur: Ingveldur Hjaltested. Einleikur á básúnu: Einar Jónsson. Organisti Sigur- björg Helgadóttir. Guðsþjónustan verður í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn, en barnaguðs- þjónustan verður á efri hæð félagsmiðstöðv- arinnar. Vigfús Þór Árnason. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Yngri börnin niðri og eldri börnin uppi. Mikill söngur, fræðsla og leikræn tjáning. Messa kl. 14. Prestursr. HalldórS. Gröndal. Organ- isti Árni Arinbjarnarson. Þriðjudagur: Kyrrðarstund kl. 12.00. Orgel- leikur í 10 mínútur. Fyrirbænir, altarisganga og léttur hádegisverður. Þriðjudagur kl. 14.00. Biblíulestur. Sr. Halldór S. Gröndal annast fræðsluna. Kaffiveitingar. Hallgrimskirkja: Fræðslusamvera kl. 10. Sr. Sigurður Pálsson. Fjölskyldumessa kl. 11.00. Altarisganga. Barnasamkoma. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudagur: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Hátelgsklrkja:Morgunmessa kl. 10. Sr. Arn- grímur Jónsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um Hlíðar og Suðurhlíðar á undan og eftir messu. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Gideonfélagar koma í heimsókn. Bjarni Gunnarsson prédikar. Biblíulestur mánudagskvöld kl. 21.00. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Hjallaprestakall. Messusalur Hjallasóknar, Digranesskóla: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Foreldrar eru hvattir til þátttöku ásamt börn- um sínum. Guðsþjónusta kl. 14. Fermingar- börn aðstoða við guðsþjónustuna. Kór Hjallasóknar syngur. Organisti Oddný Þor- steinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. Kársnesprestakall: Fjölskylduguðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Kór kirkjunnar syng- ur ásamt litla kór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur kórstjóra. Organisti Stefán R. Gíslason. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Keflavíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Messa kl. 14, altaris- ganga. Kirkjudagur eldri borgara. Systrafé- lagið býður til kaffidrykkju í Kirkjulundi eftir messu. Skátár ( St. Georgsgildinu sækja einnig guðsþjónustuna og lesa lexíu og pist- il. Rútubíll fer um Suðurgötu og Faxaþraut og ekur fólki til kirkju og heim eftir kaffisam- sætið. Mömmumorgnar á miðvikudögum í Kirkjulundi. Kyrrðarstund og kvöldbænir í kirkjunni á fimmtudögum kl. 17.30. Sóknar- prestúr. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigur- björnsson. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Ólöf Ólafs- dóttir. Kór Langholtskirkju (hópur V) syng- ur. Organisti Jón Stefánsson. Barnastarf á sama tíma. Kaffisopi eftir guðsþjónustu. Aftansöngur alla virka daga kl. 18.00. Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl.^1. Sr. Sigrún Óskarsdóttir. Börn úr 10-12 ára starfi aðstoða. Barnastarf á sama tíma undir stjórn Þórarins BjÖrnssonar. Heitt á könn- unni eftir guðsþjónustu. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11.00. Munið kirkjubílinn. Guðmundur-Öskar Ólafsson. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Basar og kaffisala Kvenfélags Nes- kirkju eftir guðsþjónustu. Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Organ- isti Kjartan Sigurjónsson. Molasopi eftir guösþjónustuna. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson. Organisti Hákon Leifsson. Barnastarf á sama tíma í umsjá Eirnýjar, Báru og Erlu. Perlan: Ura- og klukkusýning Kvikmyndasýning í Norræna húsinu: Hojda fra Pjort í tilefni þess að Úrsmíöafélag ís- lands á 65 ára afmæli þann 27. októb- er var ákveðið að félagið stæði fyrir úra- og klukkusýningu í samvinnu við helstu úrainnflytjendur. í tengls- um við sýninguna verður sett upp gömul úrsmíðavinnustofa og hefur tekist gott samstarf við Árbæjarsafn. Þar munu úrsmiðir sitja við vinnu og jafnframt sýna gamalt handbragð. Einnig verður sett upp nútímaverk- stæði með nýjustu tækjum þar sem nýsveinar og nemar munu aðstoða gesti. Á sýningunni verða sýnd gömul úr sem úrsmiðir hafa safnað að sér í gegnum árin ásamt tveimur einka- söfnum sem lánuð eru af Gunnari Magnússyni arkitekt og Jóni Þórðar- syni lögmanni. Með þessum gömlu úrum verða sýndir tveir vandaðir fombílar sem Þórður Sveinsson var svo vingjamlegur að lána. Á sýninguna koma hlutir sem fengnir voru að láni erlendis, meðal annars mjög dýr 18 karata gullúr, jafnvel demantsskreytt, mjög tækni- lega háþróuð armbandsúr, nýjustu gerðir af sportúrum og úr sem stand- ast mikið álag. Vert er að geta fjaður- drifinna úra sem framleiöendur vilja kynna núorðið sem umhvérfisvæn. Matreiðslumeistarar Perlunnar hafa sett saman svissneskan matseð- il sem verður í boði sýningarhelgina, tískusýningar verða laugardag og sunnudag klukkan 15. Félagar í Úrsmíðafélagi íslands veita viðskiptavinum 17% afslátt af vörum sínum til mánaðamóta. Þessi rándýru úr verða meðal gripa á sýningunni en verðmæti þeirra nem- ur samtais 2,712 milljónum króna. DV-mynd GVA Á sunnudag klukkan 14 verður danska myndin Hojda fra Pjort, sem er gerð eftir sögu Ole Lund Kirkegárd, sýnd í Norræna húsinu. Myndin er ætluð eldri börnum og er hún um 76 mínútna löng með dönsku tah. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. í þessar mynd kynnumst við Hojda sem býr í framandi landi og ferðast um á fljúgandi teppi sem margir full- orðnir reyna að komast yfir. Hann og vinkona hans, Smaragd, lenda í ýmsum ævintýrum á leið sinni um loftin blá. Eins og í öllum spennandi ævintýrum er hér um baráttu góðs og ills að ræða. Olafur Gaukur, Karl Möller og Ami Scheving skemmta á L.A. Café. Tónlist í anda eldri stjama Veitingahúsið L.A. Café, Laugavegi 45, mun á sunnudögum fram til jóla bjóða gestum sínum að hlýða á hina landsþekktu tónhstarmenn, Ólaf Gauk, Karl Möher og Árna Scheving spila tónhst eins og þeim einum er lagið. Sphuð verður tónlist í anda eldri stjamanna, svo sem Nat King Cole og fleiri. L.A. Café er opnað öll kvöld klukk- an 18 og er opið til klukkan 1 virka daga en .til klukkan 3 fóstudaga og laugardaga. Ingi Gunnar áFáskrúðsfirði Ingi Gunnar Jóhannsson hefur að undanfómu gert víðreist um landið og sphað á fjölmörgum stöðum. Nú um helgina heldur hann uppteknum hætti og sækir Fáskrúðsfiröinga heim. Á föstudags- og laugardagskvöldið veröur hann á Hótel Skálavík á Fá- skrúðsfirði. Ef að líkum lætur munu Fáskrúðsfiröingar hka fá að heyra lög af nýrri sólóplötu Inga Gunnars, Undir fjögur augu. Um miðjan nóvember fer Ingi Gunnar th London ásamt félögum sínum í hljómsveitinm Islandica, en þeirri sveit liefur verið boðið að spha á stórri norrænni menningarhátíð í Barbican Center þar í borg. Þjóðleikhúsið Sími 11200 S mí ða ver kstæð i ð: Stræti föstudag klukkan 20 laugardag kl. 20 sunnudag kl. 20 Stóra svtðið: Hafið laugardag kl. 20 Emil í Kattholti sunnudag kl. 14 Litla sviðið: Ríta gengur menntaveginn föstudag kl. 20.30 laugardag kl. 20.30 Uppreisn sunnudag kl. 15 Borgarleikhúsið Simi 680680 Stóra sviðið: Dunganon föstudag kl. 20 sunnudag kl. 20 Heima hjá ömmu laugardag klukkan 20 íslenska óperan Sími 21971 Lucia Di Lammermoor föstudag kl. 20 sunnudag kl. 20 Alþýðuleikhúsið Fröken Julie sunnudag klukkan 21 Lands- ráðstefna Samtök herstöðvaandstæðinga boða til landsráðstefnu í Gerðu- bergi laugardaginn 24. október. Hún hefst klukkan 10 með venju- legum aöalfundarstörfum og stendur til klukkan 17. Landsráð- stefnan er opin öllum félögum samtakanna. Á ráðstefnunni verða lagðar línurnar fyrir starf samtakanna á næsta starfsári og kjörin ný miðnefnd. íslenski dansflokksins: Fmmsýnir Uppreisn íslenski dansflokkurinn frum- sýnir þrjú dansverk í Þjóðleik- húsinu sunnudaginn 25. október næstkomandi undir heitinu Upp- reisn. Á sýningunni verða þrjú verk eftir jafnmarga danshöf- unda, þá Stephen Mihs, Wihiam Soleau og Charles Czamy. Frumsýningin verðúr sunnu- daginn 25. október klukkan 20, önnur sýning verður föstudaginn 30. október klukkan 20 og þriðja sýning verður sunnudaginn 1. nóvember klukkan 15. Vetrarfagn- aður Hún- vetninga Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur vetrarfagnað sinn laugar- daginn 24. október í Húnabúð, Skeifunni 17, og hefst hann klukkan 22. Harmóníkuleikar- arnir Aldís Aðalbjarnardóttir og Einar Bjömsson leika fyrir dansi ásamt trommuleikaranum Inga Karlssyni. Dansstjórar koma frá Þjóð- dansafélagi Reykjavíkur. Eftir áramót verður árshátíðin 22. jan- úar. Fyrirhuguð er kaffisala og hlaðborð á vegum félagsins þann 8. nóvember í Húnabúð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.