Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992. 23 Kvikmyndir HÁSKÓLABÍÓ Sími 22140 Háskaleikir ★★★ Spennumyndir eins og þær gerast bestar. Mikill kraftur og mikill hraði, raunsæ þrátt fyrir ýktan endi. Harrison Ford er góður Jack Ryan. -HK Hefndarþorsti ★★ Spennumynd um skotglaða félaga sem eltast við glæpahyski. Söguþráðurinn of einfaldur til að myndin nái sér á strik. -is Gott kvöld herra Wallenberg ★★★ Raunsæ lýsing á siðustu dögum Wallen- bergs I Búdapest. Sjaldan hafa jafn áhrifa- mikil atriði um útrýmingarherferð nasista á gyðingum sést á hvíta tjaldinu. Stellan Skarsgárd er frábær. -HK Svo á jörðu sem á himni ★★★ Kvikmyndataka, sviðsetning og tónlist er með þvi besta sem gerist i íslenskum kvik- myndum. Álfrún H. Örnólfsdóttir er senu- þjófurinn. -ÍS Veröld Waynes ★★ 'A Losaraleg saga en Wayne og Garth eru óneitanlega mjög fyndnar týpur. Húmor- inn einum of „local" fyrir okkur. -GE Steiktir grænir tómatar ★★★'/2 Stórgóð mynd sem fjallar um mannlegar tilfinningar, vináttu og áhrifamátt frá- sagna. Toppleikur i öllum hlutverkum. -is LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Lygakvendið ★★ Nokkuð lunkin gamanmynd sem mátti ekki við því að gugna á endasprettinum. -GE Kristófer Kólumbus ★★ Of ódýr og ójöfn til að ná fullum áhrifum. Svolítið gamaldags. Ævintýrabragurinn heldur henni á floti. Stórstjörnurnar eru einstaklega illa nýttar og skemma fyrir. -GE Ferðin til Vesturheims ★★ 'A Rómantísk stórmynd um tvö ungmenni sem leggja land undir fót til að nema land í Vesturheimi. Vel leikin mynd, kvikmynd- un og tónlist frábær, en sagan þunn og margtuggin. -HK REGNBOGINN Sími 19000 Sódóma Reykjavík ★★ 'A Skemmtileg og bráðfyndinn mynd á köfl- um sem lýsir ferð saklauss pilts í gegnum spillingu og undirheimalíf borgarinnar. Sérlega vel kvikmynduð og klippt. Einnig sýnd í Stjörnubíói og Háskólabiói. -HK Hvítir sandar ★★ Miðlungsspennumynd sem tekur sig full- alvarlega. Útlitið er flott og leikhópurinn i hæsta gæðaflokki en leikstjórinn getur ekki bætt fyrir flókið og fálmkennt hand- rit. -GE Ógnareðli ★★★★ Siðlaus. ., spennandi.... æsandi.... óbeisluð..., óklippt.... ógeðsleg .... óafsökuð .... glæsileg .... tælandi.... spennandi.... frábært... (Nei, ég fæ ekki prósentur). -GE Lostæti ★★ A Skemmtileg framtíðarsýn frá tveimur teiknimyndahöfundum. Myndin er meiri stílæfing en nokkuð annað. -GE SAGA-BÍÓ Sími 78900 Alien3 ★★'/2 Slök saga er fyrst og fremst ástæðan fyr- ir því að þriðji hluti þessarar myndaseríu er verri en fyrri myndir. Það sem bjargar myndinni er fyrst og fremst góð tilþrif tækniliðsins sem nær að skapa spennu. -HK STJÖRNUBÍÓ Sími 16500 Ruby ★★ Vel gerð samsæriskenning með áherslu á mannlega þáttinn. Er of hæg og átakalítil til að hrifa nema rétt undir lokin. Sherilyn Fenn er firnagóð. -G E Ofursveitin ★★ Dolph og Van Damme eru báðir daufir en það kemur ekki i veg fyrir hasar og læti. Sagan er glórulaus en góður leik- stjóri og slatti af peningum halda uppi fjöri. -GE Börn náttúrunnar ★★★ Enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum með Börn náttúrunnar. Friðrik Þór hefur gert góða kvikmynd þar sem mikilfeng- legt landslag og góður leikur blandast mannlegum söguþræði. _^K Körfuknattleikur: Stefnir í fjóra hörkuleiki Fimmta umferð Japisdeild- arinnar í körfuknattleik verð- ur leikin um helgina. Þar stefnir í'fjóra hörkuleiki en eins og deildin hefur farið af stað virðast alhr geta unnið alla og engin úrslit eru örugg fyrirfram. Haukar og ÍBK mætast í Hafnarfirði klukkan 16 á morgun. Þetta eru topphðin í A-riðli, Haukar hafa komið á óvart í haust og íslandsmeist- arar ÍBK eiga erfiðan leik fyr- ir höndum í Hafnarfirði. Skahagrímur og Valur mæt- ast í Borgamesi klukkan 16 á sunnudag. Þessi hð hafa bæði byijað tímabilið vel og það verður fróðlegt að sjá hvort sterkasta hð Vals í mörg ár nær að knýja fram sigur í Borgamesi. Breiðablik og Njarðvik leika í Digranesi klukkan 16 á sunnudag. Bæði hð hafa byij- að iha, nýhðar Breiðabhks hafa tapað öhum sínum leikj- um, en ekki með miklum mun, og Njarðvík hefur ekki byijað verr um árabh. Þarna er því mikið i húfi. Loks eigast Snæfeh og KR við í Stykkishólmi klukkan 20 á sunnudagskvöldið. Snæfell teflir fram sínu sterkasta hði frá upphafi og sýndi styrk sinn með því að gera 121 stig í Grindavík á dögunum, en KR er í lægð sem stendur og situr á botni B-riðilsins. í 1. dehd kvenna eru tveir leikir um helgina. ÍBK og ÍS leika í Keflavík á morgun klukkan 15.30 og KR mætir Njarðvík í Hagaskóla klukkan 16 á sunnudaginn. Fjórir leikir fara fram í 1. deild karla. Höttur og Þór mætast tvisvar á Eghsstöð- um, klukkan 14 á laugardag og á sama tíma á sunnudag. ÍA og Bolungarvík leik á Akranesi á morgim klukkan 14 og síðan sækja Bolvíkingar Reyni heim tíl Sandgerðis klukkan 14 á sunnudag. John Rhodes, hinn hávaxní og kraftmikli leikmaður Hauka, verður án efa í stóru hlutverki þegar Hafnarfjarðarliðið fær íslandsmeistara Keflavíkur i heimsókn. Handbolti Bikar- keppnin fer Fyrsta umferðín í bikarkeppni karla í handknattleik fer fram um helgína. Valur b og KA leika í kvöld klukkan 20.30 en aðrir leikir eru á sunnudag sem hér segir; Kl. 14: KR- Haukar. Kl. 15.30: Ármann- Víkíngur. KI.16: Haukar b- Afturelding. Kl.16.30: ÍBV b-ÍH. Kl.17.15: FH b- Ármann b. Kl. 18.30: ÍBV- FH. Kl. 19: UBK-ÍH b. Kl. 20: Fjölnir—ÍR, Stjarnan-Selfoss, Fram-Þór, HKN-Valur, Leiftri-HK og Grótta-Fylkir. Kl. 21.30: Ögri-ÍR b. Þá eru þrír leikir í 2. deild karla í kvöld klukkan 20, Fjölnir—Grótta I Austurbergi, HKN-Afturelding í Keflavík og ÍH-Fylkir I Hafnárfirði. Blak: Sex leikir á íslands- mótinu Sex leikir fara fram á íslands- mótinu í blaki um heigina, þar af fjórir í kvöld. í KA- húsinu leika karlalið KA og ÍS klukkan 20 og kvennalið sömu félaga strax á eftir. i Digranesi leika kvennalið HK og Þróttar N. klukkan 20 og karlalið sömu félaga strax á eftir. Á morgun leika karlalið Þróttar R. og Þróttar N. i Hagaskóla klukkan 14 og kvennalið Víkings og Þróttar N. í Víkinní klukkan 16-. Sund: um helgina Fjölmennt unglingasundmót Triumph-Sports og Ægis fer fram í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. í Vestmannaeyj- um fer fram meistaramót staðarins og Gíslamót Vestra er haldið á Ísafírði um helg- ina. Ferðafélag íslands: Gönguferð á Vífilsfell Á sunnudaginn verða tvær gönguferðir á veg- um Ferðafélags fslands óg hefjast þær báðar klukkan 13. Onnur ferð- in er gönguferð á Vítíls- feh en af tindi þess er frábært útsýni. Hin gangan er á lægri slóðum og eru þá skoð- aðir gígamir Eldborgir, austan Blátíaha, og gengið niður í Jósepsdal og sameinast Vífilsfehs- göngunni í lok ferðar. Brottför í feröimar er frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, og einnig er stansað við Mörkina 6. Thvahð er að mæta í göngumar og hehsa með því nýjum vetri. Gengið verður á Vífilsfell á sunnudag á vegum Ferðafélags íslands. Ferðir Útivist: Fjöru- ganga Hjá Útivist verður vetri heilsað með dagsferð á sunnudag en hún verður 5. áfangi fjörugöngunnar. Gengið verður af Stapanum og niður í Hólmann, fjaran í Vogavíkinni skoðuð og minj- ar um útræði. Síðan verður gengið inn með ströndinni inn undir Kálfatjörn um fjöl- breytt og skemmtilegt fjöru- svæði. Rúta fylgir hópnum allan tímann og þátttakendur fá stimpluð sérstök _ göngukort sem afhent eru í hverri fjöru- göngu. Brottför er klukkan 10.30 frá BSÍ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.