Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1992, Síða 6
22
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992.
Regnboginn:
Leikmaðurinn
Robin Givens og Eddie Murphy í
Boomerang.
Háskólabíó:
Boomerang
Aðdáendur blökkumannsins og
grínistans Eddie Murphy geta glaðst
því í dag frumsýnir Háskólabíó
myndina Boomerang í leikstjóm
Reginaids Hudlin. Eddie Murphy
leikur aðalhlutverk myndarinnar og
samdi einnig handrit hennar.
Sjarmörinn og athafnamaðurinn
Marcus Graham (Eddie Murphy) er
mikill kvennamaður og á jafnan í
stuttum og ástlausum samböndum
við gagnstæða kynið. Loksins þegar
Graham verður ástfanginn upp fyrir
haus þá er það af kvenmanni af sama
sauðahúsi og hann. Konan, sem hann
fellur fyrir, Jacqueline (Robin Gi-
yens), er yfirmaður hans í starfi.
Jacquehne hefur fyrst og fremst
áhuga á eigin frama og hefur engan
tíma fyrir ástarsambönd. Graham
fær því loks að kynnast þess konar
sambandi frá hinni hliðinni.
Meðal annarra leikara í myndinni
má telja Halle Berry, David Alan
Grier og söngkonumar Earthu Kitt
og Grace Jones. Það er öraggt að
grínistinn Eddie Murphy bregst ekki
aðdáendum sínum frekar en fyrri
daginn.
Fáar kvikmyndir hafa vakið jafn
mikla athygli á síðustu misseram og
Leikmaðurinn (The Player) en leik-
stjóri myndarinnar er Robert Alt-
man sem á að baki litríkan feril í
bandarískum kvikmyndum, haldið
sínu striki og aldrei unnið fyrir stóra
kvikmyndarisana.
Leikmaðurinn fjallar um háttsett-
an starfsmann hjá kvikmyndafyrir-
tæki í Hollywood, Griffin Mill. Hon-
um fara að berast nafnlausar morð-
hótanir frá reiðum handritshöfundi
sem telur sig svikinn. Eftir að hafa
rannsakað lista yfir þá sem hann lof-
aði að hringja í en gerði ekki kemst
Griffin að þeirri niðurstöðu að um
ákveðinn mann er að ræða. Hann
hittir manninn en verður honum
heyrður af lögreglu neitar hann aðild
að morðinu en yfirmaður öryggis-
mála hjá kvikmyndaverinu granar
hann um græsku. Griffm fer í jaröar-
for handritshöfundarins og kynnist
þar unnustu hins látna, íslenska
málaranum June Gudmundsdótt-
ur...
Tim Robbins leikur GrifBn en það
er síðan breska leikkonan Greta
Scacchi er leikur íslenska málarann.
Fjölmargar leikstjömur koma fram
í myndinni, má þar nefna Whoopi
Goldberg, Juliu Roberts, Nick Nolte,
Burt Reynolds, Andie MacDowell.
Jack Lemmon, Brace Willis, Cher,
Peter Falk, Anjelicu Huston, Mal-
colm MvDowell og eiginkonu Tim
Robbins, Susan Sarandon.
Larry Fishburne og Jeff Goldblum í
hlutverkum sínum i Tálbeitunni.
Laugarásbíó:
Tálbeitan
Laugarásbíó frumsýnir í dag
spennutryllinn Tálbeituna (Deep Co-
ver) sem leikstýrð er af Bill Duke. í
aðalhlutverkum era Jeff Goldblum,
Larry Fishbume, Victoria Dillard og
Charles Martin Smith.
Lögreglumaðurinn John Hull
(Fishburne) er ráðinn til þess að tak-
ast á við vandasamt verkefni. Hann
á að selja eiturlyf á strætum stór-
borgarinnar Los Angeles. Hlutverk
hans er í raun og vera að handtaka
Anton Gallegos, eiturlyfjasala sem
hefur á sínum snæram 40% af eitur-
lyfjamarkaðnum í borginni.
Til að komast í samband við Galle-
gos þarf Hull að koma sér í mjúkinn
hjá sem flestum stórlöxum í brans-
anum og er það að vonum hættulegt
verkefni. Á meðal stórlaxanna er
David Jason (Goldblum) sem auk
þess að vera virtur lögfræðingur er
einnig stórvirkur í sölu eiturlyfja í
borginni. Hull flækist djúpt inn í
þessa undirheima og að lokum þarf
hann að gera upp við sig hvort hann
vill vera lögreglumaður eða dópsah.
Larry Fishbume er að verða með
þekktari hörundsdökkum leikuram
vestanhafs og er einkum þekktur
fyrir hlutverk sitt í myndinni Boyz’n
the Hood. Jeff Goldblum er þekktast-
ur fyrir hlutverk sitt í hryllings-
myndinni Flugan (The Fly).
Kvikmyndir
BÍÓBORGIN
Simi 11384
Systragervi ★ 'A
Meinlaus en rýr formúlugamanmynd. Hin
haefileikaríka Whoopi hefur ekkert að gera
en syngjandi nunnukórinn er ágætur.
Einnigsýnd i Bióhöllinni. -GE
Hinir vægðarlausu ★★★!A
Clint Eastwood leikur og leikstýrir mynd-
inni sem er ákaflega vel heppnuð. Það
er langt síðan villta vestrinu hefur verið
gerð jafn góð skil. Leikur er allur til fyrir-
myndar og leikstjórn Eastwoods styrk.
-HK
Veggfóður ★★%
Skemmtileg kvikmynd sem er borin uppi
af eitruöum húmor og stjörnuleik Steins
Ármanns. Sannkallað barn síns tíma.
-GE
BÍÓHÖLLIN
Simi 78900
Fyrir strákana ★★ 'A
Kaiiforníumaðurinn -k'A
Þunn unglingamynd sem tekst ekki að
kreista mikinn húmor úr léttgeggjaðri
hugmynd. Hellisbúinn er merkilega hress.
-GE
Alien3 ★★ 'A
Slök saga er fyrst og fremst ástæðan fyr-
ir þvi að þriðji hluti þessarar myndaseríu
er verri en fyrri myndir. Það sem bjargar
myndinni er fyrst og fremst góð tilþrif
tækniliðsins sem nær að skapa spennu.
-HK
Hvítir geta ekki troðið k-k'A
Bráðskemmtileg mynd fyrir þá sem hafa
gaman af körfubolta og hafa áhuga á að
kynna sér menningu svartra í fátækra-
hverfum Los Angeles.
-is
Seinheppni kylfingurinn
★★★
Stórskemmtileg grínmynd þar sem
sænski leikstjórinn og leikarinn Lasse
Áberg gerir grln að golfáráttu samlanda
sinna.
-ÍS
Tveir á toppnum 3 ★★
Útþynntur söguþráður og slök hasaratriði
óvart að bana. Þegar GriíFin er yfir-
Tim Robbins og Greta Scacchi. Kvikmyndaframleiðandinn og islenski list-
málarinn.
New York
^ 1.(1) EndoftheRoad
Boyz II Men
# 2. (4) How Do You Talk to an Angel
Heights
^ 3. (3) l'd Die without You
P.M. Dawn
4. (2) Sometimes Love just Ain't Eno-
ugh
Patty Smyth
^ 5.(5) Erotica
Madonna
^ 6. (6) Jump Around
House of Pain
f 7. (9) Rythm Is a Dancer
Snap
♦ 8.(18) Rumpshaker
Wreckx-N-Effect
t 9.(11) Real Love
Mary J. Blige
t10. (14) What about Your Friends
TLC
London
♦ 1.(1) EndoftheRoad
Boyz II Men
f 2. (6) People Everyday
Arrested Development
t 3. (10) Run to You
Rage
0 4. (2) Sleeping Satellite
Tasmine Archer
0 5. (4) l'm Gonna Get You
Bizarre Inc Feat Angie Brown
t 6. (-) Boss Drum
Shamen
0 7. (3) Erotica
Madonna
0 8. (7) A Million Love Song
Take That
t 9. (14) Supermarioland
Ambassadors of Funk
t10. (-) Who Needs Love (Like That)
Erasure
Bubbi er kominn
Ekki fékk Jet Black Joe að hafa
efsta sæti DV-listans í friði nema eina
viku því þegar Bubbi Morthens gefur
út nýja plötu er vaninn að efsta sæt-
ið er frátekið og það stundum í marg-
ar vikur. Hvort Bubbi nær því að
halda öllum fyrir aftan sigþessa jóla-
vertíðina á eftir að koma í ljós en
vissulega verður það ekki auðvelt
viðureignar því án efa koma út fjöl-
margar frambærilegar plötur fyrir
komandi jól. Og listi vikunnar ber
þess greinilega merki að innlenda
plötuflóðið fer vaxandi, nú era fimm
af tíu plötum listans íslenskar og
þeim á eftir að fjölga. En það er ekki
bara Bubbi sem stekkur beint inn á
listann þessa vikuna, sama gerir
safnplatan Reif í fótinn og virðist
reiftónlistin vera að festa rætur hér-
lendis eins og annars staðar. Á Vin-
sældaiista íslands er lítið farið að
bera á innlenda lagaflóðinu ennþá,
Megas er eini innlendi fulltrúinn á
topp tuttugu en það hlýtur að breyt-
ast á allra næstu vikum. Charles &
Eddie halda efsta sæti listans aðra
vikuna en bæði Tasmine Archer og
Inner Circle eru þess albúin aö leysa
þá af hólmi. Sama má eiginlega segja
um Megas en það yrði saga til næsta
bæjar ef hann næði efsta sæti á inn-
lendumsmáskífulista. -SþS-
Bubbi Morthens - vonar það besta.
Vinsældalisti islands
^ 1.(1) Would I Lie to You
Charles & Eddie
♦ 2. ( 5) Sleeping Satellites
Tasmine Archer
f 3. (8) Sweat (A La La La La Long)
Inner Circle
♦ 4. (9) Gamansemi guðanna
Megas
0 5. (3) Sometimes Love Just Ain't Eno-
ugh
Patty Smyth & Don Henley
0 6. (2) Layla
Eric Clapton
^7.(13) Good Enough
Bobby Brown
0 8. (4) l'd Die without You
PM Dawn
■0 9. (6) How Do You Talk to an Angel
Heights
010.(7) HowDoYouDo
Roxette
♦11(18) Last Thing on My Mind
Bananarama
012.(11) Faithfully
Go West
#13.(19) To Love Somebody
Michael Bolton
014. (12) Iron Lion Zion
Bob Marley
015. (10) What's in a Word
Christians
016.(14) Erotica
Madonna
#17. (39) River of Dreams
Glenn Frey
018. (15) Just Another Day
Jon Secada
•f19. (34) Always Tomorrow
Gloria Estefan
020. (17) Let Me Take You there
Betty Boo
Bandaríkin (LP/CD)
/
^1.(1) TheChase.........................GarthBrooks
♦ 2. (-) Automaticforthe People................R.E.M.
3. (3) SomeGaveAII....................BillyRayCyrus
4. (4) Unplugged........................EricClapton
5. (5) Timeless........................Michael Bolton
0 6. (2) Us...............................Peter Gabriel
\l\l) Ten.................................PearlJam
0 8. (6) Dirt............................Alice in Chains
0 9. (8) Beyond the Season................Garth Brooks
010. (9) What'sthe411?....................MaryJ. Blige
Island (LP/CP)
♦ 1. (-) Von.............................Bubbi Morthens
0 2. (1) Jet Black Joe......................Jet Black Joe
\ 3. (3) Unplugged..........................EricClapton
0 4. (2) Veggfóður...........................Úr kvikmynd
() 5. (5) Þrir blóðdropar..........................Megas
0 6.(4) AutomaticforthePeople....................R.E.M.
i 7. (-) Reif í fótinn.............................Ýmsir
0 8.(6) Tourism.................................Roxette
t 9. (Al) Timeless........................Michael Bolton
f10. (12) Greatest Hits...........................Queen
Bretland (LP/CD)
❖ 1(1) ❖ 2. (2) y 3. (3) M.(4) Glittering Prize 81 /92 Erotica SimpleMinds
Timeless (The Classics) Gold-GreatestHits Michael Bolton Abba
♦ 5. (-) 06.(5) ♦ 7.(12) ♦ 8.(11) ♦ 9.(10) Live Automatic forthe People Cooleyhighharmony Backto Front AC/DC R.E.M. BoyzllMen Lionel Richie
The Best of Belinda Carlisle Belinda Carlisle
♦10.M LoveDeluxe Sade