Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1992, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1992, Síða 7
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992. 23 Kvikmyndir draga úrgóðum leikurum. Lakasta mynd- inafþremur. -GE HÁSKÓLABÍÓ Night on Earth ★★,/2 Jarmusch hefur húmor, góða leikara og snjallt frásagnarform. Myndin skiptist í fimm misgóða kafla en heildin er skemmtilegtilbreyting. -GE Sími 22140 Bob Roberts ★★ Potað aðeins í stjórnmálin vestra í heim- ildarmyndastíl líkum og í „Spinal Tap”. Margt fyndið en ádeilan er ekki nógu beitt og formið vinnur gegn myndinni. -GE Tvídrangar ★★★ Eflaust óskiljanleg fyrir þá sem sáu ekki þættina en þegar Lynch tekur sér frí frá furðulegheitunum getur hann magnað upp óhuggulega grípandi drama. Sheryl Lee sýnir einn besta leik ungs leikara sem égmaneftir. -GE Háskaleikir ★★★ Spennumyndir eins og þær gerast bestar. Mikill kraftur og mikill hraði, raunsæ þrátt fyrir ýktan endi. Harrison Ford er góður Jack Ryan. -HK Svo á jörðu sem á himni ★★★ Kvikmyndataka, sviðsetning og tónlist er með því besta sem gerist í íslenskum kvik- myndum. Álfrún H. Örnólfsdóttir er senu- þjófurinn. -ÍS Steiktir grænir tómatar ★★★,/2 Stórgóð mynd sem fjallar um mannlegar tilfinningar, vináttu og áhrifamátt frá- sagna. Toppleikur í öllum hlutverkum. -ÍS LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Eitraða Ivy ★★ 'A Lítur út fyrir aö vera spsnnumynd en er í raun vitrænt sálfræðilegt drama sem verður spennandi af þvi að persónurnar eru lifandi. Endirinn er veiki punkturinn en Barrymore sá Ijósasti. -G E Lygakvendið ★★ Nokkuð lunkin gamanmynd sem mátti ekki við því að gugna á endasprettinum. -GE REGNBOGINN Sími 19000 Sódóma Reykjavík ★★ 'A Skemmtileg og bráðfyndinn mynd á köfl- um sem lýsir ferð saklauss pilts i gegnum spillingu og undirheimalíf borgarinnar. Vel kvikmynduð og klippt. Einnig sýnd i Háskólabíói. -HK Ógnareðli ★★★★ Siðlaus.... spennandi.... æsandi.... óbeisluð.... óklippt.... ógeðsleg .... óafsökuð.... glæsileg .... tælandi.... spennandi..., frábært... (Nei, ég fæ ekki prósentur). -GE Lostæti ★★ 'A Skemmtileg framtíðarsýn frá tveimur teiknimyndahöfundum. Myndin er meiri stílæfing en nokkuð annað. -GE Henry ★★★ Gálgahúmor og ofbeldi í bland meltist misvel en myndin er vissulega óþægilega raunveruleg og situr eftir lengi. -GE SAGA-BÍÓ Sími 78900 Blóðsugubaninn Buffy -k'A Góðir sprettir i samtölum og persónu- sköpun og drepfyndin dauðasena Pauls Rubens bjarga ekki misheppnaðri sögu. -GE Lygakvendið ★★ Nokkuð lunkin gamanmynd sem mátti ekki við þvi að gugna á endasprettinum. -GE STJÖRNUBÍÓ Sími 16500 Bitur máni ★★★ Mikil sálfræðikönnun á tveimur persón- um hjá Roman Polanski að þessu sinni. Áleitinn texti um kynferðislega niðurlæg- ingu verður magnaður i meðförum Peter Coyote. Minniráfyrstu myndir Polanskis. -HK Ofursveitin ★★ Dolph og Van Damme eru báðir daufir en það kemur ekki í veg fyrir hasar og læti. Sagan er glórulaus en góður leik- stjóri og slatti af peningum halda uppi fjöri. -GE Börn náttúrunnar ★★★ Enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum með Börn náttúrunnar. Friðrik Þór hefur gert góða kvikmynd þar sem mikilfeng- legt landslag og góður leikur blandast mannlegum söguþræði. _hk Mikið annríki hjá körfubolta- mönnum - sjö leikir í úrvalsdeildinni fara fram um helgina Það verður í nógu að snúast hjá körfuknattleiksmönnum um helgina og þeir sem áhuga hafa á körfuknatt- leik hafa úr miklum fjölda leikja að velja. Sjö leikir eru nefnilega á dag- skrá úrvalsdeildarinnar um helgina og þeir tveir fyrstu á fóstudagskvöld. Þá leika Breiðabhk og Skallagrím- ur í Digranesi og Njarðvík og KR í Njarðvík. Blikar eru enn án stiga í deildinni og verða að fara að vinna leik. Njarðvíkingar eiga það sam- merkt með KR-ingum að hafa farið mjög iila af stað í úrvalsdeildinni og leikurinn er því mjög mikilvægur fynr bæði liðin. Á sunnudag fara fram fimm leikir, heil umferð. Stórleikur verður í Borgarnesi en þar taka heimamenn á móti íslandsmeisturum Keflvík- inga. Leikurinn hefst kl. 16.00. Um kvöldið fara fram íjórir leikir. Nágrannaslagur verður í Grindavík en þangað mæta Njarðvíkingar og má búast við hörkuleik. Valur á heimaleik gegn Haukum og þar er einnig um stórleik að ræða. Þegar þetta er ritað eru allar hkur á því að Valsmenn leiki án síns besta leik- manns, Magnúsar Matthíassonar, og vitanlega veikir það Valsmenn mik- ið. Enn einn stórleikurinn fer fram á Seltjamarnesi en þar taka KR- ingar á móti liði Tindastóls. Loks leika Snæfeh og Breiðablik í Stykkis- hólmi en reikna má þar með auðveld- um sigri heimamanna. Ahir leikirnir íjórir heíjast klukkan átta á sunnu- dagskvöldið. Teitur Örlygsson, Njarðvíkingur með knöttinn, verður í sviðsljósinu en Njarð- víkingar leika gegn KR á föstudagskvöld og verða hreinlega eins og KR- ingar að vinna þann leik. DV-mynd Brynjar Gauti Ferðafélag íslands: Ketilstígur-Krýsuvík A sunnudag er dagsferð á vegum Ferðafélags íslands, þjóðleiðin Ketil- stígur-Krýsuvík. Hún er sú síðasta af 10 fomum þjóðleiðum sem kynnt- ar hafa verið þetta árið. Ekið verður Djúpavatnsleið að Ketilstígnum en hann hggur yfir Sveiíluháls að hverasvæðinu við Seltún, Krýsuvík. Hann er raunar hluti af þjóðleið frá Hafnarfirði. Brottfór í ferðirnar er frá Umferð- amiðstöðinni austanmegin. Stansað verður meðal annars við Mörkina 6 og kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Ahir era velkomnir að vera með en fólk er hvatt til aö mæta vel búið og með nesti. ■ i i II —■ II i Ferðafélag íslands skipuleggur dagsferð um þjóðleiðina Ketilstígur-Krýsuvík. Handknattleikur: FH—Ystad FH-ingar leíka um helgina tvo leiki í Evrópukeppni 1 meistaraliða gegn sænska 1 liðinu Ystad. Liðin náðu sam- komulagi um að báðir leikim- ir færu fram hór á landi. Fyrri leikurinn fer fram í íþróttahúsi Hafnarfjarðar á laugardag og hefst kl. 17.00. Síðari leikurinn fer fram á sama stað á sunnudagskvöld kl. 20.30. Ástæða er til að hvetja alla handknattleiks- unnendur til að fjölmenna í Fjörðinn og styðja FH-inga tii sigurs I leikjunum. Haustmót í fimleikum Áhaldamót í fimleikum, Haustmót FSÍ, fer fram í Ár- mannshúsinu, Sigtúni, á sunnudaginn og hefst kl. 11.00 með keppni í kvenna- flokki en keppninni hjá kon- unum lýkur um kl. 13.00. Keppnin í karlaflokki hefst ki. 14.00 á sunnudaginn og lýk- ur kl. 16.30. Keppt verður í frjálsum æfingum og er reikn- að með 40 keppendum á mótið. Á meðal keppenda verða islandsmeistararnir í karla- og kvennaflokki. Golfmót innanhúss Á sunnudaginn heldur Sævar Karl styrktarmót í Kringlunni fyrir meistara- flokksmenn Golfklúbbs Reykjavikur. Þeir eru á leið í keppnisferð til Spánar þar sem þeir munu taka þátt í Evrópukeppni klúbbliða. All- ur aðgangseyrir að mótinu rennurtil ferðarinnar. Keppn- in hefst kl. 9 og verða leiknar 12 holur. Vegleg verðlaun verða í boði. Ferðir Otívist: Haustblót í Bláfjöllum Árlegt haustblót Útivistar verður að þessu sinni haldið í Bláfjöllum. Lagt verður af stað frá BSÍ, bensínsölu, klukkan 9 á laugardaginn. Helgin verður notuð til göngu og skoðunarferða um Bláfjallasvæðið. Gist verður í stórglæsilegum skála skiða- deildar Breiðabliks þar sem aðstaða öll er til fyrirmyndar. Á laugardagskvöldið verður sameiginleg máltíð og kvöld- Á sunnudag verður dags- ferð á vegum Útivistar þar sem gengið verður með strönd Hvatfjarðar frá Fossá um Hvítanes i Hvammsvik. Þar eru fjölbreyttar minjar og fjörur. Brottför í þessa ferð er klukkan 10.30 frá BSf, bensínsölu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.