Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1992, Blaðsíða 3
27 MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1992. Olafur Stefánsson, vinstri handar skyttan unga í liði Vals, sýnir hér góð tilþrif gegn Maistas Klaipeda og skömmu síðar lá knötturinn i netinu. DV-mynd Brynjar Gauti Valur tryggði sér þátttökurétt í 8-liða úrslitum í Evrópukeppni bikarhafa: - hjá Valsmönnum á keppnistímabilinu og það gegn slöku htháisku liði Valsmenn tryggðu sér í gærkvöldi þátttökurétt í 8-íiða úrslitum í Evr- ópukeppni bikarhafa í handknattleik þrátt fyrir að hafa mátt bíða lægri hlut fyrir Maistas Klaipeda, 21-22, í síðari leik hðanna í Laugardalshöll í gærkvöldi. Valsmenn unnu þvi sam- anlagt með þriggja marka mun, 49-46, og verða í pottinum ásamt FH þegar dregið veröur á Evrópumótun- um í handbolta á morgun. Fór um margan Valsmanninn Það var heldur betur farið að fara um margan Valsmanninn og hina 300 áhorfendur sem lögðu leið sína í Höllina. Litháiska liöið leiddi með þremur mörkum í hálfleik og fékk mörg góð færi á að auka muninn í fjögur mörk í síðari hálfleik áður en Valsmenn náðu að bjarga andlitinu með því að skora þijú mörk í röð á lokakaflanum. Greinilegt vanmat Eftir úrsht og gang leikins í fyrri leiknum áttu víst flestir von á að eft- irleikurinn yrði Valsmönnum auð- veldur. Það var öðru nær. Leikmenn Vals léku yfir höfúð afar illa, voru á köflum eins og byrjendur, og greini- legt vanmat var ríkjandi þar á bæ sem kann ekki góðri lukku að stýra. Sóknarleikurinn alveg í molum Sóknarleikurinn var nánast í molum hjá Valsmönnum. Leikmenn Klai- peda léku vömina mjög framarlega og það gerði Valsmönnum mjög erf- itt fyrir. Byijunin lofaði þó góðu. Valsarar skoruðu þrjú fyrstu mörkin og virt- ust líklegir til að afgreiða Litháana hressilega en síðan hrökk allt í ba- klás sem hinir reyndu leikmenn Kla- ipeda kunnu að meta. Lengi fram eftir síöari hálfleiknum var munur- inn þetta 2-3 mörk, Klaipeda í vil, en góður leikkafli 10 mínútum fýrir leikslok gerði það að verkmn að ekki varð stórslys í Höllinni. Engu að síð- ur urðu Valsmenn að játa sig sigraða gegn hði sem á íslenskan mæh- kvarða væri slakt 1. deiidar hð. Fyrsta tap Vals á tímabilinu Valsmenn töpuðu þar með fyrsta leik sínum á keppnistímabilinu enda langlélegasti leikur hðins á árinu. Enginn efast þó um að Valshðið er eitt af bestu hðum landsins en það er oft „stutt í kúkinn“ eins og fræg handboltahetja orðar oft hlutina og það áttí svo sannarlega við um leik Valsmanna í gær. Það jákvæða við þetta aht saman er aö Valur er kom- inn í 8-liða úrshtin og leikmenn hðins læra vonandi af mistökiun sínum. Guðmundur Hrafnkelsson og Valdi- mar Grímsson voru skástir i hði Vals og Geir Sveinsson skoraði þýð- ingamikil mörk á lokakaflanum. -GH Sigur hjá Val í slökum leik - Valsmenn sigruðu Klaipeda 1 fyrri leik liðanna, 24-28 Valsmenn unnu fiögurra marka sigur á Klaipeda frá Litháen í Evr- ópukeppni bikarhafa í Laugardals- höh á fostudagskvöld. Lokatölur urðu 24-28 Valsmönnum í vh en leikuimn taldist heimaleikur Kla- ipeda. í stuttu máh sagt var leikurinn slakur og Valsmenn þurftu ekki að sýna neinn stórleik tíl að vinna slakt Uð gestanna. Valsmenn höfðu undirtökin aUan leikinn og virtust ætla að keyra yfir gestina um miðj- an síðari hálfleik en þá náðu Vals- menn sjö marka forystu. Leikmenn Klaipeda breyttu þá um vöm og við það datt leikur Vals niður. Gestir- inir minnkuðu muninn í tvö mörk en Valsmenn skomöu tvö síðustu mörkin og náðu að bjarga andht- inu. Valsmenn hafa oft leikið betur en í þessum leik og ljóst að það er meiri munur á getu Uðanna en sást í Höllinni á fóstudag. Guðmundur Hrafnkelsson var besti maður Vals í leiknum og varði oft meistaralega. Dagur Sigurðsson og Geir Sveins- son komust einnig vel frá sínu en Uðið getur leikið mun betur. Lið Klaipeda leikur ekki skemmtilegan handbolta, leik- menn virkuðu þungir og slakir. Kartauskas og Laurinatis vom bestu menn Usðins ásamt mark- verðinum. -RR GuAmundur Hrafnkelsson var ( stuði i marki Vals á fðstudaginn. fþróttir „Ég er fýrst og fremst ánægöur með að vera kominn áfram en það var jú alltaf tilgangurinn. Þeir spiluðu miklu betur í kvöld en S fyrri leiknum. Leikmenn hðsins em klókir og reyndir og spila árangursríkan handbolta," sagði Þorbjörn Jensson, þjáh'ari Vals, við DV eför leikinn. „Eftir að hafa náð forystunni lékum við ákaflegaillaog auðvit- að var ég orðinn hræddur og þá sérstaklega seint i síðari hálfleik þegar við vorum 3 mörkum undir og þeir í sókn. Ég talaði hressilega yfir hausamótunum á þeim í hálf- leik og gerði þeim grein fyrir að svona spilamennska dygöi ekki. Ég veit ekki hvaöa Uð em eftír en óskaliðið er Kolding frá Dan- mörku komist þeir áfram," sagði Þorbjörn. Sáryfir því að hafa tapað fyrsta leiknum „Ég er mjög sár að hafa tapað fyrsta leiknum á keppnistímabil- inu og það fyrir þessu höi. Við föllum oft í þá gryfju að slaka algjörlega á eftir að hafa náð for- skoti og eitthvert viljaleysi og kæruleysi grípur mannskapinn," sagði Geir Sveinsson, fyrirliði Vals, viö DV eftir leikinn. „Ég var ekki oröinn hræddur en viöurkenni að mér varð oft ht- ið á markatöfluna í síöari hálf- leiknum. Aðalatriöið var þó að komast áfram og það tókst. Ég hefði ekkert á móti því að dragast gegn fýrri félögum mínum í Avid- esa,“ sagði Geir. -GH Valur (9) 21 Klaipeda (12) 22 3-0, 5-3, 6-6. 8-8, 8-11, (8-12), 12-13, 13-16, 15-18, 19-19, 20 22, 21-22. Mörk Vals: Valdlmar Grímsson 7/1, Júlíus Gunnarsson 5, Geir Sveinsson 3, Dagur Sigurðsson 3, Jón Kristjánsson 2, Sveinn Sig- flnnsson 1. Varin skot Guðmundur Hrafh- kelsson 16/1. Mörk Klaipeda: Malakauskas 8/4, Gudziunas 6, Kazlauskas 3, Zarenas 2, Juoskaudas 1, Norvilas 1, Siatkevicius l. Varin skot Stonkus 12/1. Brottvisanir: Valur 0, Klaipeda 4 mín. Dómarar Lars Bendtson og Hans Hansson, góðir. Áhorfendun 300. Maður leiksins: Malakausakas (nr. 5) Klaipeda (11) 24 Valur (16) 28 0-1, 2-1, 2-4, 6-7, 7-11 (11-16), 12-17, 15-19, 15-21, 18-24, 20-25, 24-26,24-28. Mörk Klaipeda: Kartauskas 7/1, Laurinaös 6, Maiakauskas 3, Gudziunas 2, Joakaudaa 2, Zurenas 2, NorvOas 1/1, Statkevicius 1. Mörk Vals: Dagur Sigurðsson 6, Geir Sveinsson 6, Valdimar Grims- son 5/1, Ólafur Stefánsson 4, Sveinn Sigflnnsson 3, Jón Krist- jánsson 2/1, Jdlíus Gunnarsson 2. Brottvisanir: Klaipeda 8 min. (Malakauskas rautt spjald), Valur 2 mín. Dómaran Lars Bendtson og Hans Hansson frá Sviþjóð, dærndu ágæflega. Áhorfendur: 318. Maður leiksins: Guðmundur Hrafnkeisson, Val.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.