Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1992, Qupperneq 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992.
Menning
Brúðukonan og bókasaf narinn
Bijáluð brúðugeröarkona og ástríðufullur
bókasafnari eru aðalpersónur nýjustu skáld-
sögu Vigdísar Grímsdóttur, Stúlkan í skógin-
um. -Konur sem heita jafn hversdagslegum
nöfnum og Hildur Sigurðardóttir og Guðrún
Magnúsdóttir en eru alls ekki eins og fólk
er flest. Eiga þaö sameiginlegt að hafa báðar
dregið sig út úr samfélagi manna og sinna
viðfangsefnum sínum af sjúklegri nautn.
Hildur nostrar við brúðurnar og Guðrún
vafrar um bæinn og leitar bóka í ruslatotum
bæjarins. Að öðru leyti eru þær eins og dag-
ur og nótt. Hildur er fögur og heillandi: hsta-
verk í mannsmynd. Guðrún er afmynduð,
bogin og herpt af langvinnum sjúkdómum,
hún er veran sem læðist meðfram veggjum,
auðmjúk og engum til ama. „Líf mitt var
vani,“ segir Guðrún sem lifir samkvæmt út-
hugsuðu mynstri fullkomlega sátt við sitt
hvunndagslega líf, sérstaklega eftir að hún
uppgötvaði bækumar. Á hveijum degi legg-
ur hún á minniö hnur úr einhverri bók, orð
sem koma til hennar síðar, alltaf þegar hún
þarf á styrk að halda. Hún lifir í friðsælum
innri heimi, fallegum skógi þar sem hún
unir sér í skugga trjánna, fjarri grimmd og
miskunnarleysi heimsins. En friðsældin er
rofin og hinar ljúfu viðjar vanans sundur
shtnar þegar Hildur hin fagra gerir afar
hversdagslega og að þvi er virðist sakleysis-
lega innrás í thbreytingarsnauða thveru
Guðrúnar. Hún býður henni í kurteislegt
kaffiboð sem gesturinn á aldrei afturkvæmt
úr.
Guðrún laðast að ljúfmennsku Hildar og
er ekki jafn fljót og lesandinn að átta sig á
að hér er ekki allt með fehdu. Hún er gædd
sakleysi barnsins sem trúir og treystir á góð-
mennsku heimsins og er eins og leir í hönd-
um Hhdar seiii klappar henni og lemur á
víxl. Og smátt og smátt sogast Guðrún inn í
geðveikan hugarheim Hildar þar sem veröld
græðandi orða og gefandi náttúru er víðs
fjarri.
Ljóðræn og seiðandi saga
Endalok sögunnar eru, eins og í öðrum
bókum Vigdísar, dularfull og margslungin,
snjöh og óvænt og skhja eftir ótal möguleika
og gátur fyrir lesandann að ráða í. Hvaö
verður um Guðrúnu Magnúsdóttur? Heppn-
ast hið óttalega ráöabrugg píningarmeistar-
ans Hhdar sem er miskunnarleysið uppmál-
að og dregur Guðrúnu niður í svað hinnar
fuhkomnu auðmýkingar? Hver er hún og
fyrir hvað stendur hún? Hversu langt er
hstamanninum leyfilegt að ganga, leyfist
honum e.t.v. aht fyrir listina? Þessar spurn-
ingar og fleiri leita á hugann við lestur mag-
naðrar sögu sem tekur það m.a. fyrir hvern-
ig er að vera gestur í samfélaginu, gestur í
sinni eigin sál. Fjarlægur sjálfum sér en stöð-
ugt á höttunum eftir svörum við spumingu
eins og „hvað og hver er ég“ og „hvert stefnu
ég“. Eilífar og endalausar spurningar sem
Guðrún leitar svara við í öskutunnum bæjar-
ins, í orðum sem aðrir hafa kastað frá sér.
Kannski fjallar sagan einmitt um mikhvægi
Vigdís Grímsdóttir. Áhrifarík og sterk saga.
Bókmenntir
Sigríður Albertsdóttir
þess að varðveita tungumáhð. Á meðan við
höfum málið getum við alltaf haldið áfram
að spyija þótt svörin láti á sér standa.
Og talandi um mátt tungumálsins. Hann
er mikhl í Stúlkunni í skóginum. Orðin negla
lesandann niður hvort sem hann er staddur
í draumaveröld Guðrúnar eða martraðar-
kenndum lýsingum á háttalagi og athöfnum
brúðugeröarkonunnar. Persónurnar lifna
smátt og smátt viö í huga manns, m.a. í gegn-
um samtöl sem eru th skiptis kæruleysisleg
eða hlaðin spennu, aht eftir því hvernig ligg-
ur á Hildi hverju sinni. í gegnum samtöhn
kynnumst við persónu Hildar, grimmd henn-
ar og kænsku um leið og varnarleysi Guð-
rúnar er afhjúpað. Bakgrunnur Hhdar er
lesandanum að mestu huhnn, hann verður
að geta í eyðumar og gera það upp við sjálf-
an sig hvers vegna hún er eins og hún er.
Guðrún fær meira pláss og líf hennar fram
th þessa er lesandanum nokkuð ljóst. Á
þennan hátt byggir Vigdís persónur sínar
upp á sannfærandi hátt, annars vegar Hildi
sem er dularfull og ógnvekjandi, hins vegar
Guðrúnu sem er auðveldara að reikna út.
Örlög þessara tveggja kvenna eru síðan
tvinnuð saman í áhrifaríkri og sterkri sögu
sem framreidd er á ljóðrænan og seiðandi
máta.
Stúlkan i skóginum.
Vigdís Grimsdóttir.
löunn 1992.
Af hinu tvöfalda
andliti vínguðsins
Saga áfengisins hefði auðveldlega getað orðið mjög
leiðinleg bók, einkum ef höfundur hefði fallið í þá
gryfiu aö skrifa einhhða áróðursrit gegn áfengi.
En dr. Óttar Guðmundsson reynist vera of snjall rit-
höfundur th að verða á slík mistök. Bók hans er á
köflum bráðskemmtheg og stútfull af fróðleik. Þaö
leynir sér ekki að sá sem heldur um pennann hefur
mjög gott vald á verkefni sínu og gætir þess aö skoða
það frá sem flestum sjónarhomum.
Bókin fiahar fyrst og fremst um samskipti íslendinga
og áfengis í 1100 ár. Höfundur lætur sér þaö þó ekki
nægja, heldur rekur hann sögu alkóhólsins aht til
þess að forfeður okkar í frumbemsku mannkyns upp-
götvuðu það fyrir hreina thvhjun. Hann kemur við í
svahveislum Grikkja og Rómveija og fiahar um þátt
vínsins í trúarbrögðum. Þannig eru afstöðu Biblíunnar
th áfengis gerð ágæt skh, aht frá sögunni af drykkju
Nóa í 1. Mósebók og th afstöðu Jesú og Páls postula
th þessa vandmeðfama drykkjar.
Jafnt í Bibhunni sem annars staöar greinir Óttar
tvöfeldni vínsins, annars vegar þá sælu og huggun sem
það veitir og hins vegar kvöl þess og bölvun. Kynni
Islendinga af áfenginu hafa mjög einkennst af þessu
tvöfalda andliti vínguðsins.
Höfundur leitar mjög í smiöju th skálda, og dregur
saman ókjörin öh sem ort hafa verið um áfengið og
misjöfn áhrif þess. Einhver ákafasti lofsöngur th ví-
munnar sem th er á íslensku er ljóð Eggerts Ólafsson-
ar, „Ó, mín flaskan fríða!“.
Minnisstæðari úr þessari bók era þó frásagnir af
samskiptum ýmissa þjóðkunnra skálda og flöskunnar.
Einkum er ítarlega rakin dapurleg saga Sigurðar
Breiðfiörð (1799-1846), þekktasta rímnaskálds Islend-
inga á 19. öld. Sýnt er hversu mjög áfengi mótaði líf
hans. Einnig heyrum við af ghmu skáldanna Einars
Benediktssonar og Kristjáns Jónssonar (1842-1869)
fiahaskálds við áfengið.
Frásögnin af andláti hstaskáldsins Jónasar Hah-
grímssonar (1807-1845) er vafalaust það sem mesta
athygli vekur í þessari bók. Frásögn Konráðs Gíslason-
ar af andláti hans, sem aðrir hafa síðan aukið að róm-
antík, reynist vera óravegu frá því sem sjúkraskrá
Jónasar á skjalasafni í Kaupmannahöfn sýnir um dán-
arorsök hans. Þar kemur fram að það vora einkum
langvinn áfengiseitrun, lifrarskemmdir og deleríum
tremens sem urðu honum að fiörtjóni. Gunnlaugur
Claessen læknir haíði raunar þegar áriö 1945 skrifað
um raunverulega dánarorsök skáldsins, en samthefur
þjóðsagan rómantíska um dauða hans lifað meðal þjóð-
arinnar og raunar dafnað því Tómas Guðmundsson
skáld skrifaði þremur árum síðar mjög rómantíska
lýsingu á andláti hans þar sem stuðst er við frásögn
Konráös.
Því fer fiarri að Óttar Guðmundsson sé bara í hlut-
verki sagnfræðings eða þjóðháttafræðings í þessari
Óttar Guðmundsson við leiði Sigurðar Breiðfjörð, en
dapurleg saga hans er rakin i Timanum og tárinu.
Bókmenntir
Gunnlaugur A. Jónsson
bók. Hann skoðar samskipti íslendinga og áfengis jafn-
framt af sjónarhóli læknis sem er sérfræðingur í áfeng-
ismálum. Þannig fiahar hann um hffræðheg áhrif
áfengis, einkenni alkóhóhsma og meðferð við þessum
sjúkdómi sem leikið hefur margan íslendinginn svo
grátt. Óttar reynist ekki rígbundinn neinni ákveðinni
kenningu um ástæður þess að sumir verða alkóhól-
isma að bráö frekar en aðrir. Þar telur hann ástæöunn-
ar vera að leita í flókinni samverkun erfða og umhverf-
isþátta. Stíh Óttars er þannig að hinir læknisfræðhegu
hlutar bókar hans verða aldrei þurrir eða leiðinlegir.
Hins vegar fer ekki hjá því á stöku stað að frásagnar-
gleði höfundar leiði til mjög ofhlaðins stíls, sbr.: „Hann
vandi sig fljótlega á að drekka svo mikið vín að ekki
var hægt aö gera til hans stórfelldar kröfur undir silk-
hökum lystirekkna meyjarskemma tilduríbúða pent-
hýsanna."
Shkt heyrir þó til hreinna undantekninga og niður-
staöan um þessa bók hlýtur aö verða sú að hún sé
mjög læsheg og fróöleg, vönduð að öhum efnistökum
og skrifuð af miklu innsæi. Slíka bók hefði varla nokk-
ur getað skrifaö sem ekki hefði kynnst tvöfeldni áfeng-
isins af eigin raun.
Óttar Guðmundsson
Tfminn og tárið
íslendlngar og áfengi i 1100 ár
Forlagið 1992 (319 bls.)
Klókur og skemmtilegur
stjórnmálamaður
Indriði G. Þorsteinsson er tvímælalaust einn málhagasti rithöfundur
þjóðarinnar. Hann skrifar aldrei leiðinlegan texta. Þess njóta nú lesendur
síðara bindis ævisögu Hermanns Jónassonar, en fyrra bindið kom út
fyrir tveimur áram. Er bókin prýðheg aflestrar. Hér segir Indriði sögu
Hermanns frá árinu 1937 th æviloka árið 1976. Hermann var forsætisráð-
herra óshtið frá 1934 th 1942, lengst allra íslendinga á þessari öld. Hann
varð síðan ekki aftur forsætisráðherra fyrr en 1956 og aðeins í tvö ár.
Hermann Jónasson birtist les-
andanum í bók Indriða sem klókur
og skemmthegur stjómmálamað-
ur, latur th daglegra verka, en
hygginn og thlögugóður, þegar
mest reyndi á, kappsamur og metn-
aðargjarn. Hefur hann bersýnhega
verið vel til foringja fahinn. Hitt
er annað mál, að Indriði hefur ekki
haft úr eins miklum heimildum og upplýsingum um hann að moða og
Matthías Johannessen hafði um Ólaf Thors í hinni miklu ævisögu Ólafs,
sem kom út í tveimur bindum árið 1980. Hirti Hermann greinilega lítt
um að halda bréfum og öðrum skjölum til haga. Hann virðist ekki heldur
hafa haft neina sterka póhtíska sannfæringu, heldur viljaö versla þar,
sem kaupin gerðust hveiju sinni best á eyrinni.
Megingahinn á þessari bók er, að Indriði kafar ekki nægilega djúpt
niður í nein mál, sérstaklega ekki, ef það kemur söguhefiu hans iha.
Indriði segir (179. bls.): „í októbermánuði 1956 urðu atburðir í Ungveija-
landi th þess að horfið var frá fyrirætlunum um brottfór varnarliðsins."
Þetta er ekki rétt, og það hefur komið margoft fram og á eftir að koma
enn skýrar fram í ýmsum óbirtum skjölum í Washington og Moskvu.
Vinstri sfióm Hermanns Jónassonar hvarf ekki frá fyrirætlunum sínum
um brottfor varnarhðsins vegna uppreisnarinnar í Ungveijalandi, heldur
vegna þess að Bandaríkjamenn mútuðu henni með stóru láni. Bandaríkja-
menn settu beinlínis það skhyrði fyrir láninu, að horfið yrði frá fyrirætl-
unum um brottför vamarhðsins, og gengið var að því. í ljósi þess eru
fræg ummæli Hermanns um það, að betra væri að vanta brauð en hafa
her í landi, óneitanlega athyghsverð.
Þá eru nokkrar vihur í bókinni. Th dæmis segir í texta við mynd af
ríkissfiórn Steingríms Steinþórssonar, að myndin sé tekin árið 1953. En
Sveinn Björnsson forseti er á myndinni, og hann dó árið 1952. Raunar
er htið sem ekkert sagt frá hinu sögulega forsetakjöri 1952, en þar gegndi
Hermann Jónasson einu aöalhlutverkinu. Hann kenndi Ásgeiri Ásgeirs-
syni sérstaklega um breytinguna á kjördæmaskipaninni 1942 og neitaði
þvi alveg að feha sig við hann í forsetaframboð. Sjálfstæðismenn, sem
höfðu sumir getað hugsað sér Ásgeir, urðu að láta undan Hermanni og
öðram framsóknarmönnum, og var þá séra Bjarni Jónsson boðinn fram
af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki saman, en þeir störfuðu þá sam-
an í ríkisstjóm. Tapaði hann fyrir Ásgeiri í mjög hörðu kjöri.
Enn fremur er hér htið sem ekkert sagt frá hinu sögulega uppgjöri
Hermanns við Jónas Jónsson frá Hriflu, þegar hann fehdi Jónas frá for-
mennsku í Framsóknarflokknum árið 1944. Þá afneitaði skepnan skapara
sínum, því aö Hermann hafði í upphafi sfiómmálaferhs síns verið dyggur
lærisveinn Jónasar. Virðast þeir Hermann og Jónas síðan hafa haft stæka
andúð hvor á öðram. Þótt Hermann væri almennt umtalsgóður, andaði
köldu frá honum th Jónasar, en ahir vita, hvemig Jónas skrifaði um
Hermann í ótal blaðagreinum. Indriði gerir því hins vegar góð skh, þegar
Hermann var forsætisráðherra í upphafi síðari heimsstyijaldar, en þá
reis hann hæst, reyndist skjótráður og glöggskyggn, ábyrgur og einarð-
ur. Þess vegna hlýtur Hermann Jónasson að teljast einn af merkustu
sfiórnmálamönnum þeirrar aldar, sem er senn að verða lokið.
Indriði G. Þorsteinsson:
Ættjörð min kæra
Ævisaga Hermanns Jónassonar forsætisráöherra 1939-1976.
Reykholt, Reykjavik 1992, 208 bts.
Bókmenntir
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson