Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1992, Síða 8
8
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992.
Útlönd
Israelskir hermenn skjóta að brottreknum Palestímnnönnum:
Við munum frjósa
og svelta til bana
Rúmlega fjögur hundruð Palestínumenn biðu í átján tíma, handjárnaðir og með bundið fyrir augun, við land-
mæri ísraels og Líbanons áður en þeir voru reknir út á gaddinn. simamynd Reuter
Israelskir hermenn skutu úr byss-
um sínum yfir rúmlega íjögur
hundruð Palestínumenn í einskis-
mannslandi í suðurhluta Líbanons í
morgun eftir að líbanskar hersveitir
meinuðu mönnunum að fara inn á
landsvæði á valdi líbanskra stjóm-
valda. Palestínumennimir höfðu
verið reknir frá ísrael.
Sjónarvottar sögðu að ísraelsku
hermennimir hefðu skotið um eitt
hundrað skotmn yfir höfuð Palest-
ínumannanna og hrakið þá á brott
frá mörkum öryggissvæðis ísraels í
Suður-Líbanon, þangað sem lib-
önsku hermennimir höfðu rekið þá.
Palestínumennimir lögðu þá aftur
af stað fótgangandi yfir snævi þakið
einskismannslandið í átt að landa-
mærastöövum Líbana.
„Hvað eigum við að gera? Við mun-
um frjósa og svelta í hel héma. Við
hvetjum Rauða krossinn til að hjálpa
okkur,“ sagði einn hinna brottreknu
Palestínumanna sem sagöist heita
Abu Mohammad.
ísraelsmenn sökuðu Palestínu-
mennina um að vera félagar í heit-
trúarsamtökum íslama og vom þeir
reknir úr landi í hefndarskyni fyrir
dráp á ísraelskum hermanni. Aldrei
hafa jafn margir Palestínumenn ver-
ið reknir úr landi á friðartimum.
Palestínumennimir þurftu að bíða
í rúmar átján klukkustundir, hand-
járnaðir og með bundið fyrir augun,
í 22 langferðabílum viö landmærin
að Líbanon á meðan dómstólar fjöll-
uðu um réttmæti brottrekstrarins.
ísraelsmenn ráku þá síðan í átt til
Líbanons og fékk hver maður fimm-
Henry Cisneros verður ráðherra
húsnæðísmála. Símamynd Reuter
Clintonskipar
kunnan hórkarl
íríkisstjórn
Bill Clinton, verðandi Banda-
ríkjaforseti, hefur skipað Henry
Cisneros ráðherra húsnæðis-
mála. Hann er af spænskum upp-
runa og var um skeið borgar-
stjóri í San Antonío í Texas.
Tilnefning Cisneros þykir sæta
nokkrum tíðindum því hann
hætti afskiptum af stjómmálum
árið 1989 eftir að hafa játað á sig
framhjahald með stuöningskonu
sinni Áður þótti hann líklegur til
frama í stjómmálum og var orð-
aur við embætti ríkisstjóra í Tex-
as.
Cismeros varð nafnkunnur sem
borgarstjórí. Líklegt þykir að
hann muni beita sér fyrir úrbót-
um í fátækrahverfum stórborg-
anna vestra þar sem kynþátta-
misrétti ríkir víða eins og vel kom
í þós í óeiröunum í Los Angeles
síöasta sumar. Reuter
tíu dollara, ábreiðu og dálítinn mat-
arpakka.
Fyrirskipunin um að Palestínu-
mennirnir fengju ekki að fara inn á
Viðleitni hermanna úr fjölþjóða-
hemum í Sómalíu til að koma mat
til bágstaddra virðist koma fyrir lítið
því matnum er rænt um leið og her-
mennirnir líta undan.
í gær var farið með birgðir til
þorpsinns Miidow, skammt frá Bai-
doa. Matnum var dreift til fólks á
staðnum en að sögn fréttamanns
Reuters liðu vart tíu mínútur áður
en byssumenn höfðu rænt öllu af
fólkinu. Ástandið í þorpinu varö því
á skammri stundu það sama og áð-
ur.
Sögur af þessu tagi þykja sanna að
fjölþjóðaherinn verður að afvopna
byssumennina til að hjálparstarf
beri nokkurn árangur. Herliðið kom
til áöumefnds þorps með brynvarða
bíla og þyrlusveit sér til vamar en
allt var unnið fyrir gýg um leið og
þeir héldu á braut.
Yfirmenn liðs Bandaríkjamanna
segja aö óraunhæft sé að hugsa sér
að afvopna byssumennina nema
kalla til mun fjölmennari her en nú
er í Sómalíu. Afvopnun muni leiða
til átaka. Enn er ekki nema hluti íjöl-
þjóðahersins kominn til Sómalíu en
von er á 35 þúsund hermönnum
þangað á næstu vikum.
Herinn heldur áfram aö fikra sig
út á landsbyggðina frá höfuöborgjnni
Mogadishu. I borginni er ástandið
nú þolanlegt en hungur ríkir víðast
utan hennar. Næst á dagskrá er aö
komast til bæjarins Kismayu í suðri
en þar hefur allt hjálparstarf legið
líbanskt landsvæði kom frá forsætis-
ráöherra landsins, Rafik al-Hariri.
Þetta var í fyrsta sinn sem líbönsk
stjómvöld neituðu að taka við brott-
niðri frá því í október þegar skæra-
hðar tóku öh völd.
Þá hefur fjölþjóðaherinn ekki enn
náð til bæja í norðurhluta landsins.
Þar er ástandið hörmulegt að sögn
starfsmanna hjálparstofnana.
Byssumenn forðast að lenda í átök-
reknum Palestínumönnum frá ísra-
el. Reuter
um við hermennina og hafa þeir get-
að farið sínu fram aö vild. Franska
útlendingaherdehdin tók í gær sendi-
ráð Frakka í Mogadishu án þess aö
tíl átaka kæmi.
Reuter
Atvinnuleysií
Finnlandislær
öllfyrrimet
Atvinnuleysi í Finnlandi heldur
áfram að aukast og er nú komiö
upp í 16,9 prósent vinnufærra
manna. Atvinnulausir í landinu
voru 420 þúsund um síðustu mán-
aðamót. Á sama tíma í fyrra var
tala atvinnulausra 303 þúsund.
Atvinnuleysið hefur aukist inn-
an allra atvinnugreina. Hlutfahs-
lega hefur aukningin þó verið
mest meðal opinberra starfs-
manna, einkum meðal starfsfólks
í heilbrigðis- og félagsmálageir-
anum.
Áfengisneyslaí
höfibægirkvef-
pestinnifrá
Breskur vísindamaður, dr.
Andrew Smith frá Cardifíhá-
skóla, segir að reglubundin og
hófsamleg áfengisneysla dragi
verulega úr líkunum á því að
menn fái kvef. Hann segir að þrjú
glös af víni eða hálfur annar peh
af bjór á dag sé það sem þarf.
Smith sagði á ráðstefnu breska
sálfræðingafélagsins að þriggja
ára rannsókn sín á 400 manns
hefði leitt í ljós að fólk sem þjáð-
ist af streitu fengi oftar kvef. Sér-
fræðingar segja að áfengisneysla
dragi úr streitu.
Smith varaði þó við þvi að reyk-
ingar með drykkjunni eyðhegðu
hin jákvæðu áhrif og menn vökn-
uðu daginn eftir þjakaöir af ein-
hverju verra en kvefi.
Bobby Fischer
teflirafturí
Júgóslavíu
SkáksniUingurinn Bobby Fisc-
her, sem hefur verið ákæröur
vegna taflmennsku sinnar í Júgó-
slavíu, ætlar að heyja annað
skákeinvígi þar snemma á næsta
ári.
Ðagblað í Belgrad haföi það eft-
ir einum forsetaframbjóðandan-
um i Serbíu aö hann ætlaði að
standa straum af einvígi milh
Fischers og júgóslavneska stór-
meistarans Ljubomirs Ljubojevic
í Júgóslavíu og á Spáni í mars
næstkomandi.
Bandarisk stjórnvöld lögðu
fram ákæm á hendur Fischer á
þriðjudag fyrir að hafa brotið
samskiptabann Sameinuöu þjóð-
anna gagnvart Júgóslavíu.
Finnar meira á
móti kolaorku
enkjarnorku
Rétt rúmur helmingur Finna er
andvígur því að reist verði
fimmta kjarnorkuveriö í landinu.
En ef veija á milli nýs kolaorku-
vers og kjamorkuvers vilja menn
kjamorkuna þó heldur.
Þetta kemur fram í nýrri skoö-
anakönnun sem gerð var af há-
skólanum í Tammerfors.
Flestir vhja þó meiri orkufram-
leiðslu með jarðgasi, eða 70 pró-
sent aðspurðra.
Ræningjarhót-
uðuaðsprengja
bankamann
Tylft vopnaðra manna rændi
aht að 200 mhljónum franskra
franka úr banka í borginni Toul-
on á Miðjarðarhafsströnd Frakk-
lands á raiðvikudagskvöld. Ræn-
ingjamir komust inn í útibú
bankans með því aö binda dína-
míttúpur um mitti eins starfs-
mannsíns og hóta að sprengja
hann i loft upp ef þeim væri ekki
hleyptinn. FNBogReuter
Hungraöir Sómalir njóta matargjafa skamma stund:
Matnum rænt um leið og
hermennirnir líta undan
í þorpinu Miidow tóku byssumenn allan mat af nauðstöddum um leið
og fjölþjóðaherinn sneri heim úr hjálparleiðangri. Starfsmenn hjálparstofn-
ana segja að nauðsynlegt sé að afvopna heimamenn til að aðstoð komi
að gagni.
Símamynd Reuter