Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1992, Síða 19
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992.
19
kallað að Ármula 5 í fyrrakvöld
en þar hafði heitavatnsrör farið
í sundur með þeim afleiðingum
að vatnsflaumurinn streymdi út
Rörið var upp við þak hússins
og var mikið tlóð á efstu hæðum
hússins þar sem áður var
skemmtistaöurinn Hollywood.
Slökkviliðinu tókst að skrúfa fyr-
ir vatnið og hreinsa út áður en
flóðið náði niður ailar hæðir.
Þá var slökkviliðið einnig kall-
að út vegna vatnsleka í Miðbæj-
armarkaðinum þar sem þónokk-
urt flóð var í kjallara hússins. -ból
Félagsdómur:
„Við unnum þetta mál fyrir
Félagsdómi og erum því með
lausa samninga,“ sagði Oddfríður
Steinþórsdóttir í fulltrúaráði
Fóstrufélags íslands vegna máls
sem fóstrur í Hafnarfirði voru
meö fyrir Félagsdómi og úrskurð-
að var í fyrr í vikunni.
„Það snerist um það að launa-
neftid sveitarfélaganna semur viö
okkur fyrir hönd bæjarfélag-
anna. Þegar við höfum verið að
telja atkvæði úr kosningum þá
hafa þeir viljað að við teldum ailt
landið sem einn pakka, en við
höfum hugsað það þannig að við
teljum í hverju sveitarfélagi fyrir
sig. Fóstrur í Hafnarftrði feildu
samninginn á sínum tíma og því
kom það í þeirra hlut að reka
máliö fyrir Féiagsdómi. Við unn-
um eins og áður sagði og erum
þvímeðlausasamninga." -JSS
Einkaleyfi
apótekara
afnumið
„Að sjálfsögðu halda apótekar-
ar sínu lyfsöluleyfi en þeir geta
átt það á hættu að nýtt apótek
verði opnað í grennd við þá og
hefji samkeppni. Til að byrja með
mun þó ráöherra geta hamlaö
gegn sprengingu í íjölgun lyfja-
búða reynist ástæða tii. Að öðru
leyti munu lyfiafræðingar, sem
uppfylla sett skilyrði og hafa
verslunarleyfi, geta hafið iyfsölu
yiðstöðuMö,“ segir Þorkeli
Helgason, aðstoðarmaður heil-
brigöísráðherra.
Sighvatur Björgvinsson hefur
kynnt ríkisstjórninni frumvarp
um víðtækar breytingar á lyfsölu.
Samkvæmt því verður einkaleyfi
apótekara afnumið að loknum
aölögunartíma sem samkvæmt
frumvarpinu er 1. júlí 1995.
Að sögn Þorkels er full aivara
aðbakiþessufrumvarpi. -kaa
_______________________________Fréttir
Ökumaður sýknaður af bótakröfu bónda:
Dómurinn er sigur
fyrir bíleigendur
- gerum endurkröfu í hliðstæðum málum, segir forstjóri Ábyrgðar hf.
„Þetta er vissulega sigur fyrir bíl-
eigendur miðað við hvernig tekið
hefur verið á þessum málum. Þetta
hefur verið vaxandi vandamál hjá
ökumönnum sem aka um þessa góðu
þjóðvegi okkar en þeir hafa getað
búist við búfé, bæði kindum og hest-
um, hvar sem er og þá sérstaklega í
myrkri,“ sagði Jóhann Bjömsson,
forstjóri Ábyrgöar, viö DV.
Eins og fram kom í DV fyrr í vik-
unni hefur Héraðsdómur Reykjavík-
ur sýknaö ökumann, sem tryggði hjá
Ábyrgð hf., af kröfu bónda í Rangár-
vallasýslu um 250 þúsund króna
bætur fyrir hross sem varð að aflifa
eftir árekstur við bílinn í september
1991. Dómurinn byggði niðurstöðu
sína á því að lausaganga hrossa hefði
verið bönnuð þar sem slysið átti sér
stað - því hefði verið gáleysi hjá
bóndanum að sjá ekki um að hrossið
væri í tryggilegri vörslu - hann hefði
verið „meðvaldur" að slysinu.
Ósannað þótti að ökumaðurinn hefði
átt sök á slysinu.
í ljósi þessarar niðurstöðu segir
Jóhann að tryggingafélagið muni í
framtíðinni gera endurkröfu á eig-
endur hrossa í hliöstæöum málum.
„Ef um kaskótryggingu er að ræða
bætir tryggingafélagið bílinn í upp-
hafi. Þaö mun síðan gera endurkröfu
á hrosseigandann í slíkum tilfellum,
það er engin spurning," sagði Jóhann
Bjömsson. -ÓTT
ALMENNA
BÓKAFÉLAGIÐ HF
-góð bók um jólin!
PHILIPS FW 2012 samstæða, 2x30 + 1
vatta magnari, geislaspilari, tvöfalt segull
útvarp, klukka + vekjari, fjarstýring.
Verð: 61.800,- kr. Staðgr.tilboð: 49.91
BOSE AM5II hátalarar. Nýtt útlit,
nettari og léttari.
Verð: 65.850,- kr. Stgr. 59.980,- kr.
PHILIPS CD 692 geislaspilari með
„Bit stream" aflesara, fjarstýring.
Verð: 20.990,- kr. Stgr. 19.900,- kr.
Sherwood RV 6010R útvarpsmagnari.
Dolby Pro logic surround, með fjar-
stýringu; ótal möguleikar.
Verð: 65.750,- kr. Stgr. 59.980,- kr.
Einnig RV 5010R útvarpsmagnari.
Verð: 45.750,- kr. Stgr. 43.460,- kr.
BSherwood
fiSherwood
Sherwood P330 2x140
vatta magnari, útvarp með
30 stöðva minni, geisla-
spilari, tvöfalt segulband,
fjarstýring, stakar einingar.
Hátalarar seldir sér, úrvalið
er hreint ótrúlegt.
Verð: 68.200,- kr. Stað-
gr.tilboð: 54.900,- kr.
SANYO D70 samstæða, 2x80 vött. Tvöfalt segulband, útvarp
stöðva minni, tfu diska geislaspilari, hátalarar, fjarstýring.
Verð: 79.900,- kr. Stgr. 75.900,- kr
Jj Heimilistæki
SÆTÚNI 8 • SÍMI: 69 15 15 • KRINGLUNNI • SÍMI: 60 1fi
SÆTÚNI 8 • SÍMI: 69 15 15 • KRINGLUNNI • SÍMI: 69 15 20
Canon H' * *p |l
Canon
PRIMA 5
Alsjálfvirk myndavél með sjálftakara
og fáanleg með dagsetningu. Frábær gjöf
handa myndasmiðnum. Tilboðsverð,
kr. 8.990.-
BANKASTRÆTI, KRINGLUNNI, AUSTURVERI, GLÆSIBÆ, HVERAFOLD 1-3, SKEIFUNNI8, HÓLAGARÐI, LYNGHÁLSI1, LAUGAVEGI178
i
HfiNS PETERSEN HF
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
o
a
<