Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1992, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1992, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992. íþróttir Körfubolti - NBA-deildin: NBA kveður Larry Bird - Bird-Magic-tímabilinu er lokið Áriö 1992 verður minnisstætt öll- um þeim sem meö körfuboltanum fylgjast. Það var árið sem Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls unnu annað árið í röð. „Draumalið- ið“ lagði heiminn að fótum sér á ólympíuleikunum í Barcelona og því miður, það var líka árið sem 2 skærustu stjörnur allra tíma, Erw- in Magic Johnson og Larry Bird, ákváðu að leggja skóna endanlega á hilluna. Þótt sárt sé að horfa á eftir þess- um stórkostlegu leikmönnum er það við hæfi að þeir hætti saman. Þeir komu saman inn í deildina 1979, eftir hinn fræga úrslitaleik í háskólakeppninni, Michigan - Indiana State. Þar sigraði Magic (Michigan) Larry Bird í stórkost- legum leik sem vakti meiri athygh og fékk meiri sjónvarpshorfun en nokkur annar leikur í háskóla- keppninni hafði þá fengið. Ekki skemmdi það hlutina að þeir skyldu fara til tveggja frægustu lið- anna í deildinni, liða sem höfðu háð haröa keppni í fjölda ára. Það er á engan hallað þótt fullyrt sé að þess- ir 2 hafl átt stærstan þátt í að gera NBA-deildina að því sem hún er í dag. Það var um miðjan ágúst sl. sem Larry Bird boðaði blaðamanna- fund og tilkynnti að hann væri hættur. Þrátt fyrir uppskurði og stöðugt eftirlit lækna varð þessi mikli baráttujaxl að gefast upp fyr- ir þrálátum bakmeiðslum sem svo mjög höfðu sett svip á leik hans hin síðari ár. Á þessum 13 árum sem hann lék í deildinni hafði hann í 897 leikjum skoraö 21.791 stig eða 24,3 stig að meðaltali í leik, tekið 8974 fráköst (10 að meðaltali í leik) og gefiö 5695 stoðsendingar 6,3 að meðaltali í leik) Hann hafði hjálpað Boston til að vinna 3 meistaratitla (1981,1984 og 1986) og tekið þátt í úrslitakeppn- inni öll árin. Hann lék í 10 stjörnu- leikjum (þ.e. alltaf þegar hann ekki var meiddur) og 1982 var hann val- inn maður leiksins. Larry Bird var valinn nýhöi ársins 1980 þrátt fyrir að Magic Johnson hafl það ár leitt Lakers til sigurs í NBA-deildinni. Þá var hann 3 ár í röð valinn besti maður deildarinnar (1984-86) og besti maður úrslitakeppninnar 1984 og 1986. Þess má geta að aðeins 2 aðrir leikmenn í sögu NBA hafa náð því að vera valdir bestir 3 ár í röð, Bill Russel (Boston) 1961-63 og Wilt Chamberlain (Philadelphia og Lak- ers) 1966-68. Þá hafa aðeins 4 aðrir leikmenn náð því takmarki að skora yfir 20.000 stig og ná yflr 5.000 fráköst- um og 5.000 stoðsendingum á ferl- inum. Þessir menn eru: Kareem Abdul-Jabbar, Oscar Robertson, John Havlicek og Jerry West. Á fyrmefndum blaðamannafundi sagði Bird: „Ég hefði gjarnan viljað leika áfram en ég ræð ekki lengur við sársaukann. Þetta er erfið ákvörðun þar sem ég er að hætta því sem ég hef elskað mest í lífinu en því miður verð ég að sætta mig við það.“ Já, Larry Bird-tímabilinu hjá Boston er lokið og fram undan eru sjálfsagt erfiðir tímar hjá þessu sögufræga liði en maður kemur í manns stað og nú þegar eru menn farnir að tala um Reggie Lewis- tímabilið!! Við skulum að lokum líta á hvað nokkrir af vinum Larrys sögðu þegar þeir fréttu af ákvörðun hans. Magic Johnson: „Larry var eini leikmaöur deildarinnar sem ég ótt- aðist og hann var sá slungnasti sem ég lék gegn. Ég hlakkaði ávallt til að mæta honum því hann laðaði alltaf það besta fram í mér.“ David Stem, framkvæmdastjóri NBA: „í framtíðinni verða okkar bestu leikmenn bornir saman við hann en það mun aldrei koma fram annar Larry Bird.“ Red Auverbach, þjálfari Boston í mörg ár og núverandi 'neiðursfor- seti: „Það eina sem Larry hugsaði um var að vinna leikinn og ég hef aldrei kynnst manni sem gat þolað sársauka jafn vel og hann. NBA stendur í mikilli þakkarskuld við þennan frábæra leikmann." EB Bird lauk glæstum ferli sínum á ólympíuleikunum i Barcelona i sumar. Hér er hann með evrópsku stjörnunni Toni Kukoc. Magnús Jónsson frá Skandia Islandi og Kolbeinn Pálsson, formaður KKI, undirrita samning um tryggingar á leikmönnum NIKE-liðsins. í bakgrunni standa þrir leikmenn liðsins, frá vinstri Damon Lopez, Snæfelli, John Taft, Val, og David Grissom, UBK. DV-mynd Sveinn Körfuboltaveisla um jólin: „Kanarnir" saman gegn íslensku leikmönnunum Erlendu leikmennirnir, sem leika hér á landi körfubolta, munu um jólin leika allir saman í liði, gegn íslenskum liðum. Framtak þetta er að undirlægi landsliðs- nefndar KKÍ og er liður í fjáröflun fyrir þátttöku í Evrópukeppni næsta vor. Auk þess að sýna listir sínar í leik munu „Kanarnir" sýna troðslur og þriggja stiga skot í hálfleik á leikjunum. Gert er ráð fyrir að leikirnir verði sjö talsins og var fyrsti leikurinn í Borgar- nesi í gærkvöldi. í kvöld verður leikið viö Norðurlandsúrvalið á Akureyri og um helgina verða tveir leikir. Á laugar- dag verður leikið í Keflavík kl. 16.00 gegn heimamönnum og á sunnudag við úr- valslið KKÍ á Hliðarenda kl. 20.00. Á mánudag leikur NIKE-liöið, sem svo er nefnt, gegn Haukum í Strandgötu. Milli jóla og nýárs verður leikið gegn Snæfelli, 28. eða 29. des., og 30. des. verð- ur sýningarleikur í íþróttahúsinu í Vest- mannaeyjum. Hér er á férðinni ánægjulegt innlegg í körfuboltann en nú er hlé í Japisdeild- inni. Austurbakki, einn af styrktaraðil- um KKÍ, leggur liðinu til keppnisfatnað og Skandia Island sér um tryggingar á leikmönnunum meðan á keppnisferð- inni stendur sem er lykilatriði. Lopez ogTaft báðir í liðinu Átta leikmenn skipa NIKE-liðið, allt Bandaríkjamenn. Þeir eru: Damon Lopez, leikmaður Snæfells, sem nýkom- inn er til landsins og átti stórleik gegn Val í bikamum í vikunni, gerði 38 stig, tók 17 fráköst og varði 6 skot. John Taft, hinn nýi leikmaður Vals, lét ekki sitt eftir liggja í umræddum leik, en hann skoraði 45 stig. David Grissom úr UBK, leikur nú á íslandi fjórða árið í röð, eins og Jonathan Bow frá Keflavík. Ronday Robinson frá Njarðvík er að sjálfsögðu í liðinu eins og John Rhodes úr Haukum. Larry Houzer úr KR í liðinu, en hann hefur átt góða leiki að undanfórnu. Síð- ast en ekki síst er í liðinu Terry Acox, eða „Skagagormurinn" en hann hefur ótrúlegum stökkkrafti yfir að ráða. Stjórnadi liðsins er Erlendur Eysteins- son en honum til aðstoðar er Franc Boo- ker sem ekki getur leikið með vegna meiðsla. -BL Petrovic bjargvættur Drazen Petrovic tryggði New Jers- ey sigur á Milwaukee, 101-102, þegar hann skoraði einni sekúndu fyrir lok leiks liöanna í NBA-deildinni í nótt. Petrovic gerði 22 stig en Frank Brickowski 19 fyrir Milwaukee sem tapaði 9. leiknum í röð. Washington - Chicago 99-107. Mic- hael Jordan hitti óvenju illa, honum mistókust 17 skot en hann gerði 28 stig fyrir Chicago. Tom Gugliotta skoraði 25 fyrir Washington. Orlando - Sacramento 112-91. Shaquille O’Necd átti stórleik með Orlando, skoraði 22 stig, tók 20 frá- köst og blokkaði 7 skot. Nick Ander- son var þó stigahæstur með 25 stig. Houston - SA Spurs 121-109. Hake- em Olajuwon gerði 31 stig fyrir Hous- ton en Dale Ellis 24 fyrir slakt flð Spurs. -sv/vs Fjörugt í Borgarnesi Nike-liðið, skipað erlendum leik- mönnum með íslenskum liðum, vann Skallagrím í fjörugum leik í Borgamesi í gærkvöldi, 102-91, eftir 56-36 í hálfleik. Terry Ácox gerði 23 stig fyrir Nike-liðið og Jonathan Bow 22 en Birgir Mikaelsson gerði 21 stig fyrir Skallagrím og Alexandr Ermol- inskij 19. í hálfleik sýndu Terry Acox og Damon Lopez tilþrif í troðslum og David Grissom hitti manna best úr þriggja stiga skotum. í kvöld leikur Nike-liðið við Norðurlandsúrval á Akureyri. -EP-Borgarnesi/BL Þjálfarar óskast Knattspyrnuráð Vals á Reyðarfirði auglýsir eftir þjálf- urum fyrir alla flokka félagsins í knattspyrnu næsta keppnistímabil. Um er að ræða fullt starf eða hluta- starf með annarri vinnu. Upplýsingar veita: Sigurður í símum 97-41199, vs., eða 97-41350, hs. Sigurjón í símum 97-41101, vs., eða 97-41110, hs. Portland er spáð sigri Hið virta blað „BasketbaU Weekly“ birti nýja spá um röð liðanna í vor og byggir þá spá að sjálfsögðu á gengi Uðanna nú í haust. Til gamans birtum við einnig fyrstu spá blaðsins frá því í október og geta menn þá skemmt sér við að bera þær saman. Spá í október: L New York, 2. Chicago, 3. Utah, 4. Phoen- ix, 5. Portland, 6. Cleveland, 7. LA Lakers, 8. Boston, 9. SA Spurs, 10. Houston, 11. LA Clippers, 12. Miami, 13. Golden State, 14. Indiana, 15. New Jersey, 16. Atlanta, 17. Charlotte, 18. Detroit, 19. Seattle, 20. 76’ers, 21. Orlando, 22. Denver, 23. Minnesota, 24. Washington, 25. Milwaukee, 26. Sacra- mento, 27. Dallas. Spá í desember: 1. Portland, 2. Chicago, 3. Phoenix, 4. New York, 5. Utah, 6. Seattle, 7. Houston, 8. LA Lakers, 9. Milwaukee, 10. Orlando, 11. Charlotte, 12. LA Clippers, 13. Golden State, 14. Cleveland, 15. Atlanta, 16. Sacramento, 17. New Jersey, 18. SA Spurs, 19. Indiana, 20. Washington, 21. Boston, 22. Miami, 23. 76’ers, 24. Denver, 25. Detroti, 26. Minne- sota, 27. Dallas. Orlando upp um 11 sæti AthygU vekur að Orlando Magic færist upp um 11 sæti í spánum tveimur og einnig það að í hvorugri spámú er reiknað með að Chicago Bulls sigri í deildinni. -EB FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992. 29 dv Iþróttir Leikur Arnór með Hacken? á samningi, segir Amór Guðjohnsen Allt bendir til þess að Amór Guöjohnsen, landsliðsmaöur í knattspyrnu, leiki með sænska úrvalsdeildarhðinu Hácken tíma- bilið 1993 og skrifl undir eins árs samning viö það á næstunni. Belgískt dagblað skýrði frá því í gær að Amór hefði verið of dýr fyrir belgíska 1. deildar liöiö Lommel en honum hefði boðist vænlegur samningur frá Gauta- borg í Svíþjóð. Þegar DV haföi samband við Arnór kom í Ijós að um lið Hácken var aö ræða en þaö er frá Gautaborg. Gunnar Gísla- son mun einnig leika með Hácken á næsta ári en hann spilaði með félaginu í þrjú ár áður en hann gerðist þjálfari og leikmaður með KA á síðasta keppnistímabili. Geri ráð fyrir að ganga fljótiega frá samningi „Svíarnir höfðu samband viö mig og i fyrstu var ég ekki sérlega spenntur og fór út til að líta á að- stæöur meö hálfum huga. En þá kom í ljós að dæmiö var mun álit- legra en ég hélt, og Hacken mun vera eitt af fáum sænskum félög- um sem ekki á í fjárhagsvandræð- um. Ég geri fastlega ráð fyrir því að ganga frá samningi við Hácken innan skamms en æíingar hefjast 10. janúar,“ sagði Amór við DV í gær. Arnór fór í morgun til Belgíu þar sem hann ræðir við forráöamenn Anderlecht um sín mál en eins og margoft hefur komið fram telst belgískafélagið eiga hann í kjölfar samningssflta við Bordeaux í Frakklandi Araór Uefur ekkert spilaö nema landsleiki frá því í maí, hann hefur dvalið hér á landi og æft með Valsmönnum. „Þaö hentar mér vel að fara til Svíþjóðar því tímabiUð þar hefst í apríl og Iýkur í nóvember. Eg er þungur um þessar mundir og í engu formi, og þaraa get ég byijað frá grunni, í staö þess að koma inn í mitt tímabil á meginlandi Evrópu í engri æfmgu. Ég hef hug á aö prófa þetta í eitt ár en ég veit ekki hvort um sölu eða lánssamning verður að ræöa fyrr en ég hef rætt viö forráðamenn And- erlecht,“ sagði Amór Guðjohn- sen. Það verða því allavega þrír fs- lendingar í sænsku úrvalsdeild- inni næsta sumar en auk Amórs og Gunnars leikur Hlynur Stef- ánsson áfram með Örebro. Hácken hefur raörg undanfarin ár leikið í 1. deild og barist um sæti i úrvalsdeildinni, og sá draumur rættist loksins í haust. -VS Arnór Guójohnsen, landsliðsmaður í knattspyrnu. - Á leiðinni til Svi- þjóðar. með handboltabók Komin er á markaðinn æfinga- og kennslubók í handknattleik fyr- ir börn og ungUnga sem ber titiUnn Lærðu handknattleik. Höfundar bókarinnar eru þeir Janus Guð- laugsson og Geir HaUsteinsson, íþróttakennarar sem á árum áður léku handknattleik meö FH og ís- lenska landsliðinu. Þaö er bókaút- gáfan Iðnú sem gefur bókina út i samvinnu við Handknattleikssam- band íslands. Hér er á ferðinni bók um undir- stöðuatriöi í handknattleik og er sú fyrsta sinna tegundar hér á landi. Að sögn þeirra Geirs og Jan- usar höfðar bókin fyrst og fremst til barna og unglinga og þeim gert kleift að eiga auðveldara með að nálgast efnið. Svo vitnað sé í um- sagnir fyrrverandi landsliðsmanna í handknattleik þá segir Alfreð Gíslason: „Ég var kominn á ungl- ingsárin þegar ég fór að leggja aukna rækt við handknattleikinn. Þessi bók hefði komið mér að not- um því mig vantaði meiri þekkingu í undirstöðuatriðum leiksins,” Þorgils Óttar Mathiesen, fyrrum fyrirhði íslenska landsliösins, seg- ir: „Þessi kennslubók um hand- knattleik hittir svo sannarlega í mark. Geir og Janus búa yflr þekk- ingu sem fáir handknattleiksmenn geta státað af og er þessi bók löngu tímabær." Kristján Arason, landshðsmaður í handknattleik, rítar formála bók- arinnar og hann segir þar meðal annars: Ég fagna útgáfu þessarar bókar. Geir og Janus reyna að ein- falda efnið fyrir krökkunum og koma þannig til móts við fróðleiks- fúsa iðkendur. Bókin er kærkomin öhum áhugamönnum um hand- knattleik.“ Jón Ásgeirsson, for- maður HSÍ, segir þessa bók eiga eftir að koma handknattleíknum hér á landi mjög til góða. Bók sem þessi var orðin löngu tímabær qg hún væri mikfll fengur fyrir HSÍ. -GH Keflavíkurstúlkur í vandræðum með KR Meðgöngu lauk með sameiningu KR-stúlkur náðu ekki að stöðva stöllur sínar úr Keflavík, þrátt fyrir góöa tilburði, í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gær. ÍBK sigraði meö 11 stiga mun, 54-65. Leikurinn var mjög jafn framan af og skiptust hðin á um að hafa foryst- una. Keflavíkurstúlkurnar voru þó sterkari undir lok fyrri hálfleiks og höfðu yfirhöndina í leikhléi, 33-30. KR-stúlkur komu mjög ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og náðu for- ustunni um stund en um miðjan hálf- leikinn varð Guðbjörg Norðfjörð að yfirgefa leikvöllinn með flmm villur. Þá var sem allur vindur væri úr KR-ingum og sigu Keflavíkurstúlk- umar fram úr jafnt og þétt og má segja að sigur þeirra hafi verið ör- uggur þegar upp var staðið. Helga Þorvaldsdóttir, Hrund Lár- usdóttir og Guðbjörg Norðfjörð léku best í hði KR. Helga var þeirra stiga- hæst með 13 stig. Hjá Keflavík hafði Kristín Blöndal nokkra yfirburði, lék skynsamlega og lét mótlætið í fyrri hálfleik og í upphafi síðari hálfleiks ekki fara í taugamar á sér, hún var jafnframt stigahæst Keflavíkur- stúlkna, skoraði 19 stig. Kristín ásamt Hönnu Kjartansdóttur, Olgu Færseth og Elínborgu Herbertsdótt- ur skoruðu 60 af 65 stigum ÍBK. Keflavík mætir Tindastóli á Sauð- árkróki í kvöld í bikarkeppni kvenna og hefst leikurinn kl. 18. -ih Eftir nokkurra ára meðgöngu hafa kvennahð KA og Þórs á Akureyri í knattspyrnu loks verið sameinuö og þau senda sameiginlegt hð til keppni á íslandsmótinu næsta sumar undir nafni íþróttabandalags Akureyrar, ÍBA. ÍBA mun leika í 1. deild og tekur þar sæti KA, sem varð íslandsmeist- ari í 2. deild 1992, en Þórsstúlkurnar féllu hins vegar úr 1. deildinni. Síðast keppti knattspymuhð undir nafni ÍBA árið 1974. Til þess tíma sendu KA og Þór sameiginlegt karla- hð á íslandsmótiö, en síðan þá hafa félögin keppt sitt í hvom lagi, bæði í karla- og kvennaflokki. Fyrsta stóra verkefni hins sameig- inlega Uðs verður íslandsmótið inn- anhúss 15.-16. janúar. -VS Handbolti: Þessir leika gegn Frökkum Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur vaflð 17 manna landsliðs- hóp til að leíka þrjá leiki gegn Frökkum mihi jóla og nýárs. Hópurinn er skipaður eftirtöld- um leikmönnum: Markverðir: Guömundur Hrafnkelsson..Val Bergsveinn Bergsveinsson..FH Sigmar Þ. Óskarsson.....ÍBV Aðrir leikmenn: Gunnar Beinteinsson......FH Konráö Olavsson „.„....Dortmund GeirSveinsson...........Val Gústaf Bjamason......Selfossi ValdimarGrímsson........Val Héðinn Gilsson....Ðússeldorf Júhus Jónasson.....Paris S.G. Einar G. Sigurðsson....,.Selfossi Patrekur Jóhannesson..Stjörn Gunnar Gunnarsson....Víkingi GuðjónÁrnason...........FH Sigurður Sveinsson...Selfossi Magnús Sigurösson ....Stjörnunni Dagur Sigurðsson........Val -GH Skuldir HSÍ 32,5 milljónir Skuldir Handknattleikssam- hands íslands nema i dag um 32,5 milljónum króna þrátt fyrir 950 þúsund króna hagnað fyrstu 7 raánuðí starfsár núverandi stjómar Handknattleikssam- bandsins. Mikiö átak hefur verið gert til þess að gæta hagkvæmni í rekstri án þess þó að draga úr starfsemi sambandsins. HSÍ hefur tekist að breyta samsetningu skuldanna og þar með minnka verulega útgjöld vegna dráttar- vaxta og innheimtukostnaöar. -GH Körfubolti: Péturnýliðinn ílandsliðinu Torfi Magnússon landshðs- þjálfari í körfubolta hefur valiö 14 leikmenn til æfinga um helg- ina, en auk æfinganna leikur liöiö gegn NIKE-liði erlendra leik- manna á sunnudagskvöld. í landsliðshópi Torfa er einn ný- liði, Pétur Ingvarsson úr Hauk- um. Landsliöshópurinn er skip- aður eftirtöldum leikmönnum: Jón Arnar Ingvarsson..Hauk. Pétur Ingvarssson.....Hauk. BirgirMikaelsson....Skallagr. Henning Hennlngsson ...Skallagr. Bárðm- Eyþórsson....Snæfelh KristinnEinarsson.....Snæfelh Jón Kr. Gíslason..„Keflavík Albert Óskarsson...Keflavík Guöjón Skúlason....Keílavík Teítur Örlygsson...Njarðvik Páll Kobeinsson....Tindastóh Valur Ingimundarson „Tindastóh PéturGuömundsson.......UBK Friðrik Ragnarsson.......KR Nokkrir leikmenn gáfu ekki kost á sér tfl æfinganna um helg- ina þar sem þeir era í prófum og aörir eru erlendis. Landsliðiö mætir NIKE-liði er- lendra leikmanna á sunnudags- kvöld kl. 20 á HUðarenda. -BL Skallagrími boðidámót Einar Pátecm, DV, Borgamesi: Úrvalsdeildarliði Skallagrims hefur verið boðið að taka þátt i alþjóðlegu körfuknattleiksmóti sera fram fer i Edínborg i Skot- landi 26.-31. desember. Mótið heitir Wörld Friendship Tourna- ment og er haldið árlega. Auk Skallagríms keppa þar Dynamo Kiev frá Ökraínu, Olympic Nice frá Frakklandi, Jameson frá ír- landi, Derby Bucks og London Doc frá Englandi og skosku liöin Paysby og Burger King. AðlæragoK heima í stofu Þeir kylfingar sem áhuga hafa á að læra og fræðast um undirstöðu- atriði golfíþróttarinnar ættu að vera kátir þessa dagana. Nú gefst byrjendum í golfinu nefnilega loks- Mín ins kostur á að læra grandvallar- atriði þessarar merku íþróttagrein- ar heima í stofu hjá sér. Gefin hafa verið út þrjú mynd- bönd þar sem Arnar Már Ólafsson, golfkennari hjá Golfklúbbnum Keih í Hafnarfirði, leiðbeinir og fer í gegnum flest ef ekki öll undir- stöðuatriði golfsins. Amar Már kemur ótrúlega vel frá þessari kennslu og er greinilega réttur maður á réttum stað. Hann útskýr- ir hlutina rólega og vandlega og kemst efnið greiðlega til þeirra sem á myndböndin horfa. Á myndböndunum er farið ræki- lega í gegnum grundvaharatriðin eins og áður segir en þau skipta hreint öhu máh í golfinu sem fleiri íþróttagreinum. Myndböndin eru alls ekki langdregin. Þvert á móti uppfull af fróðleik og fyrr en varir er þriðja bandið á enda runnið. Efnið er mjög vandlega unnið og vel fram sett. Geta ungir byrjendur jafnt sem gamlir haft mikil not af kennsluefninu. Ég verð að viður- kenna að áður en ég horfði á mynd- böndin var ég alls ekki bjartsýnn á skoðun að hægt væri að kenna byrjendum golf í gegnum sjónvarp. Skemmst er frá því að segja að nú er ég á allt öðru máh. Það er mín skoðun, að þetta framtak Amars Más og Nýja bíós sé glæsilegt og til hreinn- ar fyrirmyndar. Ulfar Jónsson, margfaldur íslandsmeistari og nú- verandi Norðurlandameistari í golfi, er á sama máh en hann hefur hælt þessu merka framtaki á hvert reipi. Og nú er bara að bíða eftir vorinu og þá er ég sannfærður um að forgjöfin lækkar snarlega. Stefán Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.