Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1992, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1992, Page 1
Þjóðleikhúsið framsýnir My Fair Lady: Danshöfimdurinn gerir kraftaverk - segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir „Að leika Elísu í My Fair Lady er skemmtilegasta viðfangsefni mitt til þessa. Hlutverkið er afar skemmtilegt og æfinga- tíminn hefur verið sérlega ánægjulegur og lærdómsríkur. Öll hlutverk sem maður tekur sér fyrir hendur eru á einhvern hátt erfið. Þetta er stórt og viðamikið hlut- verk sem gerir miklar kröfur til mín. Þar sem auk leiksins bætist við bæði söngur og dans. Kenn Oldfield semur dansana og það má segja að hann geri kraftaverk við viðvaninga í dansi,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem leikur aðalhlutverkið í söngleiknum vinsæla My Fair Lady sem frumsýndur verður í Þjóðleikhúsinu ann- an dag jóla. En leikurinn hefur farið sigur- för um heiminn frá fyrstu frumsýningu á Broadway. My Fair Lady fiallar um óheflaða og illa talandi alþýðustúlku, Elísu Doohtle, sem málvísindaprófessorinn Henry Higgins hirðir upp af götunni. Hann veðjar við kunningja sinn um að hann geti gert úr henni hefðardömu á örskömmum tíma. Higgins trúir því að hann geti kennt Elísu heldri manna siði en Elísa litla er ekki öll þar sem hún er séð og von bráðar hefur hún rótað heldur betur upp í tilveru og tilfinningalifi þessa forherta piparsveins. Lausráðning hefur kosti og galla Steinunn Ólína vann hjá Þjóðleikhúsinu árið 1990. Hún lék m.a. í Pétri Gaut. „Ég hef verið lausráðin frá því ég útskrifaðist. í vetur lék ég í Dungan í Borgarleikhúsinu og í Ég er meistarinn í London. Ég reyni að stjórna mínum vinnutíma sjálf eftir því sem ég best get. Það hefur bæði sína kosti og galla að vera lausráðinn. Maður fær t.d. ekki sumarkaup ef maður er lausráð- inn en það er gott að vera lausráðinn ef maður getur það,“ sagði Steinunn Ólína sem lítur björtum augum á framtíðina. Jóhann Sigurðsson er í hlutverki Higgins en Helgi Skúlason í hlutverki vinarins. í öðrum helstu hlutverkiun eru Bergþór Pálsson, Pálmi Gestsson, Þóra Friðriks- dóttir, Örn Ámason, Helga Bachmann og Margrét Guðmundsdóttir. Öm Árnason kemur til með að syngja sama hlutverk og Bergþór seinna meir á sumum sýning- um.LeiksfiórierStefánBaldursson. -em Ronja ræningjadóttir frumsýnd í Borgarleikhúsinu: Rómeó og Júlía barnanna Ronja er mikið þroskaðri en pabbi hennar, segir Sigrún Edda. DV-mynd ÞÖK Á annan dag jóla kl. 15 fmmsýnir Leikfélag Reykjavíkur barnaleikritið Roifiu ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren á stóra sviði Borgarleik- hússins. í aðalhlutverki er Sigrún Edda Bjömsdóttir. í öðmm hlutverk- um em Ami Pétur Guðjónsson, Bjöm Ingi Hilmarsson, Ellert A. Ingi- mundarson og fleiri. „Ronja er lítil heilbrigð stelpa sem hefur fengið ræningjauppeldi. Hún er mjög friðelskandi bam. Þegar hún fæðist klofnar Matthiasarborg í tvennt og þegar hún er 11 ára gömul flyst höfuðandstæðingur pabba hennar, ræningjaforinginn Bokki, inn í hinn hluta kastalans. Sonur hans, Birkir, verður besti vinur Ronju í óþökk allra. Þetta er nokkurs konar Rómeó og Júlía bamanna. Bömin ætla ekki að verða ræningjar þegar þau verða stór. Þau vilja ekki að fólk gráti þegar þau sinna at- vinnugrein sinni. Mér finnst Roifia svo vel skrifuð saga að það er nfiög gefandi og skemmtilegt að leika þessa litlu stelpu því að hún er t.d. mikið þroskaðri en pabbi hennar. Hún er sú eina í leikritinu sem segir eitthvað af viti,“ segir Sigrún Edda Bjömsdóttir sem leikur Ronju ræn- ingjadóttur, eina vinsælustu sögu- persónu Astrid Lindgren. Leiksfióri er Saga Jónsdóttir. -em Akureyrar frumsýnir Útlending- inn -sjábls. 43 Spænskur Þorláks- messu- saltfiskur á La Tasca -sjábls.36 Síðustu sýningar á Hræðilegri hamingju -sjábls.43 íþróttavið- burðir helg- arinnar -sjábls. 45 Tangóball á Sóloni íslandusi -sjábls.38 Ýmsir lista- menn í List- húsinuí Laugardal -sjábls. 38 Blysför um Sogamýri -sjábls. 43 Messur um hátíðamar -sjá bls.44

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.