Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1992, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1992, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1992. Þrír landsleikir gegn Frökkum milli jóla og nýárs: Strákamir ætla að hefna ófaranna Landsliðsmennirnir okkar í hand- bolta verða að fara hægt í jólasteik- ina því á milli jóla og nýárs leika íslendingar þrjá leiki gegn Frökkum. Fyrsti leikurinn er í Laugardalshöll klukkan 16 á sunnudaginn. Annar leikurinn á mánudag klukkan 18.30 í nýju íþróttahúsi á Blönduósi og þriðji leikurinn í Laugardalshöll klukkan 20.30 á þriðjudag. Það má búast við hörkuleikjum. Frakkar hafa verið í mikilli sókn á handboltavelhnum og skemmst er að minnast ólympíuleikanna í Barce- lona í sumar þegar Frakkar sigruðu íslendinga í leik um bronsið, 24-20. Þá fóru Frakkar illa með okkar menn í heimsmeistarakeppninni sem fram fór í Tékkóslóvakíu árið 1990 og sigr- uðu, 29-23. Það er því sannarlega kominn tími til að hefna ófaranna og með dyggum stuðningi áhorfenda er það góður möguleiki. Landsliðs- hópurinn, sem leikur gegn Frökkum, er þannig: Guðmundur Hrafnkelsson.......Val Bergsveinn Bergsveinsson......FH SigmarÞ. Óskarsson...........ÍBV Gunnar Beinteinsson...........FH Konráð Olavsson.........Dortmund Geir Sveinsson...............Val Gústaf Bjamason.........Selfossi Júlíus Jónasson er hér í leik með Paris SG i Frakklandi. Hann verður í sviðsljósinu með íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Frökkum. DV-mynd GS Valdimar Grímsson.............Val Héðinn Gilsson...........Dusseldorf Júlíus Jónasson...........Paris SG Einar G. Sigurðsson.......Selfossi Patrekur Jóhannesson..Stjömunni Gunnar Gunnarsson.......Víkingi Guðjón Ámason................FH Sigurður Sveinsson.....Selfossi Magnús Sigurðsson.....Stjörnunni Dagur Sigurðsson.............Val -GH Útivist: Síðasta Reykjavík- urganga ársins A sunnudag efnir ferða- og göngu- félagið Útivist til göngu frá Arbæjar- safni og þaðan niður Elliðaárhólm- ana. Þetta er síðasta dagsferð ársins. Þegar komið er í Elliðaárhólmana er gengið eftir Fossvogsdal með Foss- vogi, eftir skógargötu í Öskjuhlíð, yflr Vatnsmýrina að Umferðarmið- stöðinni. Göngunni lýkur við skrif- stofu Útivistar að Hallveigarstíg 1. Rútuferð verður frá bensínsölu BSÍ kl 13. og ekið verður að Árbæjar- safni. Öllum er frjálst að slást í hóp- inn einhvers staðar á leiðinni. Frá Elliðaárhólmunum er gengið eftir Fossvogsdal. Kaffl 17 Laugavegi: Flatlitarverk Guðmundar Sýning á flatlitarverkum eftir myndhstarmanninn Guðmund R. Lúðvíksson stendur nú yfir í Kaffi 17 á Laugavegi 91 til áramóta. Guð- mundur hefur haldið nokkrar einka- sýningar og einnig tekið þátt í nokkr- um samsýningum. Hann var einn af aðalhvatamönnunum sem stóðu að óháðu hstahátíðinni Loftárás á Seyð- isfjörö, sem haldin var á þessu ári, svo og Akraborgarsýningunni 1991. Á þessari sýningu, sem Guðmundur tileinkar ömmu sinni, Kristínu Grímsdóttur, eru 12 flathtarverk. Sýningin er opin á verslunartíma. Slunkaríki á ísaflrði: Olíulitaðar ljósmyndir Núna stendur yfir sýning Svölu Sigurleifsdóttur í Gaherí Slunkaríki á ísafirði. Á sýningunni eru þrjú verk sem eru unnin þannig að svart- hvítar stækkaðar ljósmyndir eru stækkaðar og htaðar með ohuhtum. Hvert verk samanstendur af fleiri en einni ljósmynd. Sumar ljósmynd- anna eru náttúrumyndir og ættaðar að vestan. Svala er fædd á ísafirði árið 1950. Hún er myndhstarmennt- uð í Reykjavík, Ósló, Kaupmanna- höfn, Denver og New York. Hún hef- ur sýnt ein og tekiö þátt í samsýning- um um árabil. Sýningin í Slunkaríki er opin fimmtudaga-sunnudaga kl. 16-18 til desemberloka. Snjómokstur um jólin 1992 og nýár 1993 Leiðir: Desember 1992 Janúar1993 Vík í Mýrdal - Breiðdalsvík Selfoss - Laugarvatn - Aratunga - Flúðir 23., 26., 28., 30. 2., 4., 5., 6., 8. Þingvallavegur um Mosfellsheiði 23., 30. 2., 8. Borgarnes - Kleppjárnsreykir - Baula 23., 26., 29., 30. 2., 5., 8. Borgarnes - Búðardalur Borgarnes - Stykkishólmur um Skógarströnd Borgarnes - Stykkishólmur um Kerlingarskarð Borgarnes - Ólafsvík um Fróðárheiði Búðardalur - Reykhólar 23., 26., 28., 30. 2., 4., 5., 6., 8. Patreksfjörður - Brjánslækur Patreksfjörður - Tálknafj. - Bíldudalur 23., 26., 28., 30. 2., 4., 5., 6., 8. ísafjörður - Súgandafj. - Flateyri - Þingeyri 23., 26., 28., 30. 2., 4., 5., 6., 8. Súðavík - Hólmavik 23., 28., 30. 2., 4., 6., 8. Hólmavík - Drangsnes 23., 26., 28., 30. 2., 4., 8. Hólmavík - Brú I Hrútafirði 23., 26., 28., 30. 2., 4., 5., 6., 8. Borgarnes - Akureyri > 23., 26., 28., 30. 2., 4., 5., 6., 8. Hofsós - Siglufjörður 23., 26., 28., 30. 2., 4., 5., 6., 8. Akureyri - Húsavík Akureyri - Grenivík 23., 26., 28., 30. 2., 4., 5., 6., 8. Húsavík - Mývatn 23., 26., 28., 30. 2., 4., 8. Húsavík - Þórshöfn - Vopnafjörður 23., 26., 28., 30. 2., 4., 5., 6., 8. Fjarðarheiði og Oddskarð 23., 26., 28., 30. 2., 4., 5., 6., 8. Hér eru uDDtaldar flestar aðalleiðir. Veair. sem mokaðir eru 5 sinnum í viku eða oftar. samkv. snió- mokstursreglum, eru ekki taldir upp hér. 45 Þjöðleikhúsið sími 11200 Stóra sviðið IVly Fair Lady laugardag kl, 20 þriðjudag kl. 20 Stræti sunnudag kl. 20 Litla sviðið Rita gengur menntaveg- inn sunnudag kl.20.30 Borgar- leikhúsið, simi 680680. Stóra sviðið: Heima hjá ömmu sunnudag kl. 20 Ronja ræningjadóttir laugardag kl. 15 sunnudag kl, 14 íslenska óperan, Sími 21971: Lucia di Lammermoor sunnudag kl. 20 Alþýðu- leikhúsið Hræðileg hamingja sunnudag kl. 20.30 laugardag kl. 20.30 Leikfélag Akureyrar Otlendingurinn sunnudag kl. 20.30 Ferðir Ferðafélag íslands: Blysför um Soga- myri og Ell- iðaárdal -flugeldasýning Sunnudaginn 27. desember á þriðja í jólum ætlar Ferðafé- lagið að efna til stuttrar en skemmtilegrar fjölskyldu- gÖngu til þess að kveðja gott ferðaár. Það eina sem þátt- takendur þurfa að greiða eru falys sem kosta 200 krónur. Gangan hefst hjá nýju fé- lagsheimili Ferðafélagsins að Mörkinni 6 við Suðurlands- braut. Áætlaður göngutími er rúm ein klukkustund. Gengið verður um Sogamýri, undir- göngin norðan við Sprengi- sand, inn í Eliiðárdal og til baka. Allir þátttakendureru hvatt- ir til þess að taka þátt í þess- ari göngu. í fyrra var í annað sinn farið í slíka blysför með 650 þátttakendur. Fylgst verður með glæsi- iegri flugeldasýningu Hjálp- arsveitar skáta við lok göngunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.