Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 23. yJANÚAR 1993. Fréttir Hæstiréttur ógilti ákvörðun hreppsnefndar V-Landeyja um forkaupsrétt: Ákvörðun hreppsnef ndar var byggð á sögusögnum - stefnendur töldu persónulega óvild Eggerts Haukdal ástæðu ákvörðunarinnar Hæstiréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun hreppsnefndar Vestur- Landeyjahrepps um að neyta for- kaupsréttar að jörðinni Eystri-Hóh með því að ganga inn í kaupsamning seljanda hennar við þrjá hrossaeig- endur síðla árs 1988. Bæði seljandinn og kaupendurnir þrír stefndu hreppnum þegar ákvörðun hans um forkaupsréttinn lá fyrir og ákveðið var að selja jörðina til annars aðila. Dómurinn komst m.a. að þeirri nið- urstöðu að slíkir ágallar hefðu verið á undirbúningi ákvörðunarinnar að ógilda bæri hana. Þegar kaupendumir þrír gerðu kaupsamning við seljandann í sept- ember 1988 var hann sendur hreppn- um og þess óskað að hann félli frá forkaupsrétti sínum. Mennirnir kváðust allir vera hestamenn og lýstu þá áformum sínum um að þeir hygðust fyrst og fremst tryggja hrossum sínum viðurværi og sjálfum sér aðstööu til hestahalds á breiðum grundvelli, m.a. hrossarækt „með ströngu úrvali“. Kaupendur ekki látnir vita Á fundi hreppsnefndar nokkrum vikum síðar var samþykkt að nýta forkaupsréttinn og ganga inn í kaup- in - kaupendur voru ekki látnir vita af fundinum og voru ekki kailaðir fyrir. Á samá fundi var samþykkt að selja öðrum jörðina. Nefndin ræddi hins vegar við þann aðila fyrir ákvörðunina. Kaupendurnir skutu málinu til landbúnaðarráðuneytis- ins. Það kvað síðan upp úrskurð í desember sama ár og hafnaði þá kröfu kaupendanna um að ógilda ákvörðun hreppsnefndarinnar um að neyta forkaupsréttar. í kjölfarið stefndu bæði seljandinn og kaupendurnir þrír hreppnum fyr- ir aukadómþingi Rangárvallasýslu. Þeir byggðu mál sitt m.a. á því að hreppsnefndin hefði ekki gætt réttra lagasjónarmiöa við ákvörðun sína, hefði brotið gegn jafnræðisreglu sem viðurkennd sé í íslensku stjórnarfari og hefði ekki kannað málavexti nægilega áður en hún tók ákvörðun sína. Stefnendur töldu aö persónuieg óvild Eggerts Haukdals, oddvita hreppsnefndar, í garð föður eins þeirra hefði ráðið mestu um ákvörð- un nefndarinnar og vísuðu í skýrslu Eggerts fyrir dóminum. Þar var m.a. fullyrt að nágrannar við Eystri-Hól hefðu verið því mótfallnir að um- ræddir kaupendur fengju jörðina, selja hefði átt burt þann htla kvóta sem jörðinni tilheyrði og rífa hefði átt burt eina „almennilega húsið á jörðinni, skemmu". Byggt á sögusögnum Héraðsdómur komst að þeirri nið- urstöðu að sannað hefði verið að hreppurinn aflaði ekki upplýsinga um viðhorf nágranna Eystri-Hóls þrátt fyrir að hann hefði haldið því fram í bréfi til ráðuneytisins. Einnig var tahð að ákvörðunin hefði veriö aðahega byggð á sögusögnum um áform kaupenda án þess að gengið hefði verið úr skugga um það - hann heföi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni. Hreppurinn hefði einnig átt að gefa kaupendum kost á að tjá sig um „efni þeirra sögusagna sem hún byggði ákvörðun sína á“. Með þessu voru shkir gallar taldir á undirbún- ingi að ákvörðun V-Landeyjahrepps um að neyta forkaupsréttarins að hún var fehd úr gildi fyrir héraðs- dómi. Þetta hefur Hæstiréttur nú staðfest. -ÓTT i Deilur standa á milli tveggja útgerðarfélaga um skipsvél þessa 32 ára, 100 tonna báts. DV-mynd Sveinn Deilt um vel í úreltum bát: Ætlaði að selja bátinn úr landi - segir kaupandinn, vélin engum nýtanleg, segir seljandi „Eg keypti bátinn til úreldingar síðasta vor og fékk afhent afsalið í júh síðasthðnum. í síðustu viku láta fyrrverandi eigendur hins vegar taka vélina úr honum. Við höfðum mögu- leika á því að selja bátirm th Rúss- lands og það er maður á leiðinni til að kíkja á hann. Nú er húið að eyði- leggja bátinn gjörsamlega og við selj- um hann ekki úr landi í svona," seg- ir Sigurður Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Skottu hf., en deilur standa á milli hans og útgerðarfyrirtækisins Vísis í Grindavík um vél úr bátnum Má GK 55. „Þeir telja að þeir hafi leyfi tíl að hirða vélina úr bátnum af því að þeir séu ekki húnir að afhenda bát- inn. Ég vh hins vegar meina að ég eigi bátinn, mér hafi verið afhentur hann með afsahnu og það er laganna skUningur. Ef ég hefði ekki selt bát- inn hefði ég aUa vega getað selt vél- ina. Hún er að minnsta kosti þess virði að þeir leggja það á sig að ráða menn til að taka hana úr,“ segir Sig- urður. Að sögn Péturs Pálssonar hjá Vísi í Grindavík var Már geymdur í Stál- smiðjunni á þeirra kostnað og með þeirra tryggingu. „Samkvæmt samningi á báturinn að afhendast á floti og dráttarfær. Aö ööru leyti er ástand bátsins kaup- anda óviðkomandi. Ef viö hefðum vitað af þessu hefði verið ódýrast fyrir okkur aö henda honum á flot strax í júh. Alveg fram í síðustu viku var fullkomin sátt um að geyma bát- inn uppi og hann hefur aldrei sett sig upp á móti því að við hirtum úr bátn- um. Þessi bátur er seldur til eyðUegg- ingar og þessi vél er engum nýtan- leg. Við eigum hins vegar aðra svona vél og ætlum að nota þessa í vara- hluti. Það skrýtna er að við erum húnir að vera með bátinn í samein- ingu í fullkominni sátt um að taka véhna út en um leið og hún er komin út þá stillir hann okkur upp eins og glæpamönnum,“ segir Pétur. -ból Fálkinn hætti við kaupin Falkinn hf. hefur ákveðið að faUa ið var hins vegar háð þeim skilyrðum frá kaupthboði sínu í raftæknideUd að samningum við adla helstu um- og rafverkstæði Jötuns hf., en þann bjóðendur um yfirtökuna yrði lokið 31. desember sl. var gengið að tUboði fyrir 20. þessa mánaðar. fyrirtækisins í þessar deUdir. TUhoð- -Ari Forstjóri ríkisspítalanna um deiluna við hjúkrunarfræðinga Landspítalans: Það kemur til verulegra lokana Borgarspítali og Landakotsspítali verði tilbúnir að taka við sjúklingum „Við erum að reyna að skipuleggja með hvaöa hætti spítalinn muni starfa ef tU þess kemur að hjúkrun- arfræðingamir og ijósmæðumar ganga út, um 350-360 starfsmenn. Það kemur auðvitað tU mjög vera- legra lokana. Við höfum sagt fuhtrú- um Borgarspítalans og Landakots- spítala frá því að tíl þess getur komið að Landspítalanum verði lokað. Þeir verði þá að vera tílbúnir tíl að taka við einhverri þjónustu umfram það sem verið hefur,“ sagði Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítal- anna, um þá staöreynd aö hjúkrun- arfræðingar og ljósmæður hyggjast leggja niöur vinnu um mánaöamótin. Davíð sagði þaö hafa komið í ljós að hjúkranarfélögin muni reyna að aðstoða Landspítalann við að útvega hjúkrunarfræðinga tíl að sinna nauösynlegustu störfunum, tíl dæm- is á fæðingardeUdinni. „Við þurfum að loka heilmiklu. Það er alveg ljóst. Við erum ekki búin að ákveða það endanlega hvemig fólk verður flutt til þannig að viö getum reynt að halda uppi sem mestri þjón- ustu, a.m.k. á þeim deUdum sem hvergi annars staðar eru til í land- inu. Þar er um mjög margt að ræða - ungbarnagjörgæslu, fæðingar, nýmadeUd, margs konar hjartaþjón- ustu og fleira og fleira. Það segir sig sjálft að þegar 60 pró- sent af starfsfólki, jafnnnkUvægu og hjúkrunarfræðingum, gengur út þá gjörbreytist starfsemin. Það era auð- vitað allir mjög áhyggjufullir yfir því að þurfa að taka á móti þessu álagi,“ sagði Davíð. „Það er mjög misjafnt hvemig þessar uppsagnir hafa komið niður. Á sumum sviðum er Landspítahnn eini spítah landsins á sínu sviði sem getur tekið viö sjúklingum og verður að gera þaö hvort sem hann getur það eða ekki. Þetta verðum við að leysa með þeim sem eftir verða,“ sagði Davíð Á. Gunnarsson. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.