Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Síða 5
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993. 5 Svangir þjófar réðust á frysti- kistu sem stóð í þvottahúsi í kjall- ara á Njálsgötunni og stálu þaðan miklu af matvælum á miðviku- dag. í fyrradag fóru þjófar svo inn í tvö hús sem standa hlið við hlið í Bústaðahverfi og höfðu á brott með sér töluvert af skartgripum. Þjófarnir réðust til atiögu jiegar húsráðendui' voru við vinnu og fóru inn um opnanleg gluggaíog. Að sögn lögreglu í Reykjavík hefur mikið verið um innbrot í heimahús að undanfórnu og hafa þau að meðaltali verið um tvö á dag þessa vikuna. -bóf Sauðárkrókur: ífiskvinnu vegna hús- næðiseklu Þórhaflur Asmundsson, DV, Sauðáxkr: „Fólk hefur hringt í okkur, bæði af Reykjavíkursvaeðinu og þeim stöðum úti á landi þar sem samdráttar gætir, og endilega viljað koma og vinna en þar hefur strandað á húsnæðismálunum. Það virðist vera útilokað að fá húsnæði hérna i bænum og ég held að aðilar hér verði að fara að athuga þau mál,“ segir Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar á Sauðárkróki. Auglýsingar Fiskiðjunnar eftir starfsfólki í fiskvinnsluna hafa litlum árangri skilað hingað til. Nokkuð er þó um að fólk sé á atvinnuleysisskrá hér en eins og það vilji ekki fara í fisk, treysti sér ekki í fiskvinnu. „Sums staðar hafa menn leyst þennan vanda meö því aö flytja inn útlendinga. Ég vona að við þurfum ekki að fara ut í það,“ sagði Einar. í ferðaþjón- Sigrún Björgvinsd., DV, Egflsstööum: Nýlega komu saman nokkrir hagsmunaaöilar í ferðaþjónustu á Héraði og Borgarfirði eystra og stofnuðu með sér félag til að efla samstöðu í greininni. Sameigin- lega ætla þeir að leita leiða til að laða ferðamenn aö svæðinu og hafa tilbúna þá afþreyingu að ferðafólkið staldri við í ríkari mæli en verið hefur hingað til. Austfirðir eru það landsvæöi sem liklega er hvað minnst þekkt en hefur upp á margt að bjóöa og þar eru óteljandi möguleikar til að njóta dvalar og einkum er Fljótsdalshérað þekkt fyrir veð- ursæld og gróðurfar. ÆVINTÝRAEYJA Ein vika á Madeira frá 350 enskum pundum fyrir tvo. Hafið samband við Hörpu Hauksdóttur - sími 91-24595 eða faxnr. 17175. Fréttir Fjórði lögmaðurinn úr- skurðaður gjaldþrota - BYKO og Landsbankinn greiða kostnað vegna gjaldþrotskröfunnar Fjórði lögmaðurinn hefur verið úrskurðaður gjaldþrota á tiltölu- lega skömmum tíma. Hér er um að ræða Guðmund Þórðarson héraðs- dómslögmann sem var úrskurðað- ur gjaldþrota að ósk BYKO hf. Úr- skurðinn kvað upp Gunnar Aðal- steinsson, héraðsdómari á Reykja- nesi. Landsbanki íslands átti einnig kröfu á hendur Guömundi og sam- einaðist bankinn Byko í að greiða þann 150 þúsunda króna kostnað sem hlýst af kröfunni um gjaldþrot lögmannsins. Kröfumar námu ekki vemlegum fjárhæðum. Það sem hins vegar lá fyrir til grund- vallar fyrir úrskurði dómsins var yfirlýsing lögmannsins um að hann eigi ekki eignir til að ljúka skuldum sínum. Haim mótmælti ekki beiðn- inni um úrskurð. Bú lögmannsins verður tekið til gjaldþrotaskipta og hefur Jón Auð- unn Jónsson verið skipaður skipta- stjóri. Þegar innköllun kemur um kröfur í þrotabúið verður frestur til að lýsa kröfum í þrotabúið tveir mánuðir. Þá fyrst kemur fram hve háum kröfum verður lýst í bú lög- mannsins. Þeir þrír lögmenn, sem hafa einn- ig verið úrskurðaðir gjaldþrota, em Skúli Pálsson, sem var úr- skurðaður gjaldþrota í júní, en áð- ur höfðu þau Guðný Höskuldsdótt- ir lögfræðingur og Skúli Sigurðs- son héraðsdómslögmaður verið úrskurðuð gjaldþrota. -ÓTT NYR FERÐAHEIMUR OPNAST ÞÉR H þú gætir valið «m fri hvar sen, væri i haiminun, hvert myndir Egvptaíandl'tlawaii? Karahiska hafiðl Disnev Wor.dt Anstnrriki eða leyndardóinar Austurlanda? Framtiðarferðir bjóða þér aðiU að stærsta farðafélagi i hamtnam Ótakmarkaðir möguleikar # Þú tryggir fríið þitt í eitt skipti fyrir öll. # Þú getur valið um 2.200 luxus orlofsstaði - út um allan heim. # Þú getur leigt út fríið þitt. # Þú getur safnað upp orlofs- tíma. # Þú getur lánað vikurnar. # Fríið þitt gengur í erfðir frá manni til manns. # Þú borgar bara fyrir orlofsvik- urnar sem þú vilt eiga. # Þú ert þinglýstur eigandi að fasteign. ... og miklu miklu meira. Við veitum þér allar nánari upp- lýsingar og á skrifstofu okkar liggja frammi bæklingar og kynn- ingarmyndbönd. Að gerast með- limur er ódýr fasteign sem veitir þér ómælda ánægju. Allir nýir meðlimir í janúarmánuði fá ókeypis gistingu í Flórída, Jamaica eða Bahamaeyjum í sjö daga. ;t ■ 'f* MV Faxafeni 10 - Sími 684004 Opið aiia daga vikunnar kl. 12-20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.