Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Page 12
12 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993. Erlend bóksjá Göringhjónin með dóttur sína. Böm stríðs- glæpamanna Foringjar þýskra nasista frömdu með skipulegum hætti ógeðslegustu fjöldamorð sem sög- ur fara af. Fómarlömb þeirra skiptu mörgum milljónum. Sumir þeirra sem skipulögðu og/eða frömdu grimmdarverkin voru leiddir fyrir rétt og dæmdir sem stríðsglæpamenn. Þeir voru þó mun fleiri sem sluppu við refsivönd réttlætisins, jafnvel ófreskjur á borð við Auschwitz- lækninn Josef Mengele. En fómarlömbin var ekki að- eins að finna meðal þeirra sem vom myrtir eða skaddaðir fyrir lífstíð vegna ómennskrar með- ferðar. Þessi bók sýnir að í oft hafa böm nasistaforingja þurft að þola miklar samviskukvalir vegna synda feðranna. Gerald L. Posner, sem er höf- undur merkrar bókar um feril Mengele, hefur fengið syni og dætur allmargra nasista til að ræða um alræmda feður sína. Göring, Frank, Mengele, Hess Meðal við- mælenda hans er sonur Rud- olfs Hess, sem vararftakiHitl- ers þar til hann fór í leynilega förtilBretlands árið 1940 og sat upp frá því í fangelsi til dauðadags, dóttir Hermans Gör- ing, yfirmanns þýska flughersins, tveir synir Hans Frank, slátrara Póllands, einkasonur Josefs Mengele, dóttir Karls Dönitz, yf- irmanns þýska flotans og arftaka Hitlers eftir sjálfsmorð foringj- ans, tveir synir Karls Saur, sem var aðstoðarráðherra Alberts Scheer er stjómaði hergagna- framleiðslu nasista, og dóttir Hjalmars Schacht, forseta þýska ríkisbankans í valdatíð Hitlers. Hann talar einnig við son Claus von Stauffenberg, sem reyndi að ráða Hitler af dögum árið 1944 með sprengjutilræði sem mis- tókst, og böm nokkurra minni spámanna. Feðurog glæpamenn Það er mörgum viðmælend- axma sameiginlegt að hafa átt og eiga jafnvel enn afar bágt með að skilja gjörðir feðra sinna, hvað þá að fyrirgefa þær. Margir muna eftir að hafa notið ástríkis föður síns í bamæsku og eiga erfitt með að fella þær minn- ingar saman við ódæðisverkin sem þessir menn unnu utan heimilisins. Sumir lýsa hatri í þeirra garð. En svo em aðrir sem verja orð og gjörðir feðra sinna af engu minni krafti en þeir gerðu sjálfir á sínum tíma. Þetta á til dæmis við um son Rudolfs Hess, en hann virðist jafn sanntrúaður Hitlers- dýrkandi og faðir hans var. Eins em dætur Dönitz og Görings enn afar hrifnar af feðrum sínum og verkum þeirra í valdatíð nasista. HITLER’S CHILDREN. Höfundur: Gerald L. Posner. Berkley Books, 1992. Þjóðhetjan í nýju ljósi Hér á landi þekkist vart aö ævisöguritarar rannsaki og skrifi bækur um feril þjóðkunnra sæmdarmanna með það fyrir augum að sanna að þeir hafi verið þjóð sinni til tjóns eða jafnvel hinir verstu skúrkar. Þetta er hins vegar vinsælt sport í nágrannalöndum okkar og ekki alltaf ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Þannig hefur breskur sagnfræðingum nú sent frá sér rit sem á að færa rök fyrir því að Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands í síðari heimsstyrjöldinni, en hann tigna Bretar umfram alla aðra stjómmálamenn þessarar aldar, hafi alls ekki bjargað Bretlandi með fram- göngu sinni, eins og þó er almennt talið. Þvert á móti hafi mistök hans leitt til endaloka ríkisins sem stórveldis. Ákæruskjal Churchfil ritaði að sjálfsögðu mikið um eigin gerðir á löngum stjómmálaferh. En hin síðari ár hafa virtir sagn- fræðingar, svo sem Wilham Manchester og Martin Gfi- bert, ritað um hann margra binda verk sem hafa enn frekar fegrað myndina af Churchfil sem bjargvætti þjóð- ar sinnar er Bretar stóðu einir uppi gegn Adolf Hitler. Vissulega hefur Churchill verið gagnrýndur fyrir ein- stakar stjómarákvarðanir sem augljóslega vom mis- ráðnar. En það er fyrst með þessari nýju bók sem gagn- rýninni er raðað saman í eins konar ákæruskjal. “Churchfil: The End of Glory“ er eftir John Charmley sagnfræðing. Þótt gerð sér nokkur grein fyrir stjómmála- ferh Churchfils fyrir síðari heimsstyijöldina, og þá eink- um mistökum hans, fjallar helmingur bókarinnar um árin sjö eftir samninga Chamberlains, forsætisráðherra Breta, og Hitlers í Munchen árið 1938. Málverk Graham Sutherland af Winston Churchill var afhent á áttræðisafmæli forsætisráðherrans fyrrver- andi. Honum féll myndin ekki i geð og lét eyðileggja hana. Munchen-línan Mikið hefur verið skrifað um þessa bók í bresk blöð síðustu dagana. Samkvæmt því virðist nokkuð ljóst að Charmley er á bandi Munchen-hðsins í breska íhalds- flokknum sem, undir forystu Chamberlains og Halifax utanríkisráðherra, var alltaf reiðubúið að svara árásum og samningsbrotum Hitlers með nýjum samningum við einræðisherrann. Sagnfræðingurinn telur stefnu þeirra mun skynsamari en þá ákvörðun Churchills að berjast tfi sigurs hvað sem það kostaði. Þannig hefði Churchill átt að nota tækifærið sem gafst tfi samninga vorið 1940 þegar Hitler hafði lagt undir sig mestan hluta megin- lands Evrópu. Virðist skoðun hans sú að með því að semja þá um frið við Hitler heföi Bretland getað haldið stöðu sinni sem stórveldi. Með langvarandi stríðsrekstri, sem gerði þjóðina stórskulduga við Bandaríkin, hafi Churc- hill hins vegar gert stórveldisdrauma Breta að engu. Þá hafi hann sýnt htinn skilning á nauðsynlegum efna- hagslegum og félagslegum umbótum, enda verið af þeim sökum felldur frá völdum í fyrstu kosningum eftir stríð. í fótspor Chamberlains? Að sögn breskra gagnrýnenda er Charmley miskunnar- laus í árásum sínum á Churchfil sem hafi í lok stríðsins stýrt landi sem gat ekki lengur haft áhrif á þróun heims- sögunnar. Þannig ber hann saman Munchen-samninginn frá 1938, sem Churchill gagnrýndi Chamberlain svo harðlega fyr- ir, og þá samninga sem Churchill gerði við Jósef Stalín, einræðisherra Sovétríkjanna, árið 1945. Þá hafi Churc- hill fórnað Póllandi með sambærilegum hætti og Cham- berlain Tékkóslóvakíu árið 1938. Bretar eiga vafalaust eftir að defia áfram hart um þessa gagnrýni á Winston Churchill, enda margir ófúsir að sjá alvarlega bletti á þeirri dýrðarmynd sem þeir hafa búið sér til um þjóðhetjuna. Svo eru auðvitað allir hinir sem hljóta aö efast um að staða Bretlands væri öflugri í dag ef Adolf Hitler hefði fengið frið til að njóta hernaðarsigra sinna og gera megin- land Evrópu að þýskri nasistanýlendu. Metsölukiljiir Bretland 10. Carl GHcs: 3 Al Gore: GILES: A COLLECTION. EARTH IN THE 8ALANCE. bkdiasogur. (Byggt á The Sunday Timea) 4. Erma Bombeck: 1. DkA Francis: WHEN YOU LOOK LIKE YOUR PASS- COMEBACK. Bandaríkin PORT PHOTO, irS TIME TO GO HOME. Z Danifille Steol: 5. Susan Faludi: NO GBEATER LOVE. BACKLASH. 3. Stophen Fry; ■ yi\PiM<iwyMP.» 6. M. Scott Peck: THE LIAR. 1» Míchael Críchton: THE ROAD LESS TRAVELLED. 4. Joanna Trollope: RISING SUN. 7. Peler Mayle: THE CHOIR. 2. John Grtsham: 'A.YEAR IN PROVENCE. 5. Colln Forbes: THEFIHM. 8. Molly Ivina: CROSS OF FIRE. 3. Stephen Klng: MOLLY IVINS CAN’T SAY THAT, 6. Catherlne Cookson: THE WASTE LANÐS. CAN SHE? THE RAG NYMPH. 7. Terry Pratchettr 4. Norrnan Macfean: 9 Deborah Tannen: A RIVER RUNS THROUGH IT. YOU JUST DON’T UNDERSTAND. WITCHES ABROAD. 5. John Grísham: 10. Camille Paglia: 8. Dcan Kootz: A TtME TO KILL SEX, ART AND AMERICAN CULTURE. HIDEAWAY. 6. Sidney Shfildon: (Byggl é New York Tlmes Book Revlew) 9. Stcphen Kíng: THE DOOMSDAY CONSPIRACY. NEEDFUL THINGS. 7. Dean Koontr: Danmörk 10. John Grlsham: HIDEAWAY. A TIME TO KILL. 8. Norman Maclean: vKðiusoQurí A RIVER RUNS THROUGH IT. 9. Jane Smitey: 1. Herbjorg Waaamo: VEJEN AT GÁ. A THOUSAND ACRES. 2. Betty Mahmoody: 1. Andrew Morton: 10. Joéeph Wambaugh: FOR MIT BARNS SKYLD. DiANA: HER TRUE STORY. 2* Peter Mayle: FUGITIVE NIGHTS. 11. Lawrence Sanders: 3. Francesco Alberoni: VENSKAB. 4. Herbjorg Wasamo; TOUJOURS PROVENCE. MCNALLY’S SECRET, 3. Pefer Mayie; 12. Alexandra Ripley: DINAS BOG. A YEAR IN PROVENCE. SCARLETT. S. Hans Scherlig: 4. Bill Bryeon: 13. Mlchael Crlchton: DET FORS0MTE FORÁR. NEITHER HERE NOR THERE. 5. Gary Larson: JURASSIC PARK. 14. Johanna Undscy: 6. Leif Davidsen: DEN RUSSISKE SANGERINDE. COWS OF OUR PLANET. 6. Mlchael Palln: 'i; ANGEL. 15. Steve Marfini: 7. Belty Mahmoody: IKKE UDEN MIN DATTER. AROUND THE WORLD IN «0 DAYS. COMPEUING EVIDENCE. 8. Peter Hoeg; THE FEATHER MEN. 9. Milao Kundora: S. H. Bfifird & C- Cfirf: UD0DEUGHEOEN. THE OFPfCtAL POLITICALLY CORRECT 1. Malcolm X & Alex Haiey: 10. Henrl Nalhansen: OICTIONARY AND HANDBOOK. THE AUTOBIOGR APHY OF MALCOLM <• MENDEL PHILIPSEN OG S0N. 0. Private Eye: COLEMANBALLS 6. 2. Andrew Morton: OIANA: HER TRUE STORY. (Byggt é Polltlken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson OUVIA GOLDSMÍTH 'An exquisite tale of retribution' Daiiy Express Eiginkonur hefna sín Kunningjakonurnar Cynthia, Elise, Brenda og Annie eiga tvennt sameiginlegt. í fyrsta lagi hafa þær fórnað miklu fyrir frama eiginmanna sinna sem eru orðnir auðugir og áhrifamikhr hver á sínu sviði. I öðru lagi hafa eiginmennirnir sagt skihð við þær og fengið sér yngri konur. Þær sætta sig við orðinn hlut uns Cynthia fremur sjálfsmorð. Eftir útförina hittast hinar þrjár og ákveða að hætta að vera fórnarlömb. Þær bindast samtök- um um að ná sér niðri á fyrrver- andi eiginmönnum sínum með því að svipta þá því sem hveijum og einum þeirra er mest virði. í þessari skemmtilegu og spennandi skáldsögu, sem er frumraun höfundar, segir frá að- gerðum kvennanna þriggja en áætlanir þéirra bera að lokum stórbrotinn árangur. THE FIRST WIVES CLUB. Höfundur: Olivia Goldsmith. Mandarin Paperbacks, 1993. Shakespeare og goðsögnin Það hlýtur að vekja mikla at- hygh þegar eitt virtasta ljóðskáld Breta nú um stundir, sjálft lárvið- arskáld bresku krúnunnar, Ted Hughes, leggur til atlögu við verk Williams Shakespeare og skoðar þau frá nýjum sjónarhóh. í stuttu máh telur Hughes sig hafa fundið formúlu sem Shake- speare hafi notað við uppbygg- ingu verka sinna. Hann hafi byggt þessa formúlu á mikfivæg- ustu trúarlegu goðsögnum fomra menningarþjóða, goðsögnum sem síðar hafi endurspeglast í kristnum trúarbrögðum miðalda. Þeirra verði fyrst vart hjá skáld- inu í ljóðabálkunum Venus and Adonis og The Rape of Lucrece. Shakespeare hafi síðan notað þessa goðsögn sem uppistöðu í leikritum sínum. Mörgum þykir Hughes stund- um seilast ansi langt tfi túlkunar á verkum Shakespeares tfi að fella þau að kenningu sinni. En vissulega varpar hann hér nýju og forvitnilegu ljósi á skáldskap meistara leikbókmenntanna. SHAKESPEARE AND THE GODDESS OF COMPLETE BEING. Höfundur: Ted Hughes. Faber & Faber, 1992.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.