Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVÍK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aörar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Þrenns konar siðgæði Aö undirlagi vesturveldanna hefur Öryggisráö Sam- einuðu þjóöanna ýtt heildarsamtökum ríkja heims út á hála braut siöleysis í meöferð herskárra ríkja, sem hafa hrifsað land og framið stríðsglæpi. Sameinuöu þjóöirnar hafa orðið berar að þrenns konar siðgæði í vetur. Stjórn Saddams Hussein í írak hefur verið með marg- vísleg undanbrögð og gert lítils háttar tilraunir til að brjóta skilmála Öryggisráðsins. Einkum felst þetta í til- raunum til að hefta ferðir alþjóðlegra eftirlitsmanna og í ögrandi flugi hervéla á bönnuðum loftsvæðum íraks. Stjóm Bush Bandaríkjaforseta stendur fyrir loftárás- um á írak til að refsa fyrir þessi undanbrögð. Loftárás- imar hafa lítið hernaðargildi, en hafa þjappað írökum saman til fylgis við Saddam Hussein og glæpaflokk hans. Er hann nú traustari í sessi en nokkru sinni fyrr. Á sama tíma stendur Bandaríkjastjórn í vegi fyrir, að Sameinuðu þjóðimar grípi til aðgerða gegn ríki, sem stundar daglega stríðsglæpi. Það er ísrael, sem hefur þverbrotið alþjóðasamninga um meðferð fólks á her- numdum svæðum og á frekar skihð loftárásir en írak. Annan hvem dag skjóta hermenn og borgarar ísra- els einhvem til bana á hemumdu svæðunum og viku- lega em framin morð af hermönnum, sem dulbúa sig sem Palestínumenn. AUt Ísraelsríki, stofnanir þess og þjóðfélag er gegnsýrt af stríðsglæpum herraþjóðar. Því miður er kominn til valda í Bandaríkjunum for- seti, sem er ákafari í stuðningi við það ríki, sem mestum vandræðum hefur valdið í Miðausturlöndum og sem mestum vandræðum á eftir að valda þar. Bill Clinton er einn af aðdáendum hryðjuverkaríkisins ísraels. Bandaríkin, Bretland og Frakkland beita svo þriðju tegund siðgæðis í svokallaðri málamiðlun í Bosníu, sem felst í að verðlauna herraþjóðina Serba fyrir innrás í Bosníu og svívirðilegustu stríðsglæpi í Evrópu í nærri hálfa öld. Þessi afstaða er gersamlega óskiljanleg. Margsinnis hafa verið leidd rök að því, að verðlauna- veitingar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til handa Serbíu munu hafa hættuleg áhrif á aha þá aðila í Aust- ur-Evrópu og fyrrum Sovétríkjunum, sem bíða eftir tækifæri til að heija þjóðahreinsanir og landvinninga. Þar á ofan sker 1 augu, að Bandaríkin, Bretland og Frakkland skuh af minnsta tilefni efna til loftárása á írak, en láta undir höfuð leggjast að hefja loftárásir á hemaðarlega mikilvæga staði í Serbíu, sem er mesti árásar- og stríðsglæpaaðih heims um þessar mundir. Með þessu em Bandaríkin, Bretland og Frakkland að eyðileggja Sameinuðu þjóðimar. Með því að ráðast á írak, láta ísrael í friði og verðlauna Serbíu eru þessi fomsturíki Vesturlanda að rústa siðferðilegan grund- vöh Sameinuðu þjóðanna og einkum Öryggisráðs þeirra. Erfitt er að taka mark á þessum alþjóðastofnunum eftir að umboðsmenn þeirra, Cyms Vance og David Owen, hafa knúið fram niðurstöðu, sem í fyrsta lagi þverbrýtur gmndvaharatriði í stofnskrá og sáttmála Sameinuðu þjóðanna og í öðru lagi heldur ekki vatni. Vont var, að kalda stríðið skyldi gera Sameinuðu þjóðimar að leikvelh vanheilags bandalags harðstjóra kommúnismans, íslams og þriðja heimsins. Verra er, að eftir lok kalda stríðsins skuh stofnunin verða að leik- velh þrenns konar siðgæðis af hálfu vesturveldanna. Hér eftir verður ekki hægt að treysta Öryggisráðinu eða Sameinuðu þjóðunum til að standa vörð um helztu grundvaharatriði, sem varða framtíð mannkyns. Jónas Kristjánsson Vandi Clintons meiri en áður var talið Sama dag og Bill Clinton tók viö forsetaembætti Bandaríkjanna og hvatti í embættistökuræðunni til endurnýjunar og aleflingar í land- inu, undir forustu nýrrar kynslóð- ar, kunngerði einn af máttarstólp- um bandarísks atvinnulífs, tölvu- risinn International Business Ma- chines (IBM) árstap sem hnekkir fyrri metum, tæpa flmm milljarða dollara eða um 320 milljarða ís- lenskra króna. Ekki er ýkja langt síðan IBM drottnaöi yflr tölvumarkaði heims- ins undir kjörorðinu „Hugsaðu" sem víðfrægur stjómandi, Thomas Watson, hafði sett því. Hann stærði sig af að IBM hefði vaxið svo mark- visst að þar hafði aldrei þurft að segja upp starfsmanni. Nú er stærsti þátturinn í tapinu uppsagn- arbætur til 40.000 starfsmanna sem stjómendur fyrirtækisins töldu rétt að losa sig við. Hugsuðirnir hjá IBM höfðu misreiknað tækniþróun og markaðsframvindu svo hrapal- lega að þeir telja sér nauðugan einn kost að halda uppsögnum áfram. Tapmetið, sem IBM hnekkti, átti General Motors, stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna, árið 1991, 4,45 milljarða dollara. Síðan var boðuð fækkun starfsmanna, allt að 70.000, og í fyrra var framkvæmdastjóm General Motors látin víkja fyrir yngri mönnum. Á stjómarárum Reagans og Bush var 76.000 manns í bflaiðnaöi Michigan sagt upp störf- um, og þar vann Clinton snarpan kosningabardaga í nóvember. Harður samdráttur í vel launuö- um störfum um Bandaríkin þver og endilöng, sérstaklega á kjör- tímabili Bush, er meginástæða til aö kjósendur ákváöu að binda enda á tólf ára valdaferil repúblikana og fela demókratanum Clinton for- setastólinn. Honum tókst að höfða til bandarísks almennings, gefa til kynna að hann þekkti vonir og skildi áhyggjuefni alþýðu manna. „Það er atvinnulífið, fíflið þitt,“ sagði á því veggspjaldi sem mest bar á í aðalstöðvum kosningabar- áttu Clintons í Little Rock þar sem kosningastjóm fylkisstjórans í Arkansas lagði á ráöin. í samræmi við það var meginboðskapur for- setaefnis í efnahagsmálum tvíþætt- ur: Annars vegar að koma halla á ríkissjóði Bandaríkjanna niður um 145 milljarða dollara eða um það bil helming á fjögurra ára kjör- tímabili, sem yrði til að lækka vexti á langtímalánum og þar með ýta undir fjárfestingu. Hins vegar að verja allt að 60 milljörðum dollara á ári til að færa bæði vinnuafl og verktækni á hærra stig með bættu menntakerfi, starfsþjálfun, skatt- afslætti til nýframkvæmda og Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson rannsókna og þróunarstarfsemi. Komið er á daginn að þessi verk- efni verða enn torveldari en þau virtust í haust. Fjármálaráðherra Bush tilkynnti rétt fyrir forseta- skiptin að ríkissjóðshalli á líðandi fjárhagsári stefndi í 327 milljarða dollara, færi 50 milljarða fram úr fyrri áætlunum. Þetta þrengir enn svigrúm nýja forsetans, bæði til niðurskurðar og skattahækkana. Mestöll aukning ríkissjóðshall- ans stafar af auknum kostnaöi við heilbrigöisþjónustu, en hann hefur farið gersamlega úr böndum á síð- ustu árum, og eru þó 35 milljón Bandaríkjamenn taldir búa við alls engar sjúkratryggingar. Clinton leggur áherslu á þörfina á ger- breyttu fyrirkomulagi þátttöku ríkisins í sjúkrakostnaði til að hefta þá sóun sem þar hefur fengið að ágerast, en slíkt gerist ekki í einu vetfangi. Þá hyggst nýi forsetinn lækka herútgjöld verulega umfram það sem Bush ráðgerði en reynslan sýnir að þar er þingið stirt í taumi þegar kemur að kjördæmahags- munum. Skýrt hefur verið frá því að stjórn Clintons miði að því að birta boð- skap um efnahagsstefnu sína í fe- brúar og leggja fram beinar tillögur um niðurskurð í fjárlagafrumvarpi um miðjan mars. Upp úr þvi mun koma í ljós hvernig atvinnulífið bregst við nýrri stjórnarstefnu. Clinton dreg- ur ekki dul á að hans skoðun er að leið bandarísks atvinnulífs út úr kröggunum sé að ýta undir áræði manna með nýjar hugmynd- ir að gera þær að veruleika í at- vinnurekstri. Smáu fyrirtækin eru vaxtarbroddur atvinnulífsins og það er í þeim sem ný störf mynd- ast, segir nýi forsetinn. Bill Clinton forseti leikur á saxófón sinn á dansleik Arkansasbúa í Was- hington aó kvöldi embættistökudags. Meðleikari er Joe Henderson. Símamynd Reuter Skoðanir annarra Samnefnari vestrænnar hræsni Raunverulega hættan af sprengjuárásum Banda- ríkjamanna (á Irak) er sú að þær muni grafa undan valdi Sameinuðu þjóðanna fremur en styrkja það þegar allt kemur tfi alls. Þegar heimurinn fer að líta á SÞ eingöngu sem tæki í þágu vestrænna hagsmuna verða áhrif þeirra í nýrri skipan heimsmála að engu gerð. SÞ eru hættulega nærri því að vera taldar sam- nefnari fyrir hræsni og tvöfalt siögæði Vesturlanda. Úr forystugrein Independent on Sunday 17. janúar. Listaverkaþjófar vaða uppi Ferðamenn voru ekki þeir einu sem högnuðust á því þegar lönd Austur-Evrópu, með öllum sínum listaverkafjársjóðum, opnuöu landamæri sín. Gráð- ugir listaverkaþjófar og smyglarar komu líka með. Fyrrum Tékkóslóvakía hefur orðið einna verst úti. Kirkna, klaustra, safna og kastala er ekki nógu vel gætt. Það, ásamt óreiðu í stjómsýslu og tollgæslu og of litlum fjárveitingum, hefur leitt af sér menning- arlegt stórslys. Úr forystugrein Washington Post 20. janúar Nýtt Barentssvæði Frumkvæði Stoltenbergs (utanríkisráðherra Noregs) myndar ramma um samvinnuna milh Norð- urlanda og Rússlands á norðurslóðum. Á sama tíma er það dæmi um að umbúðimar séu til staðar fyrir imúhaldið. Það er nú mikilvægt að samvinna Noregs og Rússlands nái fram á þremur sviðum, um skipt- ingu eins auðugasta svæðis norðurhjarans, um fisk- veiðar og um orkumál. Úr forystugrein Aftenposten 14. janúar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.