Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 23._JANÚARJ993, : '' • ;; "(s ' . - ' íl Nýr forseti boöar vor í bandarískum þjóðmálum. Á íslandi er vetrardrunginn í algleymingi í þjóðlífinu engu síður en i tíðarfarinu. DV-mynd GVA Vorboði óskast Nýr forseti hefur tekið við völdum í Bandaríkjunum. George Bush, sem gerði utanríkismál að helsta viðfangsefni stjórnar sinnar en vanrækti garðinn sinn, er farinn heim til Texas. í Hvíta húsinu býr nú forseti sem leggja mun mesta áherslu á innri málefni bandarísks þjóðfélags; aukna atvinnu, bætt lífskjör, minni ójöfnuð, minni fjár- lagahalla. Bill Clinton er ungur maður og áræðinn. í ræðu sinni við embætt- istökuna lofaði hann, eins og í kosningabaráttunni, miklum breytingum í efnahags- og atvinnu- málum. Hann boðaði vor eftir lang- an þrúgandi vetur í efnahagslífi Bandaríkjanna. Það verður hægara sagt en gert að rífa bandarískt efnahags- og at- vinnulíf upp úr öldudalnum og bæta fyrir syndir feðranna í fjár- hagsmálum ríkisins. Þær syndir eru stórfelldar og vandamálin satt best að segja vart leysanleg nema á löngum tíma. Reynsla næstu mánaða og missera mun skera úr um hvort líklegt sé að Clinton tak- ist að koma helstu loforðum sínum í framkvæmd á kjörtímabilinu. Óánægja en bjartsýni Nýleg könnun á vegum banda- ríska dagblaðsins USA Today sýnir glögglega að enn ríkir sú almenna óánægja með ástand efnahagsmál- anna sem tryggði Clinton forseta- embættið í kosningunum í nóv- ember síðastliðnum. Einungis íjórðungur landsmanna kvaðst í könnuninni ánægður með efna- hagsástandið, enn færri, eða 23%, voru sáttir við bandaríska heil- brigðiskerfið og aðeins 22% töldu stjómvöld gera nóg til að draga úr fátækt og húsnæðisleysi í landinu. En Bill Clinton hefur með loforð- um sínum og því einu að ná kjöri sem forseti stigið eitt mikilvægasta skrefið fram á við. Hann hefur sumsé gefið bandarískum almenn- ingi von um betri tíð og trú á að breytingar séu mögulegar og muni eiga sér stað. Þetta má greinilega lesa út úr niðurstöðum áðumefndrar skoö- anakönnunar í USA Today. Þar taldi góður meirihluti landsmanna, eða 55%, að Clinton myndi bæta efnahagsástandið í Bandarikjun- um í forsetatíð sinni og svipaður flöldi hafði trú á að heilbrigðiskerf- ið yrði aðgengilegra og ódýrara fyr- ir allan almenning. Nær helmingur landsmanna, eða 47%, taldi að Clin- ton myndi draga úr fátækt í þessu auðugasta ríki heims og bæta úr gífurlegum húsnæðisskorti. Væntingar almennings em því miklar og eins trúin á að nýi forset- inn geti breytt ástandinu. Það er mikilvægt fyrir framtíðina vegna þess að ef þjóð hefur þetta tvennt í farteskinu, von og trú, þá er í sam- einingu hægt að leysa margan vandann. Vonleysi og svartsýni Þegar íslendingar líta til nánustu framtíðar í efnahagsmálum fyllast þeir hins vegar vonleysi og svart- sýni. Stjómvöldum hér hefur gjörsam- lega mistekist að sannfæra þjóöina um að þau kunni ráð til að snúa af braut samdráttar og kjaraskerð- ingar. Gripið hefur verið til ýmissa ráðstafana sem almenningur hef- ur, með réttu eða röngu, enga trú á að beri tilætlaðan árangur. Þetta endurspeglast í niðurstöð- um skoðanakönnunar sem DV efndi til í vikunni um fylgi við ríkis- stjórn og stjómmálaflokka. Niðurstöðurnar hafa vakið mikla athygli vegna gífurlegs fylgistaps forystuflokks ríkisstjómarinnar, Sjálfstæðisflokksins. Hvers vegna slíkt fylgishrun nú? Oddvitar Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson forsætisráðherra Laugardags- pistHl Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri og Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra, em í hugum fólks persónu- gervingar þeirra ráðstafana í efna- hagsmálum sem ríkisstjómin hef- ur gripið til síðustu mánuðina. Það er því afar eðlilegt að óánægja al- mennings með þessar aðgerðir, og vantrúin á að þær beri árangur, bitni fyrst og fremst á Sjálfstæðis- flokknum. Þá má telja víst að mikilvæg or- sök fylgistaps sjálfstæðismanna í síðustu skoðanakönnun DV sé sú staðreynd að sumar þær efnahags- aðgerðir, sem harkalegast bitna á almennu launafólki, ganga þvert á marggefin kosningaloforð foringja flokksins um aö bremsa af allar skattahækkanir og undirbúa þess í stað lækkun skatta. Hér ríkir óttinn Reyndur markaðsráðgjafi komst svo að orði í DV að í þessari miklu niðursveiflu á fylgi Sjálfstæðis- flokksins og ríkisstjómarinnar fælust „skilaboð frá fólkinu um að það sé óttaslegið“. Það er vafalaust hárrétt. Fólk óttast um afkomu sína vegna þess að mun stærri hluti tekna fjölskyldunnar en áður fer nú beint í opinbem hítina. Það horfir því fram á meiri fómir og auknar skuldir heimilanna. Fólk óttast um atvinnu sína því það sér að atvinnuleysið magnast mánuð eftir mánuð og hefur enga trú á að aðgerðir stjómvalda leiði af sér ný störf. Fólk óttast um velferð bama sinna í skólakerfinu vegna þess að stöðugt er þrengt að skólum lands- ins, gjöld á nemendur hækkuð og námslánin verulega skert. Fólk óttast um velferð aldraðra og sjúkra ættingja sinna vegna nið- urskurðar í heilbrigðiskerfinu og aukinnar gjaldtöku af sjúklingum. Ráðhemmum hefur ekki tekist að eyða þessum ótta. Þvert á móti hafa yfirlýsingar þeirra aukiö á svartsýni þjóðarinnar. Vetrar- drunginn er því í algleymingi í þjóðlífinu engu síður en í tíðarfar- inu. Orwellskar æflngar Markaðsráðgjafinn sagði þaö lyk- ilatriði fyrir ríkisstjómina, ef hún ætlaði að rétta hlut sinn, að reyna að ná sambandi við almenning í landinu, tala við fólkið. Til að svo megi verða þarf margt að breytast í málflutningi ráðherra sem fram að þessu hafa einkum lagt áherslu á að með þvi að svíkja loforð sé verið að efna þau, að hækkun skatta almennings sé eng- in hækkun og aðrar álíka Or- wellskar æfingar. Almenningur sér í gegnum slíkt bull og missir traust á þeim mönnum sem þannig blaðra. Þetta kom reyndar greinilega í ljós í skoðanakönnun DV í vikunni um vinsældir og óvinsældir stjóm- málamanna. Mikilvægasta niður- staða þeirrar könnunar var sú að fólkið hefur almennt séð misst aUa trú á stj órnmálamönnum. Þegar mestu vinsældir einstaks stjóm- málamanns mælast innan við tíu af hundraði er ljóst að ekkert traust ríkir lengur milli fólks og foringja í landinu. Enginn vorboði? Forsenda þess að íslendingar vinni sig út úr þeim mikla vanda, sem nú birtist í samdrætti í efna- hagslífinu, atvinnuleysi, gjaldþrot- um, taprekstri fyrirtækja og stofn- ana, milljarðaafskriftum glataðra lána banka og sjóða, fjárlagahalla og kjaraskerðingu, er sú að fram- leiðsla landsmanna aukist og verði um leið hagkvæmari. Efling margs konar verslunar og þjónustu innanlands er auðvitað mikils virði fyrir lífskjörin en af- koma þjóðarinnar byggist fyrst og fremst á nýtingu auðlindanna, á því sem við framleiðum og seljum með hagnaði til útlanda. Til að taka þar stökk fram á við, auka þjóðar- framleiðslu og þjóðartekjur, þarf mun víðtækari, djarfari og mark- vissari ráðstafanir en ríkisstjórnin hefur náð samstöðu um. Enda hefur foringjum stjómar- flokkanna ekki tekist að sannfæra þjóðina um að aðgerðir þeirra muni skila árangri á þessu sviði; að framleiðsla og atvinna muni aukast í landinu í náinni framtíð. Sú tilfinning er satt best að segja sterk meðal almennings að stjóm- málamennimir trúi því ekki einu sinni sjálfir. Vestur í Bandaríkjunum boðar nýr forseti vorkomu í efnahags- og atvinnumálum. Hér á landi em hins vegar því miður engin teikn á lofti um að efnahagsvetrinum fari að linna. Við íslendingar erum svo fátækir að foringjum að sannfær- andi vorboði er hvergi sjáanlegur. Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.