Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Side 18
LAUGARDAGUR 23: JANOAR 1993. Veiðivon Perlan: Heldur veiðimessu í maí „Við eigum von á milli 15 og 20 þús- und manns á þessa veiðimessu í Perl- unni sem verður haldin frá 15. til 23. maí,“ sagði Stefán Á. Magnússon í samtali við DV í vikunni en þessa veiðimessu halda Stefán og Perlan saman. „Sýningin verður haldin á jarðhæð Perlunnar og það munu aúir sýna sem eitthvað koma nálægt lax- og silungsveiði, eigum við von á. Inn- flytjendur, þjónustufyrirtæki í kringum veiðina, stangaveiðifélög, aðilar sem selja veiðileyfi og veiði- tímarit. Við eigum von á að þetta verði fjölbreytt og fjörleg sýning. Á hverjum degi meðan sýning stendur yfir verðum við með alls konar uppá- komur,“ sagði Stefán í lokin. Styttist í árshátíð Stanga- veiðifélags Reykjavíkur Það styttist í árshátíð Stangaveiði- félags Reykjavíkur sem haldin verð- ur 5. febrúar að Hótel Sögu. Þar verða skemmtiatriðin íjölbreytt eins og alltaf. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra verður heið- ursgestur. Síðast var fullt og varla verður minna núna, en þessar árshá- tíðir þykja þær glæsilegustu í bæn- um. Dorgveiðimenn eru farnir að hugsa sér til hreyfings en slæmt veðurfar hefur heldur betur sett strik í reikinginn. Arnór Benónýsson veiddi þennan 2 punda regnboga á dorg í Hvammsvík fyrir fáum dögum. Fiskurinn tók maískorn. Ólafurafturí ritstjórastólinn Ennþá einu sinni hafa prðið ritstjó- raskipti hjá tímaritinu Á veiðum og hefur Óladfur E. Jóhannsson komið aftur til starfa sem ritstjóri. Ólafur verður áfram fréttamaður á Stöð tvö með þessu verkefni. Eiríki St. Eiríks- syni hefur því verið vikið úr starfi. Grenlækurinn að opnast meira en var Eitthvað virðist sem Grenlækurinn sé að opnast meira fyrir veiöimönn- um en var hér áður. En Þórarinn Halldórsson hefur hafið sölu veiöi- leyfa á svæði þrjú og selt þar nokkur holl höfum við frétt. Dagurinn á besta tíma á svæði þrjú kostar 4500. Þetta þýðir 10% lækkun á þessu svæði á milh ára. Ódýrasti dagurinn er seldur á 1900. -G.Bender Laxá í Kjós var ekki beint veiðileg i vikunni enda hefst veiðin ekki alveg á næstunni. En það styttist. DV-mynd G.Bender Þjóðar- spaugDV Á inilli hjóna Hann: „Geturþaövirkilegaver- ið að ég eigi hann Tomma litla með þér, Vigdis mín? Ég meina, hln börnin eru svo stór og mynd- arleg en Tommi er algjör and- stæða þeirra.“ Hun: „Já, Óh núnn. Þú átt sko hvert bein í honum Tomma litla en æth ég neyðist hins vegar ekki til aö segja þér að þú átt ekkert í hinum börnunum fjórum.“ Ágólfinu Prestur á Suðurlandi hafði lagst veikur kvöldið fyrir messudag og bað því meðhjálparann um að iesa sína venjulegu bæn úr kóm- um áður en hann tilkynnti messufall. Meðþjálparanum fannst nokk- uð til um þetta hlutverk sitt og byijaði þannig fyrir framan kirkjugestina: „Nú geri ég það á gólfmu sem presturinn okkar gerir í stóln- Heyrnartækið „Ég átti að spyrja yður hvort búiö væri aö gera viö heyrnar- tækið hans pabba?“ „Þarf hann mikið á því að halda, blessaður karhnn?“ „Nei, nei, en hún mamma þarf að tala rækhega yfir hausamót- unum á honum núna.“; Exemið Læknir nokkur var eitt sinn staddur á fínum veitingastaö í Reykjavík. Iíonmn varð starsýnt á eina veitingastúlkuna sem var sífellt að klóra sér. Læknirinn vildi koma sér vei við hana og þegar hún kom til að afgreiða hann spurði hann hana hvort hún heföi exera. „Nei, nei,“ svaraöi stúlkan sam- stundis. „Við bjóðum aöeins upp á það sem stendur á matseðlin- um.“ Fiimur þú fimm breytingai? 189 Nú er komið í Ijós að áhyggjur þfnar varðandi nýja, fallega einkaritar- Nafn:......... ann minn eru algjörlega ástæöulausar. Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: ELTA útvarps- vekjaraklukka að verðmæti kr. 5.450 frá versluninni Tón- veri, Garðastræti 2, Reykja- vík. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verð- laun, heita: 58 mínútur, Víghöfði, Sonur Ottós, Kolstakkur og Leik- maðurinn. Bækumar eru gefnar út af Fijálsri fíölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 189 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundraö áttugustu og sjöundu getraun reyndust vera: 1. Adam Lipski Heiöarholti 24,230 Keílavík. 2. Sigurður Þór Elísson Jörundarholh 25,300 Akranesi. Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.