Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Page 22
LAyq^RPAfiUR. 23.: JANÚAR.1993; A j 22 Sérstæð sakamál Kittrell-flölskyldan var vel efnuð og 1 góðu áliti í Terre Haute í Indí- anaríki í Bandaríkjunum. Leopold Kittrell, fimmtugur, var vel metinn læknir og faðir hans hafði verið skurðlæknir. Stella Kittrell, sem var þremur árum yngri en maður hennar, var bamalæknir og sonur- inn, Martin, tuttugu og tveggja ára, fetaði í fótspor foreldranna. En þrátt fyrir þessa góöu stöðu fjölskyldunnar var hneyksh yfir- vofandi. Ástæðan var dóttir ná- grannakonunnar, Jeanette Blake. Faðir hennar, orðum prýddur sjóðliðsforingi, hafði látist árið 1948 þegar Jeanette var aðeins fjögurra ára. Cynthia Blake giftist aftur árið 1950 Walter Attwell og var nýi eig- inmaðurinn velmegandi kaup- sýslumaður sem ættleiddi Jea- nette. Attwell-ij ölskyldan fluttist 1 ein- býlishús við híiðina á læknisfjöl- skyldmmi og brátt urðu Cynthia Blake og Stella Kittrell góðar vin- konur. Þegar Martin fæddist árið 1953 var Jeanette níu ára og það þótti eðlilegt að hún gætti Martins þegar foreldramir fóra út á kvöldin. Ástarsamband Allt gekk vel þar til Martin var orðinn þrettán ára. Þá var hann laglegur drengur og stór fyrir sinn aldrn* og það fór ekki fram hjá Jea- nette. Og kvöld eitt tók hún frum- kvæðið og kynnti honum leyndar- dóma kynlífsins. Martin hafði ekki neitt á móti því Jeanette Kittreli Blake. upp á efii hæðina og inn í svefnher- bergið til að athuga hvort Jeanette væri þar. Þá kom hann að henni fullklæddri á niminu með nælon- sokk um hálsinn. Hann var svo fastbundinn að hann varð að taka hníf tíl að ná honrnn af. Öllu hafði verið snúið á annan endann í svefnherberginu, líkt og innbrotsþjófur hefði veriö þar á ferð. Rannsóknarlögreglumönnum sem komu á vettvang tókst hins vegar ekki að sjá nein merki um innbrot. Leit því út fyrir að Jea- nette hefði þekkt morðingjann og hleypt honum inn. Ægilegurgrunur Engiim granur féll á Martin. En honum var þó ekki lengi rótt. Næsta dag heyrði hann einn lækn- anna á sjúkrahúsinu segja að hann ætlaði á læknaráðstefnu í Indiana- pohs daginn eftir og var það sama ráðstefnan og faðir hans sagðist hafa verið á daginn áður. Þegar Martin spurði föður sinn um ráðstefnuna svaraði hann því til að henni hefði verið frestað. Þess í stað hefði hann heimsótt gamlan vin og starfsfélaga. En einhver hafði hringt til Mart- ins og sagt honum aö koma á sjúkrahúsið morðkvöldið. Ljóst var að sá sem það hafði gert vildi fá hann að heiman. Og faðir hans var maður sem Jeanette hefði opnað dymar fyrir án þess að hika. Þá minntist Martin þess að eftir að Hann grunaði föður sinn og brátt urðu þau Jeanette fastir bólfélagar og sá Jeanette til þess að þau skorti ekki tækifæri til að vera saman. Þegar Martin varð eldri hafði Jeanette orð á því viö hann að þau ættu að giftast þegar hann fengi aldur til þess. Það var hins vegar hugmynd sem Martin var ekki sem hrifnastur af því honum fannst ald- ursmimurinn of mikill. Þau héldu hins vegar áfram að fara út saman og sváfu saman nokkrum sinnum í viku. Fór í flestu vel á með þeim. Foreldra þeirra Martins og Jea- nette grunaði ekkert. Vegna langr- ar vináttu fjölskyldnanna var litið á þau sem systkini. Vandi á höndum Þegar Martin var orðinn tuttugu og eins árs kynntist hann Nancy Philbin sem var hjúkrunarkona á borgarsjúkrahúsinu þar sem Mart- in var í námi. Ekki leið á löngu þar til Nancy, sem var dökkhærð og brúneygð, varð nyög hrifin af Martin. Skömmu síðar hafði Jea: nette fregnir af þessu og olli það henni áhyggjum. Og kvöld eitt þeg- ar þau Martin fóra í ökuferð út í skóg í bíl hans sagði hún við hann: „Það er langt síðan við ákváðum að giftast. í raun og vera erum við lengi búin að vera hjón. Okkur skortir bara blessun prestsins. Ég get ekki séð á eftir þér til annarrar konu eftir að hafa beðið svona lengi eftir þér.“ „Það varst þú sem talaöur um hjónaband," sagði Martin. „Ég hef aldrei haft í huga aö kvænast þér. Þú getur ekki búist við því í alvöra aö ég kvænist stúlku sem er svona miklu eldri en ég. Við höfum haft það ágætt saman en nú nær þaö ekki lengra. Og mundu að þaö varst þú sem byijaöir á þessu.“ Martin Kittrell. Óvæntfrétt Jeanette grét dálítið þegar hann sagöi þetta en sagði svo: „Ég verð víst að láta mér þetta lynda þótt ég elski þig. Viltu vera með mér í síð- asta sinn?“ Martin féllst á það. Ekki af því að hann langaði tíl þess heldur af þvi að hann vorkenndi henni. Það vora slæm mistök. Þremur vikum síðar kom Jea- nette til hans og sagðist vera ólétt. „Við neyðumst til að gifta okkur,“ sagði hún. „Hvorki mínir foreldrar né þínir þyldu það hneyksli sem annars yrði.“ Jeanette hafði rétt fyrir sér. Um leið og foreldrar Martins fengu að vita hvemig komið var sagði faðir hans: „Þú berð þinn hluta ábyrgð- arinnar. Stöðu okkar vegna hér getum við ekki látið koma upp það hneyskli sem annars hlytist af. Annað hvort kvænistu Jeanette eða ferð af heimilinu.“ Martin kaus að kvænast Jeanette en þremur mánuðum eftir brúð- kaupið komst hann að því fyrir til- viljunað Jeanette hafði á klæðum. Leopold Kittrell. Dregurtiltíðinda Þegar Martin gekk á hana játaði hún að hafa blekkt hann. „Já, ég veit að ég var ekki ólétt. Ég hef aldrei verið það en nú ert þú minn. Ég gat ekki látið þessa hjúkrunar- konu komast upp á milli okkar bara af því að hún er yngri og lag- legri en ég. Ég skal vera þér góð kona. Því lofa ég. Stilltu þig nú og svo reynum við að vera hamingju- söm eins og við höfum alltaf verið. Efdr tvær eða þtjár vikur þykist ég hafa dottið og misst fóstrið í framhaldi af því. Martin leit á konu sína með fyrir- litningu og fór út. Hann gekk beint heim til foreldra sinna og sagði þeim frá því að hann hefði verið narraður í hjónaband af konu sem hann legði nú hatur á. Faðir hans sagði þá með bitur- leika. „Þetta er mér að kenna. Ég neyddi þig í þetta hjónaband án þess að ganga úr skugga um að hún væri með bami. Þó er ég læknirinn hennar og hefði getað krafist þess að hún kæmi í rannsókn. En haltu áfram að búa með henni. Hún féll- ist aldrei á skilnaö og fengirðu Stella Kittrell. þann skilnað sem fá má í Mexíkó eða Reno gæti það haft mjög slæm áhrif á starfsferil þinn.“ Leopold Kittrell varð þögull um stund en sagði síðan: „Ég hef oft undrast hvemig fólk getur drepiö maka sína en nú skil ég það.“ Morðið Kvöldið eftir var hringt til Mart- ins og hann beðinn að koma í skyndi á sjúkrahúsið vegna bráða- aðgerðar. En þegar hann kom þangað kom í Ijós að engin aðgerð stóð fyrir dyrum. Hann hafði því greinilega verið blekktur. Eftir stutta viðdvöl fór hann af sjúkra- húsinu en ekki beint heim heldur til foreldra sinna. Móðir hans var þá ein heima því faðir hans var á læknaráðstefnu í Indianapolis og kæmi ekki heim fyrr en eftir mið- nætti. Þegar Martin kom heim logaöi enn ljós í setustofunni en Jeanette var hvergi að sjá. Hann hellti upp á kaffi og fór að lesa. En eftir nokkra stund fór hann að undrast kyrrðina í húsinu. Hann gekk því faðir hans hafði heyrt um gildruna sem Jeanette hafði lagt fyrir hann til að fá hann til að giftast sér hafði hann sagst skilja þá sem myrtu maka sína. Niðurstaða Martins af þessu öllu var sú að það hlyti að hafa verið faðir hans sem myrti Jeanette! Gátan leyst Þetta sama kvöld fór Martin á fund foður síns og sagði honum gran sinn. „Já, ég skil vel að þér skuh finnast allt benda til þess að ég sé morðinginn,“ sagði Leopold Kit- trell þá. „En ástæðan til þess að ég fór að heiman á morðdaginn var sú að við móðir þín eigum tuttugu og sex ára búðkaupsafmæli innar tíðar og ég var að festa kaup á bú- garði sem á að koma henni á óvart.“ Martin trúði foður sínum. En hver hafði þá myrt Jeanette? Hann fékk svarið seint sama kvöld. Þá kom fulltrúi á morðdeild rann- sóknarlögreglunnar til hans. „Við höfum handtekið Walter Attwell fyrir moröið á konu þinni, herra Kittrell," sagði hann. „Rann- sóknir okkar leiddu í ljós að hann hafði gripið til fjár sem hún átti að erfa. Fyrirtæki hans var í fjárhags- vanda og hann ætlaði sér að reyna að rétta reksturinn við með þeim hætti. Jeanette komst hins vegar að þessu og hótaði að snúa sér til endurskoðanda til að koma öllu á hreint. Því miður sagði hún stjúpfóður sínum frá fyrirætlan sinni og það varð til þess að hún týndi lífinu. Walter Attwell er búinn að játa á sig morðið. Það verður sagt frá þessu í morgunblöðunum en ég vildi að þú vissir af því áður en það kemur fyrir almenningssjónir." t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.