Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Síða 30
42 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993. Birkir Rúnar Gunnarsson, sundkappinn blindi: Passi frá Iron Maiden Hjá ólympíupeningnum hangir sérstakur passi frá hljómsveitinni Iron Maiden sem bauð nokkrum keppendum á tónleika síðasta dag þeirra í Barcelona. Birkir hefur fengið kauptilboð í þennan passa en kveðst enn ekki hafa fengið nógu hátt. „Ég skellti mér á tónleik- ana þó ég haldi nú ekki sérstaklega upp á Iron Maiden. Og eftir tónleik- ana var okkur skutlað heim í lög- reglubíl. Þetta var ansi fjörugt." Sjálfur hélt Birkir sína fyrstu tóiieika ásamt félögum sínum nú í vikunni. Þó svo að hann æfi sund sex sinnum í viku, tvær til þrjár klukkustundir í einu, gefur hann sér tíma til að vera í hljómsveit með nokkrum félögum sínum úr Álftamýrarskóla og Menntaskól- anum í Kópavogi. „Það fara nú ekki margar stundir í hljómsveit- aræfingar á viku, ekki nema svona tvær til þrjár.“ Metallic erfyrirmyndin Þetta er ekki bílskúrshljómsveit eins og margar unglingahljóm- sveitir eru heldur fengu þeir félag- ar inni í Tónabæ. „Aðstaðan til æfinga er ókeypis. Við vorum heppnir því við fengum tíma sem aðrir hættu við að nýta sér.“ Aöspurður hvemig tónlist þeir félagar leiki svarar Birkir: „Við erum nokkuð þungir en ekki um of.“ Metallic segir hann vera fyrir- myndina þó ein af uppáhaldshljóm- sveitum hans sé Red Hot Chilipepp- ers sem leikur fonk. Hann stingur kassettu í segulbandstæki um leiö og tekur fram að meðlimimir í þessari hljómsveit séu svolítið óvenjulegir: „Gítarleikarinn hætti af því að hann vildi ekki verða frægur. Platan var tekin upp í gömlu húsi og trommuleikarinn spilaði meðal annars á jámrör í húsinu." Með trommusett og píanó í herberginu í hljómsveit félaganna í Álfta- mýrarskóla er það Birkir sem er næsta ólympíumóti „Peningurinn er svo þungur að það liggur við að maður fái í bakið af því að bera hann,“ segir Birkir Rúnar Gunnarsson, 15 ára gamall sundkappi, í gamansömum tón um bronspeninginn sem hann hlaut á ólympíumóti fatlaðra í Barcelona á Spáni síðastliðið haust. Peningur- inn er einn af fjöldamörgum sem prýða veggina í herbergi sund- kappans. Og hann hefur hug á að vinna enn fleiri. „Ég ætla að vera í toppbaráttunni á næsta ólympíumóti," lýsir Birkir yfir. Hann tekur fram að hann hafi ekki verið að keppa við jafnaldra nú, hann hafi veriö langyngstur. „Ég átti ekki von á því að vinna og ég vann naumt, með rúmri sek- úndu,“ segir hann hæversklega en bætir við að allir í kringum hann hafi verið að vinna og það hafi lík- lega haft sín áhrif. Birkir Runar Gunnarsson hefur verið blindur í tíu ár eða frá því að hann var fimm ára. Pianó er eitt af mörgum hljóðfærum sem hann leikur og semur lög á. Hér er það Gunnur Ýr sem hlustar á bróður sinn. Á píanóinu má sjá nokkra af þeim verðlaunagripum sem Birkir hefur unnið á sundmótum. DV-myndir GVA Stefnir á toppsæti trommuleikarinn. Trommusett er á miðju gólfi í herberginu hans. Þar hefur hann einnig píanó, hljóm- borð og gítar. Og Birkir semur lög á öll þessi hljóðfæri. Hljómsveitin er þó enn ekki farin að leika lögin hans. „Ég sýni gítarleikarunum öðru hveiju það sem ég er að semja en þetta eru mjög flókin stef. Þeir ráða ekkert við þetta," segir Birkir og brosir. Honum þykir jafngaman að leika á öll hljóðfærin en hefur á orði að hann spili kannski helst á trommumar þegar hann þurfi aö fá útrás. „Það er þá á kostnað ná- grannanna.“ Heimilisdýrið, sem er páfagauk- ur og heitir Gári, hefur einnig reynt að ná lögum Birkis. „Hann er sér- stök eftirherma. Fólk má ekki snýta sér án þess að hann reyni að herma eftir því. Hann reynir líka að herma eftir þegar ég spila á gít- arinn en árangurinn er ekki góð- . M Spilar eftir eyranu Birkir hefur spilað eftir eyranu hingað til. „Ég er nýfarinn að læra nótur. Ég held að þaö sé lítið úrval til hérlendis af nótum fyrir blinda." Allt námsefni hefur Birkir fengið með blindraletri, frá Blindrabóka- safninu og blindradeildinni í Álfta- mýrarskóla. Blindradeildin þar þjónar öllum blindum og sjónskert- um grunnskólanemum í landinu. Þeir sem ganga í Álftamýrarskól- ann eru í venjulegum bekk og blindradeildinni samhliða allan skólatímann í grunnskólanum. Langar í Verslunar- skólann og síðan í háskólanám Þrátt fyrir allan þann tíma sem sundið. og tónlistin taka leggur Birkir kapp á heimanámið. „Álfta- mýrarskólinn er þekktur fyrir mikið heimanám og svo verð ég að vera með góða einkunn því ég ætla að reyna að komast í Verslunar- skólann. Heildareinkunn Birkis úr jólaprófum var prýðisgóð, 8,9. „Mig langar tti að læra á tölvur og fara í tölvufræði í háskóla. En það þýðir kannski ekkert að vera að spá svona langt fram í tímann. Einu sinni langaöi mig tti að læra jarðfræði en ég get ekki gert það.“ Man ekki hvemig þaðvaraðsjá Birkir fékk krabbamein í augun og missti þau þegar hann var fimm ára. Hann segist vera löngu búinn að gleyma því hvemig það var að „Ég er löngu búinn aö gleyma hvernig þaö var að sjá en ég man eftir litum,“ segir Birkir Rúnar sem langar að læra tölvufræði í há- skóla. sjá. „En ég man eftir htum,“ tekur hann fram. Fallegt steinasafh í herbergi Birkis vitnar um jarðfræðiáhuga hans. Hann hætti hins vegar að safna steinum þegar hann fór að leika á hljóðfæri. Hann segist helst leika á hljóðfæri eða lesa bækur þegar hann á almenntiegar frí- stundir, eins og hann orðar það. „Að sjálfsögðu á ég mér uppáhalds- höfund. Hann er Jean M. Auel. Bækur hennar um ísaldarfólkið eru mjög vel skrifaðar, einkum fyrsta bókin. „Almenntiegu frístundimar" em ekki margar. Frá mánudegi tti fostudags æfir Birkir með Breiða- bliki í Kópavogslauginni sem hann segir vera bestu sundlaugina í landinu. Síðustu tvö árin hefur hann æft af alvöm, að því er hann segir, en hann var átta ára þegar hann fór að æfa sund tvisvar tti þrisvar i viku. Hann viðurkennir að hann finni tti þreytu öðm hveiju. „Hún kemur sérstaklega fram þegar illa gengur. Ég er til dæmis nýbúinn að keppa í 400 metra skriðsundi þar sem ég var 11 sekúndum frá tímanum sem ég fékk á ólympíumótinu." Svona þreytu segir Birkir ekki nema eðltiega þegar mikið er æft og keppt. Sundið á hug hans allan og hann setur markið hátt. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.