Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Side 31
43 LAUGARDAGUR 28: JANÚAR 1993. i „Allir bókamarkaðir landsmanna eru fullir af þessum nöturlegu ævisögum ungs fólks sem lækka í verði með hverju ári. Við það eykst angist höfundarins til muna enda forðast hann alla slíka markaði." UuKP BW - w : 23-a| WjLhm i Hvað er fertugmn fært? Hann sat hjá lækninum sínum og starði döprum augum út í tóm- ið. „Ég er að verða gamall," sagði hann. Læknirinn leit snöggt á fæð- ingarártalið og reiknaði í huganum að maðurinn var 43ja ára að aldri. „Lífið rennur frá mér á ofsahraða. Mér finnst eins og ég standi á lest- arstöð og horfi á eftir síðustu lest- inni. Engar aðrar lestir eru vænt- anlegar. Þetta er allt að verða búið.“ Hann sneri hægt upp á máð- an giftingarhring á baugfingri hægri handar og dæsti. „Hvað get ég gert til að varðveita lífið og tryggja sírennsli nýrra tækifæra?" Lækninum varð svarafátt. Sjáifur sat hann á þessari sömu brautar- stöð sem hiaðin hafði verið úr brostnum vonum og límd saman með beiskju. Lestin sem brunaði úr augsýn var hlaðin draumum, hugsjónum, framavonum og metn- aði. Þeir voru jafnaldrar, komnir á miðjanaldur. Miðsaldurskreppan Á enskri tungu er stundum talað um „midlife crisis", eða miðsald- urskreppu. Höfundur þess hugtaks er talinn vera breskur geðgreinir, Elhot Jaques aö nafni. Hann skrif- aði grein árið 1965 sem hann nefndi: Dauðinn og miðsaldurs- kreppan. Þar fjallar hann um þung- lyndið og dapurleikann sem grípur marga þegar fertugsaldrinum er náð. Þá verða menn sér meðvitaöir um eigin forgengjleika og dauðann sem allra bíður. Endalokin virðast ekki eins langt undan og áður og trúin á ódauðleika og eilífa æsku slokknar. Bikar lifsins verður beiskur og fullur af sársaukafull- um uppgötvunum. Óraunhæfar kröfur til lífsins og óljós vissa um eigin endanleika valda kvíða í sál- inni. Lífinu virðist lokið í stöðugu tilgangsleysi daganna. Margir gera síðustu tíiraunina til að ná í skottið á draumunum. Þeir skipta mn vinnu eða maka, flytjast búferlum og hnykla vöðvana. Sumir herða enn á sér og vinna meira en nokkru sinni fyrr og taka hverjum degi eins og hann gæti verið þeirra síð- asti. Slíkum mönnum finnst þeir eiga ótal margt óunnið og klukka eilífðarinnar er að falla á þá. Oft gleyma þeir að lifa og nj óta aldrei þess sem aflað er. Þeir hlaupa laf- móðir á eftir lestinni en hún fjar- lægist út við sjóndeildarhringinn og nemur lokst staðar undir rótum regnbogans. Aðrir taka upp á því Álæknavaktiimi Óttar Guðmundsson læknir að skrifa sögu sína á aldrinum 40-55 ára og tíunda þá afrek sín og ævistarf. Leigupennar úr blaða- mannastétt taka að sér gegn áht- legri þóknun að skrifa slíkar ævi- minningar. Þeir mála glæsta mynd af manninum og gera úr honum þann einstakling sem hann dreymdi alltaf að verða. Bókin á að verða óbrotgjam minnisvarði um glæsta ævi en verður sjaldnast annað en dapurlegt sjálfshól þar sem beiskjan og óánægjan drekka tvímenning. Allir bókamarkaðir landsmanna eru fullir af þessum nöturlegu ævisögum ungs fólks sem lækka í verði með hveiju ári. Við það eykst angist höfimdarins til muna enda forðast hann alla slíka markaði. Andlegurþroski og heilbrigði Eina leiðin til að komast heill út úr miðsaldurskreppunni er að efla anda sinn og þroska sig tilfinninga- lega. Dante sleppur frá helvíti og hreinsunareldum í Divinu Comed- íu með því að öðlast fyrirheit um ást og þekkingu. Gera þarf upp við fortíðina og allar óraunsæju hug- myndimar um lífið og tilvemna. Við verðum að sætta okkur við eig- in breyskleika og ófullkomleika og læra að þykja vænt um okkur sjálf. Andlegur þroski felst í því að sætt- ast við sjálfan sig og lífið sjálft. Mörgu er hægt að breyta til betri vegar ef menn þora að stunda já- kvæða sjálfsrannsókn. Mestu skiptir að skilja að menn bera sjálf- ir ábyrgð á eigin lífi. Þeir verða að taka ákvörðun um margt. Vilja menn halda áfram að reykja og drekka þó að slíkt athæfi geti stytt ævina um allmörg ár? Vilja menn sinna líkama sínum af alúð og natni eða láta hann drabbast niður? Vilja menn verða feitir eða grann- ir? Hvað ætla menn að gera við alla streituna sem hijáir þá? Em hugmyndir okkar um eigið líf, for- tíð og framtíð raunsæjar? Ef svo er ekki verðum við að átta okkur á því og fara að lifa í samræmi við raunveruleikann og sætta okkur við tilveruna eins og hún er. Ef við gerum það ekki verðum við óham- ingjusöm og finnst að eigið líf hafi misheppnast og farið forgörðum. Lífið er of dýrmætt til að kasta því á bál óraunsærra hugmynda og væntinga sem aldrei er hægt að lifa eftir. Skógar heimsins em of dýr- mætir til að þeim sé fómað í papp- ír til að prenta á dapurlegar ævi- minningar fólks á besta aldri. Allt er fertugum fært en hins vegar er ófært þegar fertugir missa trúna á sjálfa sig og lífið sjálfL VIÐSKIPTAVINIR JÖFURS ATHUGIÐ! Varahlutaverslunin er opin á laugardag frá kl. 10-14. JÖFUR Nýbýlavegi 2, sími 42600 Tölvuteikning Dagblaðiö-Vísir óskar að ráða tölvuteiknara til korta- og grafagerðar á ritstjórn. Nauðsynleg er kunnátta í meðferð teikniforrita á borð við FreeHand, MacDraw, lllustrator og DeltaGraph. Umsóknir berist ritstjórum fyrir 1. febrúar 1993. ÚTSALAN HEFST I DAG Verslunln Gleraugað býður vlðsklptavlnum sfnum 25% afslðtt ó ðllum gerðum sjónglerja. f verslun okkar að Suðurlandsbraut 50 bjóöum vlö gott úrval umgjaröa ó mjðg góðu verðl. Tllboðlð glldlr tll 20. febrúar. <3* GLERAUGAÐ v/ Faxafen f 4 I / 1 1 1 T* l 1 /> f" \ /^Nj I v § I J S i 1 LJ I I 1 I | 1 |;J|pr V. t J V/ 1 ■ ■,<l ■ ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.