Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Qupperneq 32
44 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993. Tuttugu ár frá gosinu 1 Heimaey: Ibúar vöknuðu við brunalúðra Það var um tvöleytið aðfaranótt þriðjudagsins 23. janúar 1973 sem Vestmannaeyingar vöknuðu af værum blundi við hávaða frá brunalúðrum bæjarins. Kona nokkur hafði orðið vör við eld- bjarma og hringt á slökkviliðið. Við eftirgrennslan kom í ljós að þama var um meira að ræða en venjuleg- an bruna. Jörðin logaði á löngum kafla og eldur og eimyrja vall upp úr tveggja kílómetra langri eldgjá sem lá frá Kirkjubæ að Skarfa- tanga. Gos var hafið í Vestmanna- eyjum. Rúmlega fimm þúsund manns voru þá búsett í Eyjum og var strax hafist handa við flutninga tii lands, jafnt á bátum og í flugvélum. Björg- unarstarf þótti takast með ein- dæmum vel og tókst að flytja alla til lands á skömmum tima. í Reykjavík safnaðist fólk fyrir í skólum borgarinnar en flestir gátu síðan flust inn á vini og ættingja. Mikil heppni var hversu veður var gott um nóttina og morguninn og auðveldaði það allt björgunarstarf. Flug gekk vel en það auðveldaði að flytja sjúkt fólk frá Sjúkrahús- inu í Eyjum yfir á spítala höfuð- borgarinnar. Margt af því fólki var illa haldið og að auki miður sín, Eldgos var hafið i Vestmannaeyjum. Eimyrjan vall upp úr tveggja kilómetra langri eldgjá sem lá frá Kirkjubæ að Skarfatanga. Kirkjubæjarhúsin fóru mjög fljótlega undir hraun. DV-mynd: Bragi Guðmundsson ekki síður en þeir sem heilbrigðir voru. Ekki var nóg að flytja alla íbúana til Reykjavíkur því einnig þurfti að skrásetja alla og var það töluverð vinna þar sem menn voru dreifðir. Þegar búið var að flytja fólk var tekið til við að flytja húsmuni og aðrar eigur fólksins áður en þær yrðu eldinum að bráð. Alhr matreiðslunemar landsins fengu nóg að gera við að hjálpa til við eldamennsku og Stefán Ólafs- son, veitingamaður í MúlakafFi, sá um að allir fengju heitan mat áður en þeir héldu til ættmenna sinna. Allir höfðu nóg að gera í hvaða starfi sem þeir voru þegar fimm þúsund Eyjamenn fluttust til Reykjavíkur. LeigubOstjórar óku fólkinu í skólana og strætisvagnar og rútur fluttu það frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur. Allir bOstjórar voru kaUaðir út til hjálparstarfa. Nóg var af vinnu á landinu á þessum tíma og bárust boð um vinnu handa Vestmannaeyingum hvaðanæva af landinu. Sú varð reyndar raunin að Eyjamenn tínd- ust um landið, settust þar aö og margir hveijir búa enn á þeim stöð- um. Gosinu í Heimaey lauk 3. júlí 1973. Enn í dag hefur íbúatalan ekki náð þeirri tölu sem var fyrir gos. Vestmannaeyingar munu halda sérstaka dagskrá í dag tO að minn- ast þessara atburða. Þar mun fara fram skákmót, opnuð verður gos- munadeOd í Byggðasafni og helgi- stund veröur í Landakirkju. Eftirfarandi eru viðtöl DV við nokkra einstaklinga sem bjuggu í Vestmannaeyjum þegar eldgos hófst þar 23. janúar 1973. Magnús H. Magnússon, fyrrverajndi bæjarstjóri: „Það sem mér er minnisstæðast af öllu er hve fljótt okkur bárust hluttekningarkveðjur og loforö um aðstoð. Þetta haföi feOdlega mikil mórölsk áhrif á okkur og viö fund- um það strax fyrstu nóttina að þaö var langt frá því að við stæðum ein,“ sagði Magnús H. Magnússon, sem var bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum á þessum tíma. „Bæði fengum við stuðning frá stjómvöldum hér, aUs staöar af Norðurlöndunum og hvaðanæva úr heiminum. Noregur, Danmörk og Finnland gáfu 100 núlljónir norskar hvert og Svíþjóð 200. TO viðbótar kom heilmikið frá ein- stökum sveitarféiögum. Rauði krossinn og fleiri samtök veittu okkur einnig aðstoð. Við fengum meira aö segja nokkrar miOjónir frá Rauða-Kína, og aðstoð frá Ástr- alíu og Suður-Afríku. Sjálíboðalið- ar öá þessum löndum komu og hjálpuðu tíl við hreinsunina. Þá má ekki gleyma æðruieysi heimamanna, sem var alveg stór- kostlegt. Fólkið var ræst upp klukkan tvö um nóttina, þá nýso&i- að. Það fór orðalaust niður að höfn, beint í bátana. Þrem tímum seinna voru allir famir, nema þeir sem þurftu að vera um kyrrt.“ Magnús sagði að uppbygging staðarins hefði hafist mjög fljótt. Um leið og séðhefði verið aðgosið væri í rénun hefði hreinsun hafist. Vikurinn hefði verið notaður tO að byggja upp vegakerfiö í vesturbæn- um, þar sem síðan hefði verið byggt fbúðarhúsnæöt Þá heíöi mfláð af vikri farið í fiugbrautina. Magnús H. Magnússon var bæjar- stjóri i Vestmannaeyjum þegar eldgosið lagði eyjuna í rúst DV-mynd GVA „Austurbærinn varð fyrir mestu skakkafóllunum. Þar fóru um 400 íbúðir, aðrar 400 við miðbæinn skemmdust verulega og 400 íbúðir i vesturbænum skemmdust lítið sem ekkert, Ég bjó í austurbænum og mitt hús fór fljótlega á svartak- af. Þaö skemmdist mikið en ég byggði það upp aftur. Eg varð var viö talsverða breyt- ingu á mannlíiinu eflir þessa at- burði. Vestmannaeyingar höfðu verið mjög samheldnir og litu nán- ast á sig sem sérstakan þjóðflokk, Þetta breyttist dálítið því um það bO þriðjungur fólksins kom ekki aftur. Þess í stað kom nýtt fólk ofan af fastalandinu. Þetta tók svolítinn tíma aö jafiia sig eftir gosið, en ég varð var viö að fólk stóð afskaplega velsaman." -JSS Hver verður skákmeistari Vestmannaeyja 1973?: Skákin í bið í tuttugu ár „Skákin var komin upp í 40 leiki og samkvæmt hefð, sem var á þess- um árum, fór hún í bið og hefur staö- ið síðan. Þetta var eina biðskákin á mótinu en ég er nú með betri stöðu,“ sagði Helgi Olafsson stórmeistari við DV. Helgi mun í dag ljúka aflsérstæðri biðskák sem raunar hefur verið í bið í 20 ár. Þairnig var að þegar gosið í Vestmannaeyjum hófst stóð yfir meistaramót Vestmannaeyja í skák. Fjölmargir þátttakendur voru á mót- inu, þar af 12 í 1. flokki. Helgi tefldi k i Á 1; A & 1 Jl A 4? A ■ ABCDEFGH Þetta er staðan í biðskákinni frægu. Helgi er með svart. Andri lék biðleik í 41. leik og sagðist Helgi vonast til þess að hann fyndi biðleikinn. Ann- ars yröi hann að hugsa nýjan á leið- inni til Eyja. skákina frægu við Andra Hrólfsson, starfsmann hjá Flugleiðum. Ljúka átti við hana daginn eftir en um nótt- ina fór að gjósa þannig að ekki er enn ljóst hver verður skákmeistari Vest- mannaeyja 1973. „Andri er nú í stjóm Skáksam- bandsins þannig að hann hefur ekk- ert bugast þrátt fyrir þessa löngu bið. En þetta er vafalaust búin að vera mikfl byrði á honum,“ sagði Helgi. 4 ‘.>2 \ ^ ' ■ . f.,\ ■ Helgi með skákskriftarbókina góðu sem geymir biðskákina. „Á þessum tíma gekk mikO skák- bylgja yfir landið í kjölfar einvígis Fischers og Spasskís 1972. Mótið byrjaði í raun og veru seinni part árs 1972 og því var eiginlega að ljúka. Það voru ekki allar skákir búnar þar sem margir sjómenn voru meðal þátttakenda. Þeir vom stundum úti á sjó þegar umferðimar voru tefldar og aOur gangur á því hvemig tókst að ná mönnum saman. Allflestir höfðu þó lokið keppni. Ég þarf ekki nema hálfan vinning úr biðskákinni tfl að tryggja mér titO- inn skákmeistari Vestmannaeyja DV-mynd GVA 1973. Ég var efstur á mótinu meö 9 vinninga af 9 mögulegum en Össur Kristinsson efnafræðingur var búinn að klára sínar skákir og var með 9 af 11 mögulegum. Svo átti ég eftir aö tefla við Amar Sigurmundsson og það geri ég einnig í dag. Þar með lýk- ur mótinu." Helgi sagðist hafa fundið skákina í gamafli skákskrifbók þannig að hún væri skjalfest. „Ég kíkti aðeins á hana í dag og sendi þeim biðstöðuna út í Eyjar. En það er langt í frá að ég hafi legið yfir stöðunni í 20 ár.“ _jss

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.