Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Síða 33
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993. 45 Brynja Pétursdóttir horfði á aleiguna verða eldinum að bráð. DV-mynd Ægir Már Kom aldrei til greina að flytja út aftur - segir Brynja Pétursdóttir sem bjó í Kirkjubæ „Það kom aldrei til greina að við flyttum út aftur. Viö vorum búin að missa allt sem við áttum þar, um- hverfið hvað þá annað,“ sagði Brynja Pétursdóttir, sem bjó í Kirkjubæ, austasta húsinu, rétt við eldstöðv- amar. Brynja bjó í risi hússins, foreldrar hennar, Pétur Guðjónsson og Lilja Sigfúsdóttir, sem nú eru bæði látin, á miðhæðinni og móðursystir henn- ar í kjallaranum. Kirkjubær var fyrsta húsið sem brann en það kvikn- aði í því á 2. degi eftir að eldgosið hófst. íbúarnir misstu nær allar eig- m- sínar. í nágrenninu bjuggu svo þrjú systkin Brynju. Þeirra hús brunnu einnig. Enginn úr fjölskyld- unni flutti aftur til Eyja. Brynja býr nú í Garði, Gerðum, og þar bjuggu foreldrar hennar einnig eftir gosið. „Okkur gekk ótrúlega vel að koma fótunum undir okkur aftur,“ sagði Brynja. „Foreldrar mínir fengu Við- lagasjóðshús fyrir bætumar og ég keypti mér íbúð fyrir mínar. Við fundum okkur vel hér í Garðinum. Umhverfið hér er ekki ósvipað því sem var heima. Pabbi fór á hverju ári út í EUiðaey því hann var mikill lundaveiðimaður. En hann orðaði aldrei að flytja. Það var óskapleg lífsreynsla að lenda í gosinu og þegar ég hugsa til baka finnst mér beinlínis ótrúlegt að þetta skyldi hafa komið fyrir mig og mína. Að horfa á eftir öllu sínu á einu andartaki. Á miðvikudags- kvöldinu var sýnt í sjónvarpinu þeg- ar húsið var að brenna og við vissum að í því var alit sem við áttum. Við gátum ekkert gert annað en aö sitja fyrir framan sjónvarpið, þar sem við vorum stödd í Reykjavík, og fylgjast með aleigunni verða eldinum að bráð. Við yfirgáfum Vestmannaeyjar strax um nóttina, þegar gosið hófst, og vorum í fyrsta bátnum sem kom til Þorlákshafnar. Þetta var svakaleg sjóferð og foreldrar mínir og ég viss- um ekkert um afdrif hinna úr flöl- skyldunni. Svo vorum við að smá- frétta, þegar við komum upp á land, í hvaða bátum þau hefðu verið og hvar þau hefðu lent.“ Brynja kvaöst ekkert hafa farið út í Eyjar fyrstu fimm árin eftir gos. Nú færi hún hins vegar á hverju ári. „Ég er alltaf voöalega mikill Vest- mannaeyingur í mér og segist alltaf vera frá Vestmannaeyjum ef ég er spurð.“ -JSS Missti glænýtt hus undir hraun: Sé enn eftir húsinu - segir Hjörtur Hermannsson „Eg missti glænýtt hús undir hraun og þó ég segi sjálfur frá þá var það eitt fallegasta húsið í bænum. Það stóð rétt við sundlaugina í bæn- um. Ég sé enn eftir þessu húsi en það þýðir ekkert að gráta það.“ Þetta sagði Hjörtur Hermannsson, sem búsettur er í Vestmannaeyjum, þegar hann riijar upp atburðina sem áttu sér stað fyrir réttum 20 árum. Hjörtur yfirgaf eyjuna aldrei heldur vann að ýmsum störfum þar meðan á gosinu stóð og einnig eftir það. Hann sá um að rýma frystihúsiö, flutninga á búslóðum og var loks verkstjóri yfir hreinsuninni á bænum. „Okkur tókst að bjarga innbúinu okkar. Ég var þó aðallega í því að bjarga fyrir aðra þannig að ég var ekki mjög duglegur að rífa innan úr eigin húsi. Við misstum svolitið af bókum og þjóðhátíðartjaldið okkar ásamt ýmsum verðmætum. Mjög mikið sá ég eftir 2 gripum sem hurfu af mannavöldum. Þetta voru minni- speningar Jóns Sigurðssonar úr gulli sem bömunum höfðu verið gefnir. Ég skuldaði nánast ekki neitt í húsinu sem ég missti. En þegar ég var búinn að koma mér upp þaki yfir höfuðið aftur skuldaði ég rúm- lega það sem nam þeim bótum sem ég hafði fengið fyrir hitt húsið. Ég lenti þama í einu mesta verðbólgu- báh sem yfir íslendinga hefur gengið og því fór þetta svona.“ Hjörtur stofnaði félagsskap manna sem misst höfðu húsin sín. Þeir fengu úthlutað lóðum á svæði vestast á Eyjunni, í Dverghamarshverftnu. Þar Hjörtur Hermannsson sagði að minningunni um eldgosið skyti upp öðru hvoru. DV-mynd Ómar byggðu þeir upp rúmlega 30 íbúðir. „Eg kann ijómandi vel við mig hér, það er ekki máhð, en ég hefði svo sem alveg vhjað eiga mitt fyrra hús héma, vera á gamla staönum og hafa eyjuna eins og hún var. Breytingin hafði þó sína kosti líka. Við höfum til dæmis fengið miklu betri höfn. Svo hafa menn á ákveðnum svæðum skjól fyrir austanáttinni. Ef maður úthokar minninguna um gömlu eyjuna þá á hraunið eftir að verða fahegt með tíð og tíma. En maður er ekkert að velta því fyrir sér sem undir því er. Ég ber engan kvíðboga fyrir nýju gosi og hef aldrei gert. Ég veit þó um fólk sem það ger- ir.“ -JSS Stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum - segir Haraldur Guðnason sem flutti einna fyrstur heim aftur „Þessir atburðir standa mér ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum þótt langt sé um hðið,“ sagði Haraldur Guðna- son, rúmlega áttræður Vestmanna- eyingur. Haraldur var bókavörður í Eyjum. Hans var getið fyrir það að hann neit- aði að yfirgefa staðinn eftir að gos var byijað. Þess í stað hehti hann sér upp á sterkan og góðan kaffisopa. Hann fór ekki fyrr en 2 dagar voru hðnir frá því að gos hófst. Haraldur bjó vest- arlega í bænum, í nokkurri fjarlægð frá þeim stað sem gosið kom upp. „Um klukkan hálftvö aðfaranótt 23. janúar 1973 vaknaði ég við einhvem hávaða. Ég hélt að miðstöðin í kjah- aranum hjá mér væri sprungin. Ég fór niður og athugaði það en aht reyndist í besta lagi. Ég fór þá bara í mína koju aftur. Þá heyrðum við hjónin í sírenu og litum út. Þá sáum við mikið eldhaf og héldum að þetta væri stórbruni. Við nánari athugun sáum við gosflygsumar og vissum hvað var að gerast." Þau hjónin, Haraldur og flle, héldu af stað gangandi austur í bæ til að athuga máhð. Austur á Búastaða- braut var orðið svo heitt að þau urðu að snúa við. Fólk var sem óðast að fara í átt að höfninni. Þegar þau komu heim heyrðu þau tilkynningu um aö allir ættu að fara niður að höfn. Þau héldu í fyrstu aö þar væri einhver fúndur. En þegar þau komu þangaö sáu þau marga báta sem vom fuhir af fólki. „Það átti að drífa okkur um borð. En við vildum það ekki. Þess í stað fórum við heim og það fyrsta sem ég gerði var að hita kaffi." Fleiri tilraunir vom gerðar tíl að koma Haraldi og Ihe upp á land en þau vildu vera kyrr. „Við sáum eld- fjallið verða til á þessum tveim dög- um sem við vorum um kyrrt," sagði Haraldur. „Það hlóðst smám saman upp. Við miðuðum það við staur sem var þama skammt frá. Við fórum ekki úr fotum heldur sváfum á gólfinu, við öllu búin. Búið var að loka öhum búðum þegar hér var komið sögu þannig að engan mat var að hafa. Þegar við vorum búin að vera í tvo daga fórum við með flugvél til Reykjavíkur.“ Haraldur fór fljótlega út í Eyjar aftur tíl að huga að bókasafninu. Hann fékk tflskilinn passa og fór síðan sjó- leiðina. Hann setti verðmætustu bækumar úr safninu í gám sem flutt- ur var tfl Reykjavíkur. Þegar hraun- iö nálgaðist enn var afgangur safns- ins fluttur upp í gagnfræðaskóla. Haraldur var með þeim fyrstu sem fluttu heim aftur en það var í maí 1973. Hann fluttí í hús sitt og var þar einn tfl að byrja með. Síðan fór fólk- iö að tínast heim. „Mér finnst mann- lífið hafa breyst sem eðhlegt er. Margt af eldra fólkinu kom ekki aftur og það var mikfl hreyfing á því fólki sem kom. Maður þekkti nær hvem mann hér áður en það hefur nú breyst. En mannlífið hér er ágætt.“ -JSS Haraldur Guðnason og llle kona hans neituðu að yfirgefa heimili sitt þegar gosið hófst. DV-mynd Ómar Læknisþjónusta og heilsugæsla 1993 Almennt gjald: Lífeyrisþegar: Koma á heilsugæslustöö eöa til heimilislæknis á dagvinnutíma kr. 600 kr. 200* Koma á heilsugæslustöð eöa til heimilislæknis utan dagvinnutíma " 1000 " 400* Vitjun heilsugæslu- eöa heimilislæknis á dagvinnutíma " 1000 " 400 Vitjun heilsugæslu- eöa heimilislæknis utan dagvinnutíma " 1500 " 600 Krabbameinsleit hjá heimilislækni eöa á heilsugæslustöö " 1500 " 500 Koma til röntgengreiningar eöa rannsókna " 900 ” 300 Koma til sérfræöings, á göngudeild, slysadeild eða bráöamóttöku sjúkrahúss 1200 kr. fastagjald + 40% umframkostnaðar 1/3 af fullu alm. gjaldi Ekki þarf aö greiða fyrir komu vegna mæöra- og ungbarnaverndar eöa heilsugæslu í skólum. * Börn og unglingar undir 16 ára, í öörum tilvikum greiöa þau almennt gjald. Börn meö umönnunarbætur greiöa sama gjald og lífeyrisþegar. Hámarksgreiöslur - Geymið kvittanir! Hámarksgreiðsla einstaklings fyrir þessa þjónustu, fullu veröi, er 12.000 kr. Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega 3.000 kr. Sameiginlegt hámark allra barna yngri en 16 ára í sömu fjölskyldu er 6.000 kr. Afsláttarkort fæst gegn kvittunum aö hámarki náöu. Afgreiðsla þeirra er hjá Tryggingastofnun, Tryggvagötu 28, og umboöum hennar utan Reykjavíkur. Afsláttarkort veita ókeypis læknisþjónustu og heilsugæslu til 1. mars 1993. Eftir það greiöist lægra gjald fyrir þessa þjónustu, gegn framvísun afsláttarkorts. TRYGGINGASTOFNUN Kj? RlKISINS Þessar reglur ganga í gildi 25. janúar 1993.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.