Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Page 43
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993. 55 dv Sviðsljós Whitney Houston. Bíður frum- burðarins Söngkonan Whitney Honston telurnú dagana }>ar til fntmburö- ur hennar lítur dagsins Ijós en auk þess hafa vlnsœldir hennar aldrei veriö meiri. Kvikmyndin The Bodyguard meö Whitney og Kevin Costner hefúr slegið öll met alis staðar þar sem hún hefur veriö sýnd og titillagið ómar frá .útvarpstækjum daginn út og tnn. Margir fara einungis á myndina til að sjá Whitnev syngja lagið en aðrir til að sjá Costner syngja lag Buddys Holly, True Love Ways. Hann mun hafa tekið það mjög alvarlega að fá að syngja lagið. Karólina Mónakóprinsessa. Verðurellilegri með hverjum deginum sem líður Karólína prinsessa í Mónakó á bjaitari daga fram undan en ver- ið liafa, segja þeir sem kunna að lesa úr stjömunum. Jafnvel er þess ekki langt aö bíða að hún gifti sig aftur. Karólína verður 36 ára gömul þann 27. janúar. Hún hefur búið raeð bornum sinum, Andrea sem er átta ára, Charlotte sem er sex og Pierre, fimm ara, á sveitabæ í S-Frakklandi. í litiu múrhúsiibænumSt. Remy.langt frá glys og glaumi Mónakó. Böm- in hennar hafa gengið 1 venjuleg- an skóla í nágrenninu og Karó- lína fer sjálf og kaupir í matinn, skóiabækur eða ný fot. En ftiðurinn var ekki langur. Fljótt spurðist út hvar prinsessan væri og áður en iangt um leið fór þorpið að fyllast af feröamönn- um. AUt verö í verslunum hækk- aöi og Karóiína sá ekki aöra leiö en flýja aftur i höllina 1 Mónakó meö bömin sín. Hræösla er alltaf mikfi vegna bamaræningja og mafíósa. Lilta húsið hennar i Remy er orðið eins og hver annar sýningargripur. Ljósmyndarar lágu bak viö hvem mnn og njósnuðu um prinsessuna, sérstaklega þegar þaö spuröist út að Karóilna hefði eignast vin, leikarann Vincent Undon. Dagamir hafa ekki verið auðveldir fyrir auroingja Karó- linu og raenn segja að hún h'ti út fyrir aö vera miklu eldri en 36 ára. Safnar 78 snúninga plötum og gömlum grammófónum: Dýrt tóm- stundagaman Ólafur Þorsteinsson, 19 ára menntaskólanemi í Kópavogi, er búinn aö flytja rúmiö út úr her- berginu sínu til aö rýma fyrir öllum gömlu mununum sem hann safnar. Þar em gamhr skápar, mjólkur- brúsar, gömul ryksuga sem hann segir enn virka þó hún sé hávaða- söm, flöskur, bækur, gleraugna- hulstur, vöfílujám, úr, klukkur, útvarpstæki, grammófónar og 78 snúninga plötur svo eitthvað sé nefnt. Það eru 78 snúninga plötum- ar sem hann hefur sérhæft sig í. Nærtvö þúsund plötur „Þetta er búin að vera markviss söfnun hjá mér í þrjú ár,“ segir Ólafur sem á nú nær tvö þúsund 78 snúninga plötur sem reyndar komast ekki allar fyrir inni í her- berginu. Veggina hjá sér hefur hann skreytt með plötum frá helstu erlendu útgáfufyrirtækjunum. Elsta erlenda platan, sem er 'A cm á þykkt, er frá því fyrir síðustu aldamót. Enn eldri „plötur", sem Ólafur á, eru þó sívalningar. „Það var Edison sem fann þá upp. Ég pant- aöi nokkra frá Englandi," segir hann um leið og hann útskýrir hvemig þeir snerust á gömlum fón- rnn. Dýrt tómstundagaman - elsta íslenska platan frá 1913 Þennan glæsilega grammófón með trekt fékk Ólafur frá Sviþjóð. Grammófónninn er frá 1920. Grammófón með trekt frá 1920 fékk hann frá Svíþjóð fyrir tilstilli systur sinnar sem þar býr. „Þetta er dýrt tómstundagaman og því fylgir mikil fyrirhöfn. Flestar plöt- umar hef ég þó fengið með því að auglýsa í smáauglýsingum DV.“ Þegar Ólafur bregður einni af gömlu 78 snúninga plötunum á fón- inn fyrir blaðamann er það á raf- magnsfón. „Ég reyni að spila á raf- magnsfón því hljóðdósirnar, sem halda nálunum á gömlu fónunum, era svo þungar að plötumar eyð- ast. Svo þarf líka að skipta um nál eftir hveija plötu,“ greinir Ólafur frá og sýnir sérstök box sem notuð vom undir nálamar. Caruso ogNelly Melba Meðal gamalla platna í safni Ól- afs er plata með Caruso frá 1905 og önnur með Nelly Melba. Þar eru einnig Sonny Boy með A1 Jolson úr kvikmyndinni The Singing Fo- ol. „Það var fyrsta talmyndin sem sýnd var á íslandi. Það var víst í Gamla bíói 1930,“ segir Ólafur. Hann telur einnig upp plötur með Hreini Pálssyni, Maríu Markan og Einari E. Markan sem honum hef- ur tekist að verða sér úti um. Uppáhaldsplata Ólafs í safninu er með Pétri Jónssyni frá 1913. „Hún er elsta íslenska platan mín. Þetta er tíunda íslenska platan sem gefin var út.“ Mest gaman segist Ólafur hafa af plötum frá öðrum og þriðja ára- tugnum. „Það era mörg skemmti- leg dægurlög á þeim, eins konar charleston músík,“ segir hann. Eigin rödd á silfurplötum Uppi á vegg hjá Ólafi má sjá umslag þar sem á stendur: „Rödd yðar á silfurplötunni. Bezta nýjung síðari tíma.“ Ólafur segir siífur- plöturnar hafa veriö gefnar út af Hljóðfærahúsi Reykjavíkur snemma á 4. áratugnum. „Fólk gat farið og látið taka upp eigin rödd. Þetta gerðu allavega ýmsir frægir Elstu „hljómplöturnar" í saini Ólafs, sívalningar frá því fyrir aldamót. DV-myndir GVA menn, eins og til dæmis Haildór Laxness." Núna einbeitir Ólafur sér aö því að safna íslenskum plötum. „Ég er hættur að kaupa erlendar plötur þó ég safni þeim enn. Framundan er vinna við að fjölga íslensku plöt- umun sem enn em í minnihluta í safninu." -IBS WS4 Álafoss í - band - bómullarpeysur - ullarpeysur værðarvoðir - metravara Opið daglega frá kl. 10.00-18.00, einnig sunnudaga. Sendum í pöstkröfu, simi 91-666303.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.