Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1993, Síða 46
58 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993. Afmæli________________ Birgir Ingólfsson Birgir Ingólfsson, auglýsingateikn- ari Rjá Auglýsingastofunni Yddu hf., til heimiiis aö Tjarnarmýri 5, Seitjamamesi, er fertugur í dag. Starfsferill Birgir fæddist í Reykjavík en ólst upp í Njarðvík. Hann lauk stúdents- prófi frá ML1972, stundaði nám við Myndhsta- og handíðaskóla íslands og útskrifaðist auglýsingateiknari 1977. Birgir hóf störf á Auglýsingastofu Kristínar 1977 og starfaði þar til 1986. Þá stofnaði hann ásamt öðrum Auglýsingastofuna Yddu í Reykja- vík og hefur starfað þar síðan. Fjölskylda Birgir kvæntist 10.12.1983 Auði Jónsdóttur, f. 17.3.1953, félagsráð- gjafa hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Hún er dóttir Jóns Guðmundssonar, starfsmanns hjá Hitaveitu Suðurnesja, og Guð- finnu Ástu Sigmundsdóttur sem lést 1979. Böm Birgis og Auðar eru Guð- finna Ásta Birgisdóttir, f. 18.12.1979, oglngólfurBirgisson, f. 18.8.1988. Systkini Birgis eru Aðalsteinn, f. 7.3.1948, listfræðingur og rithöfund- ur í Reykjavík, kvæntur Janet Ing- ólfsson og eiga þau þrjú börn; Ólafur Öm, f. 9.6.1951, forstöðumaöur fiár- reiðudeildar Landsbankans, kvænt- ur Ingibjörgu Guðmundsdóttur og eiga þau eina dóttur; Ásrún, f. 21.10. 1955, hjúkrunarfræðingur á St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði, gift Magnúsi Snæbjörnssyni rafmagnsverkfræð- ingi og eiga þau eina dóttur; Leifur, f. 6.9.1960, nemi; Atli, f. 21.8.1962, tónskáld, kvæntur Þuríði Jónsdótt- ur. Foreldrar Birgis: Ingólfur Aðal- steinsson, f. 10.10.1923, veðurfræð- ingur og síðar framkvæmdastjóri Hitaveitu Suðurnesja, og kona hans, Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 9.2.1926, bókavörður. Ætt Faðir Ingólfs var Aðalsteinn, b. í Brautarholti í Haukadal, Baldvins- son. Móðir Ingólfs var Ingileif Björnsdóttir, b. í Brautarholti, Jóns- sonar. Móðir Ingileifar var Guðrún Ólafsdóttir, b. á Vatni, Brandssonar og konu hans, Katrínar, systur Skarphéðins, foður Friðjóns, fyrrv. ráðherra, og Pálma, föður Guð- mundar jarðeðlisfræðings, og Ólafs, bókavarðar Seðlabankans. Katrín var dóttir Jóns, b. í Stóra-Galtardal, Þorgeirssonar og konu hans, Hall- dóm Jónsdóttir, b. á Breiðabólstað á Fellsströnd, Jónssonar. Systir Halldóm var Hólmfríður, lang- amma Ingibjargar, ömmu Ingibjarg- ar Haraldsdóttur rithöfundar. Syst- ir Halldóru var einnig Steinunn, langamma Auðar Eydal, forstöðu- manns Kvikmyndaeftirlits ríksins. Bróðir Halldóm var Þórður, langafi Gests, föður Svavars alþingis- manns, og langafi Friðjóns Þórðar- sonar sýslumanns, föður Þórðar, forstöðumanns Þjóðhagsstofnunar. Ingibjörg er dóttir Ólafs, kaupfé- lagsstjóra á Vopnaflrði, Metúsal- emssonar, gullsmiðs á Burstarfelli í Vopnafirði, Einarssonar. Móðir Ingibjargar var Ásrún Jörgensdótt- ir, b. í Krossavík, Sigfússonar, b. á Skriðuklaustri, Stefánssonar, pró- Birgir Ingólfsson. fasts á Valþjófsstað, Ámasonar. Móðir Ásrúnar var Margrét, systir Gunnars, afa Gunnars rithöfundar. Margrét var dóttir Gunnars, b. á Brekku í Fljótsdal, Gunnarssonar og konu hans, Guðrúnar Hallgríms- dóttur, b. á Stóra-Sandfelli, Ás- mundssonar, afa Jóns skálds og Páls skálds Ólafssona. Birgir tekur á móti gestum á heim- ili sínu á afmælisdaginn kl 17.00- 20.00. 80 ára Theodore Vosk, Kirkjuiundi, Garðabæ. 5. janúar Tómas Albert Holton, Bergþórugötu 53, Reykjavík. Birgir Bernburg, Hátúni 6, Reykjavík. Jóhannes Sigurðsson, Kópavogsbraut 90, Kópavogi. 75 ára Karl G. Guðmundsson, Saurum, Súðavík. ' Ingibjörg Andrea Jónsdóttir, Hafnarstræti 45, Flateyri. 70 ára Ragnhildur Metúsalemsdóttir, Sauðhaga 1, VaJlahreppi. Ásta Ingibjörg Árnadóttir, Heiðargerði 14, Reykjavík. Eiginmaður Ástu er Svein- björn Sigur- jónssonbif- reiðastjóri. Þau taka á móti gestum í veit- ingasal Jazz, Ármúla 7, Reykjavík, á milli kl. 17 og 19 á afmælisdaginn. Einir Jónsson, Klapparstíg 6, Njarðvík. 60 ára Guðný Gunnarsdóttir, Kelduhvammil, Hafharfirði. 50ára Harpa Jóhannesdóttir, Noröurtúni 8, Keflavík. Þórir Jóhann Axelsson, Sólvallagötu29, Reykjavík. Sigurbjörg S. Jónsdóttir, Vallargerði 16, Kópavogi. Hjördis Torfadóttir, Jakaseli 33, Reykjavík. 40ára Valgerður Kristín Gunnarsdóttir, Jóruseli24, Reykjavik. Vilberg Magnús Ármannsson, Efstahrauní 4, Grindavík. Þorgrimur H. Isaksen, Jakaseli 23, Reykjavík. Kjartan ÞrösturÓlafsson, Kringlumel, SkOmannahreppi. Sævar Sveinsson, Háseylu21, Njarðvík. Agnar Haildór Gunnarsson, Miklabæ, Akrahreppi. Bjarnveig Gunnarsdóttir, Hólagötu3, Sandgerði. Þórhallur Hauksson, Koltröð 10, Egilsstöðum. Halla Guðrún Hallvarðsdóttir, Reynigrund 43, AkranesL Auglýsing um próf fyrir skjalþýðendur og dómtúlka Þeir, sem öðlast vilja réttindi sem skjalþýðendur og dómtúlkar, eiga þess kost að gangast undir próf er hefjast væntanlega 26. mars nk. ef þátttaka verður nægjanleg. Fyrir þá sem vilja þreyta prófið verður haldið undir- búningsnámskeið dagana 18., 19. og 20. febrúar og tilkynnist þátttaka í því til dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins eigi síðar en 12. febrúar og jafnframt ósk- ast tilkynnt í hvaða máli umsækjendur hyggjast þreyta prófið. Námskeiðsgjald er kr. 12.000. Frestur til innritunar í próf rennur út 5. mars 1993 og skal skila umsóknum um þátttöku í prófinu til ráðuneytisins á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Löggildingargjald er kr. 25.000. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 24. janúar 1993 Menning Gegn gömlu jálkunum -15 ára afmælissýning Nýlistasafnsins Um þessar mundir stendur yfir sýning í tilefni þess að 15 ár eru frá stofnun Nýlistasafnsins eða Nýló, en rætur þess teygja sig þó enn lengra aftur og lætur nærri að það hugarástand sem best hefur þrifist í Nýló eigi nú a.m.k. 25 ára ef ekki 40 ára afmæli. Þetta er hugsunar- háttur þeirra sem eru undergro- und, neðanjarðar eða utangarðs. En neðanjarðarmenn hafa á öllum tímum blásið hver öðrum í brjóst einhvers konar uppreisnareldi. Þeir hafa líka ávallt getað notið þess að vera þrátt fyrir allt utan- garðs sem aftur hefur leyft þeim þetta bóhemíska ábyrgðarleysi og draumóra sem jafnan hefa verið einn helsti aflvaki allrar listsköp- unar. Síðasta tímabil almenns bylt- ingaranda innan vestrænnar menningar var á sjöunda áratugn- um, sixties, og það er einmitt andi þessa áratugar sem hefur í ýmsum myndum grundvallað stafsemina í Nýló. Sögur af gömlu byltingar- hetjunum, einkum meðlimum SÚM og Dieter Roth, er sífellt ætlað að ylja núverandi 134 meölimum Myndlist Hannes Lárusson Nýlistasafnsins um hjartarætur. Það virðast fólgin ótnilega skap- andi forréttindi í því að geta sífellt verið á móti einhveiju neikvæðu afh. í Inngangi 15 ára afmælissýning- arinnar segir formaöur Nýlista- safnins, Níels Hafstein sem hefur frá upphafi verið potturinn og pannan í starfsemi safnsins: Ný- iistasafnið hefur loksins náð góðu sambandi við menntamálaráðu- neytið. Það væri vonandi að þetta góða samband leiddi síðan til þess að safnið fengi í afmælisgjöf að Níels Hafstein formaður yrði settur á launaskrá ríkisins í sama launa- flokk og forstöðumaöur Listasafns íslands og jafnframt fé til að kaupa stórhýsi við Laugaveginn. Nýlistagrauturinn Margir ganga fram hjá því án þess að vita af því... Húsið sem var, varð húsið á bakvið. Það er ekki sérhannaö með ákveðna meiningu." Svona lýsir Ragnheið- ur Ragnarsdóttir húsakynnum Ný- Ustasafnsins í sýningarskránni. Og hún segir jafnframt að í svona hús- Eitt myndverkanna á sýningunni í Nýlistasafninu, Ævintýri eftir Elsu D. Gísladóttur. um gerist stundum ástarævintýri, innsýn í útsýni, útsýni úr þröng- sýni. En að einu leyti hefur Nýlista- safniö þrátt fyrir allt alls ekkert á bakvið, stuðlað að þröngsýni og tafið bæði fyrir almennri innsýn og útsýni. Það er með því að hafa hamrað orðinu nýhst inn í íslenskt mál og hugarheim íslendinga. Þetta orð sem hefur orðið að hand- hægu safnheiti yfir hin óskyldustu viðfangsefni í myndhst almennt og þannig vakið þá hugmynd að öll nýhst sé sama eðhs; þ.e. að öll hst sem hefur verið gerð síðustu 40 árin, sem er vafalaust eitt marg- brotnasta timabh í ahri hstasög- unni, sé í rauninni sami grautur í sömu skál. Þegar htið er yfir þessi 15 ár kemur í Ijós að mesta óheilla- sporið sem stofnendur safnsins stigu var að þeir skyldu yfirleitt hafa skýrt það Nýlistasafnið. Skemmtileg sýning Allir þeir sem eru að byrja að taka þátt í myndhst standa frammi fyrir því að skilgreina sjálfa sig og hst sína jafnt í hstrænum sem fé- lagslegum skilningi. Fyrir ungan hstamann á íslandi hefur um skeið ekkert verið verra en að verða ein- ugis enn einn nýlistamaðurinn. Það er skemmst frá því að segja að 15 ára afmæhssýning Nýhsta- safnsins er óvanalega skemmtileg og ber vott um allt annað en stöðn- un í myndhst á íslandi. Ekki er samt auðvelt að átta sig á því hvað réð vali umsjónarmanna sýningar- innar á sýnendum; nema vera skyldi það sameiginlegt einkenni verkanna að þau eru látlaus á yfir- borðinu, þó furðu fjölbreytt í efni og aðferðum, en leyna flest á sér við nánari skoðun. Verk Ingileifar og Rögnu undir- strika fyrri vinnubrögð. Þó virðast verk Rögnu vera að verða agaðri en verk Ingileifar enn hógværari, nánast kæruleysislega sjálfsögð. Veggskúlptúrar Ólafar Nordal eru merkilega flnlegir, jafnvel sætir, þrátt fyrir notkun á olíu og frost- legi. í teikningum Elvu Jónsdóttur gætu leynst mjög frjóir möguleikar sem kæmu betur í ljós á stærri sýningu. Athyglisverðustu verkunum á þessari sýningu er komið fyrir í stærsta salnum á neðri hæðinni. Hér eru annars vegar verk Péturs Arnar Friörikssonar, sem notar vélar og hreyfmgu og tilfallandi hluti á mjög hugvitssamlegan hátt; svið sem er að miklu leyti ókannað innan myndhstar og býr því yfir óþrjótandi úrvinnslumöguleikum. Og hins vegar verk Elsu D. Gísla- dóttur sem hefur dregiö upp sann- færandi og um leið persónulegan heim þar sem togast á í fremur smágerðum skúlptúrum og mál- verkum, fígúratívar, abstrakt og konkret útfærslur. Verk Péturs og Elsu vekja þá spurningu hvort hér sé enn um leit og tilraunir að ræða, eins og hér- lendis er einatt sagt um nýhsta- menn jafnvel fram á gamalsaldur, eða tiltölulega fuhmótuð verk. Ég hallast fremur að því síðara og því um aö gera fyrir safnara og söfn að grípa tækifærið þvi nóg virðist púkkað um þessar mundir upp á gömlu hrútleiðinlegu jálkanna (sem sumir eru reyndar ekki eins gamhr og halda mætti.) Ég veit ekki hvort ég á að enda þessa grein á því að óska Nýlista- safninu til hamingju með afmæhð, sá hængur er bara á að ég veit eig- inlega ekki hvað það er gamalt. Eg er aftur á móti alveg viss um að enginn þorir að spá um hvað það á eftir að verða gamalt. Það er því eins gott að óska því góðs gengis í framtíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.