Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1993, Blaðsíða 4
30 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1993. Tónlist i>v Pláhnetan - ný hljómsveit með Stefán Hilmarsson í fararbroddi Stefán Hilmarsson. Með mörg járn í eldinum. Stefán Hilmarsson, söngvari Sálar- innar hans Jóns míns, er þessa dag- ana aö setja saman nýja hljómsveit ásamt nokkrum þekktum tóniistar- mönnum. Sálin hans Jóns míns, sem verið hefur ein vinsælasta hljóm- sveit landsins undanfarin ár, fer í frí í miðjum apríl og verður því Pláhnet- an vettvangur tónhstariðkana Stef- áns minnsta kosti fram á haust. Þá ætlar hann að venda kvæði sínu í kross og senda frá sér sína fyrstu sólóplötu. „Við höfum þegar ákveðið að gera stóra plötu sem kemur út með vor- inu,“ segir Stefán Hilmarsson um nýju hljómsveitina. „Pláhnetuplatan verður hreinræktuð poppplata þar sem poppaö verður alheiminum, himintuglunum og geimfórum fyrr og síðar til dýrðar." Stefán segir til- urð hljómsveitarinnar eiga sér nokk- um aðdraganda. „Ég og Ingólfur Guðjónsson, hljóm- borðsleikari úr Rottunni og Rick- shaw, erum gamlir kunningjar. Viö höfum öðru hvoru viðrað þá hug- mynd að hefja samstarf á tónlistar- sviðinu en ekkert orðið úr sökum anna. Ingólfur hefur í félagi við Sig- urð Gröndal gítarleikara samið tölu- vert af efni sem staöið hefur óklárað og var hugmyndin að viö myndum ráðast í það sameiginlega að ganga frá því. Þegar það svo lá fyrir að Sálin færi í frí höfðum við samband og í framhaldinu var ákveðið að setja hljómsveit á laggirnar. Víst er að eitt- hvað af því efni verður á plötunni en að auki hef ég verið að semja lög með Friðriki Sturlusyni, bassaleik- ara Sálarinnar, sem verða þama inn- an um.“ Auk Stefáns, Ingólfs, Friðriks og Sigurðar Gröndals, er Ingólfur Sig- urðsson, trommuleikari Orgils, í popphljómsveitinni Pláhnetu. Sálin á leið í himnaríki? - Síðastliðið haust var talsvert um það rætt að platan Þessi þungu högg og stefnubreytingin, sem hún boðaði, hafi verið nauðsynleg til þess að Sál- in hans Jóns míns gæti þrifist áfram. Núna hafið þið ákveðið að gefa hljómsveitinni frí í eitt ár að minnsta kosti. Vora Þessi þungu högg mis- heppnuð? „Nei, ég tel svo ekki vera. Þvert á móti held ég að hún hafi lukkast ágætlega. Þetta var að sjálfsögðu mjög dramatísk breyting fyrir okkur og aðdáendur okkar. Við nálguðumst viðfangsefnið úr nýrri átt og notuð- um önnur vinnubrögð en áöur. í stuttu máli þá tókum við nýja stefnu, stefnu sem meirihluti hljómsveitar- innar vildi fara og við erum ánægðir með útkomuna hvað sem misjafnri gagnrýni líður.“ - Langt frí? „Við getum orðað það þannig að Sáhn hans Jóns míns er komin í það langt frí að ekki sér fyrir endann á því,“ segir Stefán Hilmarsson og bætir við að Sálin sé ekki á leið inn í himnaríkið. „Sálin á eftir að starfa aftur þótt síðar verði." Sólóplata í haust „Þetta hefur staðið til lengi," segir Stefán, þegar hann er spurður út í væntanlegan sólóferil. „Eg hef lengi gengið með sólóplötu í maganum og nú er lag. Pláhnetan verður ekki jafn krefjandi og Sálin hans Jóns míns og tækifærið því kjörið.“ Stefán segist vafalítið fá einhverja meðlimi Pláhnetunnar til að aðstoða sig á sólóplötunni og við að fylgja henni eftir. Þá stefnir hann á að semja lög sjálfur á plötuna en hingað til hefur Stefán að mestu haldið sig við textasmíðina. Þar varð þó breyt- ing á í haust því Stefán átti stóran þátt í öllum lögum plötunnar Þessi þungu högg. Hann segist hugsa sér sólóplötuna sem rólega eða á „neðra þan-sviði“, eins og hann orðar það sjálfur. „Það er langt síðan ég ákvaö að hafa hana rólega. Línan hjá Sáhnni hefur frekar verið til hressileikans og ég þar af leiðandi þanið mig til hins ýtrasta í söngnum. Mig langar til að gíra aðeins niður án þess þó að detta niður á eitthvert ballöðu- svið. Þetta verður að líkindum soul skotin plata með hita og tilfinn- ingu,“ segir Stefán Hilmarsson, sem er einmitt einn örfárra íslenskra söngvara sem geta sungið soul-tón- listskammlaust. -SMS Metþátttaka í Músík- tilraunum Nú þegar mánuður er þar til skráningu lýkur í Músiktilraunir Tónabæjar hafa meira en 50 hljómsveitir skráð sig til keppni. Ingólfur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Músíktilraun- anna, segir að um metþátttöku sé að ræða og hefur þegar verið ákveðið að bæta einu tilrauna- kvöldi viö áöurgerða dagskrá. Þá er einnig í athugun að fækka lög- um á hverja hljómsveit úr fjórum í þrjú. Tilraunakvöldin verða fjögur: 18. mars, 25. mars, 26., mars (aukakvöld) og 1. apríl. Úrslita- kvöldið verður 2. apríl. Ingólfur segir að rokk og ný- bylgja sé meira áberandi nú en í fýrra og þá aðafiega á kostnað dauðarokksins sem virðist vera á undanhaldi. Verðlaun í Músíktilraunum Tónabæjar 1993 eru eftirfarandi: 1. verðlaun 25 tímar í Stúdíó Sýrlandi 2. verðlaun 25 tímar í Grjótnám- unni 3. verölaun 20 timar í Hljóðrita 4. verölaun 20 timar í Hljóð- hamri Þá gefa hljóðfæraverslanirnar Rin, Poul Bernburg, Samspil og Steini á Skúlagötu verðlaun í keppninaaukJapis. -SMS Suðurlands- skjálftinn Allt frá því Mánar gáfu út plötu á sínum tíma hefur ekki verið gefin út plata með sunnlensku rokki. í vor verður breyting á, en þá verður gefin út platan Suöur- landsskjálftinn. Á þeirri plötu verða að sögn aðstandenda allar gerðir af rokki og koma níu hljómsveitir til með að Qytja tón- listina. Hljómsveitirnar era Loð- bítiar, Bacchus, Skrýtnir, Pírana, Poppins flýgur, Munkar í meiri- hluta, Túrbó og Hor. Plötugagnrýni Thethe-Dusk ★ ★ ★ Plata með sannan tón Menn hafa lengi deilt mn markmið rokktónlistar. Margir telja höfuðmetnað popparans fel- ast í framleiðslu þægilegrar af- þreyingar en aðrir álíta að rokk- tónlist standi ekki undir nafni nema hún sé í takt við það þj óöfé- lag sem hún er sprottin upp úr, bæði tilfinningalega og póhtískt. Matt Johnson, höfuðpaur The the, er einn hinna síðamefndu. Á þremur plötum, Soul Mining (1983), Infected (1986) og Mind Bomb (1989), hefur Johnson gert firringu einstaklingsins, heims- valdastefnu stórveldanna, spih- ingaröfl í þjóðfélaginu og kergju kynþátta og trúarbragða að yrkis- efni. Matt Johnson er enn á gagnrýn- um nótum en í þetta skiptið bein- ist gagnrýnin inn á við. Eitt af betri lögum plötunnar er Lonely Planet, lag sem minnir á John Lennon. í viðlaginu segir: ef þú getur ekki breytt heiminum, breyttu þá sjálfum þér. Þessi hending lýsir vel þeirri áherslu- breytingu sem orðið hefur í texta- smíð Johnsons. Hann er jákvæður án þess að vera bitlaus. Hann syngur um flest það sem gerir manninn að því sem hann er og fer það vel úr hendi enda sigldur maður, Matt, í ólgusjó tilfinninga- lífsins. Lagasmíðar Dusk era af ýmsum stærðum og gerðum. Þær sveiflast frá hæggengum tónverkum ala Erik Satie (Lung Shadow) til rokk- ara með vá vá sólóum og tilheyr- andi (Sodium Light Baby). Af hhóðfæraleikuranum er Johnny Marr mest áberandi. Hann fer silkihönskum um gítarinn og munnhörpuleikur hans gefur Dusk skemmtilegt yfirbragð. Söngur Matts Johnson er leik- rænn og skemmthega útsettur á stundum. The the á farsælan feril að baki og Dusk sýnir hljómsveitina í hörkuformi. Fjögur ár era hðin frá síðustu plötu The the og það er greinilegt að sá tími hefur verið vel nýttur. Dusk er full af skemmtilega útfærðum hugmynd- um og textum sem vekja til um- hugsunar. Dusk er plata með sannantón. Snorri Már Skúlason Tom Waits - Bone Machine: ★ ★ ★ ★ Enn ferskur Tom Waits hefur verið að í tvo áratugi og gefið út vel á annan tug platna, hveija annarri betri. Hann hefur nú gefið út enn eina plötu. Gripurinn kahast Bone Machine og er óhætt aö fuhyrða að hér er á ferðinni eitt af meistarastykkj- um hans. Það versta, sem um þessa plötu er hægt að segja, er að sum lögin era ekki frábær. Tom Waits er fyrsta flokks söngvari, þótt röddin sé iha farin eftir 20 ára söngferil og viskí- drykkju. Eiginlega verður röddin bara meira sjarmerandi með aldr- inum og Tom Waits kann að láta hana njóta sín, hvort sem hann er að syngja gullfallegar melódíur eins og A Little Rain, hlyrmislega rokksöngva eins og In the Colosse- um og Goin’ Out West eða stór- skemmthega neðanjarðardjass- slagara eins og Such a Scream. Fyrir utan að vera frumleg, fersk og fjölbreytileg er platan mjög fagmannlega imnin. Tom Waits er tónlistarmaður á heims- mælikvarða og hann velur sér fag- menn sem aðstoðarmenn. Nokkrir gestir koma fram á plötunni og ber þar helst að nefna gamla Rohing Stones rokkarann Keith Richards, svo og Les Claypool, bassaleikara, söngvara og driffjöður Primus. Keith Richards sphar á gítar og raular aðeins með í slappasta lagi plötunnar, That Feel sem hefði eiginlega heldur átt heima á Roh- ing Stones plötu. Betri fengur er í Les Claypool, sem sphar á bassa í Earth Died Screaming. Eftir að hafa hlustað á innan- tómt popp og gamla, gelda jakka- fatarokkara ahan daginn í útvarp- inu í vinnunni er gott að koma heim og hlusta á eitthvað ferskt og þá er Bone Machine góður kost- ur. Pétur Jónasson Neil Young - Harvest Moon: ★ ★ ★ Framúrskar- andi sveita- stemning Fyrir rúmum 20 árum sendi Neh Young frá sér hina rómuðu plötu Harvest sem enn í dag er talin með því betra sem poppiö hefur ahð af sér undanfama ára- tugi. Síðan þá hefur Neh Young komið víða við í tónlistinni, aht frá sveitatónlist yfir í hálfgert þunga- rokk, og þeir era ekki margir sem spanna jafn breitt svið og hann. Á síðasta ári hóaði Neh Young svo saman því fólki sem vann með honum að Harvestplötunni 1972 og afraksturinn er platan Harvest Moon sem hefur hlotið mikið lof víða um heim en varð hér eins og flest annað erlent efni í lok árs undir í innlenda plötuflóðinu. Að þessu sinni leitar Young á svið sveitatónhstarinnar og setur hún meiri svip á þessa plötu en Har- vest á sínum tíma þótt áhrifa sveitatónlistarinnar gætti þar víða líka. Og ekki er asinn mikih á Young og félögum á þessari plötu; hér er ekki slegið í klárinn og hleypt á skeið um gresjumar, tón- hstin minnir miklu frekar á ang- urværa samkomu við eldinn þegar rökkrið sígurá. Lögin era melódísk og mjúk og hvert öðra betra þannig að erfitt er að gera upp á mihi þeirra og taka eitthvert eitt eða fleiri út og hampa þeim sem bestu lögum plötunnar. í þessu felst einmitt styrkur Harvest Moon; þessum jöfnu gæðum þar sem hvergi er veikan blett aö finna. En vel að merkja, platan þarf nokkra sphun og þolinmæði th að síast inn. Eins og áður segir hefur Neh Young spreytt sig á ýmsum stefnum og sthum í gegnum árin og það má segja að hann komi einmitt inn á þetta í einu lagi plötunnar sem ber nafniðfromHanktoHendrixþar . sem hann nefnir th sögunnar tvo stóra tónlistarpóla, þá Hank heit- inn Wihiams sveitatónlistaijöfur og Jimi heitinn Hendrix, guðfóður þungarokksins. Oghvort sem þessir menn hafa verið áhrifavald- ar á ferh Neh Young virðist sama hvar hann ber niður á skalanum mihi þessara póla, ahtaf tekst hon- um að skapa verk í fremstu röð. Sigurður Þór Salvarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.