Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Blaðsíða 4
30 MÁNUDAGUR8. FEBRÚAR1993 Ferðir Hawaiieyjar: Pálmatré umhverfis hraunbreiðurnar „Ég ætlaði í sumarleyfi til Portúg- als í fyrra en vann í happdrætti Há- skólans og fór til Hawaiieyja i Kyrra- hafi í staðinn," segir Sigurbjöm Guð- mundsson. Hann er svo ánægður með ferðina til Hawaiieyja að hann ætlar þangað aftur eftir þijú ár þegar hann verður sextugur. Sigurbjöm er vanur því að ferðast til fjarlægra slóða, hann var í sigling- um í yfir þrjátíu ár, þar af þrettán ár á erlendum skipum. Hann heimsótti yfir sjötíu lönd og hundrað hafnir á þeim tímum þegar stoppað var í höfn- unum og skipveijar höfðu tíma til að skoða sig um. Núna ferðast hann eins og venjulegur ferðamaður en þó oft lengra en gengur og gerist. „Þótt það sé langt til Hawaiieyja var ferðin í rauninni ódýr. Heildarverð fyrir flug og gistingu í tuttugu og sjö daga kostaði um 130 þúsund krónur á mann. Við hjónin gistum fimm nætur í Bandaríkjunum og tuttugu og tvær nætur á Hawaiieyjum." Sigurbjöm og kona hans, Málfríð- ur Ögmundsdóttir, hófu ferð sína um mánaðamótin maí-júní á síðastliðnu ári. Þau flugu fyrst til Baltimore í Bandaríkjunum og gistu þar eina nótt. Flugið frá íslandi til Baltimore tók fimm klukkustundir. Því næst var flogið til Phoenix í Arizona en flugið þangað frá Baltimore tók tæp- ar sjö klukkustundir. Frá Arizona til Hawaiieyja í miðju Kyrrahafinu er um sex klukkustunda flug. Hawaiieyjamar em átta talsins, Hawaii, Oahu, Kauai, Maui, Niihau, Molokai, Kahoolawe og Lanai. Sigur- bjöm heimsótti tvær eyjanna, Oahu og Hawaii. Pearl Harbour Oahu er frægasti hluti Hawaiieyja, þar er höfuðborgin Honolulu og Pearl Harbour sem Japanir gerðu árás á í seinni heimsstyijöldinni, þann 7. desember 1942. Einn fiölsótt- asti staðurinn á Hawaiieyjum er Pearl Harbour og minnismerkið um oirustuskipið Arizona sem Japanir sökktu. Minnismerkið er úti í hafi, ofan á skipinu sem rétt sést í. Nær tólf hundruð menn fómst með Ari- zona. „Fyrir ofan Pearl Harbour er stór dalur með minningareit fyrir þá sem fómst í Kyrrahafi í seinni heims- styrjöldinni. Þama era um tíu til tólf þúsund grafir. Elvis Presley var á Hawaiieyjum í tvo mánuði og gaf ágóðann af tveggja mánaða tónleika- haldi til byggingar minnismerkisins yfir orrastuskipinu," greinir Sigur- bjöm frá. Sigurbjörn Guðmundsson og Málfriður Ögmundsdóttir í Honolulu. Sigur- björn er fyrrverandi farmaður og hefur heimsótt um hundrað hafnir víðs vegar um heiminn. Honum þótti að vonum gaman að heimsækja sjóminja- safnið í Honolulu en fyrir utan það er seglskipið Falls of Clyde sem hér sést í. Skipið er frá 1870. Perlufesti úr mannatönnum „Á Oahu er einnig pólónesísk menningarmiðstöð með tugum gam- alla bygginga sem gaman var að skoða. Þar er einnig risastórt sæ- dýrasafn í um klukkustundar keyrslu frá Honolulu. Við eyddum heilum degi í Bishop Museum þar sem sýnd er saga eyjanna frá upp- hafi. Þar vora meðal annarra muna. perlufestar úr mannatönnum til sýn- is. Safniö er svo viðamikið að við gátum ekki skoðað nærri allt sem þar var að sjá. Sjóminjasafnið á Oahu er einnig stórmerkilegt." Oahu er þriðja stærsta eyjan og þar er hin fræga Waikiki strönd. Um áttatíu prósent íbúanna, sem alls era um ein milljón, búa á Oahu. Eyjan er í rauninni tveir fiallgarðar með stórum dal á milli. Pálmatré umhverfis hraunið Hawaii er stærsta eyjan í klasanum og er hún oftast kölluð Big Island, eða Stóra eyjan, af heimamönnum. Eyjan myndaðist úr fimm eldfiöllum og era tvö þeirra enn virk. Mikið hraun er á eyjunni. „Við skoðuðum merkilega eldfiallastöð á Hawaii. Nýjasta hraunið þar er frá 1986. Þetta var stórkostlegt fyrir mig sem Vest- mannaeying." Sigurbjöm var stýrimaður á Stapa- felli þegar gosiö í Vestmannaeyjum varð fyrir 20 áram. Sólarhring eftir að það hófst fór hann til Eyja og var þar við björgunarstörf í hálfan mán- uð. „Það var gaman að bera saman ' hraunið á Hawaii við hraunið í Eyj- um. Þarna vora pálmaviðarskógar og hitabeltisgróður umhverfis hraunið," segir hann. Á Hawaii skoð- aöi hann einnig stærsta búgarðinn í öllum Bandaríkjunum. Eyjan Maui er næststærsta eyjan í Hawaiieyjaklasanum. Á henni era tvö óvirk eldfiöll og í öðra þeirra er stærsti útbrunni gígur heims. Mikið er um kletta á eyjunni og fallega fossa. Fossamir á Kauaieyjunni era einnig margir og fallegir. Eyjan er þó kölluð Eyja garðanna vegna hinna fallegu garða og fijósömu dala sem á henni eru. Kauai er hringlaga með háum fiallstindi í miðjunni. Mikil náttúrufegurð er á Hawaiieyjum. Til sumra stranda er ekki hægt að komast nema sjóleiðina. Vikusigling í næstu ferð til Hawaiieyja ætlar Sigurbjörn að fara í vikusiglingu milli eyjanna með skemmtiferða- skipi. „Sex daga ferð með fullu fæði kostar um 70 þúsund krónur. Það er ekki dýrt því maður sparar sér hótel- gistingu á meðan.“ Einnig er möguleiki á að fara í út- sýnisflug yfir allar eyjamar á einum degi. Er þá lagt af stað frá Honolulu í Oahu og stoppað á þremur eyjanna, Hawaii, Maui og Kauai. Sumar strendur eyjanna era alveg ósnortnar þar sem ekki er hægt að komast að þeim nema frá hafi. Ævin- týraferðir á kajökum eru skipulagð- ar til ýmissa slíkra staða. „Það sem mér þykir eftirminnileg- ast er hin mikla náttúrufegurð Hawaiieyja og hversu vinalegir íbú- amir era. Hreinlætiö er líka alveg einstakt, það vora ekki einu sinni sígarettustubbar á gangstéttunum," segir Sigurbjöm. Lostæti úr hafinu Hann gisti á Autrigger Hobborn hótehnu í Honolulu sem er í um tíu mínútna göngufiarlægð frá hinni frægu Waikikiströnd. „Verð fyrir tveggja manna herbergi er um tæpar fiögur þúsund krónur fyrir nóttina. Á sjálfri Waikikiströndinni er verð á gistingu tvöfalt og jafnvel þrefalt dýrara." Matur á Hawaiieyjum er ódýr, að sögn Sigurbjöms. „Á sjálfsaf- greiðslustöðum var hægt að fá ágæt- is máltíð fyrir um fiögur hundruð krónur. Á fínum veitingastöðum gat sams konar máltíð kostað yfir tvö þúsund krónur. Á sjávarréttastað við höfnina var svo hægt að fá krabba og annað lostæti úr hafinu á tæpar þrjú þúsund krónur fyrir tvo og þá var hvítvínsflaska innifahn í verð- inu.“ í næstu ferð til Hawaiieyja ætla Sigurbjörn og Málfríður einnig að fara að vorlagi. „Það var gott að vera þama á þessum tíma og svo er gaman að vera á eyjunum á þjóðhátíðardeg- inum, 8. júní. Þá era mikil hátíðar- höld,“ segir Sigurbjöm. -IBS 68 55 22 miíim

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.