Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1993, Blaðsíða 8
28 MÁNUDAGUR15. FEBRÚAR1993 íþróttir 50 m hlaup karla 1. Einar í>. Einarsson, Árm.5,6 (Jöfnun á íslandsmetí) 2. Haukur Sigurðsson, Árm.5,8 3. Jóhannes Marteinsson, ÍR.5,9 50 m hlaupkvenna 1. GeírlaugGeirlaugsd.,Árm....6,4 2. SunnaGestsdóttir.USAH..6,6 3. Snjólaug Viihelmsd., UMSE ..6,7 Langstökk karla 1. JónArnarMagnúss.,Tind...7,68 2. Jón Oddsson, FH......7,64 3. Bjöm Traustason, FH.......6,82 800 m hlaup karla 1. Þorsteinn Jónsson.FH.....1:59,3 2. Sigraar Gunnarss, UMSB .,2:01,6 3. Sigurbjöm Amgrs., HSÞ ..2J)1,6 800 m hlaup kvenna 1. LaufeyStefánsd.,Fjölni....-2:22.7 2. HuldaPálsdóttir, ÍR.......234,5 3. HólrafriðurGuðm.,UMSB 2:27,2 Kúluvarp kvenna 1. GuöbjörgViðarsd.,HSK .....11,56 2. VlgdisGuöjónsdóttir,HSK.1138 3. HalldóraJónasd.,UMSB ....11,01 Kúluvarp karla 1. EggertBogason.FH ....16^4 2. Unnai'Garðarsson, ÍR.....1530 3. AndrésGuðmundss.,HSK.14,86 1. SigurðurT.Sigurðsson.FH.4,80 2. JónAmarMagnúss.,Tind...4,60 3. Kristján Gissurarson, ÍR.4,50 Þristökk 1. JónOddsson,FH............14,70 2. ÓlafurGuömundsson, Self.1439 3. BjörnTraustáson,FH..-..:-:.13,75 50 m grindahlaup karla 1. JónAmarMagnúss.,Tind...6,8 2. Röörtur Gíslason, FH.........6,8 3. ÓlafurGuömundsson, Self ....7,0 50 m grindahlaup kvenna 1. Þórdís Gísiadóttir, HSK...7,4 2. SólveigBjömsdóttir, Árm......7,5 3. Erna Sigurðardóttir, Árm.7,6 Hástökkkaria 1. Róbert Jensson, HSK.......1,90 2. TómasGunnarsson,HSK.....l,90 3. TheodórKarlsson,Tind......1,85 Hástökk kvenna 1. ÞórdísGísladóttir.HSK.....1,86 2. Elín J.Traustadóttir.HSK ...1,65 3. EmaSigurðardóttir,Ánn....l,55 1500 m hlaup karla 1. Sigmar Gunnarss., UMSB .4:07,3 2. ÍsleifurKarJsson,UBK ......4:11,4 i 3. Jóhann Ingíbergsson, FH ..4:13,5 1500 m hlaup kvenna 1. UnnurBergsvd., UMSB.....458,2 2. AnnaCossner.ÍR......4:58,4 3. Laufey Stefánsd., Fjölni.4:58,8 Langstökk kvenna 1. Snjólaug Vilhelmsd, UMSE.,5,48 2. Sunna GestsdóttiG USAH.5,37 3. EmaSiguröard., Arm........5,27 Jóni Amari Magnússyni úr Tindastóli hefur verið boðið að keppa á alþjóðlegu móti í sjöþraut sem fram fer í Berlin um næstu helgi. „Þetta veröur gaman og það er ekki verra að slökustu greinunum mínum úr tugþraut- inni er sleppt í sjöþraut," sagði Jón Arnar i gær. Hjörturog Jón fara til Noregs Hjörtur Gíslason og Jón Oddsson verða einnig á ferðinni um næstu helgi en þeir taka þátt í opna norska meistaramótinu innan- húss sem frara fer í Hamar, skammt frá Osló. Hjörtur keppir í 50 metra grindahlaupi og Jón í langstökki og þristökki. Margir öflugir erlendir keppendur taka þátt í mótinu en þeir ættu báðir að eiga möguleika á að komast í úrslit í sínum greínum. -VS DV Meistaramótið í frjálsum íþróttum innaiihúss: Besta keppni í lang- stökki frá upphaf i - Jón Amar sló íslandsmetið eftir harða keppni við Jón Oddsson Einar Þór Einarsson, Ármanni, annar frá vinstri, geysist í markið í 50 metra hlaupinu og jafnar eigið íslands- met. Haukur Sigurðsson, Ármanni, sem varð annar, er annar frá hægri. Lengst til vinstri er Jóhannes Marteins- son, ÍR, sem varð þriðji, og til hægri er Kristján Friðjónsson, UBK, sem varð fjórði. DV-mynd GS Besta langstökkskeppni frá upp- hafi á meistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss fór ffarn í Bald- urshaga á laugardaginn. Jón Amar Magnússon, tugþrautarmaöurinn öflugi sem nú keppir fyrir Tindastól, sló eigið íslandsmet eftir geysiharða baráttu við hinn síunga Jón Oddsson úr FH, sem er nýorðinn 35 ára en bætti besta árangur sinn um 12 sentí- metra og jafnaöi gamla metið. Jón Amar átti metið, 7,64 metra, en flaug 7,68 metra. Jón Oddsson stökk 7,64 metra. „Þetta var hrikalega gaman og það var flott hjá Jóni að ná þessum ár- angri, hann er mjög öflugur núna. Það vantaði meiri keppni í lang- stökkiö. Ég veit að ég á meira inni, stökk upp á 7,90 metra var hárfínt ógilt hjá mér því ég „rétt pikkaði í leirinn,“ og það er mjög raunhæft aö ég nái þeirri vegalengd. Annars hef ég ekkert æft langstökkið í vetur, áherslan hefur verið á stangarstökk- iö og grindahlaup, og það er bónus aö bæta sig í langstökkinu, það gefur manni fleiri stig í tugþrautinni!“ sagöi Jón Amar við DV. Jón Amar sigraði einnig í 50 metra grindahlaupi eftir gífurlega baráttu við Hjört Gíslason. Báðir hlupu á 6,8 sekúndum en Jón Amar var 15 sentí- metrum á undan. Hann fékk silfúr í stangarstökkinu, laumaði sér á milli „öldunganna“ Sigurðar T. Sigurðs- sonar og Kristjáns Gissurarsonar, og hefði hæglega getað unnið til verð- launa í 50 metra hlaupinu en þar hljóp hann á 5,7 sekúndum í undan- rásunum. Hann hætti þá keppni, fór ekki í undanúrslitin til að geta búiö sig undir langstökkskeppnina. Jón líka sterkur í þrístökkinu Jón Oddsson sýndi síðan mikið ör- yggi í þrístökkinu og sigraði með 14,70 metra stökki. Hann átti fjögur lengstu stökkin en íslandsmetið, 14,92 metrar, stóðst áhlaup hans. Eggert Bogason, FH, var í litlum vandræðum með að sigra í kúluvarp- inu, í flarvem Péturs Guðmundsson- ar sem er meiddur. Eggert kastaði rúmum metra lengra en næsti mað- ur. Einarjafnaði eigið Islandsmet Einar Þór Einarsson úr Ármanni jafiiaði eigið íslandsmet í 50 metra hlaupi karla þegar hann sigraði á 5,6 sekúndum. Einar er í mjög góðu formi þessa dagana en hann er eini íslendingurinn sem hefur náð lág- marki fyrir heimsmeistaramótið innanhúss sem fram fer í Toronto í Kanada í næsta mánuði. Knattspymumaðurinn Þorsteinn Jónsson úr FH sigraði á sannfærandi hátt í 800 metra hlaupi karla á 1:59,3 mín., og var aðeins 3/10 úr sekúndu frá meistaramótsmeti Agnars Stein- arssonar. Þórdís var nálægt íslands- metinu og HM-lágmarki Þórdís Gísladóttir, HSK, sigraði án fyrirhaíhar í hástökki kvenna, fór jrfir 1,86 metra, sem er meistaramóts- met. Hún átti síðan góða tilraun við 1,90, sem hefði veriö íslandsmet og jafnframt sentímetra yfir lágmarki á heimsmeistaramótið innanhúss. Þórdís lét ekki þar við sitja og sigr- aði líka í 50 metra grindahlaupi. Hún hefði unnið til verölauna í karla- flokki en þar stukku aðeins tveir hærra en Þórdís. Róbert Jensson, HSK, vann, stökk 1,90 í færri tilraun- um en félagi hans, Tómas Gimnars- son. Borgfirðingar bestir í 1500 metrunum Borgfirðingar fengu gullið í 1500 metra hlaupunum, Sigmar Gunnars- son í karlaflokki og Unnur Berg- sveinsdóttir í kvennaflokki. Bæði settu þau meistaramótsmet, Unnur 4:58,2 mínútur og Sigmar 4:07,3 mín- útur. Sveinn Margeirsson, UMSS, setti sveinamet, 4:19,2 mínútur. Guðbjörg Viöarsdóttir, HSK, sigr- aði í kúluvarpi kvenna, Geirlaug Geirlaugsdóttir, Armanni, í 50 metra hlaupi kvenna, Laufey Stefánsdóttir, Fjölni, í 800 metra hlaupi kvenna og Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMSE, í langstökki kvenna. -VS HK langefst í blaki karla - Þróttur R., ÍS og KA líka í úrslit HK er langefst í 1. deiid karla í blaki eftir góðan sigur á KA í Digra- nesi á laugardaginn, 3-1. HK spilaði mjög vel í fyrstu tveimur hrinunum og vann þær, 15-5 og 15-3. KA tókst að vinna þá þriðju, 14-16, en HK tryggði sér síðan sigurinn með því að vinna þá fjórðu, 15-8. í gær vann Þróttur Reykjavík KA- menn í jöfhum 89 mínútna leik í Hagaskóla, 3-2. KA komst í 0-1 og 1-2 en Þróttarar voru sterkari í lok- in. Hrinurnar enduðu 10-15, 15-10, 9-15,15-12 og 15-10. Með þessu er nokkuð öruggt aö það verða HK, Þróttur R., ÍS og KA sem leika til úrslita um ísiandsmeistara- titilinn í karlaflokki. Víkingsstúlkur áfram í bikarnum Víkingur sótti Þrótt heim til Nes- kaupstaðar í bikarkeppninni í kvennaflokki og lauk leiknum með sigri Reykjavíkurliðsins, 1-3. Þrótt- arstúlkur léku vel í fyrstu tveimur hrinunum en síðan brást móttakan hjá þeim og Víkingur tryggði sér sig- ur. Hrinumar enduðu 9-15, 15-12, 1-15 og 3-15. -LH/VS Stórsigur SR-manna Skautafélag Reykjavíkur vann léttan sigur á Biminum, 12-2, á ís- landsmótinu í ísknattleik á Skauta- svellinu í Laugardal á laugardags- kvöldið. Ámi Bergþórsson skoraöi 3 mörk fyrir SR, Ólafur Finnbogason 2, Haraldur Hannesson 2, Juoni Tör- mannen 2, Nikolai Nevjadov, Amar Sveinsson og Hannes Siguijónsson eitt hver. Staðan í Bauerdeildinni er þessi: SR..............5 4 0 1 45-23 8 SA..............4 3 0 1 13-9 6 Bjöminn.........4 0 0 4 10-36 0 -VS Desmond Douglas og Aðalbjörg Björgvinsdöttir með sigurlaun sín á Landsbankamotinu. DV-mynd Brynjar Gauti ■ w Englendingurinn Desmond Douglas vann öruggan sigur í karlallokki á Landsbankamótinu í borötennis sem fram fór í íþróttáhúsi Kennarahá- skólans á laugardagirm. Douglas vann Goran Wraná frá Svlþjóð í úrslita- leik, 21-11 og 21-18. Aöalbjörg Björgvinsdóttír vann Ástu Urbandc, 21-7 og 22-20, í úrslitaleik i kvennaflokkL Douglas er ellefufaldur enskur meistari og sigraöi í keppni 12 bestu borðtennismanna í Evrópu árið 1987. Wraná varð Evrópumeistari ungl- inga með liði Svía 1986 og er sá tíundi besti í Svíþjóð í dag. Wraná hfjóp á síðustu stundu í skarðið fyrir Thomas Von Scheele, landa sinn, sem veiktist, en hann er heimsmeistari í tviliöaleik. Douglas vann Peter Nilsson, hinn sænska þjálfara KR, 21-12 og 21-9, í undanúrslitum og Wraná vann þá Kristján Jónasson, 21-11 og 21-16. Sextán karlar og flórar konur kepptu á mótinu sem er árlegt boðsmót á vegum Borðtennissambandsins. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.