Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1993, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1993, Page 2
20 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1993. Tónlist Gott rokk - frá Nýja-Englandi Lemonheads. - Hressandi og ögrandi nýrokk. Hljómsveitin Lemonheads kemur eins og margar aðrar framsæknar rokksveitir frá Boston á austur- strönd Bandaríkjanna. Hljómsveitin hefur starfað í 7 ár og mest af þeim tíma verið óþekkt utan heimaborgar- innar. Með þremur plötum, Hate Your Friends (1987), Creator (1988) og Láck (1989), má segja að Lemon- heads hafi komist á kortið með hressilegt og ögrandi nýrokk því árið 1990 gerði hljómsveitin hljomplötu- samning við risafyrirtækið Atlantic. Samningurinn skipti sköpum fyrir Evan Dando en Lemonheads er að öllu leyti hugarfóstur hans og er Dando í raun eini fasti meðlimur hljómsveitarinnar. Plata ársins Saga Lemonheads nær aftur til árs- ins 1986 en það ár var sveitin stofnuð í gagnfræðaskóla í Boston. Daginn eftir að Dando og félagar hans út- skrifuðust úr skólanum héldu þeir í hljóðver þar sem sparifé var fómað til að hljómsveitin gæti hljóðritað fjögur lög. Eitt þeirra, Laughing All the Way to the Cleaners, þótti svo vel heppnað að ástæða þótti að festa það á plast. Svo var gert og kom lag- ið út á smáskífu sem piltamir gáfu sjálfir út í þúsund eintaka upplagi. Skömmu síðar komst hljómsveitin á samning hjá óháðu útgáfufyrirtæki í Boston á hvers merki fyrrnefnd trí- lógía var útgefin. Eftir samninginn við Atlantic árið 1990 kom platan Lovey á markað og Favorite Spanish Dishes ári síðar en sú innihélt aðeins fimm lög, þar af þijú eftir aðra lista- menn. Nefndar plötur beindu kast- ljósi fjölmiðla að Evan Dando og Lemonheads. Við greiningu var hljómsveitin teymd á nýbylgjubás- inn og henni hampað fyrir refFúegt gítarrokk og frumlega texta. Fram á síðasta ár var hrifning á Lemonheads bundin við tiltölulega þröngan hóp grúskara auk þess sem hljómsveitin naut hylli á heimaslóð- um. Á því varð breyting í lok síðasta árs þegar sjötta plata Lemonheads, It’s a Shame about Ray, kom á mark- að. Flestir eru sammála um að þar sé á ferð langbesta plata hljómsveit- arinnar til þessa. Hún sýnir Dando þroskaöri og afslappaðri en á fyrri plötum, sem skilar sér í einkar ferskri rokkplötu þar sem leikgleði drýpur af hverjum tóni. It’s a Shame about Ray hefur notið mikilla vin- sælda í bandarísku háskólaútvarpi og var m.a. kosin plata ársins af Col- lege Media Joumal. Þá sat titúlagið í þríár vikur á samræmdum vin- sældalista allra háskólastöðva í Bandaríkjunum en þær þykja endur- spegla gróskuna í nýrokkinu á hverj- um tíma. Hæfileg geggjun Dando samdi efni á plötuna It’s a Shame about Ray í Ástralíu en hann heillaðist mjög af landinu á tónleika- ferð þar 1991. Hann notaði því fyrsta tækifæri sem gafst til að fara aftur tU Ástralíu og í þetta skiptið staldr- aði hann lengur við. Dando brá máln- ingarrúUunni á loft og málaði bæi og torg rauðum lit á meðan hann samdi sýrða texta eftir vafasamt sukk. Dæmi um slíkan texta er Ali- son starting to happen sem er ástar- óður Dandos til kærustu bassaleikar- ans í Lemonheads!! TitUl plötunnar er tilvísun í áráttu eins vinar Dandos sem kaUaði alla mögulega og ómögulega hluti nafn- inu Ray. Skipti ekki máh hvort um var að ræða skítugan sokk eða bréf- bera. Dag einn rákust félagarnir á grein í dagblaði sem fjaUaði á drama- tískan hátt um vandamál drengs sem fríkaði út á skólagöngunni en í niður- lagi greinarinnar stóðu þessi frómu orð: It’s a shame about Ray. Eftir hrossahlátur upp á þriðja jaxl varð tU lag byggt á téðum orðum en text- inn íjaUar um mann sem er kominn að óskUgreindum leiðarlokum í líf- inu. Þessi saga er nokkuð dæmigerð fyrir stemninguna á It’s a Shame about Ray. Platan er leiftrandi skemmtUeg með alvarlegan undirtón á stöku stað og gítarrokk sem jafnast á við það besta sem bandarískar sveitir hafa verið að gera á síðustu árum. -SMS Nýtt Zeppelin efni Gamlir rokkhundar og Led Zeppehn aðdáendur, sem undan- farin misserí hafa smjattað á Remaster útgáfum sveitarinnar sálugu, geta nú fengið vatn í raunninn aftur því Jimmy kall- inn Page er á kafl í að endurviima meira Zeppelin efni. Hann stefnir að þvi að koma því á markað sem fyrst og heyrst hefur að meðal laga i safninu verði að minnsta kosti eitt sem aldrei hefur verið þrykkt á vínil eða geislaplötu. Page er annars að pukrast við að stofna nýja stórsveit og vitað er að meðal hðsmaima hennar verð- ur „íslandsvinurinn" David Co- verdale sem tróð upp í Reiðhöll- inni hér um árið ásamt Pétri Kristjánssyni. Þrefaldur Elvis Costello Elvis CosteUo er mikil ham- hleypa til verka ef því er að skipta og allt stefnir nú í að á þessu ári slái hann fyrra met sitt í plötuút- gáfu sem hljóðaði upp á tvær plöt- ur á sama árinu. CosteUo er nefnilega þegar búinn að gefa út eina plötu á þessu ári og tvær eru væntanlegar fyrir árslok. Á ann- arri þeirra verður safh af göml- um lögum og slögurum sem Co- stello hefur haft mætur á gegnum árin og mun platan bera nafnið Kojak Varíety en hin á aö inni- halda nýtt efni úr smiðju meistar- ans og hefur vinnuheitið Idio- phone. Þolinmæðin sigrar Fjórar efstu plötur íslenska plötu- Ustans frá síðustu viku eru enn í fjór- um efstu sætunum en hafa víxlað sætum. Þannig tekst REM-drengjun- um loks að ná efsta sætinu eftir langa mæðu og Eric Clapton ýtir nú KK Bandi niður í fjórða sætið. Og nú eru þær bara tvær innlendu plötumar meðal tíu efstu, auk KK nær Jet Black Joe að hanga innan markanna en miðað við fallið þessa vikuna verður það ekki mikið leng- ur. í stað innlendu platnanna í efri hlutanum koma tveir gamlir jaxlar, sem verið hafa í eldlínu poppsins í 30 ár eða svo, keppinautarnir og kunningjarnir Paul McCartney og Mick Jagger. McCartney er aðra viku á listanum en Jagger fyrstu og verður fróðlegt að fylgjast með fram- gangi þessara herra á næstunni. Þá er ný plata í tíunda sætinu, Rage against the Machine og Cult ná í sautjánda sætið fyrstu viku á lista. í Bretlandi skipta menn um toppplöt- ur í hverri viku og þessa vikuna er Buddy heitinn HoUy og hljómsveit hans, The Crickets, á toppnum með safn gamalla gullkoma en ef að lík- um lætur verður komin ný plata í efsta sætið í næstu viku. Og það sem þessa vikuna bæta sig verulega gætiallteinsorðiðplataREM-manna íBretlandi. -SþS- REM - vinir fólksins. Bandaríkin (LP/CD) ^ 1. (1 ) The Bodyguard Úr kvikmynd ^ 2. (2) Breathless Kenny G ♦ 3. (4) The Chronic Dr. Dre {>4. (3) Unplugged Eric Clapton ^ 5. (5) Some Gave All Billy Ray Cyrus f 6. (7) Timeless Michael Bolton f 7. (10) Ten Pearl Jam O 8. (6) If I Ever Fall In Love Shai O 9. (8) Aladdin Úr kvikmynd ♦10. (-) Pocket Full of Kryptonite Spin Doctor Bretland LP/CD t 1 • (-) Words of Love Buddy Holly & The Crickets ♦ 2. (-) Conscience Beloved ♦ 3. (7) Automatic for the People R.E.M. O 4. (1 ) Pure Cult Cult O 5. (4) Funky Divas En Vouge ♦ 6. (6) Gorecki Symphony No 3 David Zimman O 7. (3) 3 Years, 5 Months 8t 2 Days Arrested Development ♦ 8.(9) So Close Dina Carroll ♦ 9. (14) Take That & Party Take That ♦10. (-) Where You Been Dinosaur Jr. ♦ 1.(1) No Limit 2 Unlimited ♦ 2. (-) Why Can't I Wake up with You Take That ^ 3. (3) Little Bird/Love Song for a Vamp- ire Annie Lennox O 4. (2) I Will Always Love You Whitney Houston ♦ 5. (-) l'm Every Woman Whitney Houston 6. (5) Deep East 17 t 7.(9) Stairway to Heaven Rolf Harris 0 8. (4) The Love I Lost West End Feat Sybil 9. (6) Ordinary World Duran Duran {H0. (8) How Can I Love You More? M People New York (lög) ^1.(1) I Will always Love You Whitney Houston ♦ 2.(3) A Whole New World Peabo Bryson and Regina {} 3. (2) If I Ever Fall in Love Shai t 4. (5) Saving forever for You Shanice " ♦ 5. (7) Ordinary World Duran Duran {} 6. (4) In the Still of the Night Boyz II Men ♦ 7.(10) Mr. Wendal Arrest Development ♦ 8.(8) 7 Prince & The New Power Gener- ation O 9. (6) Rump Shaker Wreckx-N-Effect ♦10. (-) l'm Every Woman Whitney Houston London (lög) Island LP/CD ♦ 1.(2) 4 2.(1 ) ♦ 3.(4) 4 4.(3) ♦ 5. (15) ♦ 6. (-) ♦ 7.(7) 4 8.(5) ♦ 9- (10) ♦10. (-) Automatic for the People . Bodyguard............ Unplugged ........... Bein leið............ OfftheGround......... Wandering Spirit..... Tommi&Jenni.......... JetBlackJoe.......... Dusk...... .......... Rage against the Machine .............. R.E.M. ............Úrkvikmynd ...........Eric Clapton ....................KK ........Paul McCartney ...........Mick Jagger ............Úrkvikmynd ...........Jet BlackJoe ................TheThe Rage againstthe Machine 411.(8) Von.......................................Bubbi Morthens ♦12.(18) Dirt......................................Alice in Chains 413. (9) Himnasending...................................Nýdönsk 414. (6) Grimmsjúkheit....................................Ýmsir 415. (12) Album................................’..Freddy Mercury 416. (13) The Future...............................Leonard Cohen ♦17. (-) PureCult..........................................Cult ♦18.(20) Predator.......................................lceCube 419. (17) It'saShameaboutRay .........................Lemonheads 420. (11) Trespass......:............................Úrkvikmynd * Listinn er reiknaður út frá sölu í öllum helstu hljómpiötuverslunum í Reykjavík auk verslana víða um landið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.