Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Síða 2
20 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993. Duran Duran - slær í gegn á ný Gömlu Duran Duran mennirnir, John Taylor, Simon LeBon og Nick Rhodes, komnir í sviðsljósið á ný. Eftir þriggja ára þrengingar er hljómsveitin Duran Duran komin á kreik að nýju. Lag hennar, Ordinary World, virðist hafa hitt í mark. Það hefur til að mynda verið meðal vin- sælustu laga á íslenska listanum síð- ustu vikumar. John Taylor, annar tveggja stofn- enda Duran Duran sem enn eru í hljómsveitinni, segist ekki beinlínis vera hissa á að velgengnin hafi bank- að upp á að nýju. „Það er búið að spila tónlist sjötta og sjöunda áratugarins sundur og saman. Áttundi áratugurinn hefur verið í tísku að undanfomu og það var bara tímaspursmál hvenær fólk færi að snúa sér að níunda áratugn- um. Þar hljótum við að hafa mjög sterka stöðu,“ segir hann. Duran Duran sló í gegn árið 1981 með lagið Planet Earth. Síðan fylgdu margir smellir í kjölfarið, svo sem Girls on Film, Hungry Like the Wolf, Save a Prayer, Rio, Union of the Snake, New Moon on Monday, Wild Boys, A View to a Kill og topplagið The Reflex. En síðan fór velgengnin að fjara út. Mögru árin „Við tókum okkur til rækilegrar endurskoðunar þegar við fundum að vinsældimar fóm að dvína,“ segir John Taylor. „Við fundum greinilega að platan Notorious, sem kom út árið 1986, hitti ekki nógu vel í mark. Sama var að segja með Big Thing sem kom út tveimur árum síðar. Fram til þess tíma hafði allt selst sem við sendum frá okkur. En allt í einu hittum við ekki í mark lengur. Og eftir að platan Liberty, sem kom út árið 1990, fór fyrir ofan garð og neöan hjá fólki settumst við niður og ákváðum að skoða dæmið af fullri alvöru." Niðurstaðan varð sú að hljómsveit- in þyrfti að taka sig á á öllum svið- um: við lagasmíðar, spilamennsku, söng og ekki síst markaðssetningu. „Síðasttalda atriðið var kannski erfiðast," segir John Taylor. „Vegna þess hve síðustu þrjár plötur gengu illa missti starfsfólk útgefandans trúna á okkur. Duran Duran var bara í þess augum gömul hljómsveit sem einu sinni hafði verið vinsæl en átti sér ekki lengur viðreisnar von. Það þurfti þvi verulegt átak til að fá starfsfólkið til að átta sig á því að við ætluðum okkur að ná árangri á nýj- an leik.“ Ný plata Reyndar er það ekki fullljóst enn hvemig Duran Duran reiðir af árið 1993. Plata með nafhi hljómsveitar- innar kom út í byrjun vikunnar og enn er allt óvíst með sölu hennar þótt lagið Ordinary World hafi hitt í mark. Bandaríski hluti útgáfufyrir- tækisins vildi reyndar flýta útgáfu plötunnar þegar lagið sló í gegn vestra. Það reyndist ekki unnt því að löngu var búið að ákveða að gefa plötuna út á sama degi um allan heim. Vinsældir lagsins komu svo óvænt að ekki hafði einu siimi verið gert myndband við lagið. Á árum áður átti Duran Duran myndböndum við lög sín heilmikið að þakka. Mikil vinna var í þau lögð og stundum far- ið til fjarlægra landa að taka þau upp. „Við vorum bæði undrandi og glað- ir að uppgötva að vinsældir lagsins voru að stórum hluta spilun í út- varpi að þakka. Við erum ekki bara sjónvarpsband," segir Nick Rhodes, hinn stofnandi hljómsveitarinnar sem enn er með. Auk hans og Tayl- ors er Simon LeBon söngvari enn með og fjórði maður er gítarleikarinn Warren Cuccurullo. Þótt Duran Duran hail vissulega vakið htla athygli hin síðari ár þar til nú hefur hljómsveitin eigi að síður stöku sinnum verið í fréttunum. Það vakti til dæmis athygli á dögunum þegar fyrrverandi liðsmaður írska lýðveldishersins, IRA, játaði að hafa ætlað að sprengja hljómsveitina í loft upp ásamt Karh ríkisarfa og Diönu prinsessu á hljómleikum árið 1984. „Við vissum að sjálfsögðu ekkert um hættuna sem við vorum í fyrr en við lásum um þetta í blöðum á dögunum," segir Nick Rhodes. „Kannski sannar þetta að allir fá annað tækifæri í lífinu." -ÁT. Stjöraustóð í Dublin Eins og kunnugt er af fréttum var bandaríski raularinn og laga- smiðurinn Kris Kristofferson hér á landi um síðustu helgi og tróð upp á Hótel íslandi við ágætar undirtektir. Hann hefði þó betur tekið með sér einhverja af þeim hstamönnum sem hann kom fram með á tónleikum á írlandi vikuna þar á undan. Þar var mik- ih stjörnufans samankominn og voru þar á meðal ekki ómerkari menn en Bob Dylan, Van Morri- son, U2 drengirnir, Elvis Costeho, Johnny Cash, Ghrissy Hynde og Steve Winwood. Heimamennirn- ir Bono og Van Morrison stilltu saman raddir sínar í lagi þess síð- arnefnda, Gloria, og í lokin sungu Dylan, Costeho, Hynde, Winwood og Kris lag Dylans, It’s Ah over now, Baby Blue. ískaldur fatnaður ísarnir tveir Ice-T og Ice Cube hafa ákveðið að hefja samstarf en ekki á sviði tónhstar heldur fataframleiðslu! Og það eru engir venjulegir leppar sem þeir félag- ar ætla að framleiða, ekkert gallabuxnadrasl og því um líkt heldur einkennisfatnaður fyrir væntanlega úthverfaskæruiiða. Hann á að samanstanda af bux- um og bol í sth, skreyttum byssu- merkjum eins og AK-47 og Uzi en slík vopn eru nauðsynleg öllum mönnum sem vilja teljast menn með mönnum vestra. Ice-T segist ekki vhja sjá unga og efnilega menn í snjáðum gahabuxum lengur, það sé mælikvarði á fá- tækt og kúgun. Hann hafi hætt að klæðast slíkum druslum um leið og hann varð efnaður og nú vhji hann dressa kynbræður sína upp í ný einkennisfót. Bandaríkin (LP/CD) é 1. (1 ) The Bodyguard Úr kvikmynd ^ 2. (2) Breathless Kenny G ^ 3. (3) The Chronic Dr. Dre f 4. (5) Some Gave All Billy Ray Cyrus ð 5. (4) Unplugged Eric Clapton 6. (8) If I ever Fall in Love Shai ^ 7. (10) Pocket Full of Kryptonite Spin Doctors 0 8. (7) Ten Pearl Jam ^ 9. (9) Aladdin Úr kvikmynd 010. (6) Timeless Michael Bolton Bretland LP/CD ♦ 1. (-) Walthamstow East 17 f 2. (3) Automatic for the People R.E.M. ♦ 3. (11) Diva Annie Lennox f 4. ( - ) Duran Duran Duran Duran f 5. (9) Take That & Party Take That O 6. (1 ) Words of Love Buddy Holly & The Crickets 0 7. (5) Funky Divas En Vogue O 8. (7) 3 Years, 5 Months & 2 Days Arrested Development it 9. (46) Dangerous Michael Jackson 010. (4) PureCult Cult Ókleifur múr? Enn eru sömu fjórar plötumar í efstu sætum íslenska plötuhstans og eina breytingin á toppnum er sú að plötur Claptons og KK, sem víxluðu sætum í síðustu viku, víxla þeim aft- ur nú. Þar á eftir sækja nýjar plötur á, Jagger þokast hægt upp en Rage against the Machine og The The fara öllu hraðar. Enn neðar em svo enn nýrri plötur að brjóta sér leið inn á hstann og þar fer 2 Unhmited í farar- broddi. En ef íslendingar em seinir til að skipta um plötur í efstu sætum listans era Bretar þeim mun iðnari við að skipta um plötur á hstanum hjá sér og þar er enn eina vikuna ný plata á toppnum; nú er það East 17 sem trónir efst. Bandaríkjamenn era svo enn íhaldssamari en íslendingar í þessum efnum og þar er hefð fyrir því að plötur sitji vikum og jafnvel mánuðum saman í efsta sætinu. Þannig er þessu til að mynda varið með Bodyguard plötuna sem sýnir ekki á sér neitt fararsniö úr efsta sætinu. Og sama ghdir á lagahstan- um þar sem I Whl always Love You af Bodyguard plötunni hefur setiö vikum saman í efsta sætinu og þraukar vafalaust þangað th næsta lag Whitneyjar kemur th sögunnar en það er nú í fjórða sætinu. -SþS- Mick Jagger - draugagangur? London (lög) $ 1.(1 ) No Limit 2 Unlimited ^ 2. (2) Why Can't I Wake up with You Take That ^ 3.(3) LittleBird/LoveSongforaVamp- ire Annie Lennox f 4.(5) l'm Every Woman Whitney Houston 5. (11) Are You Gonna Go My Way Lenny Kravitz t 6. (-) Give in to Me Michael Jackson 0 7. (6) Deep East 17 f 8. (-) I Feel You Depeche Mode 0 9. (4) I Will always Love You Whitney Houston 010. (8) TheLovelLost West End Feat Sybil New York (lög) ^ 1.(1) I Will always Love You Whitney Houston ^ 2. (2) A Whole New World Peabo Bryson and Regina 3. (5) Ordinary World Duran Duran ♦ 4. (10) l'm Every Woman Whitney Houston 0 5. (4) Saving forever for You Shanice f6.(7) Mr. Wendel Arrest Development 0 7.(3) If I ever Fall in Love Shai ❖ 8.(8) 7 Prince & The New Power Gener- ation O 9. (6) In the Still of the Night Boyz II Men ^10. (-) Hip Hop Hurray Naughty But Nice $ 1-d ) $ 2.(2) ♦ 3.(4) f>4.(3) ♦ 5.(6) ♦ 6.(10) ♦ 7.(9) {> 8.(5) {> 9 (7) {>10.(8) Automaticforthe People . The Bodyguard........ Bein leið............ Unplugged............. Wandering Spirit...... Rage against the Machine Dusk................. OfftheGround......... Tommi & Jenni........ JetBlackJoe........... ............ ..R.E.M. ...........Úr kvikmynd ....................KK ............Eric Clapton ...........Mick Jagger Rage against the Machine ................TheThe ........Paul McCartney ..........Úrkvikmynd ...........Jet BlackJoe ♦11.(12) ♦12. (16) ♦13. (15) ♦14. (17) ♦15. (-) ♦16. (Al) ♦17. (-) ♦18. (-) ♦19. (-) ♦20. (Al) Dirt.............. The Future........ Album............. PureCult ......... Get Ready......... Rave'92........... Singles........... The Madmans Return Megarave.......... Ten ............... ...Alice in Chains ..Leonard Cohen Freddy Mercury ......... Cult ....2 Unlimited ..........Ýmsir ...Úrkvikmynd ..........Snap ..........Ýmsir ......Pearl Jam * Listinn er reiknaður út frá sölu í öllum helstu hljómplötuverslunum í Reykjavík auk verslana víða um landið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.