Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1993, Page 1
Þjóðleikhúsið frumsýnir Dansað á haustvöku:
Erlingur Gislason, Anna Kristin Arngrímsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir í hlutverkum sínum en auk þeirra fara Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ólafía
Hrönn Jónsdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir, Kristján Franklín Magnús og Sigurður Skúlason með hlutverk í sýningunni. DV-mynd Brynjar Gauti
Sorg og gleði
systranna fimm
„Leikritíð gerist hjá fimm systrum
sem lifa einföldu og fábrotnu lífi.
Bróðir þeirra sem búinn er að vera
í Afríku í mörg ár kemur heim. Þá
uppgötva systumar að sú heims-
mynd, sem þær hafa verið með í koll-
inum, er ekki tíl,“ segir Guðjón P.
Pedersen leikstjóri sem leikstýrir
Dansað á haustvöku eftir írska höf-
undinu Brian Friel sem frumsýnt var
í Þjóðleikhúsinu í gær. Áhorfendur
sjá leikritíö í gegnum dreng sem ein
systranna fimm eignaðist í lausaleik
með hjartaknúsara frá Wales. „Það
kom mér á óvart að fólki skyldi
finnast leikritíð fyndið. Þetta er ekki
gamanleikrit heldur er fyrst og
fremst dramatískur grunnur í því. í
verkinu er fjallað um systumar í
sorg þeirra og gleði. Þetta er mjög
ólíkt því sem ég hef verið að gera og
ég hafði mjög gaman af ferðalaginu
með þessu fólki,“ segir Guðjón.
-em
Leynileikhúsið frumsýnir Þrusk í Sóloni íslandusi:
Nýsköpun í ís-
lensku leikhúsi
- segir Jóhanna Jónas leikkona
„Þetta er tilraunastarfsemi hjá
okkur. Sýningin er fólgin í tveimur
einræðum og atriðum úr Galdra-
Loftí. Ásdís setti saman einræður
í kringum ákveðið þema. Efnivið-
inn í einræðunum fékk hún úr
verkum Shakespeares, Steins
Steinarr, galdraþulum, Galdra-
Loftí og fleirum. Vilhjálmur Hjálm-
arsson gekk til liðs við okkur síðar
meir,“ segir Jóhanna Jónas, að-
standandi Leynileikhússins sem
ásamt Vilhjálmi Hjálmars frum-
sýnir sitt fyrsta verk á Sóloni ís-
landusi á sunnudag kl. 20.30. Leik-
stjóri er Ásdís Þórhallsdóttir.
Markmiö Leynileikhússins er fyrst
og fremst aö þróa og vinna að ný-
sköpun í íslensku leikhúsi og gefa
ungum listamönnum tækifæri til
að móta og framkvæma hugmyndir
sínar um lifandi list í leikhúsi.
Önnur sýning verður mánudaginn
1. mars, þriðja sýning 3. mars.
-em
Jóhanna Jónas i hlutverki sínu.
'mr y • A ♦
Veitinga-
staður
Hotel
Borgar
- sjábls.18
Ðí Komitt-
mentsá
Hótel
íslandi
- sjábls. 19
Dans-
kennara-
samband
íslands 30
ára
- sjábls. 21
Björgvin
Björgvins-
soní
Portinu
- sjábls. 20
Dagur
harmón-
íkunnar
- sjð bls. 21
Helgar-
veðrið
- sjá bls. 24
íþróttir
helgar-
innar
- sjábls.23
Chaplin í
Regnbog-
anum
- sjábls. 22