Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1993, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1993, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS1993 13 pv___________________________________________________________Neytendur Verdkönnun á fiski: Dæmi um 375% verðmun - soðningin er ódýrari á landsbyggðinni A FRABÆRU VERÐI GLJMMIVINNUSTOFAN HF. SmiSEHIBAR Leikskóli - Setbergi Dæmi um HÚS BYGGT ÚR JÁRN- BURÐARGRIND (0,5-3,0 mm þykkt galv. járn) ÍSTAÐ STEYPU! EINFALT, TRAUST, LÉTTOG HAGKVÆMT. Ætlar þú að byggja? I Þvl ekki að nota járn I stað steypu? Gerum kostnaðaráaetlun. BREIÐFJÖRÐS ■ S bukksmiðjahf UMUnánmrtupplýalngm Smálúðuflök kostuðu frá 460 krón- um í Fiskbúðinni við Hofsvallagötu og upp í 900 krónur í Matvörubúð- inni við Háaleitisbraut. Munur á hæsta og lægsta verði er 96%. Það vekur athygli að verðmunur er mestur í óalgengum fisktegund- um. Verðið á ýsunni er hins vegar mjög svipað og innan höfuðborgar- svæðisins er munur á hæsta og lægsta verði á ýsuflökum með roði 16% sem er minnsti verðmunur sem kom fram í þessari könnun. Utan höfuðborgarsvæðisins er verðmimurinn á ýsuflökum með roði enn meiri eða 82%. Hæsta verðið kr. 510 hvert kíló var í Verslunarf. Aust- urlands en lægst var verðið í Kf. Fáskrúðsfirðinga kr. 280 hvert kíló. Könnunin var framkvæmd dagana 9. og 10. febrúar og alls eru það 22 fisktegundir sem könnunin nær til. -JJ Verðlagsstofntm kannaði nýlega verð á fiski í 44 fiskbúðum og mat- vöruverslunum á höfuðborgarsvæð- inu og 25 verslunum utan þess. Síð- ast gerði Verðlagsstofnun sambæri- lega könnun í september 1991. í ljós kemur að meðalhækkun á nýjum fiski er tæplega 3% á þessu tímabili og er það sama hækkun og á fisk- verði í framfærsluvísitölu. Niðurstöðum könnunarinnar er skipt í tvo hluta, utan og innan höf- uðborgarsvæðisins. Meðalverð á fiski var í flestum tilfellum lægra á þeim stöðum utan höfuðborgarsvæð- isins sem könnunin náði til en á höf- uðborgarsvæðinu. Sem dæmi má nefna að meðalverð á ýsu og ýsuflök- um var 13-18% hærra á höfuðborgar- svæðinu en utan þess, steinbítur var 56% dýrari á höfuðborgarsvæðinu og stórlúða 35% dýrari. Mesti verðmunur utan höfuðborg- arsvæðisins var á heilum steinbít eða 375%. Lægsta verð var 81 kr. í kaup- félaginu á Djúpavogi en í KHB á Seyðisfirði kostaði hvert kíló 385 krónur. Heil smálúða var dýrust í KHB á Reyðarfirði á kr. 490 en ódýrust í Kf. Vopnfirðinga á kr. 111. Verðmunur er 341%. Verðmunur var ekki eins sláandi ef höfuðborgarsvæðið er borið sam- an innbyrðis. Þar var mestur munur á heilum steinbít eða 117%. Dýrast var kílóið á krónur 390 í Stjömufisk- búðinni í Reykjavík en ódýrastur var steinbítm- í heilu í Kaupstað í Mjódd á kr. 180 hvert kíló. Ódýr blóm í Miklagarði Blómamarkaður Miklagarðs stendur nú sem hæst en honum lýk- ur á laugardag. Síðustu ár hefur Mikligarður boöið upp á pottablóm, mold og annað tilheyrandi stofu- blómaræktun á sérstöku tilboðsverði þegar líður að vori. Að þessu sinni er markaðurinn ffekar í fyrra lagi miðað við áður. Að sögn Einars Bridde verslunarstjóra hafa viðtökur viðskiptavina verið góðar og em dæmi um pantanir austan af fjörð- um. Verðið er líka mjög hagstætt og sem dæmi má nefna Yuccu frá 485 krónum (20-30 cm) og 615 krónum (45-50 cm). Fíkjutré Benjamíns kost- ar 1575 krónur og 6 lítrar af íslenskri Hreppamold kosta 139 krónur. Yuccur eru á sérstöku tilboðsverði í Miklagarði. ®] Stilling SKEIFUNN111 • SÍMI 67 97 97 L DV mynd GVA • •• i f . • í Fjarðarkaupum eru 2 kg af Stjörnuhveiti á 64 krónur og Ola Party Pizza meö öllu á 284 krónur á tilboði frá og meö morgundegin- um. Á helgartilboði em Knorr pastasósur á 113 krónur og lamba- hryggur á 776 krónur hvert kíló. Frá fimmtudegi til laugardags býður Bónus eina 2 1 flösku af Fanta í kaupbæti ef keypt er ein, Matrud Delight 250 g á 159 kr„ 200 g steiktan lauk á 15 kr., Opal negra- kossa, 6 stk., á 99 krónur, Ajax ultra, 1,3 kg, á 199 krónur og klapp- kassa fýrir vörur og leikfóng á kr. Á helgartilboði í Kaupstað frá ixm 5% staðgreiösluafsláttur við kassa af öilum vörum. Á sérstöku tilboöi þessa sömu daga eru nauta- flóram 125 g pökkum af hrísgijón- um á 79 krónur. Áffam verða á sérverði vörar eins og Nopa þvotta- efni, 2,1 kg, á 289 krónur, saltkex, 494 g, á 99 krónur, 720 g rauðkál á kr, 89,250 g Cirkel kafli á 99 krón- ur, tómatar á kr. 169 kflóið og 40 stk. bleiur á 799 krónur. í Miklagarði verður haldið áfram með blómamarkaðinn en honum lýkur á laugardag. Sérstakir áleggsdagar verða haldnir með 25-30% afslætti á áleggi. Um helg- ina verður á tilboði lambahryggur á kr. 579 krónur og nautagúllas á 898 krónur kílóið. Auk þess er bent á Better valu og Hy-Top vörur og 3% staðgreiösluafsláttinn sem aflt- af er í gildi. Vikutilboð í Hagkaupi byrja á fimmtudögum og enda á miðviku- dögum. Að þessu sinni verður pylsuveisla sem inniheldur 20 stk. SS pylsur, 10 pylsubrauð, sinnep og Hunt's tómatsósu á kr. 848. Auk þessa verða á vikutilboðí Marquis franskar kartöflur fyrir ofn kr. 99 hver 750 grömm, spænskar 1 fl. appelsínur á 69 kr. kflóið, Búrfells svínaskinka, 2x12 sneiöar, á 879 krónur kílóið, Wasa rískökur á 85 krónur, svinahakk á 495 krónur og hrossabjúgu á kr. 69 hver 380 g. Á sérstökum Kjötmarkaði sem verð- ur þessa viku er lambalærið selt á 675 kr. kg, hryggur á 625 kr. kg og frampartur á 399 krónur. Þetta er afhaustslátran’92. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.