Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1993, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1993, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1993 Veiðar í lögsögu erlendra ríkja Sænski iönjöfurinn Peter Wall- enberg lét svo um mælt fyrir nokkrum árum að íslendingar ættu aö hasla sér völl í sjávarútvegi ann- arra þjóða. Hann taldi að fáar þjóð- ir hefðu eins mikla reynslu og þekkingu á veiðum og vinnslu, auk þess sem íslendingar hefðu byggt upp gott dreifmgarkerfi á helstu markaði heimsins. Heimurinn þarf fisk í vaxandi mæli, sagði WaUen- berg, og ef þið leggið til skip, mann- skap og raunhæfar áætlanir þá verður tæpast vandamál að útvega rekstrarfé. Þetta eru nú Útgerðarfélag Akur- eyringa og Vinnslustöðin í Eyjum að gera, hvort með sínum hætti. En við þurfum að gera meira. Grænland og Barentshaf íslenski veiðiflotinn er of stór og „Samningur núna, jafnvel þótt aðeins yrði um lítið magn að ræða, gæti því skapað hefð sem kynni að reynast drjúg þegar stofnarnir taka við sér.“ „Islenski veiðiflotinn er of stór og vantar verkefni utan íslensku lögsög- unnar,“ segir m.a. í grein Össurar. vantar verkefni utan íslensku lög- sögunnar. Fyrir skömmu náðust samningar um veiðar við Græn- land fyrir íslenskt línuskip. En það má minna á að Þjóðveijar hafa um árabil keypt aflaheimildir sem nema tugum þúsunda tonna við Grænland, og það hlýtur að vera íhugunarefni hvort íslendingar geti ekki náð frekari samningum um kvóta hjá Grænlendingum. Báðir grænlensku þorskstofn- amir eru að vísu í lægð en þess er að minnast að ekki eru margir ára- tugir síðan einungis stofninn við A-Grænland gaf árlega af sér meira en tvöfalt það magn sem íslending- ar mega nú veiða í eigin lögsögu. Samningur núna, jafnvel þó aðeins yrði um lítið magn að ræða, gæti því skapaö hefð sem kynni að reyn- ast drjúg þegar stofnamir taka við sér. Um þessar mundir er jafnframt feikilegur uppgangur í nytjastofn- um í Barentshafi. Sérfræðingar á vegum norskra útgerðarmanna telja að fyrir lok áratugarins muni þetta fijósama hafsvæði gefa af sér árlega um &-300 þúsund tonn af þorski. Það er lífsnauðsynlegt að Islendingar kanni hvort þeir geti ekki aflað veiðiheimilda sömuleiðis í Barentshafi. Til dæmis mætti athuga hvort ekki sé hægt að kaupa veiðiheim- ildir af Rússum og greiða með við- gerðum á skipum, sem islenskar skipasmíðastöðvar tækju að sér. Fjarlægar heimsálfur En jafnframt er ljóst að víða um heim er að finna fiskistofna sem era ónýttir eða vannýttir af því við- komandi þjóðir vantar ekki ein- ungis skip og mannafla heldur líka þekkingu á veiðum. Þetta gildir ekki síst um ýmis ríki Suður- Ameríku og Asíu. íslendingar eru til dæmis afar vel þokkaðir í Kamtsjatka, þar sem hægt er að kaupa veiðiheimildir, eins og til dæmis Japanir og Banda- ríkjamenn hafa gert. Hvers vegna ekki íslendingar? í Namibíu er geysistór vannýttur stofn af lýsingi; til að nýta hann þarf 100-200 skip. Við höfum tekið þátt í að þjálfa upp fólk í sjávarút- vegi þar og gegnum þróunarhjálp höfum við ágæt sambönd við land- ið. Getum við ekki nýtt þau tengsl tU að koma verkefnahtlum skipum í veiðar? Svipað gildir um Angólu og jafn- vel S-Afríku. Þar vantar skip til að nýta fiskimiö. Mexíkó og Kólumbía era önnur dæmi. Þar eru djúpmiðin lítt könn- uð og skipakostur ekki til staöar sem getur nýtt þau. Rannsóknir gefa hins vegar tíl kynna auðuga fiskistofna á dýpi sem íslendingar geta veitt á og eiga vel búin skip til að stunda veiðarnar. Indlands- haf býr líka yfir auðugum miðum sem ekki era fuUnýtt. íslendingar eiga að stefna van- nýttum skipastól á vannýtt fiski- mið í lögsögu erlendra ríkja. Fyrri kynslóðir útgerðarmanna beindu skipum sínum á fjarlæg hafsvæði við Nýfundnaland og A-Grænland þegar Ula gaf við ísland. Við eigum að fara að fordæmi þeirra. össur Skarphéðinsson Kennarar og annað launafólk: Sátt við versnandi I rfskjör ? Farið hefur fram atkvæða- greiðsla félaga í Kennarasambandi Islands um boðun verkfaUs og félög innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja undirbúa nú einnig at- kvæðagreiðslu. í fjölmiðlum hefur verið háð áróðursstríð sem beindist gegn þessum samtökum og því að brjóta á bak aftur baráttuþrek þeirra og sundra þeim sem sameinaðri stétt. Af áróðrinum mætti helst ætla aö kennarar fari einungis í verkfaU tU að bijóta á þeim rétti nemenda sinna að hljóta menntun sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum. Þetta er útjaskaður áróður sem við kenn- arar munum láta sem vind um eyr- un þjóta. Er það hagur barna? Engir gera sér betur grein fyrir hagsmunum bama í landinu en foreldrar og það fólk sem sinnir uppeldi þeirra og menntun. Það er hagur bama í landinu að foreldrar og þeir sem starfa við uppeldi þeirra og menntun hafi mannsæm- andi launakjör. Hve mörg heimili í landinu era á barmi gjaldþrots í dag? Skyldi það ekki bitna á böm- unum að foreldrar þeirra ná ekki endum saman í heimilisrekstrin- um? Er það hagur bama að at- vinnuleysi eykst stöðugt og án þess Kjallarinn Jarþrúður Ólafsdóttir grunnskólakennari, Fellabæ, N-Múlasýslu að ríkisvaldið reyni með nokkra móti að hamla gegn því á annan hátt en að auka álögur á þau heim- ili sem síst mega við tekjuskerð- ingu? Islensk stjómvöld hafa tekið þann pólinn í hæðina að litli mað- urinn skuli greiða fyrir skuldasöfn- un ríkisins með hluta af lágu laun- unum sínum en Jóakim frændi sleppur við að opna gullkistuna sína. Á sama tíma viðurkenna bandarísk stjómvöld að óhæft sé að auka skattbyrði á láglaunafólki og auka því skatta á hátekjufólki og það umtalsvert. Það gera þeir til að efla atvinnustigið í landinu. Þar viðurkenna stjórnvöld nú að þjóðin verður að hafa mannsæm- andi laun tíl að neyslan í samfélag- inu leiði til atvinnuaukningar. Hvað veldur því að íslensk stjórn- völd hafa ekki þor til að jafna laun í landinu? Það væri að mínu mati fróðlegt að fá.svar við þessari spurningu frá stjórnvöldum. Eru kennarar hálaunafólk? Byijunarlaun grunnskólakenn- ara era í dag um 68.000 kr. Kennar- ar hafa lokið þriggja ára háskóla- námi og bera margir við námslok háar skuldir vegna námslána. Áð- ur fyrr gátu kennarar tekið að sér nokkurra tíma aukavinnu á viku og með því hækkað laun sín nokk- uð. í dag er þessu öðravísi farið í flestum skólum landsins. Vegna niðurskurðar í menntakerfmu hef- ur aukavinna kennara minnkað verulega og þá era það grunnlaun- in sem menn verða að lifa af. Miðað við tíu ára starfsaldur eru grunn- launin rúmlega 80.000 kr. á mánuði. Kennarar eru almennt mjög ósáttír við launakjör sín og hafa verið það lengi. Við sem gegnum kennarastörfum teljum að mennt- un okkar og störf séu vanmetin í þjóðfélaginu. Við berum mikla ábyrgð þar sem við menntum aUa þjóðina. Það erum við sem mennt- um verðandi sjómenn, lögfræðinga og alþingismenn og hvers vegna ættum við að sætta okkur við verri lífsafkomu en þeir? Mín von er sú að kennarar og aðrir launþegar í landinu beri gæfu til að standa saman að bættum kjörum og betra þjóðfélagi. Til þess þarf kjark, þor og von um betri kjör. Jarþrúður Ólafsdóttir „Það erum við sem menntum verðandi sjómenn, lögfræðinga og alþingismenn og hvers vegna ættum við að sætta okkur við verri lífsafkomu en þeir?“ 15 Mr Mrðarsoti, vara tormaður SUS. „Stærstur hlutí lands- manna neytir áfongis en til- tölulega lítíll hluti misnot- ar það. Söiu- kerfi það sem við búum við . er við lýði í Guð augur tíltölulega litlum hluta heimsins og þá helsl á Norður- löndunum. Þar er þegar haön umræða um að breyta því enda veröur ekki séö að betii vín- menning sé á þeim stöðum þar sem áfengissalan er í höndum ríkisins en annars staðar. Tvenns konar markmið virðast á bak viö núverandi sölukerfi: bindindismarkmið og fjáröflun fyrir ríkið. Þeim má ná án þess aö ríkið standi að rekstri áfengis- verslananna með tilheyrandí skömmtunarkerfi og útibúum. Það er óþarfi, bæði fyrir neytend- ur og sjálfan ríkissjóð. Stærð og staðsetning verslana ræöst oft af öðru en viðskiptasjónarmiðum og er hjákátlegt að sjá kaupstaði víða um land í biöröð eftír að fá áfengisútsölu. Nær væri aö smá- salan væri i höndumeinstaklinga að uppfylltiun vissura skilyrðum. ililegt er að innflytjendur mgis og tóbaks berisjálftr kostnað og fyrirhöfn af innflutn- ingi og geymslu vamingsins.ekki ríkissjóður eins og nú er. Einka- væðing mun þýða aukið hagræði fyi-ir ríkissjóð og bætta þjónustu fyrir landsmenn. Séu menn al- mennt saromála bindindis- markmiðtun hindrar einkavæð- ingekki aðþeim sénáð með sama hætti og gert er í dag." Eykur neyslu „Það liggur í augum uppi aö hafa verð- ur stjórn á dreifingu ngis og meðferð eflir iví sem kost- I ur er. Grund- I vailaratriði **m[A Bóa*son- norrænnar ‘resm'dur 08 le,ð- ngiamála- bemamfi. stefnu er að takmarka einka- áfengis. I fyrra seldi ÁTVR áfengi iyrir tæpai- 8 þúsund milljónir króna. Þrátt fýrir þaö er beinn ins vegna áfengisdrykkju svo mikill að ríkið tapar á viðskiptun- um. Ymsir kaupsýslumenn, og fleiri unni. En þeir vflja ekki taka meiri )átt í gífurlegum kostnaði þjóðfé- ir skattborgarar, jafnvel minni. I Danmörku og Grænlandl er Noðurlöndum er drykkja jafn mikil. 125 ár hafa vísindamenn í Bandaríkjunum fylgst með áfengissölu í 48 ríkjum, þar sem skipulag hennar er mismunandi. Niðurstaöan er að ríkiseinkasala dregur úr neysla Einkaitags- inunir vegna dreiflngar áfengis valda þvi að meira er hvatt til drykkju en ella. Fiöldi dreifmgar- áhrif á neysluna. I tveimur ríkjum vestra, þar sem er einkasala, var gerð tilraun matvöurverslunum. Heildar- mm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.