Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1993, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS1993
11
Ófrísk kona á Sauðárkróki:
Vann alla daga
meðgöngunnar
Sótveig Þorvaldsdóttir sló ekki slöku við í vinnunni þótt hún væri ófrísk.
DV-mynd Þórhallur Ásmundsson
Þórhallur Ásmnndssan, DV, Sauðárkróki:
Sólveig Þorvaldsdóttir, 32 ára hús-
móðir og skrifstofumaður á Sauðár-
króki, brá ekki út af vananum einn
morgun fyrir skömmu og var mætt
til vinnu sinnar á Sjúkrahúsi Skag-
firðinga um áttaleytið. Það óvana-
lega við Sólveigu var þaö að hún var
alveg komin að því að fara að eiga
sitt þriðja barn. Enda fór það svo að
'Sólveig stoppaði stutt við í vinnunni
umræddan dag. Hún fór fljótlega á
fæðingardeildina og um háifellefu-
leytið þennan sama morgun hafði
hún fætt dóttur.
Það er trúlega fátítt nú á dögum
að barnshafandi konur vinni fram á
síðasta dag en Sólveig sagðist hafa
verið mun betur á sig komin en í tvö
fyrri skiptin. Hún bætti við að vinnu-
veitandinn hefði verið skilningsrík-
ur og eins væri skrifstofuvinnan
þægileg en öðru máh hefði gegnt um
allt saman ef hún hefði veriö í ein-
hverri erfiðisvinnu.
Atriði úr kvikmyndinni Þrumuhjarta.
í leit að uppruna sínum
Bókin um Þrumuhjarta er að mörgu leyti óhefö-
bundin saga. í fyrsta lagi er hún ekki frumsamin skáld-
saga eins og lesendur kynnu að halda. Hún er samin
upp úr kvikmyndahandriti, nokkurs konar handrit
sem síðar er breytt í bók. Yfirleitt er þessu öfugt far-
ið, þ.e. að skáldsögu er breytt í kvikmyndahandrit.
Sagan segir frá ungum FBI manni sem starfar í
Washington og er býsna slunginn að hafa hendur í
hári bófa og iRþýðis af ýmsu tagi. Honum er dag nokk-
um falið það sérverkefni að fara inn á verndarsvæði
indíána og upplýsa morð sem þar hefur verið framið.
Honum til aðstoðar við rannsóknina er hörkutólið
Coutelle sem starfað hefur sem lögreglumaður á
vemdarsvæðinu um árabil. Ray Levoi, en það heitir
aðalsöguhetjan, er valinn til fararinnar vegna þess að
hann hefur indíánablóð í æðum.
í jjós kemur að það er langt frá því að vera allt með
felldu inni á verndarsvæðinu. Þar dragast menn í
andstæðar fylkingar, drykkjuskapur, fátækt og von-
leysi era fylgifiskar indíánanna, gjöf hvíta mannsins
til þeirra. Þó er meðal yngra fólks að skjóta rótum
réttindabarátta sem horfir til fortíðar og þess menn-
ingararfs sem indíánar eiga. Milli þessara hópa lendir
lögreglumaðurinn ungi. Þannig verða tvær sögur í
gangi, eins og í góðri bíómynd. Annars vegar er það
morögátan sem snýst um hver drap hvem, hvenær
og hvers vegna. Hins vegar er það sagan um hvernig
fortíð Levois og raunverulegt eðh hans vekur hann til
nýs lífs og réttrar vitundar um það hver hann sjálfur
í raun og vera er. Hann finnur uppruna sinn og sitt
hlutskipti í lífinu.
Afraksturinn er prýðilega læsilegur reyfari sem hér
Bókmenntir
Páll Asgeirsson
birtist í sæmilegri þýðingu Ragnars Haukssonar. Ekki
kunni ég alltaf við þýðingar hans á nöfnum indíán-
anna en að öðru leyti sá ég ekki ástæðu til aðfinnslna.
Samnefnd bíómynd, sem er kveikjan að öllu saman,
gengur þegar þetta er ritað enn í Stjörnubíói og þykir
Val Kilmer sýna snilldarleik í hlutverki Levois. Ekki
get ég staðfest það en sé myndin í svipuðum gæða-
flokki og bókin er það alveg þess virði að sjá hana.
Þrumuhjarta - Lowell Charters skráðl eftir kvikmyndahand-
riti John Fusco.
Þýðandi: Ragnar Hauksson.
Utgefandi: Frjáls fjölmiðlun.
Sviðsljós
Hátt 1400 manns skemmtu sér á þorrablótinu. DV-myndir Þórhallur
Blótað í
Höfðaborg
ÞórhaBur Asmundsson, DV, Sauðárkroki:
Á árshátíðum og þorrablótum
gerist það oft að fólk fer að ókyr-
rast þegar borðhald stendur lengi
yfir og skemmtiatriði dragast á
langinn. Svo var þó ekki á þorra-
blóti Hofshrepps í félagsheimilinu
Höfðaborg á Hofsósi fyrir skömmu
þar sem samankomnir voru hátt í
400 gestir. Samdóma álit þeirra var
að skemmtiatriðin heföu verið
betri og betri eftir því sem á leið
og mátti merkja það á geysigóðum
undirtektum samkomugesta sem
náðu hápunkti við flutning annáls
ársins.
Helsti spéfugl staðarins, Pálmi
Rögnvaldsson, útibússtjóri í Bún-
aðarbankanum, var höfundur
annáls Hofsósinga en hann kemst
upp með ýmislegt sem öðrum
myndi ekki líðast. Meðal þeirra
sem fengu að kenna á því þjá Pálma
var sveitarstjórinn en hann hafði
mest gaman af öllu saman og hló
manna hæst.
íslandsmeistarar í
frjálsum dönsum
Danshópurinn Desire úr Garðabæ sigraði I íslandsmeistarakeppni unglinga
í frjálsum dönsum sem var haldin í Tónabæ sl. föstudagskvöld. Stelpurnar
I hópnum heita Anna S. Sigurðardóttir, Sigrún E. Elíasdóttir, Erla Bjarna-
dóttir, Hrafnhildur Helgadóttlr og Guðfinna Björg Bjömsdóttir en sú síðast-
talda varð elnnig íslandsmeistari i einstaklingsflokki.