Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1993, Síða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 1993
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Skammlíft einkaframtak
Þegar gengið er um miðbæ Reykjavíkur, má hvar-
vetna sjá minnisvarða hrunins einkaframtaks, glæsileg-
ar hallir, reistar á végum fyrirtækja, sem ekki eru leng-
ur til. í kreppu nútímans hrynja einhver slík stórveldi
nánast í viku hverri einhvers staðar á landinu.
Úrelding fyrirtækja hefur ekki bara dökkar hhðar.
Nýir aðilar koma til skjalanna og nýta hallir, tækjakost
og mannafla horfinna fyrirtækja. Stundum er nýi rekst-
urinn nútímalegri og færir eigendum, starfsfólki og
þjóðfélaginu meiri arð en gamh reksturinn gerði.
Svo virðist þó vera, að shkar sviptingar séu mun
meiri hér á landi en í nálægum löndum og valdi mörgum
aðilum töluverðum búsifjum, ekki sízt þjóðfélaginu 1
heild. Því veldur, að íslenzk fyrirtæki eru nátengdari
persónum og ættum en almennt gerist í útlöndum.
Lífssaga íslenzkra fyrirtækja byijar oft með hug-
myndaríkum athafnamanni, sem fyrstur fetar nýja
braut. Vegna vanþekkingar í rekstri og stjóm fatast
honum oft flugið. Þetta er algengara nú en áður, af því
að svigrúm frumkvöðla er oftast minna en það var.
Þau fyrirtæki, sem lifa af fyrsta stigið, lenda oftast í
höndum næstu kynslóðar, sem í mörgum tilvikum hefur
hlotið uppeldi í rekstri og sljórri fyrirtækja. Þetta er
fólk, sem tekur htla áhættu, en getur oft haldið utan
um það, sem frumkvöðulhnn hafði áður byggt upp.
Einkenni þessa stigs er, að fleiri íjölskyldur en áður
þurfa að hfa á eigninni og að þessar fjölskyldur em
dýrari í rekstri en fjölskylda frumkvöðulsins. Þetta
ástand verður síðan óbærilegt 1 þriðju kynslóð eigenda,
sem elst upp í vehystingum og sligar fyrirtækið.
Halhmar við gömlu verzlunargöturnar í miðbæ
Reykjavíkur em minnisvarði um þennan skamma feril
íslenzkra íjölskyldufyrirtækja. Enn átakanlegri verður
ferillinn úti á landi, því að þar er oft skortur á hæfum
aðhum til að byggja upp að nýju á rústum hins gamla.
Bolvíkingar vom orðnir svo vanir að sækja aha for-
ustu th ættarinnar, að þeir hafa átt erfitt með að fóta
sig, síðan ættarveldið hmndi. Þeir koma til Reykjavíkur
og ímynda sér ranglega, að dyr sjóða, banka og ráðu-
neyta standi jafn opnar og dyr ættarinnar stóðu áður.
Byggðarlag getur lent í töluverðum hremmingum og
jafnvel hmnið, þegar það stendur úti í kuldanum eftir
að hafa hreiðrað um sig í hlýju ættarveldis í marga
áratugi. Bæjarbúar koma úr vemduðu umhverfi og
kunna tæpast að taka ákvarðanir upp á eigin spýtur.
Sumum fyrirtækjum tekst að rjúfa þennan vítahring
ættarveldis. í sumum thvikum hefur frumkvöðulhnn
eða erfingjar hans vit á að víkka hlutafjáreign og stjóm
þeirra og ná th aðila utan ættar. Fyrirtækið hættir að
snúast um ættina og fer í staðinn að snúast um arðinn.
íslendingar eiga sérstaklega erfitt með að feta þessa
braut, sem hggur að baki flestum öflugum fyrirtækjum
í útlöndum. Menn fara ekki að hugsa um fyrirtækin sem
arðgjafa, heldur halda áfram að hta á þau sem konungs-
ríki, er veiti forstjómm persónuleg völd og aðstöðu.
Þannig hta menn ekki á hlut í Stöð 2 sem tæki th að
njóta arðs, heldur sem tæki th að berjast um völd. Það
er dæmi um, að ekki er ahtaf nóg að ijúfa vítahring fjöl-
skyldufyrirtækjanna, heldur þarf að stíga fleiri skref th
að rækta íslenzkum fyrirtækjum varanlegan jarðveg.
Þjóðfélagið getur stuðlað að endurbótum með lögum
um gegnsæi fyrirtækja; lögum, sem opna umhverfinu
innsýn í rekstur, bókhald og endurskoðun hlutafélaga.
Jónas Kristjánsson
„Þar staðfestust evrópsk menningaráhrif og einmitt í Odda á Rangárvöllum færi vel á að koma á fót mið-
stöð fræða og fræðslu í náttúruvísindum og sögu, miðstöð vísinda og almenningsfræðslu," segir m.a. í grein-
inni.
Evrópa - ísland - Oddi:
Samevrópskt
rannsóknarverkefni
Nýlega var tilkynnt um fyrirhug-
aðar rannsóknir á hafís í Norður-
Atlantshafi vestanverðu og gagn-
kvæmum áhrifum hafs og lofts á
hafsvæðunum norður af íslandi
alit norður til Spitsbergen. Þetta
verður viðamikið vísindalegt verk-
efni á vegum Evrópubandalagsins
með þátttöku íslenskra vísinda-
manna. Um tuttugu og tvær evr-
ópskar stofnanir taka þátt í rann-
sóknunum.
Auðveldar samstarf
Rannsóknaráætlun þessi hefur
verið eitt og hálft ár í undirbún-
ingi. Lögð hefur verið áhersla á að
samvinna vísindamanna verði ná-
in og munu allir njóta góðs af því
sem hinir gera. Sökum þess hve
dregist hefur aö koma evrópska
efnahagssvæðinu á fót, sem mun
auövelda samstarf íslendinga við
evrópskar menntastofnanir, mun
menntamálaráðuneytið taka á sig
um sinn kostnað sem ella hefði
verið fólginn í styrk úr vísindasjóði
Efnahagsbandalagsins.
Meðal íslenskra verkefna í evr-
ópska rannsóknarverkefninu er
saga hafíss við ísland síðustu aldir
og áhrif hafsins á veöurfar yfir
höfunum og yfir íslandi. ísland er
eyja og hér er eyjaloftslag. Breyt-
ingar í hafi valda breytingum á
loftslagi á þurru landi. Hið evr-
ópska verkefni hefst í vor og stend-
ur í þijú ár. Rannsóknimar felast
í leiðöngrum um hafið, könnun úr
flugvélum og veðurtunglum, út-
reikningum með tölvum og samn-
ingu fræðilegra skýrslna og greina
í alþjóöleg vísindarit.
Niðurstöður fyrmefndra rann-
sókna á sögu hafíss við ísland og
áhrifum hafsins á veðurfar munu
tengjast rannsóknum á öðrum
sviðum. í uppsiglingu er samvinna
íslenskra fræðimanna í allmörgum
KjaUarmn
Þór Jakobsson
veðurfræðingur
fræðigreinum um það verkefni að
rannsaka saman áhrif veöurfars-
sveiflna á gróður, umhverfi og
mannlif. Munu menn einbeita sér
að síðustu þremur öldum og stilla
saman því sem vitað verður um
náttúrufar, búskaparhætti og
mannlíf. Eftir fóngum verður gerð
tilraun til að tengja hin ólíku svið
og finna orsakasamhengið. Rann-
sóknin mun beinast að Suðurlandi,
einkum Rangárþingi.
Land og saga
í Ijósi sögunnar
Land og saga í ljósi sögunnar
verður þannig rannsökuð í sam-
vinnu sérfræðinga sem annars
stunda sérsvið sín hver í sínu
homi. Margvíslegar og fágætar
upplýsingar leynast um þætti þessa
hér á landi, hafís, veður, gróður,
búskaparhætti og mannlíf o.fl.
Jafnvel veröur rangæsk ætt,
Reynifellsætt, rakin og athuguð og
gerð tilraun til að stilla niðurstöð-
um við hhð athugana á hinum
fræðisviðunum.
Umræður um áætlun þessa hóf-
ust á vel heppnaðri ráðstefnu 28.
nóvember 1992 í boði Landgræðslu
ríkisins í Gunnarsholti á Rangár-
völlum. Ráðstefnan var haldin á
vegum Oddafélagsins, félags
áhugamanna um endurreisn hins
sögufræga staðar, Odda á Rangár-
völlum. I Odda var að fomu stofnað-
ur einn fyrsti skóh landsins. Þar bjó
Sæmundur fróði sem lærði í Svarta-
skóla á meginlandi Evrópu. Þar
staðfestust evrópsk menningaráhrif
og einmitt í Odda á Rangárvöllum
færi vel á að koma á fót miðstöð
fræða og fræðslu í náttúruvísindum
og sögu, miðstöð vísinda og almenn-
ingsfræðslu. ÞórJakobsson
„Munu menn einbeita sér að síðustu
þremur öldum og stilla saman því sem
vitað verður um náttúrufar, búskapar-
hætti og mannlíf. Eftir föngum verður
gerð tilraun til að tengja hin ólíku svið
og finna orsakasamhengið. Rannsókn-
in mun beinast að Suðurlandi, einkum
Rangárþingi.“
Skoðanir aimarra
ASÍ og atvinnuleysi
„Hingað til hefur verkalýðshreyfmgin, (s.s. ASÍ)
ekki hreyft htla fingur vegna útflutnings á óunnum
fiski og verulegt atvinnuleysi einstakhnga af þeim
sökum. Þetta gerist þrátt fyrir að útflutningurinn sé
m.a. vegna misréttis innlendrar fiskvinnslu gagnvart
erlendri. Örfáir forsvarsmenn verkalýðsfélaga hafa
þó unnið í þessu máh en mega sín lítils gagnvart
öðrum innan verkalýðsfélaganna, s.s. sjómönnum
og forsvarmsönnum stóru samtakanna, þrátt fyrir
vaxandi atvinnuleysi af þeim sökum.“
Baldur Pétursson í Mbl. 5. mars.
Ólæsi er alþjóðleg þróun
„Ætla má að þverrandi bókaútgáfa komi verst
niður á þeim sem að ritun bóka og bókagerð hafa
unnið, en það er fjölmenn stétt á íslandi og atvinnu-
mál hennar er síst minna áhyggjuefni en annarra
stétta. . . . Raunin mun sú að þegar á hættunni á
ólæsi kemur, er við alþjóðlega þróun að etja, sem á
rætur að rekja til nýrrar þróunar í fjölmiðlum og
boðskiptum sem tekur firnalegum framfórum - en
því verr í átt til síaukinnar einfóldunar. Að undan-
fómu hafa margvisleg átök verið í gangi til andófs
og er lestrarkeppni grunnskólanna nýjasta dærnið."
Garri í Tímanum 5. mars.
Stöðugleiki í verðlagsþróun
„Það er einfaldlega ekki hægt til frambúðar að
halda uppi tiltölulega háu atvinnustigi, eins og gert
var, með hallarekstri ríkissjóðs og skuldasöfnun er-
lendis. Ríkisstarfsmenn verða að axla sinn hlut í
þjóðarátaki um að vinna samfélagið út úr krepp-
unni. . . Forsenda aukinar efnahagsstarfsemi og
hagvaxtar er að tryggja batnandi rekstrarskilyrði
atvinnufyrirtækjanna. Það verður ekki gert án
áframhaldandi stöðugleika." Leiðari í Mbl. 2. mars.