Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1993, Blaðsíða 1
Það er mikil (ramtakssemi í Akureyringum að ráðast i uppsetningu drottningar óperettunnar, Leðurblokunnar.
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Það verður væntanlega mikið um
dýrðir í Samkomuhúsinu á Akureyri
í kvöld er Leikfélag Akureyrar frum-
sýnir þar óperettuna Leðurblökuna
eftir Johann Strauss.
Verkið er i þýðingu Böðvars Guð-
mundssonar og leikstjóri er Kolbrún
Kristjana Halldórsdóttir. Útsetning-
ar og hljómsveitarstjórn er í höndum
Roars Kvam, leikmynd og búningar
eftir Karl Aspelund og Ingvar
Björnsson sér um lýsingu.
Jón Þorsteinsson, sem syngur hlut-
verk Gabriels von Eisenstein, syngur
nú í fyrsta skipti á óperusviði hér á
landi en hann hefur sungið víða um
lönd og verið fastráðinn við hol-
lensku ríkisóperuna í Amsterdam í
tæpa tvo áratugi. í öðrum helstu
hlutverkum eru Ingibjörg Marteins-
dóttir, sem syngur hlutverk Rósa-
lindu von Eisenstein, Guðrún Jóns-
dóttir sem Adele og Steinþór Þráins-
son er dr. Falke. Fjórtán manna kór
syngur, tíu manna hljómsveit sér um
tónlistina og þá er ógetið dansmeyja
og fleiri.
Leðurblakan hefur veriö kölluð
DV-mynd Páll Á. Pálsson
drottning óperettunnar en leikurinn
fer fram í Vínarborg árið 1874. Fyrsti
þáttur gerist á heimili Eisenstein-
hjónanna síðla dags, annar þáttur í
sölum Orlofskys prins þá um kvöldið
og fram á rauða nótt og þriðji þáttur
í austurríska ríkisfangelsinu í bíti
morguninn eftir.
litla Ítalíal
- sjábls. 18
Todmobilel
áTveimur
vinum
- sjábls. 19
Samsýning I
í Iistmuna-|
húsinu
- sjábls. 20
kirkju-
rðurir
sjábls. 21
- sjábls. 21
sjábls. 23
Tviianiml
íslenska hljómsveitin flytur tímamóta kammerjass:
Verkið Samstæður var flutt á 21 sjónvarpsstöð
- segir Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld
„Ég samdi verkið Samstæður fyrir Listahá-
tíð í Reykjavík árið 1970. Jassinn var í mik-
illi lægð í heiminum og frægustu jassleikarar
afgreiddu á bensínstöðvum. Mér rann blóðið
til skyldunnar aö semja þetta verk sem ég
kalla kammeijass og nafnið Samstæður þýðir
að klassísk tónlist og jass séu ekki andstæður
heldur samstæður," segir Gunnar Reynir
Sveinsson tónskáld sem samdi verkin Sam-
stæður og Að leikslokumsem íslenska hljóm-
sveitin mun flytja á sunnudaginn í Norræna
húsinu kl. 18.
í kringum 1970 var verkið Samstæður flutt
á 21 sjónvarpsstöð í heiminum. Gunnar Reyn-
ir Sveinsson samdi verkið Að leikslokum í
tilefni af einleikaraprófi Sigurðar Flosasonar.
Verkið er tileinkað minningu saxófónleikar-
ans Gunnars Ormslevs. -em islenska hljómsveitin flytur verkin Samstæður og Að leikslokum sem flutt voru fyrst á Listahátíð árið 1970.