Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Side 4
44 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 Tónlist Mörg jám í eldinum hjá Jet Black Joe - aukin og endurbætt plata hljómsveitarinnar að koma út Jet Black Joe. Engar upplýsingar um útgáfu erlendis. Hljómsveitin Jet Black Joe sendir frá sér „nýja“ plötu skömmu eftir páska. Um er aö ræöa sömu plötu og kom út fyrir síðustu jól en til viö- bótar lögunum ellefu, sem voru á plötunni, eru komin flmm ný. Þá hafa nokkur gömlu laganna veriö hljóðblönduö aö nýju. Nýju lögin á plötunni eru Never Mind, See and Be Blind, Down on My Knees, Suicide Joe og gamla Trúbrotslagið Starlight. Ætlunin er að platan veröi gefin út i þessari endurbættu mynd úti í hinum stóra heimi. Liðsmenn Jet Black Joe og útgefendurnir hér á landi verjast hins vegar allra frétta af samningum viö erlenda aöila. Þó hefur spurst aö einhverjir hafa verið hér á landi undanfama daga til skrafs og ráðagerða við hljómsveit- ina. Páll Rósinkrans söngvari sagöi til dæmis frá því í Pressunni í síö- ustu viku aö til hafi staðið að hitta mann frá umboðsfyrirtækinu TKO sem hér var staddur, meðal annars vegna fyrirhugaðra hljómleika fiðlu- leikarans Nigels Kennedy á Listahá- tíð í Hafnarfirði í sumar. Styrkurinn plat? Skýrt var frá því í DV fyrir hálfum mánuði að bæjarráð Hafnarfjarðar hefði samþykkt að veita Jet Black Joe 450 þúsund króna ferðastyrk til aö fara til Hollands og halda hljóm- leika á meginlandi Evrópu. Gunnar Bjami Ragnarsson, gítarleikari hljómsveitarinnar, segir að óvíst sé að af þessari styrkveitingu verði. Hugmyndir séu á kreiki um aö hljómsveitin haldi hljómleika með ungum Hafnarfjarðarsveitum og fái husnæði og hljómkerfl án endur- gjalds jafnframt því að fá í sinn hlut þann aðgangseyri sem inn kemur á hljómleikunum. Gunnar Bjami segir að það jafngildi engan veginn 450 þúsund króna styrk. Með því mótinu sé upphæðin nær því að vera 150 þúsund. Liðsmenn Jet Black Joe höföu ráð- gert að fara utan í lok apríl eða byij- un maí. Gunnar Bjami Ragnarsson segist reikna með að sú ferð frestist eitthvað af ýmsum ástæðum. Til að mynda er hljómsveitin bókuð á fjöl- marga hljómleika á næstunni. Yukatan sigraði í Músíktilraunum Úrslit Músíktilrauna Tónabæjar fóm fram í Tónabæ sl. fóstudag, 2. apríl. Þetta er í ellefta skiptið sem Músíktilraunir er haldnar í Tónabæ og hefur ásókn í keppnina aldrei ver- ið jafn mikil og ljóst er að sjaldan hefur annað eins rokklíf grassérað í bílskúrum landsins. Það má því með sanni segja aö Músíktilraunir séu vaxtarbroddur íslenskrar rokk- og dægurtónlistar þar sem á flmmta tug hljómsveita keppti um hylli áhorf- enda og dómnefndar. Um 700 unglingar vora saman komnir til þess að fylgjast með hljómsveitunum á úrslitakvöldinu og var stemningin rafmögnuö. Það hófst með upphitun gestahljómsveit- arinnar Jet Black Joe sem gerði stormandi lukku. Átta hljómsveitir komust í úrslit, hljómsveitimar Cranium, Pegasus, Yukatan, Hróðmundur hippi, Tombstone, Ævintýri Hans og Grét- ars, Tjalz Gissur og Opus dei. Sveit- Sigurvegararnir, taldir frá vinstri, Óli Björn Ólafsson, Birkir Björnsson og Reynir Baldursson. imar kepptu um 25 tíma í Stúdíó Stúdíó Gijótnámunni í önnur verð- Sýrlandi í fyrstu verðlaun, 25 tíma í laun, 20 upptökutíma í Stúdíó Hljóð- rita í þriðju verðlaun og 20 upptöku- tíma í Stúdíó Hljóðhamri. Einnig var vaiinn besti gítarleikari Músíktil- rauna Baldvin Ringsted úr hljóm- sveitinni Tombstone og hlaut hann að launum Charvel gítar frá Hljóð- færaverslun Steina. Aðrir styrkta- raðilar vora Hard Rock Café, Coca Cola, Pizzahúsið Jón Bakan, Steinar og Japis. Allar hljómsveitimar þóttu góðar og því erfitt að gera upp á milli þeirra. En svo fór að hljómsveitin Yukatan frá Reykjavík varð í fyrsta sæti en sigursveitin er tríó þeirra Óla Bjöms Ólafssonar trommuleik- ara, Birkis Bjömssonar bassaleikara og Reynis Baldurssonar, gítarleikara og söngvara, og tónlistin sem þeir leika flokkast undir nýbylgjurokk. Meðalaldur þeirra er um saulján ár. Tjalz Gissur frá Kópavogi hafnaði í öðra sæti, Cranium frá Reykjavík í þriðja sæti og Hróðmundur hippi frá Garðabæ í ijórða sæti. Fækkar í Gildrunni Sigurgeir Sigmundsson, gítar- leikari Gildrannar, hefur lagt hljóðfærið á hilluna og er orðinn framkvæmdastjóri knattspyrnu- félagsins Týs í Vestmannaeyjum. „Kominn hinum megin við borðið í samningamálum varðandí þjóð- hátíðina“, eins og hann komst að orði. Hann lýkur viöskiptafræöi- prófi í vor. „Ég hef einfaldlega ekki tíma til aö sinna spila- mennsku með þessu starfi og verð því að hætta að spila með Gildranni," segir Sigurgeir. „Hugmyndin er sú að gefa út safn bestu laga fyrir næstu jól og ef mín verður þörf við að taka upp nokkur ný lög til að hafa með skorast ég ekki undan þvi.“ Helstu verkefni Sigurgeirs þessa dagana eru að skipuleggja Shellmót sjötta flokks í knatt- spymu í júní og þjóöhátíðina síð- sumars. Sigga Bein- teins gestur hjáPelican Sigríður Beinteinsdóttir, söng- kona Stjórnarinnar, er eini gest- urinn sem kemur fram á plötu hljómsveitarinnar Pelican. Hún syngur með Pétri Kristjánssyni i einu laga Guðmundar Jónssonar á plötunni, Tjáðu mér. Verið er að Ieggja síðustu hönd á plötuna þessa stundina og verður hún send utan til vinnslu eftír páska. Áætlað er að platan komi út síö- ari hluta maí. Todmobile- plata fyrir erlendan markað Todmobile hefur lokiö gerð tíu laga plötu sem er ætluö fyrir er- lendan markað. Helmingur lag- anna kom fyrst út á plötunni Ópera. Þijú vora á 2603 og tvö eru af eldri plötum hljómsveitar- innar. Öll era þau með enskum textum. Sum lögin voru hljóðrit- uö upp á nýtt og önnur endur- hljóðblönduð. Plötugagnrýiú Poison - Native Tounge: ★ ★ ★ Fágað eitur Natíve Tounge er fyrsta platan sem Poison sendir frá sér eftir gítar- leikaraskipti. C.C. DeVille er hættur og í hans stað kominn Richie Kotzen sem virðist smella vel í hópinn. All- tént hefur engin breyting orðið á tónlistarstefnu hljómsveitarinnar frá síðustu hljóðversplötu, Flesh andBlood. Á þeirri plötu hafði maður á til- finningunni að Poison hefði glatað leikgleðinni sem einkenndi tvær fyrri plötumar. Húmorinn er enn * ■ t '■v " > hj *1 B 1 9 s * ekki hrokkinn í gír að nýju og gerir það sennilega ekki úr þessu. Þess í stað fágast hljómsveitin stöðugt í hálfharðri rokkstefnu sinni og raunar á svipaðri leið og Bon Jovi aö glata gamla karakternum án þess að vinna nægjanlega vel að því að skapasérnýjan. Þrátt fyrir það má vel hafa gaman af Native Tounge, Rokkið er vel keyrt áfram, mörg lög grípandi og rata áreiðanlega rétta leið inn í dag- skrár bandarískra rokkstöðva. Eigi að siður skorar Poison alltaf sín mikilvægustu stig með rólegum og hálfrólegum lögum. Með slíkum ópusum hefur henni gengið best á listum og á Native Tounge er ein- mitt að finna nokkur lög í svipuðum anda og Every Rose Has It’s Thom og Something to Believe in. En gamla, strákslega gleðirokkið er sennilega horfið að eilífu. Þvi miður. Ásgeir Tómasson Honeymoon in Vegas-Ýmsir: ★ ★ ‘/2 Elvis lifir! Vestur í Bandaríkjunum og víðar era stórir hópar fólks sem trúir því statt og stöðugt að Elvis Presley sé enn á lífi og að dauði hans 1977 hafi einungis verið settur á svið til aö kóngurinn fengi friö. Ekki ætla ég öö PIOIMEER The Art of Entertainment höneymöön' in’végas E L * I 5 P RE(iUY HIT5 PeRFORMEO BY ÐltUY joei. * BICKY ’MS SMCttON • AMY C*»N1 • eðNO TRAVlS T H.ITT- • OHAIt fERRV . VINCt «IU. að kveða upp neinn dóm um það hvort Elvis kallinn sé á lífi en eitt er víst að tónlistin hans lifir og þarf engin trúarbrögð til að sannfærast umþað. Þessa dagana er til að mynda ver- ið að sýna í kvikmyndahúsi í Reykjavík myndina Honeymoon in Vegas og öll lögin í þessari mynd era gömul Presley-lög í flutningi stór- stjama nútímans. Þetta er fólk úr ýmsum tónlistarhomum sem eflaust á það allt sameiginlegt að vera Presley-aðdáendur. Hér era stórpoppmenni á borð við Billy Jo- el, Bono, Bryan Ferry, Jeff Beck, John Mellancamp og Amy Grant og síðan stórbændur úr sveitatónlist- inni; Willie Nelson, Dwight Yoakam, Travis Tritt og Ricky Van Shelton. Tvær minni stjömur fá svo aðfljóta með, rokkarinn Vince Gill og sveita- söngkonan Trisha Yearwood. Og lögin sem þetta fólk flytur era mörg frægustu lög Presleys, lög eins og All Shook Up, Love Me Tender, Heartbreak Hotel, Are You Lone- someTonight?, Suspicious Minds, Jailhouse Rock og Can’t Help Fall- inginLove. I mjög mörgum tilvikum er gömlu útsetningunum á lögunum fylgt allnákvæmlega eftir en á öðram stöðum hafa menn leyft sér frávik sem lukkast misjafnlega vel. Þar má nefna lögin Hound Dog og Jail- house Rock. Listafólkinu tekst líka misvel upp og það sýnir manni kannski að gömlu Presley-lögin era ekki á allra færi þótt þekktir popp- arar séu á ferð. Þannig finnst mér Billy Joel til dæmis alls ekki ná tök- um á þeim lögum sem hann flytur en það era lögin All Shook Up og Heartbreak Hotel en hins vegar ger- ir Dwight Yoakam laginu Suspi- cious Minds verulega góð skil. Sömu sögu er að segja um Bryan Ferry sem syngur Are You Lonesome Ton- ight? af mikilli innlifun og þá ekki síður Bono sem fer á kostum í laginu Can’t Help Falling in Love. Honeymoon in Vegas er þrátt fyrir ýmsa hnökra ómissandi plata í hvert Presley-safn og býður að mörgu leyti upp á nýjar víddir í sí- gildum lögum Presleys. Sigurður Þór Salvarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.