Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Blaðsíða 4
30 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL1993 Tónlist Reptílicus með samninga í Englandi og Hollandi Smáskífa meö tvíeykinu Reptilic- usi var útgefin í Englandi og á megin- landinu í byrjun mánaöarins. Platan inniheldur fiórar mismunandi útgáf- ur af danslaginu Snaketime. Lagiö er aö sögn Guðmundar Markússon- ar, annars helmings ReptUicusar, í léttari kantinum og ólíkt flestu því sem hljómsveitin hefur gert áöur. Hann segir viötökur viö laginu ytra lofa góðu. Þögn á plötu Nafn Reptilicusar hefur ekki farið hátt í íslensku tónhstarlífi en auk Guömundar er Jóhann Eiríksson í hljómsveitinni. Tvíeykið hefur starf- aö í tæp fimm ár. Útgáfuferilinn hófu þeir á óvenjulega hátt áriö 1989. Þeir gáfu út plötu í 20 eintökum sem ekki var hægt aö spila og haföi því enga tónhst aö geyma. Þeir lögðu hins vegar mikla vinnu í gerð umslag- anna sem öll voru handmáluð. Ári síöar sendu þeir frá sér snældu og nú fengu forvitnir að heyra elektrón- íska tónhst þar sem ryþmískri dans- tónhst var laumað inn á milh. Haustið 1990 kom út vinylbreið- skífa með Reptilicusi í Bretlandi en hún var unnin í samvinnu viö Hilm- ar Öm Hilmarsson. Hilmar kom Rep- tihcusi í samband við útgáfufyrir- tækiö World Serpent sem gaf plötuna út. Platan kallaðist Cmsher of Bones og seldist þokkalega. Tvær plötur á árinu Piltarnir í Reptihcusi láta ekki deigan síga og eru tvær plötur vænt- anlegar meö hljómsveitinni erlendis á þessu ári. í sumar veröur Crusher of Bones endurútgefin í Bretlandi ásamt mörgum nýjum lögum á ein- um og sama geisladisknum. Þá hafa tvímenningarnir nýlega lokiö gerö plötu meö enska tónhstarmanninum Andrew McKenzie en samningar hafa tekist viö hollenska útgáfufyrir- tækiö Staalplaat um útgáfu á þeirri plötu seinna á árinu. Af þessari upp- talningu má sjá að Reptilicus hefur ekki veriö mikiö fyrir að gefa efni sitt út á íslandi. Það verður þó góðu heilli hægt að nálgast efni Reptilicus- ar frá og meö sumrinu. S.H. Draum- urlifnarviðí Tunglinu Hljómsveitin S.H. Draumur sem spratt upp í gróðrarstíu pönksins, Kópavogi, í byrjun 9. áratugarins ætlar að gefa nýrri rokkkynslóð tækifæri til aö berja fyrirbæriö augum og eyrum annaö kvöld. Draumurinn kemur þá saman í fyrsta sinn opinberlega síðan 1988. Tónleikamir verða haldnir í Tunglinu til að kynna nýútkomna safnplötu hljómsveitarinnar sem ber heitiö AÚt heila klabbiö. Eins og titillinn ber með sér er á plöt- unni aö finna allt það efni sem S.H. Draumur gaf út á sex ára ferh og að auki þijú óútgefin lög. S.H. Draumur var hálfgert neö- anjaröarapparat og kom aðeins ein breiöskífa út meö hljómsveitinni, Goö, frá 1987. Annaö efni hljóm- sveitarinnar kom út á smáplötum og snældum. Hljómsveitin ku hafa fengið uppreisn æru eför að hún sneri upp tám og nýtur talsverðrar hylli meðal unghnga í dag. Það veröa því sjálfsagt margir aödáend- ur sem heyra Drauminn í fyrsta sinn á tónleikum annað kvöld en auk hans spila Silfurtónar og sigur- vegarar Músíktilrauna í ár, hljóm- sveitin Yukatan, í Tunglinu. flö PIONEER The Art of Entertainment Plötugagnrýni Coverdale - Page ★ ★★ Page er kom- inn heim Jimmy Page hefur átt frekar örðugt uppdráttar eftir að Led Zeppelin lagði upp laupana um áriö þegar John Bonham lést. Hann hefur reynt fyrir sér í ýmiss konar samstarfi en ekk- ert gengið almennilega upp. Og nú er hann kominn í eina sambúöina enn; aö þessu sinni með gömlum kollega úr bresku þungarokksdeild- inni, David Coverdale, sem síðast söng með Whitesnake. Og þaö verður varla annaö ráöið af þessari plötu en að Page hafi í raun saknað Zeppehn-áranna svo mikið að hann hafi ekki getað á sér heilum tekið. Coverdale gengur hér beint inn í hlutverk Roberts Plants; beitir röddinni eins og Plant gerði á sínum tíma svo að á stundum er engu líkara en að gömlu Seppamir séu risnir upp frá dauðum. Trommuleikarinn gerir líka sitt besta til að stæla kraftmik- inn trommuleik Bonhams heitins. Tónsmíðarnar eru ennfremur í mjög svo zeppehnskum anda þannig að fyrir gamla Zeppelin-aðdáendur er þessi plata kærkominn gripur til að rifia upp Zeppehn-árin og velta því fyrir sér hvort hljómsveitin hljómaði svona í dag ef Bonham hefði lifað lengur. Allar slíkar vangaveltur eru auð- vitað út í loftið en samanburðurinn við Zeppelin er óhjákvæmilegur þeg- ar Page og Coverdale taka þennan pól í hæðina. Hér eru meira að segja lög sem bera vægast sagt sterkan keim af fyrstu Zeppelin-plötunni, þungt blúsrokk a la I Can’t Quit You Babe og Baby I’m Gonna Leave You; lög þar sem Page sýnir gamla takta á gítarinn og Coverdale nær öskrun- um í Plant ótrúlega vel. Innan um eru svo frekar litlaus rokklög en í heildina er þetta þaö besta sem Page hefur sent frá sér í mörg ár og má segja að hann sé kom- inn heim aftur eftir margra ára úti- vist. Hins vegar er óvíst hvort þessi Reptilicus. Plata komin út í Englandi. sambúð endist honum til langframa því varla nennir Coverdale að vera einhvers konar Robert Plant eftir- herma til lengdar. Hann hlýtur að hafa meiri metnað en það. Sigurður Þór Salvarsson Suede-Suede ★ ★★★ Glimrandi gjömingur Eftirvænting er orðið sem lýsir best stemningunni í rokkbransanum í Bretlandi síðustu vikur meðan beð- ið var fyrstu stóru plötu Suede. Hljómsveitin hafði gefið út þrjú lög á smáskífum sem þóttu gefa fógur fyrirheit. Drowning, Metal Mickey og Animal Nitrate höfðu öh komist á hsta gagnrýnenda yfir bestu lög ársins 1992 um síðustu áramót. Spennan var því mikil þegar stóra platan sem nefnd er í höfuðið á skap- ara sínum rataði í fyrsta sinn í spUar- nefndra smáskífulaga eru So Young, Sleeping PiUs og Moving. -Snorri Már Skúlason Bruce Springsteen - In Concert: ★ ★ ★ Með allt í sambandi ann. Suede inniheldur 11 lög þar af smá- skífulöginfyrrnefndu. Lagasmíðam- ar sem em að mörgu leyti mjög ólík- ar, daðra við sinnu hlustandans áður en hann feUur dáleiddur fyrir töfram plötunnar. Þannig er Suede fersk og einlæg og hefur til að bera þessa hefilandi greddu sem einkennir hljómsveitir sem arka nýja slóð. Að þessu leyti minnir Suede á þá ágætu sveitPixies. Glamúrrokkið er sá brannur sem Suede sækir í. Hljómsveitin tengir nostalgíu 8. áratugarins við ný- bylgjurokk samtímans og úr verður heiUandi sánd, Suede-sánd. Þannig Uggur styrkur plötunnar að miklu leyti í frábærum flutningi þar sem söngur Brett Andersons og snUldar- gítarleikur Bemards Butlers stendur upp úr. Hinu má ekki gleyma að laga- smíðar era það efni sem góð plata er búin til úr og plata Suede er þar engin undantekning. Hér er á ferðinni hrífandi gripur sem óhætt er að mæla með við þá sem krefiast einhvers af þeirri tónhst sem þeir hlusta á. Bestu lög auk fyrr- Sagan segir að Brace Springsteen hafi runnið á rassinn á síðustu stundu með að halda órafmagnaöa tónleika á MTV-sjónvarpsstööinni og hafi fengið að stinga hljóðfærinu í samband. Á plötunni sem hér er til umfiöllunar eru aðeins tvö lög í þeim órafmagnaða eða lítt rafmagnaða anda sem gengur og gerist í þáttun- um. Þetta eru lögin Red Headed Wo- man og Thunder Road. Hin ellefu era keyrð áfram á vanalegan hátt. Þar af leiðandi sker platan sig Utt úr öðru hljómleikaefni með Brace Springsteen. Hann sepdi sem kunn- ugt er fyrir sex áram frá sér fiögurra platna eða þriggja geislaplatna safn sem nefndist Brace Springsteen And The E-Street Band Live 1975/85. Mik- inn öndvegis pakka sem bætti úr brýnni þörf hjá þeim sem ekki eru sífeUt á útkikki til að finna plötur með ólöglegum hljómleUcaupptök- um. In Concert/MTV Plugged er því rökrétt framhald áöur útgefins hljómleikaefnis. Á plötunni blandar Brace saman gömlu efni og nýju. Þarna era til dæmis titiUög þriggja platna. Dark- ness on the Edge of Town, Human Touch og Lucky Town. Springsteen- fræðingum þykir hins vegar væntan- lega mest til þess koma að fá nú hljómleikaútgáfu lagsins Atlantic City. SpUamennska á In Concert... er þétt og öragg. Aðeins einn E-Street maður er meðal undirleikara: Roy Bittan píanóleikari sem setur fingra- förin sín að sjálfsögöu á tónhstina. Hljómur er góður. Áberandi betri en á Unplugged Erics Claptons. Kannski er hægt að fela eitt og annað með því aðbeitakröftiun. Ásgeir Tómasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.