Alþýðublaðið - 19.03.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 19.03.1967, Blaðsíða 13
Sunnudagsblað Alþýðublaðsins • 19. marz 1967 13 Siml 6018«, MaSur á fíótta Spennandi mynd í litum og Cinema-Scope. Laiprence Harvey. Sýnd kl. 7 og 9. díslenzkur texti. — Ævintýri sölukonu — Gamanmyndin vinsæla. Sýnd kl. 5. — Eldguðinn — með T a r z a n . Sýnd kl. 3. K®na í búri Yfirþyrmandi amerísk mynd um konu, sem lokaðist inni í lyftu og atburði, sem því fylgdu. Olivia de Havilland Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. — Átta börn á einu ári — Sýnd kl. 3. FJÖUOJANI ■ ÍSAFSROi EiNAHGRUM&RGLER FIMM ÁRA ABYRGB Söluumboð: SANDSALAN S.F. Elliðavogi 115. Sími 30120. Pósthólf 373. Massey „• Fergiasesi DRÁTTARVÉLA og GRÖFUEIGENBUR láta yfirfara og gers við vélamar fyrir vorið. Massey Ferguson-við- Nú er rétti tímixin til að gerðaþjónustu annast Vélsmiðja Eysteins Leifssonaí hf. Síðumúla 17. sími 30662. ☆ áogSýsið í álþýðublaðinu GUSTAV MAHLER1860-1911 „Sumir hugsa aðeins um sjálfa sig og eyðileggja leikhúsið. Ég vinn mér til húðar og hugsa aðeins um leikhúsið.” M a h 1 e r . I I GUSTAV MAHLER var bruggarasonur af gyðingaættum frá þorpinu Kaliste í Bæ- heimi. Einföld og innileg alþýðulög fólks- ins og lúðrablástur úr herbúðunum í grenndtoni voru fyrstu tónlistaráhrifin, sem hann varð fyrir, en áttu eftir að fylgja hor.um allt lífið. Sex ára gamall uppgötv- aði hann gamalt píanó hjá móðurforeldr- um sínum og naut þess að gleyma sér við það. Ungur fór hann til Vínarborgar, sem nú stóð á liátindi frægðar sinnar. Glæsileiki borgarinnar markaði mjög verk þessa áhrifagjarna manns. Einmanaleiki sveitalífsins í Bæheimi og dýrð Vínar eru grunntónarnir í tónlist hans. Eilíf leit og þró kemur fram í verkum hans. Ungur að aldri skrifar hann í bréfi: „Allt mitt líf er djúpsár heimþrá.” í sam- bandi við symfóníu sína nr. 2 segir hann: „Ég kem frá guði og þrái að hverfa aftur tii hans ....”. Brennandi leit var kjörorð hans. Hann varð snemma mikilsvirtur hljóm- sveitarstjóri. Leið hans lá gegnum Ham- borg, Búdapest og fleiri sta'ði til Óper- unnar í Vín árið 1897. Starf hans þar mark- ar spor í sögu þessa virta söngleikahúss. Mahler var ofstækismaður í öllu, sem við kom list. Hann bannfærði hinn vana- bundna flutning verka, ruddi úr vegi alls kyns skriffinnsku við flutning nýrra verka, og hann fékk framgengt fjárveitingum, sem gerðu kleift að liafa þann ótölulega fjölda æfinga sem til þurfti að hljómsveit- in næði fullkomleika. Hann lét sér ekki nægja að aga hljómsveitina með því að krefjast þess, að hljómsveitarmennirnir sinntu aðeins starfi sínu í óperunni og stunduðu ekki aukastörf og gaf söngvur- um aldrei leyfi nema undir sérstökum kringumstæðum. Hann siðaði áheyrendur líka, lét loka öllum dyrum stundvíslega og hleypti ekki inn þeim sem komu of seint. Mahler var aðalstjórnandi Vínaróperunn- ar í tíu ár og stjórnaði um skeið einnig Pliilharmoniuhljómsveitinni þar og átti hann mikinn þátt í því með sínu þrot- lausa starfi að auka enn á virðingu hinnar gömlu tónlistarborgar. Vera hans þar var þó langt frá því að vera ánægjuleg, enda átti hann ekki skap við allra hæfi. Hann fékk menn upp á móti sér og þótti ráðrík- ur og yfirgangssamur, þótt allt starf hans væri í þágu listarinnar. Að lokum dró t' þess, að hann varð að segja starfi sínu lausu. Meðan Mahler starfaði í Vín helgaði hann sig óperunni níu mánuði ársins, en aðeins þrjá sumarmánuðina átti hann sjálfur til tónsmíða. Þá dvaldist hann við fagurt fjallavatn og samdi hinar tröllauknu RABB UM IÓNUSI symfóníur sínar. í þeim fór hann gjarnan ótroðnar brautir, fjölgaði hljómsveitar- mönnum og köflum symfóníanna, en þeir höfðu yfirleitt verið fjórir allt frá dögum Haydns og Mozarts. Mahler tók 9. symfón- íu Beethovens mjög til fyrirmyndar. Árið 1883 fór hann í hálfgiiiings pílagrímsferð til Bayreuth til að heyra Parsifal og bjó að áhrifum Wagners alla tíð síðan. (Þá var Parsifal aðeins sýndur í Bayreuth). Fyrsta symfónían var eingöngu fyrir hljómsveit, en í henni komu í ljós flest þau einkenni og mótsagnir, sem ein- kenndu hinn Ieitandi anda hans á brota- samri ævi, hyldjúpur sársauki, kveljandi einmanakennd og kýmnigáfa sem ósjaldan snerist í háð og broddfyndni. í annarri symfóníunni teflir hann fram kór og ■ alt- rödd, sem syngja einföld lög unnin úr alþýðusöngvum. Sú þriðja er stórbrotin sveitasælusymfónía, þar heyrast himnesk- ir liljómar og raddir jarðarinnar, barna- raddir og stór kór, og náttúran opinberar leyndardóma sína og fegurð í tónum. — Fjórða symfónían er mjög alvarleg undir niðri en í lokakaflMium er. glaðvær sópr- aneinsöngur, textinn er þýzkur frá mið- öldum. Næstu þrjár symfóníur eru mun flóknari og torráðnari. Innri átök, djúp sorg og þrá eftir friði og lausn. Áttunda symfónian er einstök 1 sinni röð, hlutföll öll lirikaleg. Verkið var frumflutt af átta einsöngvurum, átta hundruð og fimmtíu manna kór og hundrað og fjörutíu manna hljómsveit, svo aö með höfundinum, sem stjórnaði hljómleikunum, voru þátttakend- ur um þúsund. — Mahler sagði: „Alheim- urinn hljómar og syngur, ekki mannsradd- ir heldur sólkerfið Níunda symfónía Beethovens fyllti Mahl- er ógn og trúarlegri lotningu. Hann sagði, að enginn ætti að semja sína níundu sym- fóníu og minntist Bruckners. En hjarta hans ómaði af tónum og söngvum, og hann hóf að semja verk mitt á milli symfóníu og ljóðahrings, Das Lied von der Erde, byggt á gömlum kínverskum söngvum. Dauðinn var alltaf á næsta leiti við Mah- ler og nálægð hans setur svip sinn á öll verk hans. Sex af ellefu systkinum hans létust í æsku, og árið 1907 rekur hvert reiðarslagið annað, hann hrekst frá óper- unni, fjögurra ára dóttir hans deyr úr taugaveiki og nokkrum dögum síðar skýrir læknir hans honum frá því, að hann sé haldinn alvarlegum hjartasjúkdómi. Þá tekur hann til við Söng jarðarinnar og ní- undu symfóníuna og drög að þeirri tíundu, sem hann lauk aldrei við. Síðustu verkin voru frumflutt eftir dauða tönskáldsins og stjórnað af nemanda hans, Bruno Walter. Eftir að Mahler fer frá Vínaróperunni hverfur hann til New York og stjórnar Philharmoniuhljðtnsveitinni og Metropoli- tanóperuhljómsvéitinni þar á vetrum, en dvelst í Toblach á sumrin til að semja. Er hanri finnur dauðann nálgast snýr hann til Vínarborgar og andast í þeirri borg, er hann hafði lifað sælustu stund- ir lífs síns og orðið fyrir sárustum von- brigðum. Geiglaus tók hann hinu óum- flýjanlega, sáttur við heiminn, fullviss þess að lifa áfram í verkum sínum. Ekki er langt síðan symfóníur hans fóru að heyrast í hljómleihjasölun^m), skjótari útbreiðslu náðu lagaflok^ar hans, hiriir /átakanlegu Kindertotenli|ed- er, angurværu Söngvar ferðalangs (Lied- er eines fahrendes Gesellen) og Töfra- horn unglingsins (Des Knaben Wunder- horn). — G. P. tók saman. ^BE©L-Ue* GENÉVE URVAL AF PIERPONT OG FAVRE-LEUBA ÚRUM TIL FERMINGARGJAFA. CARL A. BERGMANN Skólavörðustíg 5 — Sími 18611. Frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur Læknarnir Magnús Ólafsson og Jón Hannes- son hætta störfum sem heimilislæknar frá næstu mánaðamótum. Samlagsmenn sem hafa þá sem heimilislækna, snúi sér til af- greiðslu samlagsins með samlagsskírteini og velji lækni í þeirra stað. Sjúkrasamlag Reykjarvíkur. Áskriftasímí Alþýðublaðsins er 14900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.